Morgunblaðið - 09.04.2006, Síða 14

Morgunblaðið - 09.04.2006, Síða 14
14 | 9.4.2006 fimm, og þetta var mjög gaman. Þegar ég hætti hjá BYKO fór ég að vinna hjá litlu fyr- irtæki sem er reyndar orðið stórt í dag, Tristan, og varð yfirmaður kerfisdeildar þar. Svo var það fyrirtæki selt og ég sneri mér að öðru.“ Þegar Halldór sagði skilið við tölvugeirann árið 2003 réði hann sig sem áfeng- isráðgjafa á Vogi. „Það var að mörgu leyti ánægjulegur tími og fróðlegt að kynnast þessum sjúkdómi, alkóhólismanum. Þetta fólst m.a. í því að koma fólki af stað til betra lífs og það var mjög gefandi. Ég vann í eitt ár á Vogi. Síðan hef ég eiginlega verið að reyna að átta mig á því hvað ég ætla að gera þegar ég verð stór. Ekki seinna vænna,“ segir hann hlæjandi. Halldór hefur unnið mikið í hópum gegnum tíðina og segist hafa yndi af því að starfa með fólki. „Ég held ég hafi raunar verið mjög erfiður í samstarfi hér áður fyrr en hef skánað mikið með árunum. Ég er svona katalisti að mörgu leyti, hvatamaður að brjáluðum hugmyndum og kýli á þær. Þetta hefur löngum verið hópvinna, eink- um í tónlistinni, og ég stend á því fastar en fótunum að tónlistarmenn eigi að fá tæki- færi til að njóta sín. Ég vona að samstarfsmenn mínir hafi fundið fyrir því. Ég er þeim alla vega mjög þakklátur. Ég hefði aldrei náð þessum árangri án alls þess góða fólks sem ég hef borið gæfu til að starfa með gegnum tíðina.“ Talandi um hvata- manninn Halldór þá hefur hann verið óþreytandi að halda merki blússins á lofti á Íslandi. „Fyrir nokkr- um árum var ég að spila á blúshátíð úti á landi. Þar komu Norðmenn sem ég kynntist ágæt- lega. Í Noregi eru haldnar þrjátíu blúshá- tíðir á ári hverju og starfrækt 160 blúsfélög. Til Notodden, sem er Raufarhöfn Noregs, koma 30 þúsund manns á blúshátíð á hverju ári. Ég dáðist að þessu og spurði mig; hvers vegna erum við ekki að gera þetta? Af hverju virkar þetta í Noregi en ekki hér? Skýringin er samstaða ríkis, sveit- arfélaga, ferðamálayfirvalda og tónlistarmannanna sjálfra. Í Noregi skilur hið op- inbera að hátíðir af þessu tagi eru hvetjandi fyrir menningarlífið. Það stuðlar að því að vera með blús í skólum, kenna mönnum að spila og brjóta kynþáttafordóma á bak aftur, eins og þessi tónlist hefur alltaf gert.“ ÞAÐ ER ENGIN BORG MEÐ SJÁLFSVIRÐINGU SEM EKKI HEFUR BLÚSHÁTÍÐ Upp frá þessu varð úr að Halldór og nokkrir félagar hans stofnuðu Blúsfélag Reykjavíkur. Þetta var árið 2004 og var Magnús Eiríksson heiðraður á stofnfund- inum. „Þetta var svona óformlegur félagsskapur í fyrstu og helsta markmiðið var að reka vef. Við komum okkur upp póstlista og létum fólk vita ef einhver var að spila. Svo fórum við að láta okkur dreyma um að koma á fót Blúshátíð í Reykjavík. Hvers vegna er ekki blúshátíð hér? Það er engin borg með sjálfsvirðingu sem ekki hefur blúshátíð. Við stofnuðum því nýtt félag um Blúshátíð í Reykjavík og héldum hana í fyrsta sinn 2004. Þetta var fyrst og fremst sjálfboðavinna en hátíðin heppnaðist feiki- lega vel. Aðsókn var góð og viðtökur fínar. Það myndaðist mjög skemmtileg stemn- ing. Félagarnir treystu mér til að vera listrænn stjórnandi hátíðarinnar enda hef ég mjög ákveðnar skoðanir á svona hátíðum. Ég veit kannski ekki hvernig hún á að vera en ég veit hvernig hún á ekki að vera. Opinberir aðilar hafa því miður ekki sýnt þessu mikinn áhuga hingað til en við höfum haft ýmsa góða samstarfsaðila og erum þeim verulega þakklát. Höfum fundið fyrir vináttu og samhug hjá fyrirtækjunum sem hafa styrkt okkur. Án þeirra væri þetta ekki hægt. Fjölmiðlar hafa líka tekið okkur vel og það fer ekkert á milli mála að fólk vill að haldin sé blúshátíð í Reykjavík. Það er ánægjulegt. Við höfum verið í samstarfi við blúshátíðina í Ólafsfirði og hvatt til stofn- unar blúshátíða í Reykjanesbæ og á Hornafirði. Þá stóð Blúsfélag Reykjavíkur fyrir fimmtíu manna ferð á B.B. King í Birmingham um liðna helgi. Það var engu líkt að sjá hinn aldna blúsmann hrífa tugþúsundir manna, en hann hafði sagt að þetta yrði sín síðasta tónleikaferð. Þannig að það er heilmikil vakning í gangi. Chicago-tengingar mínar hafa líka nýst vel en við erum m.a. í góðu samstarfi við Deitru Farr sem á sæti í ráðgjafanefnd hátíðarinnar. Hún kemur núna með tvær vin- konur sínar með sér á hátíðina sem er mjög mikilvægt. Svona tengsl geta tvímælalaust skapað menningarverðmæti. Ég nefni í því samhengi plötuna sem við gerðum með hana. Platan var gefin út af hljómplötufyrirtæki sem fornvinur minn og sálu- félagi, Hilmar Örn Hilmarsson, átti, Platonic Records. Hilmar Örn var óþreytandi við að hvetja okkur til dáða á þessum tíma. Hann og Kalli Sighvats. Við Kalli ætl- uðum alltaf að spila blús saman en því miður varð ekki oft af því. Hann var svo upp- tekinn í öðru. Það var algjör harmur þegar Kalli dó.“ Önnur plata var svo gerð með Pinetop Perkins píanóleikara og gefin út hér heima, í Chicago og á Englandi. „Það varð til þess að við spiluðum fyrstir Íslendinga á South By Southwest-hátíðinni með allt bandið og síðar á Chicago blúshátíðinni, þar sem m.a. var haldið upp á áttræðisafmæli Pinetops. Þarna varð allt vitlaust. Pinetop kom svo síðar hingað heim og spilaði víðs vegar um landið með okkur. Við kynntum plöt- una m.a. á 17. júní í bænum. Í kjölfarið kom tónleikaferð til Ítalíu og fleira. Á þessum tímapunkti var þetta orðið full vinna og ég varð að fórna æviráðningu minni hjá Sjón- varpinu. Gerðist blúsmaður.“ Halldór rifjar upp sögu af því þegar hann var staddur í Chicago að fylgja plötunni eftir og Pinetop og Beau tóku hann með sér í sjónvarpsviðtal. „Þetta var snemma morguns og ég hélt að þetta væri einhver lókalstöð. Svo var spjallað þarna við okkur í smá stund og ég hugsaði ekki meira um þetta fyrr en ég kom niður í bæ síðar um dag- inn. Þá fór fólk nefnilega að gefa sig á tal við mig og kvaðst hafa séð mig í „Good Morning America“, sem tugir milljóna Bandaríkjamanna horfa á daglega. Ætli þetta hafi ekki verið mínar fimmtán mínútur í sviðsljósinu? Eftir þetta hringdi ég heim í mömmu, býsna ánægður með mig. „Varstu ekki sæmilega vel til hafður, Halldór minn?“ var þá það fyrsta sem henni datt í hug. Svona til að athuga hvort ég hefði nokkuð orðið fjölskyldunni til skammar,“ segir Halldór skellihlæjandi. Í annað skipti hringdi Chicago Beau í Halldór og bað fyrir hönd einhverra kunn- ingja sinna um leyfi til að nota lag af plötunni í auglýsingu ytra. „Ég samþykkti það en frétti ekki fyrr en síðar fyrir hverja auglýsingin var. Það var körfuboltaliðið fræga, Chicago Bulls, en þetta var einmitt þegar Michael Jordan var upp á sitt besta. Dan Aykroyd og John Goodman léku í auglýsingunni og seinna hlaut hún bandarísku auglýsingaverðlaunin, Clio. Verðlaunagripurinn er heima á hillu.“ Þrátt fyrir umsvif erlendis gekk Ísland alltaf fyrir og Halldór segir að á þessum tíma hafi verið komin fram löngun til að spila blús á landsbyggðinni. „Vinir Dóra settu sér það markmið að spila blús í hverju einasta þorpi á Íslandi og ég held að það hafi hérumbil tekist. Þau eru teljandi á fingrum annarrar handar þorpin sem við höf- um ekki spilað í. Venjan var að spila blús fyrri hluta tónleikanna en ljúka þeim svo stundum á balli með blústengdri tónlist, Stones, Hendrix og svona. Tónlist sem okk- ur þótti gaman að spila. Okkur var rosalega vel tekið út um allt land og eignuðumst fjöldann allan af vinum. Margir sögðu að það þýddi ekkert að spila svona músík úti á landi en við létum það sem vind um eyru þjóta. Góð músík er bara góð músík. Einu sinni man ég eftir því að við vorum að spila blús klukkan kortér í þrjú á balli í Vest- mannaeyjum og allir með kveikjarana á lofti. Það var æðislegt.“ Halldór bjó um tíma í Montreal í Kanada. „Það stóð aldrei til að meika það erlend- is. Ég var bara að vinna að ýmsum verkefnum með Chicago Beau á þessum tíma og það hentaði vel að búa í Montreal. Hinir í bandinu áttu ekki heimangengt, þannig að ég fór bara einn. Við Beau túruðum reglulega í Bandaríkjunum og þetta var mjög gaman.“ Fljótlega eftir heimkomuna var Halldór aftur á móti orðinn þreyttur á spila- mennskunni og ákvað að söðla um. Þetta var árið 1997. „Þá fór ég að vinna í faginu. Réð mig til BYKO og vann þar um tíma í tölvudeildinni. Þarna var rokk og ról í tölvuheiminum, internetið komið og ég hafði kynnst því ytra. Ég gerðist því vefspek- úlant og internetvæddi fyrirtækið. Mig langaði til að vera „venjulegur“ maður, níu til KÆRLEIKURINN ER ÞAÐ EINA SEM SKIPTIR MÁLI Halldór í sigl- ingu á fljótinu Níl á fleyinu Mostash. Vinir Dóra, Haraldur Þor- steinsson, Ásgeir Ósk- arsson, Guðmundur Pét- ursson og Halldór, ásamt goðsögnunum Pinetop Perkins og Chicago Beau snemma á síðasta áratug.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.