Morgunblaðið - 21.07.2006, Side 12
12 B FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
MIG hefur um nokkurt skeið dreymt
um að fá að skoða verksmiðju of-
ursportbílanna Koenigsegg. Nú um
daginn var ég staddur nærri og
ákvað því að nýta tækifærið. Koe-
nigsegg-verksmiðjan er staðsett í
Englahólma í Suður-Svíþjóð, og
nýjasta afurð hennar, ofursportbíll-
inn CCX, er á allra vörum þessa
dagana. CCX-bíllinn er samkvæmt
Guinness World Records hrað-
skreiðasti götulöglegi bíll heims.
Hraðinn hefur mælst 388 km/
klst. en gæti orðið eitthvað
meiri ef Koenigsegg-
mönnum bara tekst að
finna nógu langan og
beinan veg til verks-
ins. Nú á dögunum
setti CCX-bíllinn svo
brautarmet á prufu-
braut breska sjónvarpsþátt-
arins Top Gear, en þar etja allir
helstu sportbílar heims kappi hver
við annan.
Hraðskreiðasta grænmetisæta heims
Ef þú keyri bílinn á venjulegu
bensíni færðu „ekki nema“ 806
hestöfl út úr 4,7 lítra V8 tvítúrbín-
urokknum. Ef þú fyllir tankinn af líf-
rænu og umhverfisvænu etanól-
eldsneyti þá stekkur bíllinn hæð
sína í loft upp af kæti. Etanólið ger-
ir túrbínum bílsins kleyft að vinna
verk sitt enn betur og þá er hægt
að kreista meira en 900 hestöfl út
úr vélinni! Þar sem etanól má vinna
úr allskonar jurtum má í raun segja
að Koenigsegg-bíllinn sé orðinn
grænmetisæta.
Það fyrsta sem við fengum að
heyra við komuna í verksmiðjuna
var „góðan daginn“ upp á íslensku.
Hér var á ferðinni Halldóra von
Koenigsegg sem sér um rekstur
fyrirtækisins á meðan eiginmaður
hennar, Christian von Koenigsegg,
einbeitir sér að bílnum sjálfum. Það
var Halldóra sem tók að sér að
lóðsa landa sína í gegnum verk-
smiðjuna. Halldóra er alíslensk en
hefur búið allt sitt líf erlendis og
talar því ekki íslensku. Þó urðum
við varir við að hún virtist skilja
eitthvað, en hún skaut sér nokkrum
sinnum inn í íslenskar samræður
gestanna.
Líkara skurðstofu en bílaverksmiðju
Það vakti strax athygli að verk-
smiðjan var gríðarlega snyrtileg og
skipuleg að sjá. Hér átti hver hlutur
augljóslega sinn stað. Andrúms-
loftið á vinnustaðnum var mjög af-
slappað og menn í rólegum takti,
hver að vinna sitt verk. Kannski
ekki sá hasar sem búast mátti við í
verksmiðju villidýrs eins og CCX
vissulega er.
Hér virtust hönnuðir vinna
innan um þá sem setja bílinn svo
saman. Með þessu móti fá
starfsmenn góðan skilning á
heildarferlinu við smíð bílsins.
Hönnuðir eru í betra sambandi
við samsetningarmenn og öfugt.
Smæð verksmiðjunnar kom
svolítið á óvart, en til þess að
setja hlutina í samhengi er verk-
smiðjan t.d. talsvert miklu minni
en hátæknifyrirtækið Marel í
Hafnafirðinum. Það útskýrir sitt
að ekki eru framleiddir nema
u.þ.b. 2 bílar í mánuði. Einnig ber
að athuga að stór hluti fram-
leiðslunnar fer ekki fram innan
veggja Koenigsegg. Ýmis sérhæfð
hönnunarvinna er unnin af ut-
anaðkomandi aðilum og margir
íhlutir eru keyptir tilbúnir frá
undirverktökum. Verk Koenigs-
egg-verksmiðjunnar er þó yfrið,
en þar fer nánast öll hönnun
fram, hugmyndavinna, prófanir,
samsetning og hin raunverulega
smíði bílsins. Jafnvel þótt íhlutir
séu keyptir til verksins.
Stefnt er að því að auka fram-
leiðsluna í 3 bíla á mánuði á
næstunni, en að sögn Halldóru
verður framleiðslan sífellt skil-
virkari eftir því sem reynslan
eykst. Einnig hjálpar til að
Koenigsegg er nú farið að kaupa
út meiri vinnu en áður við smíði
yfirbygginga bílanna.
Til þess að halda þyngd bílsins
niðri er hann svo til eingöngu
smíðaður úr koltrefja- og kevlar-
efni. Vinnsla efnisins er
skemmtileg þar sem efnið fær
ekki styrk og stífleika fyrr en það
er bakað við hita og þrýsting.
Þegar okkur bar að garði var
starfsmaður að vinna við gerð
koltrefjaklæðningar innan á aðra
hurð bílsins. Efnið, sem geymt er á
stórri rúllu, er klippt til með skær-
um, sett í mót og svo að lokum
bakað. Gaman er að sjá stóra rúll-
una af koltrefja- og kevlar-efninu og
hugsa svo til þess að þarna höfum
við í raun Koenigsegg á rúlluformi.
Demantsskreyttur lykill
Að heimsókninni lokinni fengum
við möppu fulla af skemmtilegum
upplýsingum um bílinn og sögu fyr-
irtækisins. Allt saman mjög spenn-
andi, en það sem mér þótti
skemmtilegast að skoða var verð-
listinn fyrir aukabúnað bílsins. List-
inn er talsvert öðruvísi en auka-
búnaðarlistar venjulegra bíla.
Það eru engir fimm þúsund
króna glasahaldarar á þess-
um lista. Nei, hér eru hlutir
eins og koltrefjafelgur sem
kosta milljón krónur, koltrefja/
keramik-bremsudiskar fyrir tæplega
eina og hálfa milljón, magn-
esíumhýsing utan um gírkassann
fyrir 800 þúsund krónur, dem-
antsskreyting á bíllykilinn fyrir
4,2 milljónir og svo mætti lengi
telja. Hér erum við samt sem
áður að tala um verðið úti í Evr-
ópu en ekki íslenskt verð sem
yrði talsvert hærra.
Grunnverð bílsins er því miður
líka í hærri kantinum miðað við
fjárráð meðalmannsins. Bíllinn
kostar u.þ.b. 43 milljónir króna
úti í Evrópu. Svo hækkar verðið
enn frekar þegar kemur að því
að hlaða aukabúnaði í bílinn. Ég
get ímyndað mér að kaupendur
krossi margir hverjir við allan
þann aukabúnað sem er fáan-
legur. Ef þú ert vellauðugur,
hvernig ætlar þú þá að rökstyðja
það fyrir öllum vellauðugu vinum
þínum að þú hafir ekki tímt að
kaupa aukabúnað eins og dem-
antsskreyttan lykil fyrir litlar
4,2 milljónir króna? Þú yrðir
álitinn algjör nánös og því er
eins gott fyrir þig að krossa við
allan þann aukabúnað sem er í
boði!
Magnað afrek
Eftir heimsóknina getur maður
ekki komist hjá því að hugsa um
hversu magnað afrek bíllinn er.
Flestir myndu halda að það væri
ómögulegt að stofna sportbíla-
verksmiðju upp úr engu og fram-
leiða svo sportbíl sem er fær um
að keppa við þá allra bestu.
Reyndu að segja Christian von
Koenigsegg þetta. Þegar hann
var 22 ára ákvað hann að smíða
sinn eigin sportbíl. 8 árum síðar,
árið 2002, var bíllinn klár.
Halldóra átti aðeins 6 vikur eftir af meðgöngu síns annars barns en lét það ekkert á sig
fá og sýndi okkur koltrefja- og kevlar efnið sem bíllinn er að mestu smíðaður úr.
Hér er bíllinn sem kom á sýninguna í Laugardalshöllinni í sumar. Hér er verið að vinna í
spólvörn bílsins og fullvissa sig um að hún væri rétt stillt.
Höfundur er vélaverkfræðinemi og
áhugamaður um bíla
Eftir Benedikt Skúlason
Heimsókn í verksmiðju Koenigsegg