Morgunblaðið - 16.10.2006, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2006 F 23
Heiðargerði- Vatnsleysuströnd. Í
einkasölu ca 80 fm 3ja herb. íb. á efstu hæð í
klæddri blokk að Vogum Vatnsleysuströnd.
Sérinng. af svölum. Vandað parket og flísar á
gólfum. Glæsil. útsýni, stórar svalir. V. 15,6
m. 7033
Æsufell - falleg íbúð -laus -nýl.
klætt hús. Mjög falleg 93 fm íb. á 7. h. í
lyftuh. Húsið er nýl. klætt að utan með nýjum
gluggum. Allar framkv. greiddar af selj. Nýl.
parket, gott eldhús. Falleg íbúð m. glæsil. út-
sýni. V. aðeins 15,9 m. 7015
Tröllaborgir - m. bílskýli Í einkasölu
mjög góð efri hæð í þessu fallega húsi. Fráb.
staðs. í ról. botnlanga. Stórar svalir. Parket.
2 svefnherb. og góð stofa. Sérþvottahús í
íbúð. Einstaklega gott útsýni. V. 18,9 m.
6973
Krummahólar - klætt hús. Góð 91
fm íbúð á 2. h. í góðu fjölb. sem hefur verið
klætt að utan. 2 góð herb. Yfirb. svalir. Nýtt
eldh. Stutt í skóla og alla þjónustu. Bílskúrs-
plata. V. 16,8 m. 4652
Gvendargeisli- stórglæsil. íbúð.
Stórglæsil. 130 fm íb. á 2. h. m. sérinng.
Stæði í bílskýli. Allt sér. Parket. Gott og vel
innr. þvottah. Glæsil. eldh. og baðherb. Stór-
ar suðursv. Stutt í skóla og alla þjónustu.
Eign í algjörum sérfl. V. 28,9 m. 6932
Möðrufell - 2-3ja herb. íb. talsv.
endurn. Í einkasölu falleg talsv. endurn. 2-
3ja herb. (er með 2 svefnherb.) í góðu húsi á
fínum stað efst í Breiðholti. Nýl. gólfefni, flís-
al. baðherb. V. 12,1 m. 6850
Þórðarsveigur - lyftuhús. Stórglæsi-
leg 3ja herb. endaíbúð á 3. hæð í nýju glæsil.
lyftuhúsi. Sérþvottahús. Stæði í bílskýli. Tvö
svefnherb. Suðursvalir. V. 21,9 m 6823
Eskihlíð - góð 3ja + aukaherb.
Laus fljótl. Í einkasölu rúmg. 3ja herb. íb.
á 3. h. ásamt aukaherb. í risi m. símat. og
aðg. að wc., alls 104 fm. Hús nýstands. að
utan, nýtt þak. Ágætt eldhús og bað, tvö
mjög stór herb. og rúmg. stofa m. vestursv.,
fallegt útsýni. Áhv. ca 12 m. íb.lánasj. V. 18,9
m. Laus. 6813
Álfkonuhvarf. - Sérinng. Vönduð ca
100 fm íbúð með sérinng. af svölum. Suð-
ursv., þvottahús í íbúð. Vandað parket á
flestum gólfum. Gott stæði í lok. bílsk. fylgir
íbúð. V. 24,9 m. 4584
Sólvallagata - laus strax Í einkasölu
endurn. 3ja herb. íbúð í kj. m. sérinng. í vel
staðs. húsi. Íbúð er nýl. innrétt. m. vönd. inn-
rétt. og parketi og flísum á gólfum. V. 15,9
m. 3956
2ja herb.íbúðir.
Vífilsgata - góð íbúð. Laus strax
Í einkasölu góð 52 fm íb. í kj. í þríbýli á góð-
um eftirsóttum stað í Norðurmýrinni. Sérinn-
gangur. Laus strax. Verð 11,4 m. 7190
Torfufell - laus strax - lyklar á
Valhöll. Í einkasölu mjög góð íbúð á 2. h. í
góðu vel staðs. fjölb. Stutt í góða þjónustu.
Nýl. innrétt. í eldhúsi og nýl. parket á gólfum.
V. 11,9 m. Áhv. hagst lán ca 9,7 m. 7077
Brattakinn -Hafnarfirði Í einkasölu
góð lítil ca 40 fm íbúð á jarðhæð í mjög vel
staðsettu tvíbýli. Sér inngangur, góður garð-
ur. V. 9,8 m. 6987
Álfhólsvegur - laus. Falleg nýstand-
sett 72 fm íb. á 1. h. m. sérinng. í stenikl.
húsi. Sérinng. Nýl. glæsil. eldhús, baðherb.,
gólfefni, lagnir og fl. 50 fm glæsil. sólpallur
sem er afgirtur. Laus strax. V. 15,5 m. 7021
Álfaskeið - 3. hæð ásamt bílskúr.
Í einkasölu falleg mjög velskipul. 57,3 fm íb.
á 3. h. í fallegu velstaðs. fjölb. ásamt 23,7 fm
bílsk. Góðar innrétt. Rúmg. stofa og herb.
Parket og flísar. Mikið skápapl. V. 15,8 m.
6948
Skipholt - 2ja herb. Snyrtileg 46
fm íb..í kj. á fráb. stað. Nýl. eldhús og
plastparket. V. 12,9 m. 6875
Klapparstígur. m bílskýli Í
einkasölu glæsil. 71,2 fm íb. í mjög
góðu lyftuhúsi. Parket og flísar á gólf-
um. Suður svalir. V. 23,9 m. 6989
Eigendur hússins, SvavaÁgústsdóttir og ÓlafurSigurðsson, arkitekt, getanotið sumarsins lengur en
flestir landsbúar og frá skjólgóðum
og gróðursælum garðinum er frá-
bært útsýni til norðurs og vesturs.
„Við fengum lóðina 1991 og byrj-
uðum fyrst á því að planta garðinn.
Við urðum að hafa stærri lóð en
gengur og gerist, það er ekki hægt
að byggja svona hús inni í venju-
legu íbúðarhverfi, þá missir hug-
myndin marks, útsýnið og aðgang-
ur ljóssins er mikilvægur þáttur í
hönnuninni, segir Ólafur.
Bygging hússins tók nokkurn
tíma, mest vegna þess að erfitt var
að selja eignir á þessum tíma, en
Ólafur og Svava voru að selja húsið
þar sem þau höfðu búið áður.
„Við byggðum þetta svolítið í
áföngum, fyrst reistum við bílskúr-
inn og steyptum plötuna, svo var
húsið byggt og að lokum sjálft
glerhúsið og við fluttum inn fyrir
um það bil tíu árum.“
Gróðursæld
Skjólgóður garðurinn kringum
húsið er mjög gróðursæll og þar
kennir sannarlega ýmissa grasa.
Hér eru bæði stór tré frá Ástralíu,
japanskur hlynur og blóm, tré og
runnar af mörgum gerðum og flest
af erlendum uppruna. Hér rækta
þau hjónin bæði bláberjarunna og
maís, gráfíkjur epli auk alls konar
grænmetis.
„Það var Óli Valur Hansson,
garðyrkjuráðunautur, sem sá um
gróðurinn í garðinum, en allar
plönturnar voru fluttar inn frá
Hollandi þótt þær komi frá öllum
heimshornum. Það er einfalt gler í
veðurhjúpnum og stundum kemur
það fyrir að það frýs hjá okkur, en
það hjálpar bara plöntunum að
fella lauf og endurnýja sig,“ segir
Ólafur.
Þótt ótrúlegt kunni að virðast
komu allar plönturnar, sem nú
þekja stóran hluta af garðinum, í
einum kassa sem ekki var stærri
en einn rúmmetri.
Ólafur kveðst margoft hafa orðið
að saga stærstu trén sem í garð-
inum eru, enda geta þau stærstu
orðið allt að 18 metra há.
„Þau stærstu, eins og þetta ástr-
alska tré, hefðu fyrir löngu staðið
langt upp úr glerhúsinu, ef þau
hefðu ekki verið skorin og hirt.
Þetta er eins og hver önnur garð-
vinna, nema hvað þak er yfir plönt-
unum og þess vegna verður að
gæta hæðarinnar sérstaklega.“
Þurfa að nota sólhlíf
Þó hjónin þurfi að nota sólhlíf,
þegar sést til sólar hvort heldur að
sumri eða vetri, breytir það ekki
lofthitanum í veðurhjúpnum.
„Geislunin frá sólinni hitar bara
en breytir ekki lofthitanum, þannig
að hitinn hérna inni helst alltaf
jafn. Bæði er það að hér er hátt til
lofts og eins hitt að eftir endilöng-
um mæni hússins er 50 fermetra
gluggi, sem lyftist sjálfvirkt þegar
lofthiti hefur náð 20 gráðum. Það
er hitaskynjari í tveggja metra
hæð og ég hef stillt hann á 20° C af
því að okkur finnst það þægilegur
hiti,“ segir Ólafur.
Á langhliðum glerhússins eru 20
fermetrar af opnanlegum gluggum.
Þetta samsvarar því að opnanlegir
gluggar séu um 15 % af gólffleti
veðurhjúpsins og Ólafur segir að
þetta hafi reynst vera hæfilegt.
Margir halda að húsið sé gróð-
urhús og Ólafur segir frá því að
eitt sinn meðan húsið var í bygg-
ingu hafi tvær sænskar stúlkur
knúið dyra og spurt um vinnu.
„Það eru margir sem halda að
húsið sé gróðurhús, en ég hef séð
teikningar og ljósmyndir af húsum
sem byggð hafa verið úr gleri, en
það hefur ekki lánast vel, þess
vegna reistum við glerhúsið bara
sem veðurhjúp kringum sjálft
íbúðarhúsið.“
Hugmyndina að húsinu segist
hann ekki vita hvernig hann fékk,
hún hafi bara komið. En Ólafur
hefur lagt gjörva hönd á margt,
þótt hann sé nú að mestu hættur
að teikna. Má þar meðal annars
nefna Seðlabankann, Borgarleik-
húsið, Sorpu, Mjólkursamsöluna
og fjölda dagheimila.
„Ég vann lengi á teiknistofunni
Arkþing með Guðmundi Kr. Guð-
mundssyni, en einhvern tímann
verður maður að hætta.“
Lengra sumar
Ólafur segir að grundvall-
arhugmyndin sé fyrst og fremst að
skapa skjól fyrir fjölskylduna, að
búa til rými þar sem hægt sé að
njóta þess að vera úti í garði –
lengur en annars er hægt að vera á
Íslandi – með trjám og plöntum í
kring um sig.
„Jafnvel um miðjan vetur, ef sól-
skin er, er hægt að sitja úti í veð-
urhjúpnum í þægilegri hlýju. Það
vorar að minnsta kosti tveimur
mánuðum fyrr og haustar álíka
miklu seinna inni í veðurhjúpnum.
Þannig verður sumarið lengra hjá
okkur,“ segir Ólafur.
Byggingarefni veðurhjúpsins er
límtré og gler en íbúðarhússins
vikursteypa og timbur.
Austurgafl veðurhjúpsins er
steyptur, bæði til stífingar og einn-
ig til skjóls fyrir verstu vindátt-
inni. Annað burðarvirki er límtré.
Glerjað er beint á berandi bita og
stoðir. Glerið er einfalt 5 mm
þykkt á veggjum og 6 mm þykkt í
þaki, en allir glerlistar eru úr 5
mm þykku flatáli og eingöngu er
notast við náttúrulega loftræst-
ingu. Íbúðarhúsið er steypt í hólf
og gólf úr vikursteypu. Vik-
ursteypan er látin nægja sem ein-
angrun íbúðarhússins. Útveggir
eru 15 sm þykkir og þak er 20 sm
þykkt. Öll gólf eru klædd brennd-
um leirflísum.
Gaman að stórhríðum
Ólafur segir að það sé bara mjög
gaman þegar óveður stendur upp á
húsið að vetrarlagi.
„Maður heyrir lítið þó stórhríð
sé vegna þess að glerið tekur betur
við veðrum en plast. Ef ég loka
gluggunum, eins og ég gerði með-
an við vorum að prófa okkur
áfram, kom fyrir að móða kæmi á
gluggana. Döggin fraus og maður
fékk eins konar tilfinningu af að
vera í íshelli. Það var mjög fallegt
en ekki praktískt. Þegar gluggarn-
ir voru opnaðir hvarf móðan
strax.“
Ólafur segist hafa verið svolítið
hræddur við að of heitt yrði inni í
glerinu en sú hræðsla hafi reynst
óþörf.
„Við erum ekki með neina aðra
einangrun í íbúðarhúsinu en vik-
ursteypuna, en það hefur reynst
vel. Á íbúðarhúsinu eru engir
gluggar, bara rennihurðir í hverju
herbergi, þannig að gengt er út í
garðinn úr öllum vistarverum
hússins.“
Sumar allt árið í Mosfellsbæ
Við Hjallabrekku í
Mosfellsbæ stendur
eitt af sérkennilegustu
einbýlishúsum lands-
ins. Kristján Guð-
laugsson ræddi við eig-
andann, Ólaf
Sigurðsson arkitekt,
hús hans er byggt inni í
460 fermetra veð-
urhjúpi, eða gróðurhúsi
eins og margir myndu
eflaust orða það.
Sólríkt Hjónin þurfa að nota sólhlíf þegar sést til sólar, hvort sem er að sumri eða vetri.
Skjól Hugmyndin var að skapa skjól fyrir fjölskylduna. Bjart Margir halda að húsið sé gróðurhús.
kristjan@mbl.is