Morgunblaðið - 09.04.2006, Page 19

Morgunblaðið - 09.04.2006, Page 19
maður hafi haft það svolítið með sér út. Ég reyni að notfæra mér að koma frá öðru landi og er búinn að skapa minn eigin stíl sem Danirnir virðast hrífast af.“ Tilraunadýr hjá NASA | Þó að sýningar Kristjáns eigi það sameiginlegt að kitla hláturtaugar áhorfenda eru þær ekki síður vettvangur hans fyrir þjóðfélags- ádeilu. „Ég hef verið að reyna að komast að því hver ég er og hvers vegna ég er hérna. Sömuleiðis velti ég mikið fyrir mér hvað sé eiginlega um að vera. Hvers vegna er allt á fleygiferð og enginn spyr af hverju? Ég reyni að líta á mannlífið og okkur sjálf frá mismunandi sjónarhorni til að gefa fólki tækifæri til að sjá sjálft sig í nýju ljósi. Sýningin Blow Job fjallar til dæmis um tilraun NASA geimferðastofnunarinnar til að láta mann fara í gegnum heilan dag á 15 mínútum. Tilgangurinn er að sjá hvort líkaminn og sálartetrið þoli það. Þetta er auðvitað svolítil ádeila á hraðann í þjóðfélaginu.“ Hann viðurkennir að uppátækið kalli fram hverja hlátursrokuna á fætur annarri hjá áhorfendum. „Enda sjá menn líkamann og hluti notaða á mjög nýstárlegan og skapandi hátt.“ Nýlega fékk Kristján styrk til að setja upp ferðalagsútgáfu af Blow Job og hann segist vonast til að um síðir geti hann komið með sýninguna til Íslands, sem og aðrar sýningar sem hann á í handraðanum. Reyndar er þess ekki lengi að bíða þess að Íslendingar fái að njóta krafta hans í ríkari mæli en hingað til. „Ég flyt heim með fjölskylduna í sumar og við ætlum að vera á Íslandi í ein- hvern tíma. Ég er giftur danskri konu og á þrjú börn sem þurfa að kynnast Ís- landi, íslenskast svolítið og læra tungumálið almennilega. Maður verður ein- hvern veginn að rækta þessar rætur. Sömuleiðis held ég að þetta geti verið jákvætt fyrir mig enda finn ég að það er ýmislegt spennandi að gerast í ís- lensku leikhúslífi. Kannski get ég miðlað svolítið af því sem er að gerast í Dan- mörku. Þessar tvær þjóðir hafa að minnsta kosti mikið að læra hvor af ann- arri.“ | ben@mbl.is „Ég hef verið að reyna að komast að því hver ég er og hvers vegna ég er hérna,“ segir mað- urinn með gúmmí- andlitið, Kristján Ingimarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.