Morgunblaðið - 09.04.2006, Page 8
8 | 9.4.2006
því hvernig apparatið er upp byggt. Vélin verður þannig einskonar partur af
manni,“ segir Ágúst.
En hvað kostar að smíða fis?
„Í þessu tilfelli er vinnan auðvitað ókeypis, þannig að við erum bara að tala
um efniskostnað. Ætli okkar kostnaður sé ekki á bilinu 2,5–2,8 milljónir
króna. Menn geta að vísu auðveldlega farið neðar, allt niður í 1,8 milljónir
með ódýrari mótor og svo auðvitað ofar, ætli flaggskip félagsins, fínasta vélin,
hafi ekki kostað um 5 milljónir króna,“ segir Styrmir.
Fimmtán nýjar vélar í fyrra | Ágúst getur sér þess til að nokkur ár séu síðan
síðast var smíðuð ný flugvél hér á
landi en á undanförnum tveimur ár-
um hafa verið smíðuð tíu fis, að þess-
um í gróðurhúsinu meðtöldum. „Það
er mikill vöxtur í þessu.“ Þar að auki
hafa nokkur fis verið flutt inn til
landsins, notuð og ný. Þannig fóru
fimmtán nýjar vélar í loftið í fyrra og
Ágúst býst við að annar eins fjöldi
geri það á þessu ári.
Ágúst segir að um fimmtíu fis séu
á skrá hérlendis og Styrmir bætir við
að margar „experimental-vélar“ hafi í
seinni tíð verið skráðar upp á nýtt
sem fis. „Það má segja að áhuga-
mannaflug hafi á umliðnum árum
flust að nokkru leyti frá þessu hefð-
bundna flugi sem við þekkjum yfir í
þetta. Ástæðan er fyrst og fremst
kostnaður.“ Stefán tekur dæmi um
það. „Ég er í atvinnuflugmannsnámi
og er að safna tímum. Sambærileg
tveggja sæta vél í atvinnuflugmann-
inum er að eyða 40 lítrum af elds-
neyti á klukkutíma meðan þessi
eyðir tólf. Það er ólíku saman að
jafna.“ Ágúst bætir því við að fisin
séu þar að auki mun skemmtilegri
flugvélar, léttari og afkastameiri. „Þær hafa mun betri flugeiginleika og þurfa
styttri brautir.“ Og Styrmir bætir um betur: „Í mínum huga er munurinn á
því að fljúga fisi og Cessnu eins og að keyra Porsche og hestvagn.“
Til að fljúga vélknúnu fisi þarf skírteini fisflugmanns. Skírteini fæst aðeins
eftir bóklegt námskeið, verklega þjálfun auk bóklegs og verklegs prófs. Fis
þarf líka að skrá og tryggja. Fyrirkomulag þjálfunar, skráningar og eftirlits á
Íslandi er í gegnum fisfélög. Til að skrá fis þarf viðkomandi eigandi að vera
meðlimur í fisfélagi sem er viðurkennt af Flugmálastjórn Íslands. Fisfélag
Reykjavíkur er eina fisfélagið sem núna er viðurkennt af Flugmálastjórn. Þeg-
ar fisflugmaður hefur náð 25 tímum eftir að hafa fengið skírteini má hann
fljúga með farþega.
Úr sófanum í loftið á tíu mínútum | Bækistöðvar Fisfélags Íslands eru á Grund
við Úlfarsfell. Þar eru fisin í skýlum og segja fjórmenningarnir staðsetninguna
mjög góða. „Ég bý til dæmis í Grafarvoginum og það líða ekki nema tíu mín-
útur frá því ég stend upp úr sófanum heima og þangað til ég er kominn í loft-
ið,“ segir Styrmir og Stefán bætir við að á Reykjavíkurflugvelli taki það menn
a.m.k. hálftíma að komast í loftið – eftir að komið er út á völl. Fisin geta lent
víða enda þurfa þau ekki langar brautir. Menn nota ýmsa flugvelli, en síst
Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvöll, og
svo er ekkert því til fyrirstöðu að lenda á
túnum og engjum. Líka vegum. „Það eru
engar reglur sem banna okkur að lenda á
vegum,“ segir Styrmir. „Ég lenti í dálítið
skondinni uppákomu á vegi rétt hjá
Hveragerði í fyrra. Það er verið að byggja
fyrir mig sumarbústað þar og ég skaust
til að líta á framkvæmdir. Kom þá ekki
lögreglan og það tók mig fjörutíu mín-
útur að útskýra fyrir þeim að ég hefði
ekki gert neitt ólöglegt. Þeir flettu í öll-
um reglum sem þeir fundu en allt kom
fyrir ekki. Á endanum féllust þeir á
þetta. Ég skil lögguna svo sem alveg. Það
hefur væntanlega einhver hringt inn og
tilkynnt um nauðlendingu eða jafnvel
flugslys og þeir þurfa vitaskuld að fara á
staðinn. Þetta er ágætt dæmi um það að
fólk gerir sér ekki almennt grein fyrir
því, en við megum lenda fisvélum á veg-
um ef svo ber undir enda höfum við
mjög góða yfirsýn og sjáum langar leiðir
hvort við erum að trufla bílaumferð,“
segir hann og Ágúst bætir við að þar að
auki séu fisin tryggð fyrir mun hærri
upphæðir en bílar.
Þeir segja Fisfélagsmenn mikið halda
hópinn og fara reglulega í skipulagðar ferðir. Allt að tíu til fimmtán fis sam-
an. „Við höfum t.d. farið hringinn kringum landið tvisvar sinnum. Flugum þá
hægt og skoðuðum okkur um. Oft hringja menn sig líka saman og skjótast
með skömmum fyrirvara. Þetta er mjög samheldinn og góður hópur,“ segir
Ágúst.
Þeir segja að farið sé að þrengja að Fisfélaginu á Grund og menn séu farnir
að svipast um eftir nýjum bækistöðvum. „Við höfum mestan áhuga á stað
uppi við tankana á Geithálsi og erum í góðu samstarfi við borgina um það.
Vonandi gengur það eftir.“ | orri@mbl.is
„Við erum grasrótin í fluginu og
því við hæfi að þessi starfsemi eigi
sér stað í gróðurhúsi.“
Nostrað
við smíðina.
Verkið er vel á veg komið. Smíðatíminn
er frá 160 klukkutímum en það fer eftir
því hvað menn vilja dunda sér lengi.