Morgunblaðið - 09.04.2006, Síða 10

Morgunblaðið - 09.04.2006, Síða 10
10 | 9.4.2006 H vað segir þú um að hitta mig á Holtinu? Mig langar að bjóða þér upp á heitt súkkulaði með rjóma og það er alveg sérstaklega gott þar,“ segir röddin í símanum við mig. Súkkulaði? hugsa ég upp- hátt. Sannfæringin hefur greinilega verið lítil því haldið er áfram á hinum enda línunnar. „Ósvikið heitt súkkulaði er ómótstæði- legt. Þú veist að það er drykkur guðanna.“ Einmitt það. Allt í lagi. Ég kem. Drykkur guðanna? Það var þá. Í mínum huga er heitt súkkulaði bara heitt súkkulaði. Stundu síðar geng ég inn í koníaksstofuna á Holtinu og kem auga á viðmælanda minn, þar sem hann situr við borð úti í horni og les Morgunblaðið. „Step into my of- fice,“ segir hann glaðlega og stendur á fætur. Við heilsumst með handabandi. Því næst læt ég mig falla ofan í dúnmjúkan leðursófann og fyllist eitt augnablik skelf- ingu. Hvað ef ég kemst ekki óstuddur á fætur aftur? Slík er mýktin. Sessunauturinn upplifir þessa angist mína með bros á vör. Les líklega hug minn. Ég virði hann fyrir mér. Hann er fínn í tauinu, svartklæddur með húfu á höfði og trefil um hálsinn. Fín- leg gleraugun sitja á voldugu nefinu. Brosið er hlýlegt og andlitið svipmikið. Sam- kvæmt þjóðskrá er Halldór Bragason að verða fimmtugur, fæddur árið 1956, en lítur út fyrir að vera allmörgum árum yngri. Hvað er aldur svo sem annað en tala á blaði? Á Holtið er ég kominn til að rekja garnirnar úr „Blúsmanni Íslands“. Vil fá að vita allt um ævi hans og störf. Og drekka heitt súkkulaði. Halldór Bragason er Reykvíkingur í húð og hár. „Ég er úr Hlíðunum. Kom í heim- inn í Mávahlíðinni og ólst þar upp á mjög tónelsku heimili. Ég á tvö eldri systkini, Helga og Bertu. Móðir mín var Steinunn Snorradóttir og faðir minn Bragi Krist- jánsson. Hann var bróðir Einars Kristjánssonar óperusöngvara og það var mikið hlustað á óperu á heimilinu. Plötusafnið var gott og maður lærði að þekkja óp- erusöngvara fyrir hádegisfréttir í útvarpinu. Það var mjög skemmtilegt að alast upp í Hlíðunum á þessum tíma og það var mik- ill vinskapur hjá allflestum fjölskyldum. Guðrún Á. Símonar óperusöngkona bjó beint á móti og okkur félögunum þótti gaman að stríða frú Guðrúnu, eins og hún var alltaf kölluð. Hún var nýflutt heim frá Englandi og átti tuttugu eða þrjátíu ketti, eins og frægt var. Okkur fannst það voðalega skrýtið. Í eitt skiptið komumst við yfir bensín eða olíu og máluðum dyrakarminn hjá frú Guðrúnu og kveiktum í. Að því búnu hringdum við dyrabjöllunni og hlupum bak við vegg. Þegar hún kom til dyra minnti hún einna helst á sirkusljón að stökkva í gegnum eldhring. Það var ógleym- anleg sjón. Við strákarnir urðum vitaskuld skíthræddir og hlupum upp í Öskjuhlíð og dvöldumst þar daglangt. Þegar við komum loksins skömmustulegir heim um kvöldið vorum við umsvifalaust háttaðir ofan í rúm. Við vorum aftur á móti ekki búnir að bíta úr nálinni með þennan verknað og ég gleymi því aldrei þegar mamma sagði við mig: Halldór, frú Guðrún er komin að tala við þig.“ Í eitt augnablik situr ungi óþekki drengurinn hjá mér og iðrast gjörða sinna. Svo eldist hann aftur um áratugi og hlær með bakföllum að þessu prakkarastriki sínu. „Já, frú Guðrún var ekkert blávatn.“ Í þeim töluðum orðum kemur þjónn aðvífandi og dregur blað og penna úr pússi sínu. „Hvað má bjóða ykkur, herrar mínir?“ „Við ætlum að fá heitt súkkulaði með rjóma,“ segir Halldór og horfir á mig, dreyminn. Ég kinka kolli til samþykkis. Hvað er eiginlega með þennan mann og heitt súkkulaði? SELDI ÚR SÉR BLÓÐIÐ Í AÞENU En áfram með smjerið. Halldór segir að mikið líf og fjör hafi verið í Hlíðunum á þessum tíma og hann hafi átt marga góða félaga. „Á tímabili bjuggu Pollock-bræður í næsta húsi og við stofnuðum bítlahljómsveit sjö ára gamlir með MacIntosh-dósum og tilheyrandi. Síðan fluttu þeir utan. Borgin hefur breyst mikið síðan þetta var og ég man að það var sveitabær efst í götunni og annar á Klambratúni. Það var því stutt í sveitalífið. Svo var maður auðvitað sendur í sveit á sumrin, eins og tíðkaðist í þá daga. Ég var í nokkur sumur hjá afskaplega elskulegu fólki á Gemlufalli í Dýrafirði. Þar lærði maður að vinna og sá nánast inn í gamla tímann.“ Halldór hleypti heimdraganum á unglingsaldri. „Ég var mikið til sjós, bæði á varðskipum og frökturum og svo fékk ég snemma áhuga á því að skoða heiminn. Fór til Grikklands innan við tvítugt og dvaldist þar ásamt félögum mínum í þrjá mánuði á eyju sem heitir Patmos, þar sem Jóhannes skrifaði Opinberunarbókina. Þetta var einhver útþrá og órói í sálinni. Tíminn á Grikklandi var mjög skemmtilegur og gam- an að kynnast framandi menningu. Þetta var á miðjum hippatímanum og það var lif- að hátt. Á þessum tíma var mikil haftastefna á Íslandi. Við höfðum unnið á vertíð og safnað fyrir ferðinni en fengum ekki nema ákveðna upphæð í gjaldeyri á mánuði, þannig að við urðum blankir inn á milli. Þá framfleytti ég mér m.a. með því að kafa eftir kolkröbbum og selja blóðið úr mér í Aþenu. Það var mjög þroskandi að vera einn í útlöndum og læra að bjarga sér.“ Þjónninn kemur nú með súkkulaðið og leggur bakkann á borðið fyrir framan okkur. Halldór snarþagnar og setur sig í stellingar. Ég geri slíkt hið sama – ósjálfrátt. Skyndilega finnst mér eins og ég sé staddur í einhverri undarlegri trúarathöfn. Hall- dór hellir í bollann sinn og setur rjóma út á. Hrærir svo í um stund. Ég fer að dæmi hans. „Jæja,“ segir hann loksins, eins og í leiðslu. „Þá er komið að því.“ Hann lyftir bollanum og sýpur á súkkulaðinu. Friður færist yfir hann og rétt sem snöggvast er eins og blúsmaðurinn svífi á brott úr líkamanum. Það er best að reyna þetta, hugsa ég með mér. Ber bollann að vörum. Ja, hver þremillinn, segi ég bara og skrifa. Þvílíkt hnossgæti. Maðurinn hefur engu logið. Ég halla mér aftur í sófanum og reyni af veik- KÆRLEIKURINN ER ÞAÐ EINA SEM SKIPTIR MÁLI Eftir Orra Pál Ormarsson Myndir Kristinn Ingvarsson Hann er íslenski blúsinn holdi klæddur. Kyndilberi sem hefur spilað í hérumbil hverju þorpi landsins, breitt boðskapinn út um lönd og er nú listrænn stjórn- andi hinnar ört vaxandi Blúshátíðar í Reykjavík. Margt hefur á daga Halldórs Bragasonar drifið frá því bernskubrekin bitnuðu á óperusöngkonunni Guð- rúnu Á. Símonar í Hlíðunum. Hann hefur ekki farið varhluta af áföllum og sorg, horfðist í augu við dauðann í Mývatnssveit um árið og missti son sinn á voveif- legan hátt í fyrra. Samt hefur Halldór ekki tapað trúnni á hið góða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.