Morgunblaðið - 28.08.2006, Qupperneq 4
4 MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
knattspyrna
Þrír sterkir Andriy Shevchenko og Michael Ballack fagna Frank Lampard, eftir að hann kom Chelsea á bragðið með marki úr vítaspyrnu.
„Drogba
sýndi
mikinn
styrk“
ENGLANDSMEISTARAR Chelsea í
knattspyrnu komust aftur á sigurbraut
í gær þegar þeir unnu góðan útisigur á
Blackburn, 2:0, í úrvalsdeildinni.
Chelsea, sem tapaði fyrir Middles-
brough í vikunni, hefur þá hlotið sex
stig eftir þrjá leiki, en Blackburn situr á
botninum með aðeins eitt stig.
Ekkert mark var skorað í fyrri hálf-
leik en strax á þriðju mínútu síðari hálf-
leiks skoraði Frank Lampard úr víta-
spyrnu fyrir Chelsea. Didier Drogba
tryggði sigurinn með marki tíu mínút-
um fyrir leikslok. Leikurinn var mar-
tröð fyrir hollenska varnarmanninn
Andre Ooijer sem lék sinn fyrsta leik
með Blackburn. Hann fékk á sig víta-
spyrnuna og réð síðan ekki við Drogba
sem reif sig framhjá honum og þrumaði
boltanum í mark Blackburn.
„Þetta er afar erfiður útivöllur en eft-
ir að hafa klúðrað leiknum í Middles-
brough á lokamínútunum vorum við
sérlega ákveðnir. Við sýndum ekki okk-
ar besta fótbolta en sóttum þrjú stig, og
það er ánægjulegt að ná að sigra á
þennan hátt,“ sagði John Terry, fyrirliði
Chelsea, og hrósaði sérstaklega
Drogba, sem kom inn á sem varamaður.
„Hann vann frábærlega fyrir mark-
inu. Vissulega var hann svekktur yfir
því að vera ekki í byrjunarliðinu en
hann sýndi mikinn styrk með að koma
inn á og spila eins og hann gerði.“
ÞETTA er auðvitað ekkert annað en
grín. Við fórum upp í skallabolta og
þetta var bara heiðarleg barátta hjá
okkur. Ég horfði ekkert á manninn
heldur var einbeittur á boltanum. Ef
þetta er rautt spjald þá ætti Alan
Shearer að hafa fengið rautt spjald í
hverjum einasta leik sem hann hefur
spilað á ferlinum.
Ef ég horfi á leikmanninn og rek
olnbogann í andlitið á manninum þá er
það auðvitað rautt spjald, en við fórum
báðir upp og það kemur oft fyrir að
menn skalla saman og eins fær maður
olnboga í sig. Maður notar hendurnar
til að rífa sig upp og ef þetta er rautt
spjald þá … já. Ég veit eiginlega ekki
hvað ég á að segja,“ sagði Hermann.
„Í þessum leik fengu menn olnboga
sjálfsagt tíu sinnum í sig – eru það þá
tíu rauð spjöld? Það hefur sjálfsagt
setið í dómaranum í þessum leik þetta
atvik með Ben Thacher og eins það
sem á undan var gengið í leiknum.
Við munum reyna að áfrýja þessu en
það hefur örugglega ekkert að segja
því mér sýnist að slíkt sé ekki tekið til
greina nema í ljós komi að engin snert-
ing hafi verið,“ sagði Hermann.
Endaði í leikbanni í vor
Hann missti af síðustu þremur leikj-
unum í deildinni í fyrra eftir að enska
knattspyrnusambandið ákærði hann
fyrir að gefa Luis Boa Morte olnbog
skot í leik Charlton og Fulham. He
mann gekkst við brotinu og fór þv
snemmbúið sumarfrí. „Ég byrja tím
bilið svipað og ég endaði það í fyrra, e
þetta er fyrsta rauða spjaldið sem é
fæ í úrvalsdeildinni en ég er búinn
leika ríflega 230 leiki þar. Ég vona
dómararnir ætli ekki að fara að tak
upp á því að það sé rautt spjald í hve
sinn sem maður fer í skallaeinvíg
sagði Hermann, en Charlton miss
líka mann útaf með rautt spja
snemma í fyrsta leiknum.
Davies fékk rautt spjald undir lo
leiksins. „Það var heldur ekkert rau
spjald. Hann hoppaði upp með hen
urnar uppi eins og menn gera og lent
andlitinu á einhverjum.
Þetta er bara að verða komið út
tóma vitleysu. Wayne Rooney fék
rautt spjald um daginn í æfingaleik o
fékk þriggja leikja bann. Það var ek
séns að það væri rautt spjald. Því v
áfrýjað en ekki tekið til greina þann
Fyrsta rauða spjald varnarjaxlsins Hermanns Hreiðarssonar í rúmlega 230 leikjum í ensku úrvalsdeildinni
Er komið út í tóma vitleysu
Morgunblaðið/ÞÖK
Fékk rautt Hermann Hreiðarsson, sem tekur hér í hönd Bjarna Jóhannssonar
aðstoðarlandsliðsþjálfara fékk að sjá rauða spjaldið á laugardaginn.
Eftir Skúla Unnar Sveinsson
skuli@mbl.is
„ÞAÐ er gott að vera búinn að fá
fyrstu stigin í deildinni, en ég hefði
nú kosið að taka meiri þátt í því að
krækja í þau,“ sagði Hermann Hreið-
arsson, varnarmaður hjá Charlton,
en liðið vann sinn fyrsta leik í deild-
inni á laugardaginn þegar það lagði
Bolton að velli 2:0 með mörkum Dar-
rets Bents. Hermann var rekinn af
velli á 28. mínútu fyrir að gefa Kevin
Davies, sóknarmanni Bolton, oln-
bogaskot að mati dómarans.
RYAN Giggs hélt upp á sinn 600. leik í byrjunarliði
Manchester United með því að tryggja liðinu sigur á
Watford, 2:1, í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.
United mátti virkilega hafa fyrir því að sigra bar-
áttuglaða nýliðana á Vicarage Road og trónir nú á
toppi úrvalsdeildarinnar með níu stig eftir þrjá leiki
og hefur þegar skorað 10 mörk. Mikael Silvestre
skoraði fyrra mark United en Damien Francis jafn-
aði metin fyrir Watford. „Þið sáuð hina hliðina á
okkur í dag, við þurftum virkilega að berjast fyrir
þessum stigum. Okkur vantaði að einhver tæki af
skarið, stjórnaði spilinu og héldi boltanum,“ sagði
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd.
Man. Utd. með fullt hús stiga
Sigurmark Giggs
í 600. leiknum
Reuters
Fögnuður Ryan Giggs, leik-
maður Manchester United, fagn-
ar marki sínu gegn Watford.
HEIÐAR Helguson var settur út úr byrjunarliði Ful-
ham fyrir leikinn gegn Sheffield United. Hann lék
síðustu 25 mínúturnar og tók þátt í fyrsta sigri Ful-
ham á tímabilinu, 1:0 gegn nýliðunum, þar sem
Jimmy Bullard skoraði sigurmarkið með glæsilegu
skoti beint úr aukaspyrnu. Bullard, sem var keyptur
frá Wigan í sumar, hefur þegar slegið í gegn hjá Ful-
ham en hann skoraði jöfnunarmark á 90. mínútu
gegn Bolton í síðustu viku.
Ívar Ingimarsson lék allan leikinn með nýliðum
Reading sem biðu lægri hlut fyrir Wigan á útivelli,
1:0. Brynjar Björn Gunnarsson sat allan tímann á
varamannabekk Reading.
Bullard slær í gegn hjá Fulham
Heiðar settur
á bekkinn „EF menn vilja krýna meistara eftir
þrjár umferðir, þá er það þeirra
vandamál. Við höfum bara spilað tvo
leiki og munum blanda okkur í barátt-
una, það er engin hætta á öðru,“ sagði
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri
Arsenal, eftir ósigur gegn Manchest-
er City, 1:0, í ensku úrvalsdeildinni á
laugardaginn. Arsenal hefur aðeins
fengið eitt stig eftir tvo leiki og er
þegar átta stigum á eftir Manchester
United.
Joey Barton skoraði sigurmark
City úr vítaspyrnu – fyrsta mark liðs-
ins á tímabilinu – eftir að Justin
Hoyte braut á Trevor Sinclair rétt
fyrir lok
þar með
enal í 15
Thatche
Ben T
sem hefu
ljósinu fy
Mendes h
horfa á le
„Við sö
frá vellinu
taka þeir
því hann
yfir strik
knattspyr
„Blöndum ok