Morgunblaðið - 09.04.2006, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 09.04.2006, Qupperneq 6
6 | 9.4.2006 Í myndið ykkur flugvélaverksmiðju! Flestir sjá eflaust fyrir sér stóraskemmu, þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja. Gímald. Færri sjálíklega fyrir sér gróðurhús. Eigi að síður er það svo að langstærsta og afkastamesta flugvélaverksmiðja landsins er starfrækt í gróðurhúsi í nágrenni höfuðborgarinnar. Það er dagsatt. Það skal þó strax tekið fram að þar eru engar breiðþotur framleiddar, heldur svokölluð fis, eitt nettasta form vélknú- ins loftfars. Fis er loftfar sem hefur ekki fleiri en tvö sæti og hámarksflugtaks- massa sem er ekki hærri en 300 kg fyrir landfis með einu sæti, eða 450 kg fyr- ir landfis með tveimur sætum. Tveggja sæta fis vegur með öðrum orðum ekki nema 450 kg í flugtaki. Fjögur fis eru í smíðum í verksmiðjunni – þ.e. gróðurhúsinu – þessa dag- ana en við erum að tala um 500 fermetra skýli. Fjórir menn taka á móti blaðamanni þegar hann ber að garði, Sigurjón Sindrason, Stefán Árnason, Styrmir Ingi Bjarnason og Ágúst Guðmundsson, allt félagar í Fisfélagi Reykja- víkur. Tveir síðarnefndu eru þeirra reyndastir, eru hvor um sig að smíða sitt annað fis. Hinir eru nýgræðingar á smíðasviðinu. Stefán áréttar reyndar í upphafi að hans vél verði ekki skráð sem fis, heldur heimasmíði, eða „experi- mental-vél“, eins og það heitir víst á flugmáli. Hinir þrír eru allir að smíða fis. Fleiri menn koma raunar að smíðinni því í sumum tilvikum eru fleiri en einn á bak við hverja vél. „Við erum grasrótin í fluginu og því við hæfi að þessi starfsemi eigi sér stað í gróðurhúsi,“ segir Ágúst hlæjandi. Vélarnar eru allar af sömu gerð, Sky Ranger, og eru keyptar af framleið- anda í Frakklandi. Ágúst segir að um eitt þúsund slíkar vélar séu til í heim- inum í dag. „Rör og dúkur koma til landsins í kassa og við setjum flugvélina saman frá grunni, búk, vængi og annað. Síðan kaupum við mótora í vélarnar, höfum allir verið með 100 hestafla Rotax-mótora. Við erum líka með skipt- iskrúfu, þannig að við getum breytt skurði skrúfunnar á flugi, en það er frek- ar undantekningin þegar fisvélar eru annars vegar,“ segir Ágúst og Styrmir bætir við að þetta geri þeim kleift að komast á loft á tíu til fimmtán metrum miðað við tíu km mótvind. Þeir segja að smíðatíminn sé frá 160 klukkutímum en það fari eftir því hvað menn vilji dunda sér lengi við verkið. Þessi smíði hófst 1. mars sl. og stefna fjórmenningarnir að því að fara í loftið eigi síðar en í maí. „Kosturinn við að smíða vélina sjálfur er sá að maður kynnist henni svo vel. Þekkir hverja ró og hverja skrúfu og öðlast þannig mun meiri skilning á L jó sm yn di r: Á sd ís Fissmiðirnir fjórir, Ágúst Guðmundsson, Sigurjón Sindrason, Styrmir Ingi Bjarnason og Stefán Árnason í stærstu flugvélaverksmiðju landsins sem rekin er í gróðurhúsi. Porsche háloftanna Fis er loftfar sem hefur ekki fleiri en tvö sæti og vegur aðeins 450 kg í flugtaki Eftir Orra Pál Ormarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.