Morgunblaðið - 31.03.2006, Page 2

Morgunblaðið - 31.03.2006, Page 2
2 C FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ bílar SALA á nýjum bílum hefur verið góð það sem af er þessu ári og meiri en bílasalar höfðu gert ráð fyrir, samkvæmt upplýsingum þeirra. Nokkrar verðhækkanir hafa orðið á bílaverði undanfarnar vikur, í takt við lækkun á gengi krónunnar. Fulltrúar þeirra bílaumboða sem Morgunblaðið ræddi við sögðust flestir gera ráð fyrir að bílasala ætti eftir að dragast nokk- uð saman það sem eftir er ársins. Salan væri hugsanlega að ná hámarki þessa dagana. Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brim- borgar, segir umboðið enn ekki hafa hækkað verð bíla hjá sér og ákvörðun um hækkanir hafi ekki verið tekin. Menn sjái fyrir sér að verð muni hækka um 6-8% á næstunni og vegna þessa festi margir kaup á bílum þessa dagana. Hann segir Brimborg hafa spáð 20% samdrætti í bílasölu í heild fyrir árið 2006. Sal- an hafi hins vegar farið betur af stað en menn reiknuðu með, væntanlega á þeirri forsendu að gengi krónunnar var mun sterkara fyrstu tvo mánuði ársins en ráð var fyrir gert. Það sem af er árinu sé salan um 40% meiri en á sama tíma í fyrra. „Núna er veiking krónunnar að koma fram og væntanlega mun draga aðeins meira en 20% úr sölunni það sem eftir er ársins. Við miðum okkar áætlanir við það,“ segir hann. Síðasta ár var metár Helga Guðrún Jónasdóttir, kynningarstjóri hjá B&L segir fyrirtækið ekki merkja miklar breytingar á sölu bíla í marsmánuði, þrátt fyrir að lækkanir á gengi krónunnar hafi leitt til nokkurrar hækkunar verðs á nýjum bílum. Hafi verð hækkað að meðaltali um 3-5% á síð- ustu vikum. Ýmsar ástæður séu fyrir þeim, meðal annars hækkanir á verði frá framleið- endum. Hún segir erfitt að segja til um hvernig bílasala muni þróast á árinu. „Við erum bjart- sýn og gerum ráð fyrir að sala verði góð. Síð- asta ár var hins vegar metár og það væri óvar- legt að ætla að ekki verði einhver samdráttur á þessu ári,“ segir hún. Karl Steinar Óskarsson, sölustjóri hjá Ingv- ari Helgasyni, segir að sala nýrra bíla hjá um- boðinu fyrstu þrjá mánuði þessa árs sé umtals- vert meiri en á sama tíma í fyrra. Flest bílaumboð séu um þessar mundir að hækka verð hjá sér. „Í síðustu viku tóku gildi hækk- anir hjá okkur sem nema á bilinu 3-8%, en þær eru mismiklar eftir tegundum,“ segir hann. Þrátt fyrir hækkanirnar í síðustu viku hafi ekki orðið samdráttur í bílasölu hjá umboðinu. Karl Steinar segir bílasala reikna með sam- drætti í bílasölu það sem eftir er ársins. Lækk- un á gengi krónunnar muni hafa áhrif og þrengja muni að hjá flestum fari verðbólga af stað. „Um áramót spáðu flestir bílasalar á bilinu 20-30% samdrætti í bílasölu á þessu ári, miðað við árið í fyrra. Það er hins vegar langt í frá að þessi samdráttur hafi komið fram fyrstu þrjá mánuðina,“ segir hann og bætir við að þetta hafi komið flestum gleðilega á óvart. Ekki sé ósennilegt að salan sé að ná hámarki um þessar mundir. Meira að gera en venjulega Haraldur Þór Stefánsson, framkvæmda- stjóri sölusviðs Toyota, segir að miklu meira hafi verið að gera hjá umboðinu en venjulega, vegna breytinga á gengi krónunnar. Um það bil 5% hækkun á flestum bílum sem umboðið selur taki gildi á mánudag. „Það eru allir að klára áður en við þurfum að hækka verðið og við reynum að afgreiða sem mest,“ segir Har- aldur Þór. Haraldur segir erfitt að segja til um hvernig bílaverð muni þróast á næstunni. Krónan hafi hins vegar verið að styrkjast að nýju, sem sé jákvætt. „Við biðum ansi lengi með að hækka verðið, því við trúðum því að gengið myndi styrkjast að nýju. Hækkunin nú er töluvert undir þeirri veikingu krónunnar sem hefur orðið. Við lækkuðum verð í október um 5% og höfðum því ekki of mikið þol,“ segir Haraldur. Sala á nýjum bifreiðum hefur verið góð á Íslandi það sem af er árinu og farið fram úr væntingum bílasala Spá samdrætti í bílasölu á næstunni Morgunblaðið/Ómar Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is Subaru-um- boðsaðilar ánægðastir UMBOÐSAÐILAR Subaru eru ánægðustu umboðsaðilar bíla í Þýskalandi. Þetta er niðurstaða nýjustu skoðanakönnunar á ánægju bílasala (DSI, Dealer Satisfaction Index) sem Bam- berger Forschungsstelle Auto- mobilwirtschaft (FAW) gerir og er þetta í 9. skipti sem Subaru hlotnast þessi heiður. Líkt og árið áður lögðu um- boðsaðilarnir mesta áherslu á „gæði nýrra bíla“ og gáfu Sub- aru einkunnina 4,6 af 5 mögu- legum. Umboðsaðilar lofuðu Subaru einnig fyrir „dagleg samskipti við innflutningsaðila“ og „þjónustu fulltrúa varðandi ábyrgðir og viðskiptavild“. Er þetta í 12 skipti sem könn- unin er gerð og náði hún að þessu sinni yfir umboðsaðila 25 bílategunda sem eru með 93% markaðshlutdeild. Rúnar H. Bridde, sölu- og markaðsstjóri Subaru á Íslandi, segir samskiptin við Subaru í Japan vera sérlega þægileg og því komi niðurstöður DSI könn- unarinnar sér ekkert á óvart. RENAULT frumsýndi nýlega í París Clio Hi-Flex, sem gengur jafnt fyrir bensíni og etanóli. Skiptir þá engu í hvaða hlutföllum eða hvort um hreint bensín eða etanól er að ræða (frá 0% og upp í 100% af öðru hvoru). Etanol er unnið úr jurtaríkinu og tilheyrir því þeim eldsneytisflokki sem er í dag talinn líklegasta lausn- in á vaxandi CO2 megnun í Evrópu. Clio Hi-Flex markar því nokkur tímamót hjá Renault, sem hefur á undanförnum árum lagt vaxandi áherslu á þróun umhverfisvænni bíla. Er í því sambandi skemmst að minnast 2009 skuldbindingarinnar sem Carlos Ghosn, forstjóri Ren- ault, kynnti nýlega og felur m.a. í sér fyrirheit um að 50% allra nýrra bensínbíla í Evrópu frá Renault, muni ganga fyrir allt að 85% etanól- blöndu áður en árið 2009 gengur í garð. Metnaðarfull markmið í umhverfisvernd Þá er því jafnframt lýst yfir í 2009 skuldbindingunni að þar sem bílar frá Renault séu með eitt lægsta út- sleppi af CO2 sem þekkist, telji framleiðandinn sig geta gert betur. Í þessu sambandi eru tímamörkin þó enn þrengri, en fyrir þann tíma ætlar Renault að hafa aukið sölu á bílum sem sleppa minna en 140 gr. af CO2 á kílómetra í eina milljón á ári. Þriðjungur þeirra á jafnframt að sleppa út minna en 120 gr. á kíló- metra. Clio Hi-Flex verður fyrst um sinn bundinn brasilíska bílamark- aðnum, en þar hefur etanól verið fá- anlegt svæðisbundið sem eldsneyti fyrir bíla. Umhverfisvænn Clio Hi-Flex Clio Hi-Flex, sem gengur jafnt fyrir bensíni og etanóli. Clio Hi-Flex verður fyrst um sinn eingöngu fáanlegur í Brasilíu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.