Morgunblaðið - 12.05.2006, Side 3

Morgunblaðið - 12.05.2006, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2006 B 3 bílar EINS og greint var frá í síðasta bíla- blaði frumsýnir B&L í samvinnu við BMW að kvöldi 22. maí nk. Z4 coupé. Að sögn Helgu Guðrúnar Jónas- dóttur, kynningarstjóra B&L, hefur borist staðfesting þess efnis að Z4 Roadster verði frumsýndur samhliða hinum nýja coupé-línunnar, en eins og fram hefur komið er um heims- frumsýningu á þeim síðarnefnda að ræða. „Z4 Roadster-blæjubíllinn kom á markað núna í vor með nýju útliti og búnaði. Við verðum því með tvöfalda frumsýningu um kvöldið, en þar sem Roadsterinn er þegar kominn á mark- að víða í Evrópu, verður aðeins um venjulega frumsýningu að ræða á honum. Í þessu sambandi er jafn- framt rétt að geta þess, að sýningin um kvöldið er eingöngu ætluð boðs- gestum og verður almenn sýning á bílunum haldin síðar í vikunni,“ segir Helga Guðrún. Fjöldi erlendra gesta kemur til landsins vegna þessa, aðallega um- boðsaðilar BMW, sem heyra undir sama alþjóðlega sölusvæði BMW og Ísland. Umboðsaðilarnir eru aðallega frá Evrópu, Rússlandi og fyrrverandi lýðveldum Sovétríkjanna, en þar sem dreifingarnet BMW í Vestur-Evrópu er að mestu í eigu framleiðandans sjálfs eru evrópsku umboðsaðilarnir aðallega frá Austur-Evrópu. Z4 coupé og Roadster á Íslandi EINS árs afmælishátíð verður um helgina í Bílakjarnanum á Eirhöfða. Þar hafa fjórar bíla- sölur, Aðalbílasalan, Bílabank- inn, Nýja bílahöllin og Litla bílasalan, komið sér fyrir á um 600 bíla sameiginlegu svæði. Í tilefni afmælisins verða ým- is afmælistilboð á notuðum bíl- um alla helgina. Á svæðinu verða einnig hoppukastali, veltubíll frá Sjóvá og grillvagn sem býður upp á pylsur fyrir gesti. Opið verður í Bílakjarn- anum frá kl. 10 til 18 á föstu- dag, á laugardag frá kl. 11 til 17 og á sunnudag frá kl. 13 til 16. Bílakjarninn eins árs TEKIN hefur verið ákvörðun um að Chrysler Crossfire verði ekki fram- leiddur á þessu ári fyrir Bandaríkja- markað. Ástæðan er sú að miklar birgðir eru af bílnum í Bandaríkjunum. Engu að síður fullyrða yfirmenn Chrysler að ekki standi til að hætta að framleiða hann. Hann verður fram- leiddur sem 2006 árgerð fyrir Evr- ópu en Bandaríkjamenn fá hann næst sem 2007 árgerð seinna á árinu. Sala á Crossfire hefur minnkað um 6,3% fyrstu fjóra mánuði ársins. Engin 2006 ár- gerð af Crossfire

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.