Morgunblaðið - 31.03.2006, Page 11

Morgunblaðið - 31.03.2006, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 11 FYRSTU lotu formúluvertíðarinnar lýkur um helgina með þriðja kapp- akstri ársins í Melbourne í Ástralíu. Að honum lokn- um taka mótin í Evrópu við; hinu hefðbundna bak- landi íþróttarinn- ar. Kappaksturinn er sá 22. sem fram fer í Ástralíu og sá ellefti í Mel- bourne. Fyrri 11 mótin fóru fram í Adelaide á árunum 1985 til 1995 og voru þá jafnan lokamót ársins. Eftir flutninginn til Melbourne varð Ástr- alíukappaksturinn að upphafsmóti vertíðarinnar. Hlé varð þó á því í ár vegna Samveldisleikanna í íþróttum. Nú er tekið að „hausta“ hjá and- fætlingum okkar og því verður ekki eins mikill loft- og brautarhiti í Melbourne og á fyrstu tveimur mót- um ársins, í Barein og Malasíu. Hvaða áhrif það mun hafa á getu ein- stakra liða er stóra spurningin. Samkvæmt veðurspám er gert ráð fyrir að lofthiti verði að hámarki 17°C hvern hinna þriggja mótsdaga. Tiltölulega skýjað verður og því mun sólin ekki verma malbik brautarinn- ar sem fyrr. Ökuþórar sem brúka Bridgestonedekk undir bíla sína, eins og heimamaðurinn Mark Web- ber hjá Williams, yggla brúnir er þeir rýna til veðurs þessa dagana. „Við þurfum hita fyrir dekkin,“ sagði Webber við blaðið Herald Sun. Og óvænt segir í fyrirsögn á tilkynningu Bridgestone og forspjalli um kapp- aksturinn: „Haustið ætti að henta Michelin.“ Þar vísar japanska fyrir- tækið til ágætis frönsku dekkjanna við þróunarakstur liðanna fyrstu tvo mánuði ársins. Mótið í Albertsgarði í Melbourne 2001 markaði nýtt upphaf þátttöku Michelin i Formúlu 1 eftir 17 ára fjarveru. Hefur fyrirtækið fagnað sigri tvisvar á fyrstu fimm árunum. David Coulthard hjá McLaren sigr- aði og næstu tveir ökuþórar voru einnig með Michelindekk undir bíl- um sínum. Þá vann Giancarlo Fisi- chella Renault-kappaksturinn í fyrra. Michelin er ósigrað í ár og mark- mið verksmiðjanna er að vinna sinn 96. sigur í Formúlu 1 í Melbourne um helgina. Takmarkið er að vinna 100. sigurinn á árinu, en mótið í Malasíu á dögunum var 200. kappakstur Mich- elin í formúlunni frá upphafi. „Eftir góða uppskeru í hitanum í Barein og rakanum mikla í Malasíu mætum við allt öðrum aðstæðum í Albertsgarði. Við erum þó ekkert uggandi því eins og við sýndum og sönnuðum í fyrra vorum við ofan á við margs konar aðstæður. Og í sam- vinnu við samstarfslið höfum við þró- að viðeigandi dekk – þau verða að- eins mýkri en á undanförnum tveimur mótum í þeim tilgangi að auðvelda hitamyndun í þeim og lág- marka slit. Alls munu liðin sex hafa úr átta þurrdekkjagerðum að velja,“ segir Nick Shorrock, íþróttastjóri Michelin. Ástralskt haust ætti að henta Michelin Reuters Albertsgarðurinn í Melbourne. Ástralíukappaksturinn nú um helgina verður sá 11. sem fer fram þar í borg. Mark Webber FERNANDO Alonso hjá Renault er fullur bjartsýni eftir góða byrjun á tveimur fyrstu mótum ársins. Segist hann sannfærður um að sér takist að verja heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu 1. Alonso vann fyrsta mót ársins, í Barein, og varð í öðru sæti í því næsta, í Malasíu, fyrir hálfum mán- uði. Þar varð liðsfélagi hans Giancarlo Fisichella fyrstur og sigur Renault því tvöfaldur. „Það er erfitt að lýsa tilfinningunni, en eftir að hafa upplifað og séð hvað bíllinn getur er ég í engum vafa um að við getum unnið titilinn aftur. Bíllinn er samkeppnisfær og á grundvelli ágætis hans er ég sannfærður um að við getum verið hraðskreiðir á næstu 16 mótum líka. Ég er mjög bjartsýnn eftir fyrstu mótin tvö,“ sagði Alonso í vikunni. Hann gekk þó enn lengra í samtali við útbreiddasta blað Þýskalands, Bild. „Héðan í frá vil ég vinna öll mót,“ hafði það eftir honum eftir mótið í Sepang. Fisichella bjartsýnn Alonso hefur ráðið sig til að keppa fyrir McLaren á næsta ári og Fis- ichella kveðst staðráðinn í að neita honum um þá skilnaðargjöf að hampa aftur heimsmeistaratitli ökuþóra. Heldur ætlar hann sér að vinna tit- ilinn sjálfur. „Ég sagði í vetur að takmarkið væri að vinna titilinn í ár og mótin tvö sýna að ég á möguleika á að standa mig vel og slást um titilinn líka,“ sagði Fisichella. „Það er draumurinn og takmark í ár. Ég held að Renault- bílarnir verði mjög öflugir í Ástralíu og þar ætla ég að keyra til sigurs,“ bætti hann við. Fisichella segir að þrátt fyrir ráðn- ingu Alonsos til McLaren njóti hann sjálfur einskis forgangs hjá Renault. „Liðið kemur nákvæmlega eins fram við okkur báða, bílarnir eru eins og enginn er að pæla í næsta ári,“ sagði Fisichella. Burtséð frá innbyrðis keppni Renaultþóranna virðist ljóst að Ren- ault trónir á toppnum og önnur lið verða að leggja það að velli til að kom- ast þangað og vinna bílsmiðatitilinn af franska liðinu. Til kappakstursins í Melbourne í Ástralíu um helgina mæta heims- meistarar Renault með 13 stiga for- skot á Ferrari og McLaren. Alonso sann- færður um að hann haldi titlinum Reuters Renault ökuþórinn Fernando Alonso á leiðinninn út á brautina í Sepang. Fast á hæla hans er liðsfélagi hans og keppinautur hans Giancarlo Fisichella. Notaðir Bílar - Bíldshöfða 10587-1000 - Bílasalan SkeifanTilboð kr. 4.595.000,- Nýskráður 1.2005 Sjálfskiptur, loftkæling, leðuráklæði, sóllúga, dökkar rúður, hraðastillir, Bose hljómtæki rafdrifin sæti, auka dekkjagangur á álfelgum minni í sætum, o.m.fl. Ásett verð kr. 5.100.000,- Infinity FX35 (280 hö.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.