Morgunblaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ íþróttir Ólafur Loftsson, kylfingur úr NK,og Þórður Rafn Gissurarson úr GR stóðu sig báðir með ágætum á SAAB-unglingamótinu sem lauk í Belgíu um helgina. Ólafur lék síðasta hringinn á laugardaginn á 77 höggum og varð í 10. sæti á 222 höggum, eða sex höggum yfir pari vallarins. Til stóð að leiknir yrðu fjórir hringir en þriðja hring á föstudaginn var frestað vegna veðurs og því aðeins leiknar 54 holur. Þórður lék á 80 höggum á laugardaginn og samtals á 11 högg- um yfir pari og endaði í 21. sæti. Einnig var keppt í liðakeppni þar sem tveir voru frá hverri þjóð og þar urðu þeir félagar í öðru sæti ásamt Dön- um, einu höggi á eftir Belgum sem sigruðu.    Sveit Golfklúbbs Reykjavíkur sigr-aði í sveitakeppni öldunga í golfi um helgina, lagði sveit Golfklúbbsins Odds. Akureyringar urðu í þriðja sæti. Hjá konunum sigraði Sveit Golfklúbbs Suðurnesja, Keilir varð í öðru sæti og Nesklúbburinn í því þriðja.    Noregur tryggði sér í gær sæti ílokakeppni HM kvenna í knatt- spyrnu með því að gera jafntefli, 1:1, í Úkraínu. Unni Lehn skoraði þar jöfnunarmark sem færði norsku kon- unum stigið sem þær þurftu. Þar með eru þrjár þjóðir komnar á HM, Nor- egur, Ástralía og Norður-Kórea, ásamt gestgjöfunum, Kínverjum.    Birgit Prinz skoraði í sínum 150.leik með þýska kvennalandslið- inu í knattspyrnu á laugardaginn þegar það vann Íra, 3:0, á útivelli í undankeppni HM. Þetta var hennar 95. mark fyrir landsliðið. Anja Mittag og Petra Wimbersky skoruðu hin mörkin.    Magnús Ívar Guðfinnsson hefurverið ráðinn þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í körfuknattleik, sem leikur áfram í 1. deild, efstu deildinni, í vetur eftir að hafa hafnað í fimmta sæti af sex liðum í fyrra. Magnús, sem á sínum tíma lék með Keflavík og Val, tekur við af Thomas Fold- bjerg.    Rio Ferdinand, miðvörður Man-chester United og enska lands- liðsins í knattspyrnu, er ekki tábrot- inn eins og óttast var eftir leik United við Watford á laugardag. Hann fór í myndatöku í gær sem leiddi það í ljós en það skýrist þó ekki fyrr en eftir frekari skoðun í dag hvort hann verð- ur leikfær með enska landsliðinu um næstu helgi. Englendingar mæta þá Andorra í undankeppni EM og síðan Makedón- íu fjórum dögum síðar. Þegar er ljóst að Gary Neville, Joe Cole og Jamie Carragher missa af þeim leikjum vegna meiðsla og Wayne Rooney verður í leikbanni. Fólk sport@mbl.is „ÞÓ svo þetta hafi ekki verið nógu gott hjá okkur fannst mér að vísu margt mjög gott í þessum leik. Við fáum á okkur mjög vafasamt mark í upphafi leiksins og það drap kannski leikinn dálítið fyrir okkur,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir landsliðþjálfari eftir leikinn, en Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari kvenna, fylgdist með úr stúkunni en hann var í leikbanni. „Varnarleikurinn var mjög góður framan af hjá okkur en síðan missum við lykilleikmenn útaf vegna veikinda sem hafa herjað á okkur síðustu daga. Þær Ásthildur og Hólmfríður eru ekki búnar jafna sig af veikind- unum og urðu að fara útaf. Tapið fannst mér fullstórt miðað við gang leiks- ins. Við spilum mjög vel í 75 mínútur en duttum niður í lokin og Svíarnir voru fljótir að nýta sér það,“ sagði Elísabet, sem var sammála því að sókn- araðgerðir íslenska liðsins hefðu verið of hægar. „Já, það er alveg rétt og við sóttum með of fáum mönnum,“ sagði Elísabet. Veikindi herjuðu á leikmenn Elísabet Gunnarsdóttir „ÞETTA var ekki nógu gott hjá okkur, en veistu að miðað við leikinn á móti Tékkum getum við ekki kvartað,“ sagði Þóra B. Helgadóttir, markvörður íslenska liðsins, sem tók við fyrirliðabandinu af Ásthildi systur sinni á 72. mínútu. „Mér fannst þær skora rosalega flott mörk og þær voru í raun bara þetta betri en við. Það er kannski fáránlegt að segja eftir 4:0-tap, en ég er ekki neitt rosalega ósátt,“ sagði Þóra, sem var þó ekki alveg sátt við niðurröðun leikja. „Það voru undanúrslitaleikir í bik- arkeppninni settir á milli þessara landsleikja. Það þykir mér ekki gáfulegt og menn eru þreyttir eftir tvo landsleiki og einn undanúrslitaleik í bikar á einni viku. Það er ekki endalaust hægt að keyra sig áfram á adrenalíninu,“ sagði markvörðurinn, sem var langt frá því að vera ánægð með dómara leiksins: „Ég skrifa vítaspyrnuna sem Svíar skoruðu fyrsta markið úr alfarið á dómarann. Mér fannst dómarinn algjörlega út úr kú þannig að þær voru í rauninni tólf á móti okkur allan leikinn,“ sagði Þóra. „Skrifa vítaspyrnuna alfarið á dómarann“ Þóra B. Helgadóttir SVÍAR voru beittir strax frá upphafi og gerðu fyrsta markið úr vítaspyrnu á 12. mínútu. Boltinn var þá sendur inn í vítateiginn og Victoria Svens- son datt með miklum látum og dómarinn taldi að Hólmfríður Magnúsdóttir hefði ýtt á bakið á henni og dæmdi víti sem skorað var úr af öryggi. Eftir að hafa byrjað síðari hálfleikinn af krafti og sótt nokkuð skoruðu Svíar annað mark sitt. Það var á 62. mínútu að Íslendingar vildu fá vítaspyrnu þegar boltinn fór í hönd varnarmanns Svía. Dóm- arinn dæmdi ekkert, Svíar brunuðu í sókn og vinstri bakvörður liðsins, Sara Thunebro, gerði laglegt mark, skrúfaði boltann frá vinstra víta- teigshorni í hægra hornið. Seinni tvö mörk Svía komu síðan á síðustu tíu mínútunum og voru þau bæði lagleg. Íslenska liðið lék ekki vel að þessu sinni en þó miklum mun betur en gegn Tékkum fyrir rúmri viku. Það hljómar kannski ekki mjög gáfulega eft- ir 4:0-tap að segja að liðið hafi varist vel, en það er engu að síður rétt. Liðið varðist vel alveg frá fremsta manni, en hins vegar voru sóknaraðgerðir þess langt í frá nægilega góðar. Margrét Lára Við- arsdóttir var ein frammi og Svíar höfðu góðar gætur á henni og voru mjög fljótir til baka þannig að oft var hún ein á móti fimm til sex sænskum leikmönnum. Auk þess sem sóknirnar voru hægar voru allt of fáir leikmenn þátttakendur í þeim. Þetta lagaðist í upphafi síðari hálfleiks, en þá kom Ásthildur Helgadóttir framar og ógnunin var miklu meiri. Kantmennirnir tveir höfðu aldrei tek- ið þátt í sókn á sama tíma í fyrri hálfleik en það lagaðist líka eftir hlé. Hins vegar voru sóknirnar enn fullhægar og áttu Svíar í raun aldrei í miklum vanda í öftustu vörn. Annað mark Svía kom gegn gangi síðari hálf- leiks og síðasta hálftímann riðlaðist leikur Íslands, og nýttu Svíar sér það með tveimur mörkum. Miðvarðarparið í íslenska liðinu, Guðrún Sóley og Erna, náðu vel saman og Margrét Lára var dugleg í fremstu víglínu. Sænska liðið er mjög sterkt og í raun mjög mik- ill munur á liðunum. Það hljómar kannski eins og gömul lumma en sænska liðið virtist í miklu betri æfingu og hafa meiri tækni enda atvinnumanna- deild í Svíþjóð og stúlkurnar æfa því mun meira en áhugamennirnir hér heima. Eitt af því sem gerði gæfumuninn að þessu sinni voru sendingar leik- manna, íslensku stúlkurnar gerðu sig sekar um ógrynni misheppnaðra sendinga. Morgunblaðið/Golli Skammarkrókurinn Jörundur Áki Sveinsson var í leikbanni og mátti ekki koma nærri leiknum, hann sat því einn og yfirgefinn við norðurenda nýju stúkunnar í Laugardalnum. Batamerki dugðu ekki gegn Svíum ÁKVEÐIN batamerki voru á leik íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu á Laugardals- velli á laugardaginn þegar liðið tók á móti Svíum í næstsíðasta leik sínum í undankeppni HM. En batamerkin frá síðasta leik liðsins dugðu samt engan veginn gegn sterku og skipulögðu liði Svía sem vann 4:0. Sanngjarn sigur en óþarflega stór. Svíar tryggðu sér þar með rétt til að keppa á HM í Kína á næsta ári. Morgunblaðið/Golli Átök Greta Mjöll Samúelsdóttir tekur vel á þegar hún reynir að skalla knöttinn. Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.