Morgunblaðið - 01.07.2006, Side 2

Morgunblaðið - 01.07.2006, Side 2
2 B LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Í slendingasögurnar eru hluti af þjóðararfi okkar. Afar og ömmur hafa sagt frá hetjum eins og Gunnari á Hlíðarenda og Agli Skallagríms- syni allt fram á okkar daga. Þær voru sagðar í baðstofum í torf- kofum í gamla daga en í dag gefst kostur á að sjá sýningu sem Benedikt Erlingsson hefur samið upp úr Egilssögu og heitir Mr. Skallagrímsson. Hann leik- ur einn í sýningunni sem er sýnd í Landnámssetri Íslands í Borg- arnesi. Við tókum Benedikt tali. Hættulegt að vera aumingi Hvernig strákur var Egill og hvernig var umhverfið sem hann ólst upp í ólíkt því sem við eigum að venjast? Egill var náttúrlega ekki til fyrirmyndar á neinn hátt. Hann var erfitt barn og hefði sjálfsagt verið settur inn á stofn- un eða fengið lyf í dag af því að hann átti mjög erfitt. Hann bjó í miklu harðari heimi en við búum í. Miklu grimmara samfélagi og þar voru grimmari reglur og við- mið. Menn voru uppteknir af heiðrinum. Það var hættulegt að gefa þau merki frá sér að maður væri veikur eða ætti bágt. Það var hættulegt að vera aumingi. Strákar gerðu allt til að vera ekki kallaðir aumingjar. Það gat orðið lífshættulegt, þá gátu þeir fengið stein í höfuðið eða kannski exi. Við verðum líka að fyrirgefa Agli ýmislegt vegna þess að hann bjó í hörðum heimi, þetta er eins og hjá dýrunum í skóginum. Það er mjög hörð lífs- barátta þar. Það voru aðrar leik- reglur í hans uppvexti en eru í dag. Geta gripið fyrir augu og eyru Finnst þér þessi sýning eiga erindi til krakka? Mér finnst þessi sýning ekki vera barnasýning en það hafa komið krakkar á sýninguna í fylgd með fullorðnum og þau virðast hafa notið sýningarinnar. Ég myndi segja að þessi sýning væri allt í lagi fyrir harðgerða krakka í fylgd með fullorðnum, ég tala nú ekki um ef þau hafa heyrt eða þeim hafa verið sagðar einhverjar Íslendingasögur, þá gætu þau notið þessarar sögu. Það er mikið blóð í þessari sögu eins og í Tomma og Jenna. Þá eru menn lamdir í hausinn og mér skilst að nú séu tölvuleikir þar sem menn drepi mann og annan. Þetta er kannski eins og harður tölvuleikur sem börn geta orðið vitni að í þessari sýn- ingu. Ef þau eru undirbúin undir það þá gætu þau kannski lifað þetta af, ef þau fá að ræða við fullorðna og hafa foreldra sína með sér og þau geta þá alltaf gripið fyrir augun og eyrun. Þegar Egill var á gamals aldri fékk hann áhuga á að hjálpa ungum þunglyndum stúlkum. Egill var því ekki bara geðveik- ur, ofvirkur morðingi og víking- ur. Leikari eða bóndi Hvenær ákvaðst þú að verða leikari? Ég ætlaði að verða bóndi en mig langaði líka að verða leikari. Svo fór ég í ferðalag með skóla- systkinum mínum upp á Húsa- fell. Ég vaknaði snemma um morguninn og fór upp að Hvítá og fór að hugsa um hvað ég ætl- aði að verða þegar ég yrði stór. Þarna ákvað ég að ég ætlaði fyrst að verða leikari og svo gæti ég seinna örugglega orðið bóndi. Fyrir harðgerða krakka í fylgd með fullorðnum Morgunblaðið/EyþórMr. Skallagrímsson. Sigurlaug Björnsdóttir 9 ára Selási 33 700 Egilsstaðir Guðný Rún Ellertsdóttir 6 ára Steinahlíð 5B 603 Akureyri Máni Ingason 8 ára Skógarási 3 110 Reykjavík Þórkatla Haraldsdóttir 8 ára Kleppsvegi 36 105 Reykjavík Halldór Ísak Ólafsson 6 ára Húsalind 11 201 Kópavogi Til hamingju, krakkar! Þið getið nálgast bókina ykkar í afgreiðslu Morgunblaðsins eða hringt og fengið hana senda. Í þessari viku ríður á hversu vel þið hafið lesið blaðið. Í þessari gátu eigið þið að svara spurn- ingum um Egil Skallagrímsson. Lesið spurningarnar vel og svarið þeim síðan. Svörin eiga að fara inn í krossgátuna. Svar við spurningu eitt fer inn í reit nr. 1 en gætið að hvort svarið á að vera lárétt eða lóðrétt. Skrifið síðan hvert svarið á fætur öðru. Klippið hana síðan út og sendið okkur í pósti. Ef til vill verðið þið heppin og vinnið bókarverðlaun. Bókin sem er í vinning er Egla sem Brynhildur Þórarinsdóttir end- ursagði úr Egilssögu en Margrét E. Laxness myndskreytti hana. Morgunblaðið Börn – verðlaunaleikur 01.07.2006 Kringlunni 1 103 Reykjavík Fyrir tveimur vikum áttuð þið að svara litakrossgátu. Allmargir gátu svarað henni en vinnings- hafarnir eru:         Verðlaunaleikur Lárétt 1. Hvað heitir fornsagan sem er um Egil Skallagrímsson? 4. Hver leikur Egil í leikritinu Mr. Skallagrímsson? 6. Hvað heitir fjörðurinn þar sem Egill átti heima? 7. Hver var fyrsti landnámsmaðurinn í Borgarfirði? 8. Hvert var viðurnefni fóstru Egils? Lóðrétt 1. Hvað leika margir í sýningunni um Egil? 2. Hvar er Borgarfjörður? 3. Þegar Egill var þriggja ára orti hann sitt fyrsta _____? 5. Hver var fyrsti landnámsmaðurinn á Íslandi? Í þessari bók sem Brynhildur endur- sagði getur þú lesið meira um herskáa víkinginn og stór- skáldið Egil Skallagrímsson. Egla Það mælti mín móðir að mér skyldi kaupa fley og fagrar árar, fara á brott með víkingum, standa uppi í stafni, stýra dýrum knerri, halda svo til hafnar, höggva mann og annan. Skáld Egill var mikið skáld og orti sína fyrstu vísu aðeins þriggja ára. Þessa vísu orti hann sjö ára gamall. Tildrögin voru þau að hann hafði drepið kunningja sinn sem hafði gert grín að honum í knattleik. Knattleikur á víkingatímanum var svipaður fótbolta en gat annað hvort farið fram á grasi eða ís. Móðir hans var ánægð með strákinn sinn því að á þessum tíma var æran mik- ilvægari öllu öðru. Hún taldi að með þessu hefði hann sýnt að hann gæti orðið mikill vík- ingur sem og hann varð. Þið sjáið á þessu að á landnáms- öld gat verið dýrt að móðga aðra. Faðir Egils Skallagrímur var fyrsti landnámsmaðurinn í Borgarfirði. Hann átti einnig fóstru sem var kölluð Þor- gerður Brák. Viðurnefnið Brák fékk hún því að hún gekk í buxum en það þótti ekki kvenlegt á landnámsöld. Vísa Egils Myndin er úr bókinn Egla eftir Brynhildi Þorsteinsdóttur. börn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.