Morgunblaðið - 21.07.2006, Síða 2

Morgunblaðið - 21.07.2006, Síða 2
O furbílar eru eitt – götu- löglegir kapp- akstursbílar eru annað, en það er einmitt það sem málin snú- ast um í dag þegar styttist í að Caparo T1, sem margir telja andlegan arftaka McLa- ren F1, líti dagsins ljós. Bu- gatti Veyron er ein leiðin, leið ofurafls, tækni og himinhás verðs, til að dekka einungis hluta af þróunarkostnaði bílsins. Cap- aro T1 er hins vegar þróaður með allt önnur sjónarmið í huga – ekki án málamiðlana, heldur bara skyn- samlega. Gróflega er hægt að fara þrjár mismunandi leiðir við þróun ofur- sportbíls af þessu tagi. Í fyrsta lagi að hafa bílinn eins léttan og hægt er, en þá fer kostnaður upp úr öllu valdi, of létt burð- arvirki getur komið í veg fyrir góða útkomu bílsins við árekstrarprófanir og of lítið vél- arafl myndi hafa áhrif á hámarkshraðann. Í öðru lagi er hægt að hafa bílinn feykilega öfl- ugan líkt og gert er með Bugatti Veyron, en þá þarf flóknar og rándýrar tæknilegar lausnir til að leysa ýmis vandamál sem stórri hestaflatölu (Bugatti Veyron er 1001 hest- afla) og háum hraða fylgja. Millivegurinn, en það er einmitt sú leið sem Caparo T1 fer, er að hafa bílinn mátulega öflugan og mátulega þungan, t.d. 500 hest- öfl og 500 kíló. 500 hestöfl eða 500 kíló er hvorugt sérlega erfitt með tilliti til hönnun- ar né sérlega dýrt – nið- urstaðan er hins vegar bíll sem hefur eitt hestafl til að knýja hvert kíló áfram. Tölurnar sem lagt var af stað með sem tak- mörk fyrir bílinn jafnast á við getu Le Mans kappakstursbíls; 5 sekúndur í 160 km/klst., hámarkshraði yfir 320 km/ klst. og grip sem ætti að ráða við þreföldun þyngdarafls í beygjum, hröðun og bremsun. Hannaður til að sýna fram á færni hönnuðanna Hönnuðir bílsins eru Ben Scott-Geddes og Graham Halstead en þeir hafa líka notið að- stoðar frá hinum fræga Gordon Murray, föð- ur McLaren F1-bílsins. Einn aðaltilgangur verksins er að sýna bílaframleiðendum nýjar hugmyndir við útfærslu ofurbíla, þá án mála- miðlana þegar kemur að kröfum um útblástur og ör- yggi. Þannig vonast hönnuð- irnir til að bíllinn verði til þess að skapa umræðu og vonandi hönnunar- grundvöll fyrir nýja kynslóð ofurbíla, en líka veita skyn- samlegar lausnir á vandamálum sem allir bílafram- leiðendur glíma við ann- að slagið þegar mæta þarf um- hverfis- og örygg- iskröfum án þess að missa sjónar á þeim hugsjónum og hugmyndum sem verið er að reyna að koma í framkvæmd. Caparo T1 mun verða búinn 2,4 lítra V8-vél sem á einungis að vega 85 kíló en jafnframt á hann að skila um 500 hestöflum. Aflinu verður skilað í gegnum 6 gíra raðskiptan gírkassa sem verð- ur 30 kíló að þyngd. Þyngd bílsins, sem verður tveggja manna, mun verða innan við 500 kíló og er því mark- miði náð með notkun ál- og koltrefjagrindar með krumpu svæðum, en jafn- framt er notað há- gæðastál í bílinn, að- allega í fjöðrunina, til að halda niðri kostnaði. Bíllinn mun kosta um 20 millj- ónir íslenskra króna í Bretlandi þegar hann kemur á markað en til samanburðar má geta þess að McLaren F1 kostaði á sínum tíma um 140 milljónir og í dag kostar Bugatti Vey- ron um 100 milljónir. Þrátt fyrir að vera tals- vert hrárri en báðir bílarnir verður Caparo T1 því að teljast á nokkuð fínu verði enda er búist við því að auðugir unnendur aksturs- íþrótta muni sitja um bílinn þegar hann kem- ur á markað til að festa sér eintak til nota í kappakstri – það má nefnilega ekki gleyma því að Caparo T1 er líka miklu ódýrari í rekstri en hinir ofurbílarnir en gert er ráð fyrir því að þjónusta við bílinn og rekstr- arkostnaður verði svipuð og fyrir flesta þá keppnisbíla sem notaðir eru á byrjunarstig- um kappaksturs. 2 B FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ bílar Caparo T1 minnir mikið á Formúlu 1 kappakstursbíl. Andlegur arftaki McLaren F1 – Caparo T1 Bíllinn mun koma í framleiðslu síðla árs 2006. Hægt er að stilla væng- þrýsting bílsins og auka þannig grip eða há- markshraða. Í GÆR var hulunni svipt af merkilegum 250 hestafla rafmagns-sportbíl, Tesla Roadster, reyndar á veraldarvefnum enn sem komið er. Það merkilega við þennan bíl er að þetta er, eins og áður sagði, rafmagnsbíll sem á að verða klár í ágúst á þessu ári til sýningar og klár í sölu sum- arið 2007. Bíllinn á ekki að gefa hefðbundnum sportbílum neitt eftir í útliti, hröðun, aksturseig- inleikum og þaðan af síður í rekstrarkostnaði. Margir hafa beðið frétta af þessum bíl með talsverðri eftirvæntingu, flestir efins um að fyr- irtækið myndi standa undir þeim kröfum sem gerðar eru til alvöru sportbíla. Niðurstaðan er hins vegar nokkuð magnaður bíll. Akstursánægjunni fylgir engin skömm Án nokkurs vafa er mikilvægasti útgangs- punkturinn við þróun bílsins sá að loksins er framleiddur rafmagnsbíll þar sem aksturs- ánægjan er í fyrirrúmi. Til þessa hafa framleið- endur rafbíla gætt þess að framleiða bíla sem virðast vera eins konar ill nauðsyn í þeim til- fellum þegar væntanlegur kaupandi bílsins getur ekki gengið, notað reiðhjól eða almennings- samgöngur. Tesla sportbíllinn gengur þvert á þennan pólitíska rétttrúnað og kemur með bíl sem er með magnaða hröðun en þeir lofa að það taki einungis um 4 sekúndur að ná 100 km/klst., feikna tog, eða um 240 NM, sem er til staðar frá kyrrstöðu ólíkt bensínbílum og nokkuð góða langdrægni á rafhlöðunni sem er nokkuð sem helst hefur staðið rafmagnsbílum fyrir þrifum en þess er vænst að bíllinn komist um 400 kíló- metra á einni áfyllingu. Niðurstaðan og markmiðið var því að fram- leiða sportbíl sem hægt væri að aka án þess að Um 4 sekúndur í 100 í Tesla-rafmagnssportbíl Rafmagnsmótorinn skilar 250 hestöflum og drífur að sjálfsögðu afturhjólin. Tesla Roadster minnir um margt á Lotus Elise - lítill, léttur og öflugur. urlágum rekstrarkostnaði en reiknað er með að það kosti innan við 2000 íslenskar krónur að keyra hverja áfyllingu er ljóst að hugmyndin mun líklega eiga sterkan hljómgrunn í umhverfi sífellt hækkandi bensínverðs og mengunar. Rekstrarkostnaður einskorðaður við dekk og bremsur Fyrstu 160 þúsund kílómetrana er rekstr- akostnaður einskorðaður við dekk og bremsur. Það er engin olía á vélinni, engin belti, reimar, kerti eða súrefnisskynjarar – það er heldur engin kúpling og vélin hefur aðeins einn hlut sem hreyfist og slitnar. Rekstarkostnaðurinn, innan við 2000 krónur fyrir hverja áfyllingu, er því raunverulegur rekstrarkostnaður bílsins, að við- bættum bremsuklossum, dekkjum og trygg- ingum og þeim gjöldum sem ríki leggur á. Spurn- ingin er því bara sú, hvað munu herlegheitin kosta? Tesla-rafmagnsmótorinn snýst upp í 13.500 snún- inga en hámarkstog næst strax og gefið er inn. finna til sektarkenndar – óljóst er þó hvernig þeir ætla að tækla þær gagnrýnisraddir sem heyrast í hvert skipti sem hraði er nefndur á nafn. Mörg nýstárlega atriði gera aksturinn ánægjulegri Það eru nokkur fleiri atriði sem eru forvitnileg við Tesla sportbílinn. Hann hleður rafhlöðurnar þegar hemlað er, nýtir sem sagt það afl sem skapast við hemlun og geymir það á rafhlöðunni. Með því móti verða stopp á rauðum ljósum og gatnamótum enn ánægjulegri því orkunýtingin er fullkomin. Það tekur einungis þrjá og hálfan tíma að hlaða bílinn og hann kemst samt 400 kílómetra á hleðslunni og bílnum fylgir ferða- hleðslutæki þannig að langferðir verða ekki stór vandamál, svo framarlega sem ökumenn gefa sér góðan tíma í að snæða og hvílast reglulega. Í Bandaríkjunum, en bíllinn kemur fyrst á markað í Kaliforníu, eru margs konar önnur hlunnindi sem fylgja rafmagnsbílum; lægri skattar, leyfi til að aka á „carpool“ akreinum, enginn lúxusskattur og engin bílastæðagjöld. Að viðbættum of- TENGLAR .............................................. www.teslamotors.com

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.