Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 4
ÍÞRÓTTIR 4 B MÁNUDAGUR 13. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ READING er aðeins átta stigum frá úrvalsdeildarsæti eftir marka- laust jafntefli við Watford í upp- gjöri tveggja af sterkustu liðum ensku 1. deildarinnar í knatt- spyrnu á laugardaginn. Reading á átta leiki eftir og allt útlit er fyrir að liðið verði búið að vinna sig upp í úrvalsdeildina fyrir páska. Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson léku allan leik- inn með Reading. Ívar fór af velli í byrjun síðari hálfleiks vegna höfuðáverka en gat lokið leiknum með mikinn vafning um höfuðið. Brynjar Björn lék þarna gegn sínum gömlu félögum, sem enn eru samborgarar hans því Brynj- ar býr í Watford og keyrir þaðan til æfinga og leikja í Reading sem er skammt frá. Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan leikinn með Leicester sem komst af mesta hættusvæði 1. deildar með útisigri á Luton, 2:1, en sigurmarkið kom á lokasek- úndunum. Jóhannes var hárs- breidd frá því að skora úr auka- spyrnu og þá virtist brotið á honum í vítateig Luton rétt áður en Leicester skoraði sigurmarkið. Gylfi Einarsson var ekki í leik- mannahópi Leeds sem gerði jafn- tefli, 2:2, við Norwich. Leeds missti þar af dýrmætum stigum í harðnandi baráttu um hvaða lið fylgir Reading beint upp. Reading vantar aðeins átta stig til viðbótar KEFLVÍKINGAR héldu áfram sig- urgöngu sinni í deildabikarnum í knattspyrnu á laugardaginn þegar þeir sigruðu KR-inga, 3:1, í Reykja- neshöll. Baldur Sigurðsson, Magnús S. Þorsteinsson og Símun Samu- elsen gerðu mörk Keflvíkinga en Skagamaðurinn Gunnlaugur Jónsson, hinn nýi fyrirliði KR-inga, minnkaði muninn í 2:1 með sínu fyrsta marki fyr- ir félagið. Kefl- víkingar hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína og útlit er fyrir að þeir berjist við Skaga- menn, Þórsara og Víking R. um tvö sæti í undan- úrslitum keppn- innar. Fylkir sigraði Grindavík, 2:1, á gervigrasvelli Fylkismanna sem var ruddur fyrir leikinn eftir mikla snjókomu. Ólafur Stígsson og Sævar Þór Gíslason, sem báðir voru frá keppni nær allt síðasta tímabil vegna slitinna krossbanda, eru komnir á fulla ferð og skoruðu fyrir Árbæinga en Jóhann Þór- hallsson gerði mark Grindavík- ur. Breiðablik, ný- liðarnir í úrvals- deildinni, gerðu jafntefli, 2:2, við 1. deildarlið Fjölnis í Fífunni en voru manni færri í klukkutíma eftir að Guðmann Þórisson fékk rauða spjaldið. Olgeir Sig- urgeirsson og Kristján Óli Sigurðs- son skoruðu fyrir Blika en Gunnar Már Guðmundsson og Ómar Há- konarson fyrir Fjölnismenn, sem hafa byrjað mjög vel og fengið 7 stig í fyrstu þremur leikjum sínum. Atli Jóhannsson tryggði ÍBV sig- ur á Víkingum frá Ólafsvík, 2:1, í Fífunni í gær. Slavisa Mitic kom Ólsurum yfir á upphafsmínútum leiksins en Atli svaraði tvívegis, með marki sitt í hvorum hálf- leiknum. Sævar Þór Gíslason Gunnlaugur Jónsson Atli Jóhannsson Baldur Sigurðsson Keflvík- ingar áfram á sigurbraut DAGNÝ Linda Kristjánsdóttir varð í þriðja sæti í stórsvigi á móti sem fram fór í Oberjoch í Þýskalandi á laugardag- inn. Árang- urinn veitir henni 30,17 FIS punkta og er þetta næstbesti ár- angur hennar í stórsvigi í vetur, en þetta var fyrsta mótið sem hún keppir í eftir Ólympíuleikana á Ítalíu. Anna Rottmayr frá Þýska- landi sigraði á laugardaginn og fékk 18,87 FIS stig fyrir ár- angur sinn í brautinni. Til stóð að hafa annað mót á sama stað í gær en hætt var við það. Rooney skoraði fyrra markiðþegar hann komst inn í send- ingu varnarmanns Newcastle og lyfti boltanum yfir Shay Given í markinu. Það seinna gerði hann með skoti frá vítateig eftir sendingu frá John O’Shea í gegnum miðja vörn Newcastle. Rooney var óhepp- inn að skora ekki þrennu en hann átti m.a. stangarskot úr dauðafæri. „Við gátum skorað fleiri mörk og áttum að gera það. Munurinn átti að vera meiri miðað við gang leiks- ins en ég er ánægður með að hafa skorað þessi tvö. Sérstaklega það fyrra, því það kom okkur í gang, en öll mörk eru ánægjuleg. Mér hefur gengið vel til þessa þó ég hafi ekki skorað mikið af mörkum. Mér gekk vel, liðið spilaði vel, og það eina sem vantaði var að skora fleiri mörk,“ sagði Rooney eftir leikinn. Alex Ferguson knattspyrnustjóri United var sæll og glaður með frammistöðu sinna manna. „Hrað- inn og ákveðnin voru til fyrirmynd- ar og hver einasti leikmaður lék stórt hlutverk. Það er með ólík- indum að hafa átt 29 skot á mark. Ég veit vel að við hefðum átt að gera meira af mörkum en frammi- staðan var það sem skipti máli og hún var á köflum stórkostleg. “ Wayne Rooney var frábær, sagði Ferguson „Það getur vissulega hvatt and- stæðingana til dáða þegar mark- tækifærin eru ekki nýtt, en við lék- um einnig sterkan varnarleik og héldum takti í okkar leik frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu,“ sagði Ferguson, og hrósaði Wayne Roon- ey sérstaklega. „Wayne var frábær. Ég veit ekki hversu mörg mörk hann hefði átt að skora en þetta var framlag í hæsta gæðaflokki. Við áttum alltaf von á að hann myndi þróast og þroskast sem knattspyrnumaður og það hef- ur hann gert. Hann vill spila og spila, og er orðinn mun þroskaðri leikmaður en þegar við fengum hann til okkar og það er sérlega ánægjulegt.“ Það hefur vakið athygli að markahæsti leikmaður úrvalsdeild- arinnar, Ruud van Nistelrooy, hefur mátt verma varamannabekk United þrjá leiki í röð en hann kom inn á sem varamaður. Louis Saha hefur tekið stöðu hans í fremstu víglínu. „Louis Saha lék af snilld og Ruud gerði sitt þegar hann kom inn á en hann hefði þó átt að skora. Það var reyndar í takt við leikinn að honum tækist það ekki,“ sagði Alex Fergu- son. Góður sigur hjá Charlton Charlton er smám saman að rétta sinn hlut og vann Middlesbrough, 2:1, í gær. Enski landsliðsmaðurinn Darren Bent skoraði bæði mörk Charlton, sigurmarkið fjórum mín- útum fyrir leikslok, en skömmu áð- ur hafði Mark Viduka jafnað metin fyrir Middlesbrough. Hermann Hreiðarsson lék allan tímann í vörn Charlton. Rooney sá um Newcastle MANCHESTER United kom sér enn betur fyrir í öðru sæti ensku úr- valsdeildarinnar í knattspyrnu í gær með því að sigra Newcastle á sannfærandi hátt, 2:0, á Old Trafford. Wayne Rooney gerði út um leikinn með tveimur mörkum á upphafskafla leiksins, á 9. og 12. mínútu, og sigur United hefði getað orðið mun stærri. Liðið er nú fimm stigum á undan Liverpool, sem tapaði fyrir Arsenal í gær, en er 15 stigum á eftir toppliði Chelsea. AP Wayne Rooney, framherji Manchester United, stingur sér á milli tveggja leikmanna Newcastle og skorar síðara mark sitt. Dagný Linda þriðja í Þýskalandi Dagný Linda Það var mikilvægt að fá öll þrjústigin úr þessum leik enda vor- um við mjög niðurlútir eftir leikinn í Barcelona í Meistaradeildinni. Nú getum við einbeitt okkur að ensku deildinni,“ sagði Gallas eftir leikinn. Hann fékk boltann á vinstri kantin- um, lék inn að vítateignum og skaut góðu skoti af um 20 metra færi í blá- hornið hægra megin. Flestir virtust vera búnir að sætta sig við skiptan hlut, en Michael Ess- ien kom Chelsea yfir áður en Jer- maine Jenas jafnaði skömmu fyrir leikhlé. Sigurinn ætti ekki að koma á óvart enda hefur Chelsea ekki tapað í 32 deildarleikjum við Tottenham og síðast tapaði liðið fyrir Lundúnalið- inu árið 1990. John Terry, fyrirliði Chelsea, var ánægður með sigurinn. „Það var góður endir á slæmri viku. Nú erum við komnir í gang á ný og stefnan sett á tvennuna og ég tel að við eig- um mikla möguleika á að ná henni,“ sagði fyrirliðinn. Ei í le þess fyrir óven sínir fyrst staða Hö Bl sigur að b Evró Villa eins ham Bo þess Wes an A en á einn „F sem sagð Þrumufle frá Ga réð úrsl WILLIAM Gallas var hetja Chelsea þega velli 2:1 á laugardaginn. Frakkinn snjall ustu andartökum leiksins og var mark h Chelsea heldur sínu striki á toppi úrvals 15 stigum á undan Manchester United,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.