Morgunblaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 12
12 | 9.4.2006 aðeins verið að spila á árshátíðum, í afmælum og svoleiðis og vantaði æfingaaðstöðu. Með mér voru Þorleifur Guðjónsson bassaleikari og gamall vinur minn, Gunnar Erl- ingsson, Steingrímur Guðmundsson og Þorsteinn Magnússon. Áramótin 1988–89 fréttum við að til stóð að John Mayall kæmi til landsins um vorið að halda tónleika og okkur fannst upplagt að fá að hita upp fyrir hann. Steini gítarleikari forfallaðist og við fengum Guðmund Pétursson kornungan til að spila með okkur. Andrea Gylfa og Hjörtur Howser slógust líka í hópinn. Það átti bara að hita upp fyrir Mayall en þetta vatt upp á sig. Okkur var vel tekið og fljótlega eftir að Mayall var farinn, eða á skírdag 1989, efndum við aftur til tónleika á Borginni og fengum til okkar ýmsa gesti. Hugmyndin þá var að halda eina tónleika á okkar forsendum. Við löbbuðum sjálf um bæinn með plaköt, „Blús á Borginni“, og héldum náttúrlega að enginn kæmi – höldum það raunar enn þegar við spilum – en þegar við skutumst heim í bað klukkan átta var röð út öll súlnagöngin á Hótel Borg. Tónleikarnir seldust upp. Við ákváðum því að halda aðra tónleika og svo aðra og svo …“ Þarna var nafnið Vinir Dóra komið til sögunnar. „Þetta var frægt fólk. Andrea hafði verið í Grafík og Hjörtur var mikilsmetinn hljómborðsleikari. Eðlilega gátu þau því ekki verið að leggja nafn sitt við þetta ef eitthvað færi úrskeiðis. Hljóm- sveitin var því bara kölluð Vinir Dóra og þannig gátu þau afsakað sig með því að þau væru bara vinir mínir að hjálpa mér við þetta,“ segir Halldór hlæjandi. „Það urðu tíðar mannabreytingar í fyrstu. Haraldur Þorsteinsson kom fljótlega á bassa og Ásgeir Óskarsson á trommur og þeir mynduðu kjarnann næstu tvö árin eða svo ásamt mér, Gumma og Andreu.“ Í upphafi tíunda áratugarins var opn- aður framsækinn tónlistarbar á Vitastíg, Púlsinn, og varð hann fljótt heimavöllur Vina Dóra. „Þar átti sér mikil saga stað. Púlsinn var mjög metnaðarfullur tón- listarbar, þar sem spiluð var alls konar músík oft í viku, allt frá Sykurmolunum til Milljónamæringanna. KK var mikið þarna og Bubbi, svo einhverjir séu nefndir, auk þess sem fjölmargar hljóm- sveitir stigu sín fyrstu skref. Við vorum mikið á Púlsinum í alls konar útgáfum og spiluðum blús.“ ÓMETANLEG SAMBÖND Í CHICAGO Á þessum tíma tengdist Halldór líka blúslífinu í Chicago órofa böndum. „Það gerðist með þeim hætti að Chic- ago Beau þurfti að fá prentað fyrir sig tímarit. Hann hafði hrifist af einhverri prentun frá Odda og vildi endilega láta gera þetta þar. Þegar hann spurði um blús á Íslandi var vísað á mig. Ég sat á klósett- inu þegar Beau hringdi og spurði hvort ég gæti reddað blúsgiggi. Ég er oft til í ein- hver svona ævintýri og gekk í málið. Beau kom svo og spilaði með okkur á munn- hörpu. Upp frá þessu varð til samstarf sem entist í nokkur ár. Hann kom hingað með listamenn með sér og við fórum til Chicago. Boltinn fór að rúlla. Við Andrea og Gummi fórum fyrst utan til að heimsækja Beau 1991 og spiluðum í tengslum við Blúshátíðina í Chicago. Þar kynntumst við Deitru Farr fyrst en hún söng með okkur. Þarna vorum við komin, íslensku sveitablúsararnir á lopasokkunum, og drukkum í okkur bandaríska blúsmenningu. Sáum ýmsa menn spila og hittum goðsagnir á borð við Albert King, Johnny Shines, Junior Wells og fleiri. Eftir á að hyggja var þetta ígildi mastersnáms. Við komum innblásin til baka og hingað komu ýmsir blúsarar í heimsókn. Má þar nefna Shirley King, dóttur B.B. King og goðsögnina Billy Boy Arnold. Hann hafði verið munnhörpuhetja í árdaga Chicagoblússins og menn eins og David Bowie og Eric Clapton tekið lög eftir hann. Billy Boy lék á sínum tíma með Bo Diddley og samdi lög eins og Ain’t Got You,“ segir Halldór og grípur ímyndaðan gítar á lofti til að gefa mér tóndæmi. Það varð svo úr að Vinir Dóra gerðu plötu með einni af þessum kempum, Jimmy Dawkins. „Dawkins er goðsögn úr vesturbænum í Chicago. Mjög pólitískur. Hann hefur aldrei orðið neitt sérstaklega frægur en er svona költ-blúsari. Uppáhalds- blúsari Roberts Plant, Jimmys Page og fleiri manna. Þetta var okkar fyrsta plata, Blue Ice. Hún var tekin upp „live“ og kom afskaplega vel út. Við vorum mjög ánægð glímdi aftur á móti við þunglyndi og síðar gekk hann í sjóinn, saddur lífdaga. Hann var mörgum harmdauði og fráfall hans fór illa í mig. Ég gat ekki hugsað mér að spila í sjö eða átta ár þar á eftir nema í einhverjum partíum.“ Þegar hér er komið sögu ákvað Halldór að setjast á skólabekk og varð raf- eindavirkjun fyrir valinu. „Rafeindavirkjun var svona alhliða tækninám. Það var mjög erfitt og fjölbreytt nám. Við vorum fimmtíu klukkutíma á viku að læra um sjón- vörp, útvörp, loftnet, tölvur, vídeó og allt mögulegt. Hugur minn stóð til þess að vinna við hljóðupptöku eða eitthvað sem tengdist tónlist og ég fór því að vinna á kvikmyndadeildinni á Sjónvarpinu. Fyrst með skólanum en síðan í fullu starfi. Ég var í sjö ár á Sjónvarpinu og það var mjög skemmtilegur tími.“ HÉLT AÐ ÞETTA VÆRI MÍN HINSTA STUND Það var meðan hann vann á Sjónvarpinu að Halldór varð fyrir skelfilegri lífs- reynslu – lenti í flugslysi. „Þetta var í maí 1987. Ég var ásamt fleirum á ferð með Óm- ari Ragnarssyni fréttamanni við Mývatn þegar vélin hrapaði og fór bókstaflega í tætl- ur. Ég varð fyrir slæmum hálsmeiðslum og var í kraga í marga mánuði á eftir. Enn þann dag í dag finn ég fyrir þessum meiðslum og telst vera 20% öryrki eftir slysið. Ómar hafði keypt nýja flugvél, Cessna Skymaster, sem var frekar öflug vél. Við vorum í lágflugi að taka myndir af ein- hverjum rollum sem höfðu farið upp á afrétt áður en þær máttu það, eða eitt- hvað svoleiðis. Með okkur voru tveir menn frá Landgræðslunni og Páll Reyn- isson kvikmyndatökumaður. Ég kann enga skýringu á því sem gerðist nema hvað ég fann að vélin skall í jörðinni. Hún lenti í eina sandbingnum á þessum slóðum, tvo kílómetra norðan við veg- inn, mitt á milli Mývatns og Jökulsár á Fjöllum. Það tættist allt undan vélinni, vængirnir rifnuðu af og hún endaði á hvolfi. Hávaðinn og djöfulgangurinn var þvílíkur að mér datt ekki annað í hug en þetta væri mín hinsta stund. Þetta er kall- að nærri-dauða-reynsla og í eitt augna- blik sá ég líf mitt þjóta hjá.“ Halldór gerir stutt hlé á máli sínu en heldur svo áfram með söguna. „Þegar vélin staðnæmdist sá ég hvar hinir héngu í beltunum og svo virtist sem ég væri minnst slasaður. Ég hafði fengið svolitla þjálfun hjá Landhelgisgæslunni í að vera æðrulaus á raunastund og líklega hefur það skilað sér því ég fór strax í það að draga þá út úr vélinni og hagræða þeim. Þeir voru allir svartir og blóðugir og þetta var mjög óhugnanlegt í fyrstu. Fljótt kom þó í ljós að enginn okkar var mjög alvarlega slasaður. Ég virtist alveg ómeiddur en það kom ekki í ljós fyrr en síðar að ég hafði nærri hálsbrotnað við högg- ið og fór þegar upp var staðið eiginlega verst út úr þessu af okkur öllum. Neyð- arsendirinn fór ekki í gang þannig að við stauluðumst niður á þjóðveg. Þeir lágu þarna fjórir í vegkantinum meðan ég fór út á veg til að stöðva bíl. Stóð þarna á miðjum veginum og baðaði út öllum öngum þegar fyrsti bíllinn kom. Hann hægði hins vegar ekki einu sinni á sér og ég þurfti að beita sömu tækni og nautabanar á Spáni til að víkja mér undan bílnum. Það munaði sumsé bara hársbreidd að ég yrði keyrður þarna niður. Hugsaðu þér,“ segir Halldór og getur ekki annað en hlegið að fáránleika þessa atviks þegar hann rifjar þetta upp. „Sem betur fer stoppaði næsti bíll og ók okkur að Mývatni, þar sem við tókum flug í bæinn og á slysavarðstofuna.“ Eftir þessa lýsingu blasir við að gera stutt hlé og súpa aftur á súkkulaðinu. Ég finn að augu Halldórs hvíla á mér meðan ég lyfti bollanum. Annar sopinn er engu síðri en sá fyrsti. „Nú veistu hvað ég er að tala um. Þessu bragði verður ekki lýst með orð- um.“ Halldór var marga mánuði að jafna sig eftir slysið og meðan hann var að ná sér á strik vann hann aðallega innandyra, í hljóðveri Sjónvarpsins. „Þá fer að líða að tón- listinni á ný. Ég hafði reyndar aðeins verið að spila rokk með Pétri Stefánssyni, PS&Co, – við sömdum til dæmis saman lagið Ung, gröð og rík – en þarna fórum við nokkrir vinir að hittast í laumi á mánudagskvöldum til að spila blús í hljóðsetning- arstúdíói Sjónvarpsins. Svona „Blue Monday“. Þetta var innanhússband sem hafði KÆRLEIKURINN ER ÞAÐ EINA SEM SKIPTIR MÁLI Halldór ásamt foreldrum sínum, Braga Kristjánssyni og Steinunni Snorradóttur og systkinunum Helga og Bertu. Myndin er tekin í sjötugsafmæli Braga árið 1991. Ferming- ardrengurinn Halldór árið 1970.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.