Morgunblaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Colombo. AFP. | Parami Kulatunga, einn æðsti yfirmaður stjórnarhers- ins á Sri Lanka, féll í gær í sprengju- árás í höfuðborginni Colombo en grunur leikur á að uppreisnarmaður úr röðum Frelsishreyfingar tamíla (LTTE) hafi verið að verki. Árásin kann að grafa enn frekar undan vopnahléinu frá 2002, en Kulatunga er hæst setti herforingi stjórnarinn- ar til að falla í átökum fylkinganna tveggja allt frá árinu 1972. „Við höfum nú sönnunargögn sem benda til að sprengingunni hafi verið komið af stað í sjálfsmorðsárás liðs- manns LTTE sem ók mótorhjólinu,“ sagði Prasad Samarasinghe, tals- maður hersins. „Hann ók á bifreiðina og setti sprengiefnið af stað.“ Mahinda Rajapakse, forseti Sri Lanka, fordæmdi árásina og sagði hana tilraun LTTE til að spilla frið- arferlinu. Þá sagði forsetinn hana sýna að uppreisnarmenn úr röðum tamílsku Tígranna „virtu að vettugi ítrekaðar tilraunir alþjóðasam- félagsins til að binda enda á ofbeldið og hryðjuverk“ í landinu. Kulatunga var myrtur aðeins þremur dögum áður en fyrirhugaður fundur Norðmanna, sem leiða frið- arferlið á eyjunni, og talsmanna fylk- inganna tveggja átti að fara fram. Á þeim fundi átti að ræða framtíðar- hlutverk norrænu eftirlitssveitanna (SLMM) eftir að talsmenn Tígranna lýstu því yfir að þeir myndu ekki starfa með þeim eftirlitsmönnum sem kæmu frá Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku. Sú yfirlýsing kom í kjöl- far þess að Evrópusambandið skil- greindi LTTE sem hryðjuverkasam- tök í maí, en þjóðirnar þrjár eru sem kunnugt er aðildarríki sambandsins. Vara við allsherjarstríði Alls hafa 37 af 57 eftirlitsmönnum SLMM komið frá þessum þjóðum en hinir 20 frá Íslandi og Noregi. Má segja að starfsemi eftirlitssveitanna sé nú í uppnámi en Tígrarnir hafa hótað því að allsherjarstríð kunni að brjótast út í landinu hætti Norð- menn að leiða friðarferlið á eyjunni. Þannig sagði S.P. Thamilselvan, talsmaður Tígranna, að stríð væri „óhjákvæmilegt“ drægju Norðmenn sig út úr friðarviðræðunum eftir fyr- irhugaðan fund með fylkingunum tveimur fimmtudaginn 29. júní. Myrtu háttsettan herforingja á Sri Lanka AP Hermenn virða fyrir sér flak bifreiðarinnar í gær. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is WARREN Buffett, næstríkasti maður heims, hefur ákveðið að láta meirihluta eigna sinna renna til Bill og Melinda Gates-stofnunarinnar, en hún sérhæfir sig í góðgerðarmálum víða um heim. Mun Buffett árlega gefa stofnuninni um 1,5 milljarða dollara, eða sem svarar 113,625 milljörðum króna, en það mun ríflega tvöfalda árleg útgjöld hennar. Þetta varð ljóst þegar Buffett tilkynnti á sunnudag að hann myndi byrja að gefa frá sér 85 prósent eigna sinna í júlí, en verðmæti þeirra er áætlað um 44 milljarðar dollara, sem jafn- gilda um 3.333 milljörðum króna. Alls mun Buffett gefa að jafnvirði 37,4 millj- arða dollara til góðgerðarmála og kemur 31 milljarður dollara í hlut Gates-stofnunarinnar, en afgangurinn rennur til fjögurra sjóða í eigu fjölskyldu hans sem starfa að góðgerðarmálum. Bill Gates, stofnandi Microsoft, og Melinda eiginkona hans komu stofnuninni á legg sem við þau er kennd, en meginmarkmið hennar er að „draga úr hinum blygðunarlausa mismun á því hvernig við lifum og hvernig fólk í þróunarlönd- unum lifir“. Þannig leggur hún áherslu á bar- áttuna gegn fátækt og aðgang að heilbrigð- isþjónustu og tækni í þróunarlöndunum. Heildarverðmæti sjóðs hennar er um 30 millj- arðar dollara, eða um 2.204 milljarðar króna, en hún sinnir einnig góðgerðarmálum vestanhafs. Einn áttundi af útgjöldum SÞ Robert Peston, viðskiptaritstjóri breska rík- isútvarpsins, BBC, setti sjóð Gates-hjónanna í samhengi í umfjöllun sinni um gjöfina og benti á til samanburðar að árleg útgjöld Sameinuðu þjóðanna væru um 900 milljarðar króna. Því má segja að árlegt framlag Buffetts nemi um ein- um áttunda hluta árlegra útgjalda SÞ. Einn böggull fylgir skammrifi, því að Buffett, sem er 75 ára, gerir þá kröfu að fénu verði varið jafnóðum. Þá þurfa annaðhvort Bill eða Mel- inda persónulega að ráðstafa fénu, en ferlið við úthlutun þess gæti breyst falli Buffett frá áður en öll upphæðin hefur verið greidd. Aðspurður um gjöfina sagði Buffett að hann hefði valið Gates-hjónin vegna þess að þau væru mun betur fær um að sinna góðgerð- armálum en hann sjálfur. „Hver myndi ekki velja kylfinginn Tiger Woods sem staðgengil í golfmóti þar sem mikið lægi undir?“ sagði Buf- fett í viðtali í nýjustu útgáfu tímaritsins For- tune. „Þannig lít ég á ákvörðun mína.“ Óhætt er að segja að Buffett sé goðsögn í bandarísku viðskiptalífi en hann þykir hafa átt einstaklega giftusaman feril sem fjárfestir. Þrátt fyrir mikil auðæfi er hann þekktur fyrir látlausan lífstíl og dálæti á hamborgurum, en hann býr ennþá í húsinu sem hann keypti í heimabæ sínum Omaha í Nebraska-ríki árið 1957. Eiginkona hans, Susan, lést árið 2004 en að sögn Buffetts hafði lát hennar áhrif á þá ákvörðun hans sem hefur nú verið kunngerð. Aðrir auðmenn fylgjast með Diana Aviv, sem er forseti stofnunarinnar In- dependent Sector, hóps 550 góðgerðarsamtaka, sagði gjöf Buffetts afar mikilvæga. „Ég er viss um að margir ungir, efnaðir ein- staklingar sem hafa komist yfir mikil auðæfi fylgjast grannt með þessu,“ sagði Aviv. Þá sagði Stacy Palmer, ritstjóri tímaritsins Chronicle of Philanthropy, að gjöf Buffetts til góðgerðarmála væri sú stærsta í sögunni og stærri en fjárframlög auðmannanna John D. Rockefeller og Andrew Carnegie, en þeir voru á meðal ríkustu manna heims fyrir 100 árum. Sögulegt framlag Warrens Buffetts, næstríkasta manns heims, til góðgerðarstofnunar Gates-hjónanna Gefur á þriðja þúsund milljarða Buffett og Gates-hjónin eftir að tilkynnt var um framlag hans til góðgerðarmála. New York. AFP. | Ópíumframleiðslan í heiminum minnkaði um fimm pró- sent á síðasta ári og kókaínfram- leiðslan var álíka mikil og árið áður, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um baráttuna gegn fíkniefnum. Skýrsluhöfundarn- ir segja þó að það sé mikið áhyggju- efni að eftirspurnin eftir kókaíni hafi stóraukist í Vestur-Evrópu. Antonio Maria Costa, fram- kvæmdastjóri UNODC, sagði að yf- irvöld hefðu aldrei áður gert eins mikið magn af kókaíni og ópíumi upptækt. Neysla á kannabisefnum ykist enn, svo og smygl á kókaíni og heróíni um Afríku frá Rómönsku Ameríku til Evrópu. Ræktun ópíumvalmúa minnkaði um 72% í Laos og um 21% í Afganist- an. Óttast er þó að ræktunin aukist að nýju í Afganistan í ár þar sem þarlend yfirvöld þykja of veik til að geta tekist á við vandamálið og einn- ig vegna fátæktar í sveitum landsins. Costa hvatti einnig Evrópulönd til að takast á við hættuna sem stafaði af aukinni kókaíneftirspurn. „Of margir sérmenntaðir Evrópubúar nota kókaín og reyna oft að afneita fíkn sinni, og í fjölmiðlunum er oft fjallað á ógagnrýninn hátt um fíkni- efnaneyslu fræga fólksins þannig að ungt fólk er ráðvillt og berskjaldað.“ Kókaín- neysla eykst í V-Evrópu BANDARÍSKIR og breskir vísindamenn vinna nú að þróun búnaðar sem gerir tölvum kleift að lesa svipbrigði og til- finningar úr andlitum manna. Þróun búnaðarins er raunar svo langt komin að gestum vís- indasýningar Royal Society í Bretlandi í næstu viku verður boðið að taka þátt í tilraun með frumgerð „tilfinningalega með- vitaðrar“ tölvu sem Cam- bridge-háskóli hefur smíðað. Vonast aðstandendur búnað- arins til að þessi tækni muni m.a. nýtast við gerð miðla sem geti sérsniðið auglýsingar að neytendum. Þá gæti höfuðbún- aður sem hefði slíka tölvu inn- byggða nýst sjúklingum sem þjást af einhverfu og hjálpað þeim að lesa tilfinningar ann- arra. Í sem stystu máli les búnað- urinn 24 „andlitspunkta“ með þeim ávinningi sem að framan er lýst. Tölva sem les svipbrigði Dili. AFP, AP. | Mari Alkatiri, for- sætisráðherra Austur-Tímors, sagði af sér í gær og líklegt þykir að af- sögnin dragi úr pólitísku spennunni í landinu eftir blóðugar óeirðir í síð- asta mánuði. Mikill fögnuður var á götum Dili, höfuðborgar Austur-Tímors, eftir að Alkatiri tilkynnti afsögn sína. Margir telja að hann hafi valdið blóðsúthellingunum og forseti lands- ins, Xanana Gusmao, sem nýtur mik- illa vinsælda í landinu, hótaði í vik- unni sem leið að láta af embætti segði forsætisráðherrann ekki af sér. Alkatiri hefur verið sakaður um að hafa myndað morðsveitir til að þagga niður í andstæðingum sínum. Margir rekja einnig blóðsúthelling- arnar til þess að hann rak um 600 hermenn – nær helming liðsmanna hersins – í mars eftir að þeir mót- mæltu misrétti sem þeir sögðu að hermenn frá vesturhluta landsins hefðu verið beittir. Að minnsta kosti 30 manns biðu bana í átökum á göt- um Dili og um 150.000 manns urðu að flýja heimili sín. Voru þetta mann- skæðustu átök í landinu frá því að sjálfstæði Austur-Tímors var sam- þykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir sjö árum. Tekur Ramos-Horta við forsætisráðuneytinu? Alkatiri neitaði í fyrstu að verða við þeirri kröfu Gusmaos forseta að hann segði af sér. Flokkur hans, Fretelin, lýsti yfir stuðningi við Alk- atiri á sunnudag og það varð til þess að þrír ráðherrar sögðu af sér, þeirra á meðal Jose Ramos-Horta, utanrík- is- og varnarmálaráðherra. Ramos-Horta sagði eftir afsögn Alkatiris að hann hefði ekki í hyggju að taka við embætti forsætisráð- herra. Hann bætti þó við að hann kynni að gefa kost á sér ef samkomu- lag næðist ekki um annan mann í embættið. Ramos-Horta ávarpaði síðar mik- inn mannfjölda sem fagnaði afsögn Alkatiris í miðborg Dili. „Þið hafið unnið mjög mikinn sigur með aga ykkar og friðsamlegu aðgerðum,“ sagði hann. Afsögn fagnað á Austur-Tímor Reuters Ungir Austur-Tímorar fagna afsögn Maris Alkatiris, forsætisráðherra Austur-Tímors, í höfuðborginni, Dili, í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.