Morgunblaðið - 16.10.2006, Page 2

Morgunblaðið - 16.10.2006, Page 2
2 F MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Þar sem tryggingar snúast um fólk F í t o n / S Í A F I 0 1 7 8 8 7 Vátryggingafélag Íslands Ármúla 3 108 Reykjavík Sími 560 5000 vis.is Seldu án eftirsjár! Söluvernd er nýjung á íslenskum tryggingamarkaði þar sem seljandi fasteignar tryggir sig fyrir skaðabótakröfum sem hann gæti fengið á sig í allt að 5 ár eftir að eign er seld. Slík eftirmál koma ekki einungis illa við fjárhaginn heldur eru þau bæði tímafrek og leiðinleg. Með Söluvernd tryggir þú þig gegn skaðabótakröfum vegna seldrar eignar auk þess sem VÍS sér alfarið um öll samskipti og málarekstur ef til skaðabótakrafna kemur. Söluvernd er eingöngu fyrir einstaklinga sem ætla að selja íbúðarhúsnæði og þarf að ganga frá vátryggingunni þegar eignin er sett á sölu. Það er bæði einfalt og fljótlegt að kaupa Söluvernd. Tryggðu þér áhyggjulaus fasteignaviðskipti og kynntu þér Söluvernd VÍS. Ásgrímur, faðir Egils, hófnám árið 1932 og opnaðisíðan verkstæði á Smiðju-stígnum. Verkstæðið var um tíma á Óðinsgötu, en hefur nú í rúm fimmtíu ár staðið við Bergþóru- götuna. Húsið, sem verkstæðið er í, var byggt 1898 og þar bjó meistari Þórbergur Þórðarson um skeið. „Við höfum í rauninni alltaf haldið okkur við þetta svæði í miðborginni, það er afskaplega gott að vera hér,“ segir Egill. Vaxandi áhugi Egill byrjaði að vinna með föður sínum 1960 og lauk námi í bólstrun 1964. Feðgarnir ráku svo verkstæðið saman þar til Egill tók alfarið við 1987. „Reyndar vann pabbi hérna með mér fram til 1992, en þá hætti hann. Sigríður kona mín hefur svo verið með mér í þessu síðustu árin, séð um bókhaldið og þá hlið viðskiptanna sem ekki snýr beinlínis að bólstrun, en þó hjálpar hún mér nú við að fjar- lægja eldri klæðningu af húsgögn- unum sem á að bólstra,“ segir Egill. Egill segist hafa orðið var við vax- andi áhuga fyrir því að gera upp eldri húsgögn um og upp úr 1990. „Eftirspurnin jókst um þær mundir og ég held að það hafi öðrum þræði verið vegna þess að fólk hafði ekki ráð á nýjum húsgögnum, enda var víst lítið að gera í húsgagna- verslunum á þeim árum. En svo hef- ur auðvitað afstaðan til eldri hús- gagna verið að breytast og margir vilja gjarnan eiga eldri húsgögn og þá vilja þeir helst að þau séu falleg,“ segir Sigríður. Smíðar líka húsgögn Egill, og faðir hans á undan hon- um, hafa bæði hannað og smíðað húsgögn og Ásgrími var á sínum tíma veitt gullorða fyrir handverk sitt úr hönd Ludwig Erhardts, fyrr- verandi kanslara Þýskalands. „Þessi orða og skjalið sem henni fylgir er ekki fyrir hönnunina á stólnum, sem verðlaunin voru veitt fyrir, heldur fyrir sjálft handverkið, enda var það gífurleg vinna og bund- in ýmsum tæknilegum örðugleikum af því að leðrið í stólnum var svo þykkt.“ Egill hefur meðal annars annast húsgögnin fyrir veitingastaðina Oli- ver, Vegamót og Café Paris, svo eitt- hvað sé nefnt. Þá hefur hann bólstr- að biskupsstólinn í Dómkirkjunni og stóla sem notaðir hafa verið á Bessa- stöðum. „Pabbi var mjög sniðugur að teikna og við smíðuðum marga stóla og sófasett eftir teikningum sem hann gerði,“ segir Egill. Ekki ósjaldan fær hann stóla og önnur húsgögn til viðgerðar, sem hann hefur sjálfur smíðað. „Þótt ég hafi tekið að mér slík verkefni fyrir fyrirtæki eru flestir viðskiptavinirnir einstaklingar og sumir eru kannski að koma í þriðja ættlið með sömu húsgögnin til bólstrunar. En fyrir 1970 má segja að ég og pabbi höfum framleitt sófa- sett og stóla í stórum stíl, en þetta breyttist upp úr því vegna innflutn- ings ódýrra húsgagna. Fyrir þann tíma átti fólk ekki svo mikið af hús- gögnum, en það hefur allt breyst.“ Fáir nemar Það eru ekki margir eftir í faginu, sem kunna að bólstra upp á gamla mátann með fjöðrum og stoppi. Flest húsgögn eru nú bólstruð í vél- um, að sögn Egils. „Já, það eru fáir sem kunna þetta nú orðið, en þeir sem læra bólstrun fara flestir út til Danmerkur að læra. Sjálfum finnst mér gaman að vinna við þetta. Það er mjög skemmtilegt að geta gefið sér nógan tíma til að bólstra húsgögnin upp á gamla mátann. Ef viðskiptavinurinn er ánægður veit ég að það er vel gert og það veitir manni mikla ánægju.“ Af þekktari stílhúsgögnum, sem Egill hefur endurnýjað, má nefna eggið og svaninn, sem svissneski arkitektinn Le Corbusier hannaði. „Svo hef ég líka bólstrað sófasett, sem Danakóngur gaf íslenskum kaupmanni að gjöf úr snekkju sinni og sex stóla, sem notaðir eru við há- tíðlegar athafnir í Dómkirkjunni,“ segir Egill. Hefur bólstrað fyrir biskupinn Bólstrun Ásgríms er annað af tveimur elstu bólstrunarverkstæðum á landinu, en það var stofnað 1940 og er því hátt á sjötugsaldri. Kristján Guðlaugsson ræddi við Egil Ás- grímsson bólstrara og Sigríði Lúthersdóttur, konu hans, um starf- semina, en meðal verka Egils er biskupsstóllinn í Dómkirkjunni. Fjölbreytt Verkfæri bólstarans eru margvísleg, stílar, hnífar, tangir og hamrar eru meðal þess sem nota þarf. Verðlaun Ásgrími, föður Egils, var á sínum tíma veitt gullorða fyrir handverk sitt úr hönd Ludwig Er- hardts, fyrrverandi kanslara Þýskalands. Morgunblaðið/Ásdís Samvinna Hjónin Egill Ásgrímsson og kona hans, Sigríður Lúthersdóttir, reka elsta bólsrunarverkstæði landsins.                                                                                   !  "           # # # # $  $               % %  %    %           !     " % & ' ( )) *  +  & '  + ( )  *  +              %    # $                            %   %   % ,- . (     / 0 12 345 / 6 7 0 0 6 8  12 9 :556   ; <  = !  %& ( $  ; <  = !  %& ) *  "+! ! ; <  = !  %& 8 .6 >           ,*  Efnisyfirlit 101 Reykjavík ....................... 12 – 13 Akkurat .................................... 8 – 9 Ás ..................................................... 9 Berg .............................................. 47 Borgir ....................................... 4 – 5 Domus ........................................... 15 DP fasteignir ..................... 40 – 41 Eignaborg ....................................... 7 Eignamiðlunin .................. 28 – 29 Eignatorg .................................... 24 Eignaumboðið ............................. 52 Eignaval ......................................... 51 Eik fasteignafélag ...................... 18 Fasteign.is .................................. 32 Fasteignakaup ............................... 6 Fasteignamarkaðurinn .... 20 – 21 Fasteignamiðluninn .................. 43 Fasteignamiðstöðin ................. 48 Fasteignasala Íslands ............... 41 Fasteignasala Mosfellsbæjar . 37 Fasteignastofan ......................... 42 Fjárfesting ................................... 46 Fold ...................................... 38 – 39 Foss ................................................. 14 Garðatorg ...................................... 11 Garður ............................................ 17 Gimli ............................ 26 –27 og 7 HB fasteignir ............................... 51 Heimili ............................................ 19 Híbýli ............................................. 49 Hóll .................................................. 3 Hraunhamar ............ 34 – 35 – 36 Húsakaup .................................... 25 Húsavík ........................................ 50 Höfði ............................................... 16 Kjöreign ....................................... 53 Klettur ...................... 54 – 55 – 56 Lundur ................................. 44 – 45 Miðborg ................................ 30 – 31 Nethús .......................................... 52 Skeifan ........................................... 10 Stórborg ....................................... 33 Valhöll ................................. 22 – 23

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.