Morgunblaðið - 22.09.2006, Page 1
föstudagur 22. 9. 2006
bílar mbl.isbílar
Nýr Hyundai coupé » 8
INNLENDUR ORKUGJAFI
METANGAS ER FRAMLEITT Í GUFUNESI
VW TOURAN ECOFUEL BRENNIR METANI
VOLVO, sem lengi hefur verið í fararbroddi í ör-
yggismálum varðandi bíla, hefur hannað innbyggð-
an áfengismæli og sérstakt kerfi í sætisbeltum til
varnar akstri undir áhrifum. Ennfremur hafa verk-
fræðingar Volvo hannað forritanlegan lykil í
kveikjulásinn sem takmarkar hámarkshraða.
Ófá umferðarslys verða vegna aksturs undir
áhrifum áfengis. Búnaður Volvo felst í öndunar-
mæli sem er áfastur við bílbeltið og verður ökumað-
ur að anda í hann til þess að geta ræst bílvélina.
Öndunarmælirinn sýnir grænt ljós ef ökumaðurinn
er í lagi til aksturs og þegar bílbeltið hefur verið fest
er hægt að setja í gang eins og venjulega. Ef áfeng-
ismagn ökumanns er yfir mörkum lýsir rautt ljós á
öndunarmælinum og er þá ekki hægt að setja bílinn
í gang.
Samkvæmt tölum frá Evrópusambandinu, deyja
u.þ.b. 10.000 manns árlega í umferðarslysum tengd-
um áfengisakstri.
Hin öryggisnýjungin sem Volvo kynnir er sér-
stakur lykill á kveikjulásnum sem hægt er að forrita
til að takmarka hámarkshraða og er beint að yngri
eða minna reyndum ökumönnum sem tölfræðin
sýnir að eru líklegri en aðrir til að valda slysum
vegna hraðaksturs. Með hraðalyklinum er hægt að
forrita hámarkshraða þannig að ekki sé ekið yfir
löglegum hraða. Til dæmis gefur það foreldrum
aukna öryggistilfinningu að lána börnum sínum
með nýtt ökuskírteini bílinn. Volvo hyggst kanna
áhuga almennings og bílgreinarinnar á þessum ör-
yggisnýjungum áður en ákveðið verður að setja
þær í framleiðslu.
Einar M. Magnússon, upplýsingafulltrúi Um-
ferðarstofu, segir að í málflutningi þeirra sem mæla
hvað harðast gegn hugmyndum manna um hraða-
takmarkara hafi komið fram að þetta sé tæknilega
óframkvæmanlegt og kostnaður við þetta sé of mik-
ill. „Þessi frétt um tækniþróun Volvo ber því aug-
ljóst vitni að slíkar fullyrðingar eiga ekki við rök að
styðjast auk þess sem vörubílar og hópferðabílar
hér á landi sem og annars staðar í Evrópu eru með
slíkum búnaði,“ segir hann.
„Í ljósi umræðunnar og mistúlkunar þeirra sem
ekki vilja skoða þennan möguleika má taka fram að
hraðatakmörkun er ein hugmynd af mörgum sem
verið er að skoða til að koma í veg fyrir alvarleg um-
ferðarslys. Miðað við þá þróun sem þegar hefur átt
sér stað má útfæra tæknina á ýmsan máta. Sem
dæmi má nefna að hægt er að skilyrða ökuréttindi
ungra ökumanna þannig að þeim leyfist aðeins að
aka bifreiðum sem komast ekki yfir ákveðinn hraða.
Til eru þau tilfelli þar sem nauðsynlegt getur verið
að fara hraðar en leyfður hámarkshraði segir til um.
Í ljósi þess er ekki verið að tala um að setja mörkin
við nákvæmlega leyfðan hámarkshraða. Ætlunin er
fyrst og fremst að koma í veg fyrir skilgreindan
ofsaakstur,“ segir Einar.
Volvo hannar hraðalykil
Morgunblaðið/Eyþór
Kyron Bílabúð hefur hafið sölu á nýjum jepplingi, SsangYong Kyron. Reynsluakstur er á bls. 4.
EINN af
kynnum Top
Gear-
þáttanna,
Richard
Hammond,
slasaðist al-
varlega við
tökur þegar
hann reyndi
að slá hraða-
met á bíl út-
búnum með
þotumótor. Bíllinn valt á meira en
450 km/klst hraða en Hammond,
sem er 36 ára gamall, náði meðvit-
und um stund og gat talað þegar
hann var dreginn út úr flakinu.
Hammond er á taugadeild sjúkra-
húss í Leeds en ástand hans skánaði
örlítið yfir nóttina. Hann kom hing-
að til lands á síðasta ári í þátt-
argerð.
Hammond
slasast
Á Íslandi Ólafur
Guðmundsson hjá
FÍB og Richard
Hammond.