Morgunblaðið - 12.05.2006, Síða 4
4 B FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
AUDI er einn af stóru lúxusbílafram-
leiðendunum þýsku en ólíkt BMW og
Mercedes-Benz hefur Audi ekki boðið
upp á borgarjeppa, fyrr en á þessu
ári. Heldur hefur framleiðandinn látið
sér nægja Allroad sem svipar mjög til
Volvo XC 70, fjórhjóladrifinn og afl-
mikill bíll með blöndu af jeppa- og
langbakslagi og meiri veghæð en
venjulegur fólksbíll. Audi Q7, sem ný-
lega kom á markað, sýnir hins vegar
með óyggjandi hætti að enginn alvöru
bílaframleiðandi getur sniðgengið
þennan geira markaðarins. Audi ger-
ir þetta líka með stæl en stílar um leið
nýja bílinn sinn meira inn á göturnar
en utanvegaslóðana.
Stærri, aflmeiri og betur búinn
í grunninn en keppinautar
Það er mikil og vaxandi eftirspurn
eftir borgarjeppum og flestir fram-
leiðendur hafa upp á slíka valkosti að
bjóða. Audi fer samt aðra leið en þeir
flestir. Q7 er nefnilega stærri, afl-
meiri og betur búinn í grunninn en
þeir. Tækifæri gafst til að prófa hóg-
værustu gerðina í Q7-línunni á dög-
unum. Þetta er bíll með V6 dísilvél
sem skilar 233 hestöflum og hvorki
meira né minna en 500 Nm togi. Og
það er þetta með hógværðina; bíllinn
er stútfullur af búnaði, jafnt að utan
sem innan.
Q7 er óvenjulega útlítandi jeppi og
grípur strax augað sem stór og
kannski plássfrekur lúxusjeppi. Þetta
er enda fimm metra bíll og átta senti-
metrum betur. Engu að síður er hann
lipur í meðförum og lítið mál að fara í
kringlurnar á honum, enda búinn
fjarlægðarskynjara, sem er hið mesta
þarfaþing á stórum bíl.
Framendinn er voldugur með sínu
stóra og síða grilli en hlutföll fram-
lugtanna eru á hinn bóginn fremur
smá í samanburði við heildarsvipinn.
Séður á hlið er Q7 bogadreginn og
jafnvel sportlegur með niðursveigðri
glugga- og þaklínu eftir því sem aftar
dregur. Stór hjólin gera bílinn líka
voldugan ásýndum.
Aflmikil og hljóðlát V6-dísilvél
Allir Q7 eru fáanlegir með loft-
púðafjöðrun og sætum fyrir sjö. Próf-
unarbíllinn var hins vegar með
gormafjöðrun og fimm sæta. Drif-
kerfið er sítengt Torsen-fjórhjóladrif
þar sem togátakið dreifist 42% til
framhjólanna og 58% til afturhjól-
anna. 3 lítra V6 dísilvélin er hin sama
og boðin er í A6 og A8 en skilar fleiri
hestöflum en í A6 og meira togi en
bæði í A6 og A8. Þetta er einstaklega
gangþýð dísilvél og hljóðlát en um leið
ein af þeim aflmeiri miðað við stærð.
Þessi 2,3 tonna þungi lúxusbíll rok-
vinnur með þessari vél og skilar sér á
100 km hraða á 9,1 sekúndu. En það
er millihröðunin sem vekur mesta
ánægju undirritaðs. Það virðist alltaf
nóg eftir og Q7 3.0 TDI er sannkall-
aður hraðbrautarbíll. Fjöðrunin er
stíf, kannski fullstíf því það finnst vel
fyrir ójöfnum og holóttu malbiki inn í
bílinn en fyrir vikið er hann líka tein-
réttur í beygjum og sýnir af sér af-
bragðs takta í hröðum þjóðvega-
akstri.
Dísilvélin er tengd við sex þrepa
sjálfskiptingu sem er með handskipti-
vali. Jafnframt er hún með svokall-
aðri S-stillingu sem gefur bílnum
sportlegri takta þar sem hægt er að
þenja hann lengur í gírum. Skiptingin
er fullkomlega hnökralaus og mjúk.
Fyrir utan dísilvélina er Q7 enn
sem komið er eingöngu fáanlegur
með V8 bensínvélinni sem er 350
hestöfl og 440 Nm í togi, en von er á
næstunni á 3,6 l VR6-bensínvél, sem
verður eina gerðin í boði með bein-
skiptingu. Á þriðja ársfjórðungi 2007
kemur V8 dísilvél, 4,2 lítra með tveim-
ur forþjöppum og um svipað leyti
flaggskipið, 5,2 lítra, V10 FSI-vél.
Vel á áttundu milljón
Eins og við var að búast frá Audi er
vandað til verka, jafnt að utan sem
innan. Prófunarbíllinn var prófaður
með leðurklæðningu og alls kyns
aukabúnaði. Maður finnur sig strax
vel undir stýri og helstu aðgerðir, þ.e.
sími, hljómtæki og miðstöð/loftkæl-
ingu er stjórnað með tökkum og
snúningsrofa sem eru staðsettir á
milli framsætanna. Á 7 tommu lita-
skjá gefur að líta helstu aðgerðir og
prófunarbíllinn er með innbyggðan
blátannarbúnað, leiðsögukerfi og afl-
mikil og breiðhljómandi hljómkerfi,
svo aðeins fátt eitt sé nefnt (sjá lista
yfir staðalbúnað). Undirrituðum þyk-
ir mikill kostur að fjarlægðarskynj-
urum, sem eru bæði í fram- og aft-
urstuðara bílsins. Skynjararnir láta
vita með hljóðmerki og mynd á skján-
um þegar bíllinn nálgast fyrirstöðu.
Þessi búnaður er eiginlega nauðsyn-
legur í jafnstórum bíl og Q7 er.
Annað, sem er í takt við lúxusí-
myndina, er frábær hljóðeinangrun í
bílnum. Það er ekki fyrr en bílnum er
gefið duglega inn að það heyrist í vél-
inni og þá líkist það meira murri í V6-
bensínvél en dísilvél.
Í heildina tekið er frumraun Audi í
jeppasmíði vel heppnuð. Q7 er traust-
legur og vel smíðaður bíll og frágang-
ur og efnisval í takt við dýrustu jeppa.
Eins og sjá má af listanum yfir
staðalbúnað er Q7 ríkulega búinn í
grunninn. Verðið á honum er
7.990.000 kr. Til samanburðar má
nefna að helstu keppinautarnir, sem
allir eru talsvert minni bílar, þ.e.
BMW X5 3.0d Luxus, Mercedes-Benz
320 CDI og Range Rover SE TDV6,
kosta frá umboðunum í sömu röð
7.650.000 kr., ??? kr. og 8.480.000 kr.
Vél: V6, 2.967 rúmsenti-
metrar, 24 ventlar.
Afl: 233 hestöfl við
4.000 snúninga á mínútu.
Tog: 500 Nm við 1.750-
2.750 snúninga á mínútu.
Gírskipting: Sex þrepa
sjálfskipting með hand-
skiptivali.
Drif: Sítengt fjórhjóladrif.
Hröðun: 9,1 sekúnda úr
kyrrstöðu í 100 km.
Hámarkshraði: 210 km/
klst.
Eyðsla: 14,6 l innanbæjar,
10,5 l í blönduðum akstri
(skv. framleiðanda).
Lengd: 5.086 mm.
Breidd: 1.983 mm.
Hæð: 1.737 mm.
Sæti: 5.
Farangursrými: 775-
2.035 lítrar.
Eigin þyngd: 2.330 kg.
Veghæð: 20,5 cm.
Dráttargeta: 3.000 kg.
Hemlar: Kældir diskar að
framan og aftan, ABS,
EBD, EDL, ASR, ESP.
Hjólbarðar og felgur: 265/
55, 19" álfelgur.
Verð: 7.990.000 kr.
Umboð: Hekla hf.
Audi Q7
3.0 TDI
6 öryggispúðar
19 tomma álfelgur
Aksturstölva
Armpúðar milli fram- og
aftursæta
Álþakbogar
Bi-Xenon aðalljós
Bluetooth-símabúnaður
2 svæða loftfrískunarbún-
aður með kælingu
Leðuráklæði
ABS og ESP
Fjarlægðarskynjari
Hiti í framsætum
Hraðastillir
Leðurklætt aðgerðastýri
Sítengt fjórhjóladrif
Rafdrifin framsæti
Rafdrifnar rúður og úti-
speglar
Regnskynjari
Skyggðar afturrúður
Tvöfalt krómpúströr
Staðalbúnaður
íAudi Q7 3.0 TDI
Morgunblaðið/Ómar
Í grunninn vel búinn – m.a. á 19" álfelgum og með xenon-ljós.
Hraðbrautagen í Audi Q7
REYNSLUAKSTUR
Audi Q7
eftir Guðjón Guðmundsson
gugu@mbl.is
Leðursæti, 7" litaskjár, leðurklætt aðgerðastýri – allt staðalbúnaður.
Afturhleri með rafstýrðri lokun. Þriðji sætabekkur er aukabúnaður.
Sex þrepa sjálfskiptingin er með
sportstillingu sem virkar vel.