Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 43 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali OPIÐ HÚS - TJARNARBÓL 14 - 3.H.V. SELTJN. Stór og vel skipulögð 4ra herb. 108 fm end- aíbúð sem skiptist í 3 herb., stóra stofu, stórt eldhús, og baðherb. Geymsla fylgir í kj. svo og sam. hjólageymsla o.fl. Sameigin- legt þvottaherb. er á hæðinni. Stórar suður- svalir. Fallegt hús á góðum stað. Íbúðin er upprunaleg að mestu leyti. Bjalla merkt Guðmundur Guðmundsson -HULDA TEK- UR VEL Á MÓTI YKKUR Í DAG (SUNNUDAG) KL. 13-15. V. 23,0 m. 6064 OPIÐ HÚS - SKÓLABRAUT 2 - E. SÉRH. Falleg efri sérhæð og ris ásamt bílskúr í fal- legu 2-býlishúsi. Samtals 170 fm. Hæðin skiptist í forstofu, hol, stofu, 3 stór herbergi, eldhús, þvottahús og baðherbergi. Risið er eitt mjög stórt rými með geymsluplássi und- ir súðinni. Stórar nýlegar svalir til suðurs. Glæsilegt útsýni. Íbúðin er laus fljótlega. LAUS STRAX. EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG (SUNNUDAG) KL. 15-18. V. 39,5 m. 6042 OPIÐ HÚS - BARÐAVOGUR 32 - E. SÉRH. Falleg 6 herbergja efri sérhæð í tvíbýli á eft- irsóttum stað auk bílskúrs. Eignin skiptist í stigapall, hol, forstofuherbergi, snyrtingu, baðherbergi, þrjú herbergi, stofu, borðstofu, eldhús og baðherbergi. Í kjallara eru tvær geymslur og sérþvottahús. KRISTBJÖRG OG JÓN TAKA VEL Á MÓTI YKKUR Í DAG (SUNNUDAG) KL. 13-15. V. 37,5 m. 6047 OPIÐ HÚS - HÁHÆÐ 13 - 2. H. - PARH. Fallegt og vel staðsett 180 fm parhús á þremur pöllum með innb. bílskúr og ca 60 fm óskráðu geymslurými í kjallara. Húsið sk. í anddyri, gestasnyrtingu, þv.hús, innb. bíl- skúr, eldhús, stofu, borðstofu, 3 svefnher- bergi, baðherbergi innaf hjónaherbergi, bað- herbergi og geymslurými í kjallara. EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG (SUNNUDAG) KL.13-14. V. 43,5 m. 5777 BERJAVELLIR - HAFNARFIRÐI Glæsileg, rúmgóð 111 fm 4ra herb. enda- íbúð á 2. hæð í nýlegu lyftuhúsi við Berja- velli í Hafnarfirði. Íbúðin skiptist þannig: Stofa, eldhús, 3 rúmgóð herbergi, baðher- bergi, þvottahús og hol. Rúmgóð sér- geymsla fylgir í kjallara. Sameiginleg hjóla- geymsla er í kjallara. V. 22,8 m. 5945 FLÓKAGATA Góð 3ja herbergja risíbúð í fallegu fjórbýlis- húsi sunnanmegin við Flókagötu. Eignin skiptist í hol, eldhús, baðherbergi, tvö her- bergi og stofu. Svalir er útaf stofu og þaðan er fallegt útsýni. 6133 RAUÐAGERÐI - NÝTT Í SÖLU Tvílyft 216,9 fm einbýlishús sem hefur verið skipt niður í þrjár íbúðir. Á 1. hæð er aðal íbúðin en hún skiptist í forstofu, hol, stofu, eldhús, þvottahús, svefnherbergi og bað- herbergi auk bílskúrs. Á efri hæðinni eru tvær íbúðir. V. 46,0 m. 6168 LAUGALÆKUR - VANDAÐ Fallegt og mjög vel viðhaldið 215 fm raðhús auk 24,5 fm bílskúrs. Húsið skiptist m.a. í 5 svefnherb., stórar stofur o.fl. Mjög falleg lóð. Rólegur staður. Stutt laugarnar, líkams- rækt, verslanir og Laugardalinn. Ákv. sala. V. 49 m. 6069 HÖRÐUKÓR - 14. HÆÐ - 196 FM Hér er um að ræða 196 fm þakíbúð í hæsta fjölbýlishúsi höfuðborgarsvæðisins sem er með frábæru útsýni, tvennum svölum sem hægt er að loka, 35 fm einkaþakgarði sem er með heitum potti o.fl. Mikil lofthæð er í íbúðinni. Útsýnið er stórkostlegt. Tvímæla- laust ein allra glæsilegasta íbúðin á mark- aðnum í dag. V. 75,0 m. 455 HRAFNHÓLAR - LÍTIÐ FJÖLBÝLI Góð 4ra herbergja íbúð á efstu hæð með sólríkum svölum í litlu fjölbýlishúsi (3ja hæða) sem verið er að taka í gegn að utan og laga svalir á. Eignin skiptist í hol, eldhús, stofu, þrjú herbergi og baðherbergi. Verið er að standsetja húsið að utan og greiðir selj- andi þann kostnað. Ólafsgeisli 123 – Eign í sérflokki www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Til sýnis í dag stórglæsileg 182 fm neðri sérhæð með innbyggðum bílskúr í fal- legu tvíbýlishúsi á einstökum stað rétt við golfvöllinn í Grafarholti. Innbyggð lýs- ing. Glæsilegar innréttingar. Vönduð gólfefni. Mikil lofthæð í eldhúsi og stofum. Frábær staðsetning við óbyggt svæði. V. 39,9 m. Eigendur sýna eignina í dag milli kl. 14-16. Allir velkomnir. Sími 588 4477 Mjög fallegt og afar vel skipulagt 341 fm einbýlishús sem stendur á 1.704 fm glæsilegri lóð á frá- bærum útsýnisstað í Laugarásn- um auk 30 fm sérstæðs bílskúrs. Húsið er tvær hæðir og kjallari og er bæði sérinngangur og innangengt í kjallara. Eignin skiptist m.a. í forstofu, stórt hol, stórar stofur, borðstofu, rúmgott eldhús, fjölda herbergja auk fataherbergis, nýlega endurnýjað baðherbergi á efri hæð auk baðherbergis með sturtu í kjallara. Útgangur úr stofu og hjónaherb. á um 40 fm svalir með frábæru útsýni yfir borgina. Húsið er teiknað af Gísla Halldórssyni. Nánari uppl. veittar á skrifstofu. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Dyngjuvegur Einbýlishús í Laugarásnum á frábærum útsýnisstað HINN 23. september síðastliðinn birtist hér í Morgunblaðinu alveg sér- lega áhugavert lesendabréf. Það var frá rakara nokkrum sem hafði nýlega lesið Eyðilandið eftir T.S. Eliot (í þýðingu Sverris Hólmarssonar) og var hlynntur stóriðju- og virkjana- áformum á Íslandi. Einhvern veginn tengdist þetta tvennt, lestur ljóðsins og já- kvæð afstaða til fram- kvæmdanna, og mátti helst skilja bréfið sem svo að hið fyrra væri röksemd fyrir hinu síð- ara. Ástæðan fyrir því að virkja virðist sam- kvæmt bréfinu vera sú að það verði að nýta land einhvern veginn, bara einhvern veginn, svo það sé ekki eyði- land. Áhugavert að stilla þessu tvennu svona upp: Eyði- land eða nytjaland. Ekkert þriðja ástand virðist geta orðið hlutskipti lands í huga rakarans knáa. Land virðist t.d. ekki geta verið nátt- úruperla, helgur reitur, eða bara fal- legt svæði. Þá gefur auga leið að sá möguleiki að það land sem fáir hafa komið á, sem er m.ö.o. ósnortið, geti verið dýrmætt, hefur ekki hvarflað að bartskeranum. Mér sýnist hann því hafa misskilið Eliot hrapalega og haldið að verið væri að yrkja um raunverulegt, jarð- fræðilegt, vistrænt eyðiland. Fyrst svo er, lof mér að eyða þeim misskiln- ingi. T.S. Eliot orti The Waste Land vegna þess að honum fannst hinn vestræni heimur vera orðinn eitt alls- herjar andlegt eyðiland. Hans list- ræna sýn á heiminn var sú að öll and- leg gildi hefðu verið fyrir borð borin og eftir stæði einungis auðnin, sand- urinn, efnishyggjan, tómið, dauðinn. Því er það svo einstaklega fáránlegt þegar rakarinn okkar fer að tala um að mótmælendur virkjunarinnar séu andlega dauðir. Hann gæti eins hald- ið því fram að svart sé hvítt, að svín fljúgi, að áfengi á Íslandi sé ekki dýrt. Ekkert er eins fjarri sanni og að mót- mælendur Kárahnjúkavirkjunar séu andlega dauðir. Þvert á móti, þeir eru tíu sinnum meira lifandi en téður rak- ari einmitt vegna þess að þeir hafa ekki fórnað sínum andlegu gildum. Eliot orti ýmis önnur merkileg ljóð; meðal þeirra er eitt sem heitir The Hollow Men eða Holir menn. Það hefst á svohljóðandi tilvitnun: „Mis- tah Kurtz he dead“. Tilvitnunin er úr bókinni Heart of Darkness, þýdd af Sverri Hólmarssyni sem Innstu myrkur, og vísar hún til Kurtz þessa sem fór inn í svörtustu Afríku til að safna fílabeini. En ágirndin í fílabein- ið verður Kurtz að falli vegna þess að hann er holur maður, hann skortir andleg gildi. Hann verður geðveikur og fremur fjöldann allan af óhæfu- verkum. Á banalegunni rennur upp fyrir honum hvað hann hefur drýgt marga glæpi gegn mannkyninu og náttúrunni og hans frægu lokaorð verða: „The horror, the horror!“ Í veröldinni er enginn skortur á mönnum sem eru holir eins og Kurtz. Hvorir ætli eigi meira skylt við Kurtz, virkj- unarandstæðingar sem berjast fyrir málstað sem þeim finnst göf- ugur eða virkj- unarsinnar sem vilja búa til eyðiland steypu og stáls? Stuðningsmönnum við framkvæmdina fer fækkandi. Æ fleiri hafa áttað sig á að Kárahnjúkavirkjun er ekki góð hug- mynd, þökk sé óeigingjörnu starfi hetja eins og Hjörleifs Guttorms- sonar, Andra Snæs Magnasonar og Ómars Ragnarssonar svo fáeinir séu nefndir. Miðað við hvernig ýmsir stjórnmálaflokkar eru farnir að elta græna fylgið gæti maður haldið að bartskerinn bláeygði sé eitt af síðustu hálmstráunum á þeirri sendnu torfu sem stuðningsmenn virkjunarinnar mynda. Svæðið sem fer undir vatn við Kárahnjúka er náttúruperla. Þetta segja þeir sem farið hafa og séð það með eigin augum og finnst þetta þrátt fyrir að þeim hafi verið sagt að þarna væri einungis ljótleiki, urð og grjót. Fólk er reitt. Því finnst hafa verið logið að sér. Þess vegna þorir und- irritaður ekki að fara og sjá svæðið með eigin augum. Hann gæti fyllst þessari sömu vanmáttugu reiði yfir fegurðinni sem verið er að svipta hann, þó hann sé nú þegar reiður því verið er að svipta hann mögu- leikanum á að njóta þessarar feg- urðar. Sumir menn geta lesið og vitnað í T.S. Eliot eins og höfundarverk hans leggur sig en það mun ekki bjarga þeim frá smáborgarahættinum. Þeir lesa þessa undursamlegu perlu nú- tímakveðskapar og hún blés þeim því í brjóst að útmála stuðning sinn við sköpun raunverulegs eyðilands. Að styðja fórn einhvers fallegs á altari skammsýni og óhófs. Ef heims- bókmenntirnar geta ekki vakið með mönnum göfugri hvatir en þetta, ættu þeir í öllum bænum að leggja frá sér bókina undir eins. Holir menn Kári Páll Óskarsson gerir at- hugasemd við lesendabréf um Eyðilandið eftir T.S. Eliot »Ef heimsbókmennt-irnar geta ekki vakið með mönnum göfugri hvatir en þetta, ættu þeir í öllum bænum að leggja frá sér bókina undir eins. Kári Páll Óskarsson Höfundur er háskólanemi, virkjunar- andstæðingur og Eliot-fræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.