Morgunblaðið - 21.07.2006, Síða 6

Morgunblaðið - 21.07.2006, Síða 6
6 B FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ bílar Land Rover Defender 90 árg. 1998 ek. 132 þús. Verð 1130 þ., áhv 675 þ. Renault Megane árg. ‘04 ek. 34 þ., tvær toppl., álf., flottur bíll. Verð 1850 þ., áhv. 1740 þ. Nissan Micra árg. 2006 ek. 8 þ., 5 dyra. Sjálfsk. Verð 1490 þ. MMC Pajero Sport árg. ‘00 ek. 106 þ., 35” breyttur. Verð 1850 þ., áhv., 1450 þ. Toyota Corolla Touring árg. 1999 ek. 120 þús. Verð 740 þús. Chrysler PT Cruiser árg ‘01 ek. 63 þ. Verð 1470 þ., áhv., 1088 þ. Renault Megane árg. 2004 ek. 34 þ., 2 topplúgur, álf., flottur bíll. Verð 1850 þ., áhv. 1740 þ. Jeep Liberty árg. 2003 ek. 64 þ., 33” breyttur. Verð 2800 þús. Ford Mustang árg. 2003 ek. 18 þús. Verð 1950 þús. Plymouth Voyager 2,4 árg. 1996 ek. 178 þús. Verð 420 þús. Funahöfða 1 • Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-16 SKOÐIÐ FLEIRI MYNDIR Á WWW.100BILAR.IS V egfarendur hafa líklega margir hverjir tekið eftir sérkennilegum jeppa sem minnir um margt á Land Ro- ver – það er kannski ekki nema von enda er um að ræða jeppa framleidd- an á Spáni en fram til 1990 voru fram- leiddir um 300.000 jeppar með leyfi Land Rover hjá Santana-verksmiðj- unni. Bíllinn sem er til prófunar í bíla- blaðinu nú er því einskonar tvíbura- bróðir Land Rover sem hefur hlotið allt annað uppeldi á Spáni og er meiri vinnuþjarkur og ekki eins fágaður og bróðirinn sem býr á Bretlandi. Þetta er Santana PS10 sem er einni og hálfri milljón ódýrari en fimm dyra Land Rover Defender og var valinn besti jeppinn árið 2005 af hinu virta breska jeppablaði 4X4 Magazine. Hönnunarspekin að baki Santana PS10 er grundvölluð út frá þörfum verktaka, bænda og evrópskra herja og því var lagt upp með að framleiða eins ein- faldan bíl og hægt var, með það að markmiði að hafa umgengni og þjónustu við bílinn sem ódýrasta og einfald- asta. Sem dæmi má nefna að bíllinn hefur lítinn búnað sem getur bilað. Hann er búinn loftkælingu, öflugri 2,8 lítra túrbó dísilvél frá Iveco með einbunu inn- sprautun sem skilar 125 hestöflum við 3.600 snúninga og 275 NM við 1.800 snúninga. Allt er þann- ig úr garði gert að hægt er að gera við bílinn og þjónusta hann hvar sem er án þess að gera sér sérstaka ferð í þjónustuumboð bílsins til að fá aflestur af tölvu eins og algengt er í dag. Óvenju- leg natni við smáatriði, á allt annan hátt en maður er vanur er niðurstaðan. Í stað fágaðs mæla- borðs úr vönduðum plastefnum þá er mælaborðið haft ofur ein- falt, sterklegt og allar skrúfur á því eru t.d. berar svo hægt sé að taka það í sundur án mikilla vandræða. Á gólfum bílsins er gúmmídúkur svo hægt sé að skola drullu og óhreinindum út. Það eru engar samlæsingar í bílnum, hurðarnar er hægt að taka af hjörunum auðveldlega og allt virkar mjög sterklegt og stíft – reyndar svo stíft að stund- um hélt blaðamaður að hurðar væru læstar því svo erfitt var að opna þær. Þegar litið er í húddið sést að vélin er búin krókum svo auðvelt sé að hífa hana upp úr bílnum ef viðgerðar er þörf. Bíllinn kemur á fáblaðafjöðrun sem lítur mjög gamaldags út en virkar svona líka vel þegar bílnum er ekið í torfærum. Umboð bílsins hér heima, BSA varahlutir ehf., hef- ur í ofanálag útbúið bílinn með farangursgrind og dráttarbeisli sem eru staðalbúnaður. Líkur Defender, en þó mjög frábrugðinn Að viðbættum þeim atriðum sem við höfum þegar talið upp má nefna fleira sem skilur bílinn frá Defender. Sem dæmi má nefna þakið sem er einangrað plastþak, afturhlerinn er talsvert stærri en á Land Rover, það stór reyndar að hægt er að setja vörubretti aftur í bílinn, framrúðan er einnig hærri, allar innréttingar eru aðrar en í Defender, hjarir á hurðum eru aðrar en á Defender, ljós, grill, fjöðrun og bíllinn er auk þess byggð- ur á heilli grind. Nú getur vel verið að eitthvað gleymist í upptalningunni en megin atriðið er það að þó bíllinn sé líkur Land Rover Defender þá er hann eins ólíkur honum undir yfir- borðinu og hann er líkur honum á yf- irborðinu. Framúrskarandi í vegleysum – stirðbusalegur innanbæjar Það ætti kannski ekki að koma neitt á óvart að bíll af þessari stærð- argráðu sé stirðbusalegur í innan- bæjarakstri. Það er þó ekki helst stærð bílsins sem er til trafala því út- sýni er gott úr bílnum og stjórntæki, sæti, stýri, gírskipting, bremsur og fleira er til þess fallið að gera akst- urinn léttan og þægilegan. Það sem mest um munar er hve stóran beygj- uradíus bíllinn þarf en líklega er hægt að kenna fáblaðafjöðruninni um það. Beygjuradíusinn er það stór að taka þarf beygjur í bænum að vel yfirlögðu ráði. Oft lenti blaðamaður í því að skaga með framenda bílsins yfir á akrein úr gagnstæðri átt þar sem pláss var lítið. En fyrir bíl sem líklegast mun verða notaður mjög lítið innanbæjar ætti þetta ekki að skipta svo miklu máli – miklu frekar eitt- hvað sem gott er að vita af. Í akstri á vegleysum komu góðir eiginleikar bílsins best fram. Slag- lengd fjöðrunarinnar er mikil og erfitt að ímynda sér þær að- stæður þar sem bíllinn lyftir dekki en það er einmitt lykilat- riði í utanvegaakstri að tryggja öllum dekkjum grip. Hjólabún- aður bílsins er geysilega sterk- legur og þó mikið gangi á heyr- ist hvergi brak eða brestur í yfirbyggingu eða innréttingu. Sætin halda vel við ökumanninn og auðvelt er að beita bílnum í torfærum þar sem framhjól hans eru eins utarlega og hægt er og afturendi bílsins slútir ekki langt aftur fyrir afturdekk- in og því er bæði hægt að klifra brött börð og fara niður af þeim án vandræða. Blaðamaður fer venjulega sama vegarslóðann þegar jepp- ar eru prófaðir. Á þeim slóða þarf að fara yfir á, klifra upp á börð, þræða mjóa vegarslóða í halla og mikilli drullu og loks reyna að klifra brekku sem hef- ur reynst flest öllum jeppum hingað til ómöguleg. Santana fór þetta allt, eins og ekkert væri og niður brekkuna erfiðu að auki og vakti mikið traust. Vélarbremsan í lága drifinu hélt bílnum stöðugum á meðan læðst var niður snarbrattar og forug- ar brekkur og hafði framsætis- farþegi á orði að þetta væri ferðabíllinn sem margir væru að leita að – bíll sem fólk tímir að nota, þolir flest það sem honum er boðið uppá en fer samt vel með farþega og farangur. Hagstætt verð fyrir traustan og einfaldan bíl sem ferða- eða vinnu- tæki hlýtur að höfða sterkt til þeirra sem gera miklar kröfur til fjórhjóla- drifsbíla – þessi jeppi er einfaldlega magnaður á sinn einfalda hátt. Fáblaðafjöðrunin er einföld og er góð málamiðlun milli burðargetu, utanvegagetu og þæginda en kemur niður á beygjuradíus bílsins. Afturhurðin er nógu breið til að hægt sé að koma inn vörubretti. Hægt er að fá öryggisbelti fyrir bekkina og þá er bíllinn 9 manna. Mælaborð er einfalt og praktískt, allar skrúfur og festingar að- gengilegar. Loftkæling er staðalbúnaður í öllum bílunum. Mikil vinna hefur verið lögð í að endurhanna yfirbygginguna fyrir Santana PS10. Iveco vélin hentar vel í jeppa og er einföld og þægileg í umgengni - það ætti að vera einfalt að vinna við vélina. Stundum er einfaldleikinn bestur REYNSLUAKSTUR Santana PS10 Ingvar Örn Ingvarsson Afl: 125 hestöfl við 3.600 snúninga á mínútu. Tog: 275 Nm við 1.800 snúninga á mínútu. Gírskipting: 5 gíra ZF-S5-31, bein- skiptur, með háu og lágu drifi í milli- gírkassa. Hámarkshraði: 140 km/klst. Fjöðrun: Parabolic, Fáblaðafjöðrun framan og aftan. Drifbúnaður: Manual 4WD. Hemlar: Kældir diskar að framan, þvermál 123,8 mm staðaldiskar að aftan, þvermál 125 mm, handhemill á afturdrifskafti við gírkassa. Hjólbarðar og felgur: 235/85 R16. Stálfelgur. Stýri: vökvastýri ZF. Lengd: 4.714 mm. Breidd: 1.840 mm á hjólnöf. Hæð: 2,000 mm. Eigin þyngd: 2.100 kg. Eyðsla: 12 lítrar í blönduðum akstri, 11 lítrar í þjóðvegaakstri, 13 lítrar í innanbæjarakstri. Verð: frá 3.295.000 kr. Umboð: BSA Varahlutir ehf. Santana PS10

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.