Morgunblaðið - 12.05.2006, Síða 9

Morgunblaðið - 12.05.2006, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2006 B 9 bílar Komið í nýjan sýningarsal hjá okkur á Funahöfða 1 EIGUM Á LEIÐINNI NOKKRA Dodge Caravan og Chrysler Town and Country '06 og '05, dísel og bensín. Nokkrir litir og tegundir í boði á frábæru verði. Tökum strax við pöntunum, nýtið ykkur þetta tækifæri að eignast rúmgóðan 7 manna fjölskyldubíl fyrir sumarið. Bjóðum ávallt hagstæðasta verðið. Útvegum alla bíla frá USA. Veldu öryggi, bjóðum alla nýja bíla með allt að 5 ára ábyrgð. Uppl. í s. 534 4433 eða 897 9227. Sjá nánar á www.is-band.is NÝIR OG NÝLEGIR BÍLAR LANGT UNDIR MARKAÐSVERÐI Leitin að nýjum bíl hefst á www.islandus.com. Veitum öfluga þjónustu, íslenska ábyrgð og útvegum bílalán. Ef draumabíllinn þinn er ekki til á vefnum okkar í dag, finnum við hann fljótt með alþjóðlegri bílaleit og veljum besta bílinn úr meira en þremur milljón bíla til sölu, bæði nýjum og nýlegum. Gerðu kjarakaup í Bílabúð eða reyfarakaup á Bílauppboði Islandus.com. Sími þjónustuvers 552 2000 og netspjall við sölumenn er á www.islandus.com MMC PAJERO DID ÁRGERÐ 2000 breyttur, aukatankur, framlás, loftdæla, skriðgír, leður, sóllúga, sjálf- skiptur. Þetta er einn glæsilegasti fjallabíll landsins, öll vinna fram- kvæmd af Heklu og Jeppaþjónustunni Breyti. Verð 4.800 þ. Skipti at- hugandi. Hyrjarhöfða 2 - sími 540 5800 - Bílasala.net M. BENZ S 500 ÁRG. 1999 MEÐ ÖLLU! Troðinn af aukahlutum! Sjón er sögu ríkari. Verð 4.800.000, áhv. 3.000.000. 100 bílar ehf., Funahöfða 1, sími 517 9999, www.100bilar.is Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-16. ÁRG. '97 EK. 164 KM Til sölu Subaru Impreza '97 módel, 1600 vél, ekinn 164 km, beinskiptur, allur yfir- farinn, gott lakk. Ásett verð 390 þús. Sími 868 4900. VOLVO S 80 árgerð 2004. Ekinn 30 þ. km. Nýskráður 8/2004. Næsta skoðun 2007. Bensín knú- inn. Skráður 5 manna. Sjálfskiptur. TOPPBÍLAR - SÍMI 587 2000. TVEIR GÓÐIR: SENDIBÍLL OG SUNNY DAF 45.150 árg. '93, 28 m3 kassi, lyfta 1,5 tonn, ekinn 153 þ. km, sk. '07. Verð 850 þ. Sunny árg. '93, ek. 203 þ. km, sk. '07, CD. Verð 120 þ. S. 694 8212 og 553 8212. TOYOTA LANDCRUISER ÁRG. '98 Ekinn 148 þús. km, dísel, sjálfsk., breyttur á "38. Áhvílandi 2.250 þús. Verð 2,7 millj. Uppl. í síma 897 5358. TOYOTA AVENSIS 1600CC Avensis '99, keyrður 120 þús. Verðhug- mynd 650 þús. 5 gíra og 4 dyra. Reyklaus, ný tímareim, dráttarkúla og vetrardekk fylgja! Uppl. í síma 858 1028. TILBOÐ! 350 ÞÚSUND! Suzuki Baleno station árg. '98, ek. 139 þús., 4x4, dráttarkúla, sumar- og vetrard. Ný kúpling. Vel með farinn! Sk. okt. '06. Verð 350 þ. Upplýsingar í síma 696 0884 & 697 8561. TIL SÖLU VOLVO V70 XC AWD árg. 2001. Gylltur með drapplitu leð- uráklæði. Allir hugsanlegir aukahlutir. Lít- ur út eins og nýr. Ekinn 160 þús. km. Verð 2.490 þús. Uppl. í síma 663 2595. Get sent myndir í tölvupósti ef óskað er. ba@internet.is. RAV4 LÚXUSÚTGÁFA FRÁ USA! Þú færð mun meira fyrir peningana í nýj- um Toyota RAV4 frá USA. Mun öflugri lúx- usútgáfa. Íslensk ábyrgð fylgir bílnum. Sími þjónustuvers 552 2000 og netspjall við sölumenn á www.islandus.com OFURSPORTBÍLLINN frá Audi, Audi R8, sem einnig er þekktur sem hug- myndabíllinn Le Mans, fer í fram- leiðslu í haust. Til aðgreiningar verður að geta þess að hér er átt við nýjan bíl, götubíl, en ekki keppnisbílinn R8 sem hefur verið til frá 2001 til 2005. Sala hefst á götubílnum vorið 2007. Hann verður svar Audi við Mercedes- Benz SLR en er þó ekki síst beint gegn Porsche 911. Hann er að stórum hluta byggður á Lamborghini Gall- ardo. Tvær vélar eru sagðar verða í boði; annars vegar V8-vél sem skilar um 400 hestöflum og tveggja túrb- ínu V10 sem skilar nálægt 500 hest- öflum. Undirbúningur smíðinnar er þegar hafinn í í Neckarsulm í Þýskalandi. R8 er að stærstum hluta handsmíð- aður. Starfsmenn verksmiðjunnar hafa margir hverjir hlotið þjálfun í gæðasmíði hjá Lamborghini. Stór hluti tækniliðsins í kringum R8 eru þeir sömu og unnu að þróun Lam- borghini Gallardo, en bæði Audi og Lamborghini eru sem kunnugt er undir regnhlíf VW-samstæðunnar. Audi R8 verður fáanlegur með V10-vél, nálægt 600 hestafla. Framleiðsla á Audi R8 hefst í haust NÝJAR myndir af Opel Vectra, sem er bíll sem hefur jafnan átt upp á pallborðið hérlendis, sýna hann breyttan en þó ekki jafn róttæka breytingu og búast hefði mátt við. En það er reyndar háttur framleið- enda að villa um fyrir papparössum, þ.e.a.s. þeim ljósmyndurum sem vinna það þarfaverk að svala forvitni þeirra sem ekki geta beðið eftir opin- berum ljósmyndum frá framleiðend- unum sjálfum. Automedia er eitt af þeim ágætu fyrirbærum sem stunda það að gefa út á netinu myndir sem teknar eru úr launsátri þar sem verið er að prófa nýja bíla, þ.e.a.s. nýtt út- lit eða alveg nýja gerð bíla. Auto- media hefur tekist vel upp í gegnum tíðina og er virt sem eitt framsækn- asta papparassafyrirtækið á sviði bílaljósmyndunar af þessu tagi. Fyrir skemmstu náði Automedia myndum af nýrri kynslóð Vectra, sem sennilega er meiri spenningur fyrir á meginlandi Evrópu, einkum þó í Þýskalandi, en hér á útnáranum. Þessar fyrstu myndir gefa ekki til kynna að hönnuðir Opel hafi haft mikið áræði í í farteskinu þegar þeir tókust á við það verkefni að endur- hanna fremur þreytulegt en stíl- hreint útlit núverandi Vectra. En sem fyrr segir vita framleiðendur af linsunum á bakvið limgerðin og gera hvað þeir geta til þess að leyna end- anlegu svipmóti bíls sem kostar mörg hundruð milljónir, ef ekki milljarða króna, að kynna á lokastig- um ferilsins. Mörg hundruð blaða- mönnum, hvaðanæva úr heiminum, er boðið til veislu þar sem hver markaðssérfræðingurinn á fætur öðrum reynir að fullvissa viðstadda um fullkomleika framleiðslunnar. Sem betur fer eru blaðamennirnir á slíkum fundum starfi sínu vaxnir og spyrja spjörunum úr að heilaþvotti loknum. Og þá verður oft fátt um svör. Þótt myndirnar sýni næstum óbreyttan bíl geta menn greint að hjólhafið er mun lengra en áður, framendinn er breiðari, hjólaskál- arnar útstæðari og bíllinn hærri. Allt gefur þetta til kynna að bíllinn í dul- arklæðunum sem Automedia náði myndum af er í raun á undirvagni næstu kynslóðar Vectra. Vitað er að nýi undirvagninn fyrir Vectra og fleiri bíla GM kallast Epsi- lon 2. Jafnframt er vitað að þessi undirvagn gerir ráð fyrir breiðari og hærri yfirbyggingu sem ætti að hafa í för með sér meira innanrými fyrir farþega. Og það skiptir meginmáli í samkeppni í þessum stærðarflokki bíla, þar sem Volkswagen hefur tekið áberandi forystu með nýjum Passat. Það mun líka hjálpa Vectra að hann fær nýjar og gæðameiri inn- réttingar og þar er sagt að menn verði varir við mestar breytingar. Þá verða dýrustu útfærslurnar útbúnar myndavélum sem sýna veginn fram- undan og laser-búnaði sem varar við fyrirstöðum og þegar farið er yfir ak- reinamerkingar. Þá er sagt að Vectra verði í þessari gerð í fyrsta sinn boðin með fjórhjóladrifi. Bíllinn verður frumsýndur í Frankfurt haustið 2007 og kemur á markað 2008. Vectra, eins og við þekkjum hana, og Opel kýs að sýna enn sem komið er. Ný og gerbreytt Vectra 2008

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.