Morgunblaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 hlífðarlaust, 8 endurbót, 9 falla, 10 sár, 11 oft, 13 flanaði, 15 end- urtekningar, 18 formæð- ur, 21 bjargbúa, 22 snúin, 23 dysjar, 24 hörkutóls. Lóðrétt | 2 heyskap- artæki, 3 gleðjum, 4 hug- leysingi, 5 gjálfra, 6 tómt, 7 opi, 12 ekki göm- ul, 14 tók, 15 at, 16 gamla, 17 happið, 18 ranga, 19 milligöngu- mann, 20 magurt. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 raust, 4 gepil, 7 bútur, 8 reyfi, 9 fit, 11 iðni, 12 bana, 14 nagla, 15 senn, 17 krás, 20 mis, 22 lukka, 23 kópur, 24 asnar, 25 lánið. Lóðrétt: 1 rebbi, 2 urtan, 3 torf, 4 gort, 5 peyja, 6 leifa, 10 Ingvi, 12 inn, 13 bak, 15 selja, 16 nakin, 18 ræpan, 19 skráð, 20 maur, 21 skál. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hrúturinn á ekki eftir að finna fyrir eirð- arleysi ef hann gætir þess að einbeita sér að furðum og fegurð lífsins í dag. Fólk í sporðdrekamerkinu býr reyndar á þeim slóðum – í slíkum félagsskap lærir þú það sama með himnuflæði. Naut (20. apríl - 20. maí)  Sagan gæti endurtekið sig en það er ekkert lögmál. Berðu kennsl á mynstur snemma og klappaðu þér svo á bakið fyr- ir styrkinn sem þú hefur öðlast í tilfinn- ingalífi þínu síðan síðast. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tvíburinn er engin já-manneskja en hann er engin nei-manneskja heldur. Þú gerir það sem þú gerir. Sterk sjálfsmynd þín og vitundin um það sem þú hefur fram að færa skapar þér sess meðal þeirra sem þú dáist að. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Ef þú ert uppiskroppa með spurningar hjálpar vog þér til þess að upplifa efa og furðu á ný. Það er ofmetið hvort eð er að vita allt. Uppgötvun þín á eftir að blása lífi í mörg svið tilverunnar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Lítilfjörleg störf eru ekki til, bara lít- ilmótlegt viðhorf. Mest spennandi verk- efni dagsins gæti verið að taka sér kúst í hönd. Hamingja er að vita það að fram- tak þitt hefur hjálpað mörgum í lífi þeirra og skipt sköpum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Einmitt þegar þú ert alls ekki í skapi fyrir ótilgreinda og krefjandi manneskju stingur hún upp kollinum. Himintunglin launa þér þolinmæðina. Ef þér lánast að þola viðkomandi gerirðu hugsanlega kraftaverk á sjálfri þér. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Að öðlast viðurkenningu er ein grund- vallarþarfa mannsins. Þú uppfyllir hana vel hjá öðrum og illa hjá sjálfri þér. Það er ekkert hrokafullt við það að gefa hæfi- leikum sjálfs sín gaum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú veist að þú ert í rétta starfinu ef þú átt erfitt með að greina vinnu og afþrey- ingu. Fólki í kringum þig tekst að lífga upp á þitt gáskafulla ímyndunarafl, ekki síst vatnsbera. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er munur á því að fara fyrirhafn- arminnstu leiðina og þá sem ekki felur í sér neinar hindranir. Hið fyrra leyfir þér að flæða í áttina að takmarki þínu, hið síðara flæðir í átt að takmarki einhvers annars. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Einhver segir þér að breyta ekki neinu. Það er ómöguleg beiðni, en af öllum merkjum dýrahringsins á steingeitinni eftir að takast að halda öllu á sínum stað í dag. Óbreytt ástand er yndislegt akk- úrat núna. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Hvað myndi maður gera án þessara óút- reiknanlegu einstaklinga sem snúa manni á haus annað slagið og gera lífið svo sannarlega skemmtilegra? Ekki eyða tíma í að kvarta og þykjast vera hissa. Hallaðu höfðinu aftur og hlæðu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Til er bölsýnislegt máltæki sem segir að góðar gerðir sleppi aldrei við makleg málagjöld, en ef tilefnið er göfugt færðu hjálpsemina launaða, ekki síst ef þú ert að liðsinna sjálfum þér. Stjörnuspá Holiday Mathis Í goðsögunum ávann litli krabbinn sér sitt stjörnu- merki með því að vera fús til þess að verja sína elskuðu gyðju, Heru, og hlaut að launum sess á himni fyrir að fórna sér í bardaganum við Herkúles. Þegar tunglið fer úr krabba í ljón erum við minnt á að allt sem er þess virði að eiga verðskuldar sína vernd. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Myndlist 101 gallery | Steinunn Þórarinsdóttir sýnir til 22. júlí. Opið fim., föst. og laug. frá 14–17. Aurum | Petra og Hanna Lind leitast við að skapa heim innan ákveðins rýmis með eins litlu efni og mögulegt er. Þær færa heim götunnar inn í formlegt rými búðar, og blanda götulist, myndlist og grafískri hönnun saman. Notast er við hug- myndaheim teiknimynda og allt það frelsi sem honum fylgir nýtt. Til 7. júlí. Byggðasafnið á Garðskaga | Vaddý (Val- gerður Ingólfsdóttir) heldur málverkasýn- ingu dagana 15.–30. júní nk. Á sýningunni verða akrýl-, vatnslita-, olíu- og past- elmyndir málaðar eingöngu eftir íslensk- um fyrirmyndum. Café Karólína | Sunna Sigfríðardóttir. Myndirnar eru af blómum, allar unnar með bleki á pappír. Til 30. júní. Café Mílanó | Reynir Þorgrímsson – Rey- nomatic myndir, nærmyndir af nátt- úrunni, einstakar ljósmyndir unnar á striga. Skartgripir fjallkonunnar sem vak- ið hafa mikla athygli. Opið frá kl. 9– 23.30 alla daga út júlímánuð. DaLí gallerí | Sigurður Árni Sigurðsson myndlistarmaður sýnir til 9. júlí. Energia | Sandra María Sigurðardóttir – Málverkasýningin moments stendur yfir. Til 30. júní. Gallerí Sævars Karls | Reiter sýnir um 20 myndverk sem hann hefur málað undir hughrifum frá Íslandsferð fyrir einu og hálfu ári. Til 5. júlí. Gallerí Úlfur | Nú stendur yfir sýning Fjölnis Bragasonar, „Úlfur Úlfur“, og stendur hún út júní. Opnunartími er kl. 14–18 virka daga. Gerðuberg | Guðjón Stefán Kristinsson – Sagnir og seiðmenn. Á sýningunni er að finna verk úr rekaviði og vegghleðslu úr grjóti og gleri. Ketill Larsen – Andblær frá öðrum heimi. Ketill sýnir ævintýraleg landslagsmálverk. Jón Ólafsson – Kvunn- dagsfólk. Portrettmyndir málaðar með akrýllitum. Sjá www.gerduberg.is. Til 30. júní. Hafnarborg | Sýning á ljósmyndum og málverkum norska listmálarans og ljós- myndarans Patrik Huse til 3. júlí. Hafnarborg | Myndhöggvarar eru kynntir sérstaklega í Hafnarborg í samstarfi við Myndhöggvarafélagið í Reykjavík. Einn félagsmaður sýnir þá verk á sérstöku sýningarrými í anddyri safnsins. Sólveig Baldursdóttir sýnir eitt skúlptúrverk unn- ið í Marmara Rosso Verona. Hallgrímskirkja | Sumarsýning Listvina- félags Hallgrímskirkju. Ásgerður Búadótt- ir sýnir í forkirkju Hallgrímskirkju. Sýn- ingin er í samvinnu við Listasafn Háskóla Íslands. Til 26. ágúst. Sýning á íkonum frá Balkanskaga er í Hallgrímskirkju á vegum Mótettukórs Hallgrímskirkju. Verkin eru gerð á síð- ustu 7 árum og sýna þróun í gerð íkona innan Austurkirkjunnar. Sýningin, sem er sölusýning, er opin kl. 9–20 alla daga. Til 9. júlí. Hrafnista í Hafnarfirði | Ósk Guðmunds- dóttir sýnir handverk og málun í Menn- ingarsal til 15. ágúst. Húsið á Eyrarbakka | Sýningin Einfarar í borðstofu Hússins á Eyrarbakka. Á sýn- ingunni er einstakt úrval næfistaverka í eigu hjónanna Áslaugar G. Harðardóttur og Jóns Hákonar Magnússonar. Til 31. júlí. Ís-café | Bjarney Sighvatsdóttir sýnir teikningar frá tveimur námskeiðum árin 1953 og 1998. Kaffi Kjós | Ólafur Jónsson (iló), Berja- landi, Kjós er með málverkasýningu. Opið í sumar alla daga kl. 12–20. Karólína Restaurant | Joris Rademaker sýnir ný verk Mjúkar línur/Smooth lines. Til 6. okt. Kirkjuhvoll Akranesi | Sossa Björns- dóttir sýnir olíumálverk í Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi. Verkin sem Sossa sýnir nú eru unnin síðastliðið ár og flest- öll á vinnustofu hennar í Kaupmanna- höfn. Opið alla daga nema mán. kl. 15–18. Sýningunni lýkur 2. júlí. Listasafn Einars Jónssonar | Opið dag- lega nema mánudaga kl. 14–17. Högg- myndagarðurinn við Freyjugötu er alltaf opinn. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Yf- irlitssýning á verkum Guðmundar Ein- arssonar frá Miðdal. Unnið í samstarfi við Náttúrufræðistofu Kópavogs. Safn- búð og kaffistofa. Til 3. júlí. Listasafn Reykjanesbæjar | „Tíminn tvinnaður“. Alþjóðlegi listhópurinn Distill sýnir verk sem spanna sviðið frá tví- víðum hlutum í skúlptúra og innsetningar. Í hópnum eru listamennirnir Amy Ba- rillaro, Ann Chuchvara, Hrafnhildur Sig- urðardóttir, Jaeha Yoo, Julie Poitras Santos, Patricia Tinajero Baker og Tsehai Johnson. Til 31. júlí. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Sýning á úrvali verka úr safneign Ás- mundarsafns, sem sýnir með hvaða hætti listamaðurinn notaði mismunandi efni – tré, leir, gifs, stein, brons og aðra málma – og hvernig sömu viðfangsefni birtast í ólíkum efnum. Til 31. des. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Sýn- ing á listaverkum sem voru valin vegna úthlutunar listaverkaverðlaunanna Carnegie Art Award árið 2006. Sýningin endurspeglar brot af því helsta í nor- rænni samtímalist en meðal sýnenda eru fjórir íslenskir listamenn, meðal annars listmálarinn Eggert Pétursson sem hlaut önnur verðlaun þetta árið. Til 20. ágúst. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Erro – Grafík. Myndirnar eru frá ýmsum tíma- bilum í list Errós, þær nýjustu frá síðast- liðnu ári. Við vinnslu málverka sinna ger- ir Erró samklipp, þar sem hann klippir og límir saman myndir sem hann hefur sankað að sér úr prentmiðlum samtím- ans. Til 31. des. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Sýning fyrir unga listunnendur sem sett er upp í tengslum við útgáfu nýrrar bók- ar Eddu útgáfu um myndlist fyrir börn þar sem kynnt eru verk úr safneign Listasafns Reykjavíkur. Til 3. des. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Sýning á verkum úr eigu safnsins þar sem fagurfræði er höfð að leiðarljósi við val verkanna og hefðbundin listasöguleg viðmið látin víkja fyrir samhljómi þeirra. Margir af helstu málurum þjóðarinnar eiga verk á sýningunni sem spannar tímabilið frá aldamótunum 1900 til upp- hafs 21. aldarinnar. Til 17. sept. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sýning á völdum skúlptúrum og portrettum Sig- urjóns Ólafssonar. Opið daglega nema mánudaga 14–17. Kaffistofan opin á sama tíma. Sumartónleikar hefjast 11. júlí. Norræna húsið | Sumarsýning í anddyri Norræna hússins til 27. ágúst. Ljós- myndir frá Austur-Grænlandi eftir danska ljósmyndarann Ole G. Jensen. Opið virka daga kl. 9–17. laug. og sun. kl. 12–17. Pakkhúsið í Ólafsvík | Hugrenningar – Málverkasýning Sesselju Tómasdóttur myndlistarmanns til 17. júlí. Viðfangsefni sín sækir hún í Snæfellsjökul og hugsandi andlit, sem hún vinnur með akrýl- og ol- íumálningu á striga. Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirsdóttir sýnir skilti á 20 stöðum víða um borgina til 28. ágúst. Saltfisksetur Íslands | Í Saltfisksetrinu stendur yfir sýning í máli og myndum um fiskveiðar Portúgala á norðurslóðum. Sýningin kemur frá Ílhavo, vinabæ Grindavíkur, og segir frá fiskveiðum  Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.