Morgunblaðið - 16.10.2006, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2006 F 25
ÁNANAUST Glæsilegar nýjar 2ja og 3ja herb.
íbúðir í fallegu 4ra hæða lyftuhúsi. Staðsetning
hússins er einstök og sameinar það besta úr
miðbænum og Vesturbænum. Miðbærinn og Há-
skólinn eru í göngufæri frá húsinu en íbúar þess
þó fjarri skarkala miðbæjarins um helgar. Frá-
bært útsýni er yfir sjóinn úr mörgum íbúðanna, til
Esjunnar og út á Snæfellsnes. Aðrar íbúðir hafa
góðar suðursvalir. Falleg eign sem verður hluti af
enduruppbyggingu svæðisins.
ÁSAKÓR Mjög vel skipulagðar 3ja-5 herbergja
íbúðir á frábærum útsýnisstað í nýju lyftuhúsi í
Kópavogi. Íbúðirnar verða til afhendingar í lok
þessa árs og byrjun þess næsta. Íbúðunum verð-
ur skilað fullbúnum án gólfefna en baðherbergi
eru með flísalögðu gólfi og veggjum í hurðarhæð.
Allar innréttingar í íbúðum verða úr eik.
KLAPPARSTÍGUR Stórglæsilegar nýjar
íbúðir í lyftuhúsi, steinsnar frá Skuggahverfinu, á
mótum Klapparstígs og Lindargötu. Fallegur nú-
tímalegur arkitektúr með stórum gólfsíðum
gluggum, hita í gólfi og innfelldri lýsing í lofti
ásamt einstakri staðsetningu gera þessar eignir
mjög glæsilegar og eftirsóknarverðar.
NAUSTABRYGGJA Glæsilegar, bjartar og
rúmgóðar íbúðir við Naustabryggju í Grafarvogi.
Íbúðirnar eru í miðju Bryggjuhverfinu með glæsi-
legu útsýni út á sjóinn. Verið er að breyta jarð-
hæðinni í húsinu og skipuleggja þar nýjar íbúðir.
Góð lofthæð er í öllum íbúðunum og stór opin
rými. Hiti verður í öllum gólfum með sérhitastilli
fyrir hvert rými. Að öðru leyti skilast íbúðirnar
fullbúnar en án gólfefna.
HOLTSBÚÐ - FJÖLSKYLDUHÚS Glæsi-
legt 5-6 herbergja raðhús á þessum vinsæla stað
í Garðabæ. Eigninni hefur verið vel viðhaldið, er
hlýleg og falleg. Innbyggður bílskúr fylgir með
góðri lofthæð. Fyrir framan húsið er steypt plan
með snjóbræðslu. Snyrtilegur garður með verönd
snýr til suðurs. Verð 38,8 milljónir.
,
MÁVAHRAUN Mjög gott 194 fm einbýlishús
á einni hæð ásamt tvöföldum bílskúr. Húsið er vel
staðsett í rólegri götu með fallegum og skjólsæl-
um garði í mikilli rækt. Húsið nýtist sérlega vel,
rúmgóð stofa og möguleiki á 5 svefnherbergjum.
Hér er um að ræða góða, vel staðsetta eign sem
vel hefur verið hugsað um í fjölskylduvænu um-
hverfi. Verð 41,5 milljónir.
SÉRBÝLI
NÝBYGGINGAR
ESKIHOLT Mjög gott einb. í hlíðum Hnoðra-
holts í Garðabæ. Húsið er 182 fm, tvílyft með sér-
stæðum 50 fm fullb. tvöföldum bílskúr í rólegri
götu. Góðar suðvestursvalir með frábæru útsýni
yfir Álftanesið. Stór og fallegur garður. Góð bíla-
stæði á hellulögðu plani. Verð 52,9 milljónir.
ÖLDUTÚN Glæsileg eign á draumastað í Hf.,
stutt frá Öldutúnsskóla. Í dag skiptist húsið í tvær
íbúðir en eignin er alls 222 fm. Á neðri hæð er 3ja
herb. íbúð sem er tilvalin til útleigu. Á efri hæð og í
risi er 5 herb. björt og rúmgóð íbúð. Húsinu hefur
verið vel viðhaldið en stutt er síðan það var klætt
að utan og þak einangrað. Verð 43,9 milljónir.
,
FLYÐRUGRANDI Góð 3ja-4ra herbergja 131
fm íbúð með sérinngangi á 1. hæð í fjölbýlishúsi í
Vesturbænum. Íbúðinni fylgir 25 fm bílskúr með
hita og rafmagni. Mjög stórar svalir. Frábær
staðsetning í hjarta Vesturbæjarins með útsýni af
svölum út á KR völlinn. Verð 31,5 milljónir.
GALTALIND Sérlega vönduð og glæsileg 4ra
herb. endaíbúð í litlu fjölbýli ásamt bílskúr, alls
130 fm á þessum eftirsótta stað í Lindarhverfinu í
Kópavogi. Glæsilegt útsýni. Örstutt í skóla og leik-
skóla, liggur vel við stofnbrautum og þjónustu.
Verð 29,5 milljónir
SÓLHEIMAR Hlýleg og rúmgóð 4ra herb. jarð-
hæð mjög vel staðsett í Heimunum. Sérþvottahús
inn í íbúð. Snyrtileg sameign. Húsið hefur fengið
mjög gott viðhald á síðust árum, m.a. er nýtt dren,
skipt var um járn á þaki árið 2004, skrautsteypa
sett fyrir framan tröppur árið 2005 og tröppur end-
ursteyptar það sama ár. Verð 22,9 milljónir.
ÁSVALLAGATA LAUS STRAX. Mjög vel stað-
sett 3ja herb. íbúð í einu vinsælasta hverfi Rvk,
vestan við gamla kirkjugarðinn. Skipulag íbúðar-
innar er til fyrirmyndar og herbergjastærð góð.
Íbúðin er á efstu hæð og talsvert undir súð og því
heildarflatarmál gólfflatar talsvert meira en upp-
gefið er. Verð 18,5 milljónir.
DRÁPUHLÍÐ Sérlega góð og vel skipulögð 3ja
herbergja 65 fm risíbúð á þessum vinsæla stað í
Hlíðarhverfinu. Íbúðin hefur verið mikið endurnýj-
uð og er hver fermetri hennar nýttur eins og best
verður á kosið. Í góðu göngufæri við miðbæinn,
Öskjuhlíð og Nauthólsvík. Verð 16,9 milljónir.
3 HERBERGI
4 HERBERGI
GLAÐHEIMAR Góð 3ja herbergja 73 fm íbúð
ásamt 24 fm bílskúr í fallegu litlu fjölbýli á einum
besta stað í Reykjavík. Húsið er á baklóð í lokuð-
um botnlanga og því ákaflega friðsælt. Húsið hef-
ur verið nýlega tekið í gegn að utan og málað
ásamt því sem skipt var um mest allt gler. Falleg
og gróin lóð er umhverfis húsið með bílastæðum
fyrir íbúðirnar. Verð 19,9 milljónir.
HJALLABRAUT Góð og vel skipul. 3ja herb.
105 fm íbúð á 3. og efstu hæð í álkl. fjölb. í norður-
bæ Hf. Sameign hússins hefur nýl. verið endurn.
ásamt því að settar hafa verið upp nýjar eldvarnar-
hurðir. Byggt hefur verið yfir hluta af svölum íb.
Stuttur afhendingartími. Verð 18,9 milljónir.
KAPLASKJÓLSVEGUR Mjög góð og vel
skipulögð 3ja herbergja, 90 fm endaíbúð á 2. hæð
í vel viðhöldnu fjölbýli á þessum vinsæla stað í
Vesturbænum. Gott þvottahús er í kjallara ásamt
sérgeymslu og hjólageymslu. Snyrtileg lóð með
stórri grasflöt og leiktækjum fyrir börnin. Rólegt
og barnvænt hverfi. Stutt í skóla, leikskóla, íþrótt-
ir og alla þjónustu. Verð 19,8 milljónir.
FURUGRUND Mjög falleg 2ja herb. íbúð á
efstu hæð í mjög góðu og vel staðsettu 2ja hæða
fjölb. í Kópav. Stórar skjólsælar suðursvalir. Sam-
eign hefur nýl. verið teppalögð og máluð. Stutt í
alla verslun og þjónustu. Verð 14,9 milljónir.
GAUTLAND Mjög falleg 2ja herb. íbúð á jarð-
hæð í mjög góðu og vel staðsettu fjölbýli í Foss-
voginum. Íbúðin snýr öll til suðurs og er mjög
björt. Úr stofu er útgengt á hellul. verönd. Falleg
gróin lóð er fyrir framan húsið. Stutt í skóla,
verslun og alla þjónustu. Verð 14,5 milljónir.
TEIGASEL Björt og falleg einstaklingsíb. á
efsta hæð í góðu fjölb. Stórar suðursvalir og góð
geymsla í kjallara sem ekki er innfalin í fermetra-
tölu íbúðarinnar. Sameign virðist í góðu standi.
Gott sameiginl. þvottahús með vélum, einnig góð
sameiginleg geymsla og hjólageymsla. Stutt í
verslanir og þjónustu. Verð 11,2 milljónir.
,
VALLARÁS Björt og falleg einstaklingsíbúð á
4. hæð í góðu lyftuhúsi í Árbænum. Húsið stendur
á mjög fallegum útsýnisstað með útsýni yfir borg-
ina, Víðidalinn og til Esjunnar. Sameign hússins
er til mikillar fyrirmyndar. Íbúðin getur verið laus
til afhendingar strax. Stutt í Árbæjarlaug og góð-
ar gönguleiðir. Verð 11,5 milljónir.
2 HERBERGI
SUMARHÚS VIÐ APAVATN
Glæsilegt og vel staðsett sumarhús við Apavatn
í Grímsnes- og Grafningshreppi. Húsið stendur á
fallegum stað rétt við vatnið með einstakt 360
gráðu útsýni. Húsið, sem stendur á 1 hektara
eignarlóð, er heilsárshús byggt úr finnskum lím-
trésbjálkum þar sem vandað er til alls frágangs.
Um 100 fm verönd er umhverfis húsið en það er
sjálft 85 fm auk 35 fm svefnlofts. Stutt er í alla
þjónustu í Reykholti og Laugarási.
KJARRVEGUR - FOSSVOGSDAL
Stórglæsilegt 213 fm parhús á frábærum stað í
Fossvoginum. Kyrrlátt hverfi og fallegur gróður
gera húsið að skjólsælum reit í einu veðursæl-
asta hverfi borgarinnar. Húsið er nær allt á einni
hæð m/útgengi úr stofu á góða timburverönd
sem er umkringd gróðri. Margir útivistarmögu-
leikar, stutt í skóla og leikskóla sem og í alla
þjónustu og á stofnbrautir. Verð 62 milljónir.
GALTALIND - FRÁBÆRT ÚTSÝNI
Glæsileg og vel skipulög 4ra herbergja íbúð
ásamt innbyggðum bílskúr í litlu fjölbýli á þess-
um eftirsótta stað í Lindarhverfinu í Kópavogi.
Frábært útsýni er úr íbúðinni. Mjög stóra flísa-
lagðar svalir. Sameign húsins sem og allur frá-
gangur á lóð er til mikilar fyrirmyndar. Bílskúrinn
er vel útbúinn m/ fjarstýrðum hurðaropnara, hita
og rafmagni og rennandi vatni. Stutt er í skóla,
verslanir og alla aðra þjónustu. Verð 34 milljónir.
HÖRÐARLAND - FRÁBÆR STAÐSETNING
Rúmgóð og falleg 3ja herb. 77 fm íbúð við Hörða-
landið í Fossvoginum, Reykjavík. Frábær stað-
setning í miðju höfuðborgarsvæðisins. Suður-
hlíðar Fossvogsins þykja með eindæmum veður-
sælar og eru margir útivistarmöguleikar rétt við
þröskuldinn. Stutt er einnig í skóla, leikskóla,
íþróttir og alla þjónustu. Þá liggja stofnbrautir
einnig vel við. Verð 19,4 milljónir.
MIKLABRAUT - HÆÐ OG RIS
Mjög rúmgóð efri sérhæð og ris, samt. 155 fm á
mótum Engihlíðar og Miklubrautar. Íbúðin hefur í
gegnum árin fengið ágætis viðhald, m.a. hefur
verið skipt um allt gler, gluggapósta og opnaleg
fög að hluta, ofnalagnir verið endurnýjaðar, ný
rafmagnstafla er fyrir hæðina ásamt því að þak
hússins var endurn. fyrir nokkrum árum. Eignin er
mjög vel skipul. m/ rúmgóðum herb. og stórum
stofum. Stutt er í alla þjónustu, skóla og íþróttir.
Eignin er í góðu göngufæri við miðbæinn, Öskju-
hlíð, Nauthólsvík og Miklatún. Verð 29,9 milljónir.
VESTURVALLAGATA - GAMLI VESTURBÆRINN
Mjög góð og vel skipulögð 3ja herbergja íbúð
með sérinngang á þessum eftirsótta stað í gamla
Vesturbænum. Gengið er inn í íbúðina um mjög
sjarmerandi port í evrópskum anda með fallegum
90x90 steinflísum á jörðu. Staðsetning íbúðar-
innar hentar einkar vel þeim sem vilja hafa góða
tengingu við miðborg Reykjavíkur sem og nem-
endum í Háskóla Íslands. Við húsið er fallegur og
gróinn aflokaður bakgarður. Verð 17,9 milljónir.
LÆKJARGATA - MEÐ BÍLSKÚR
Falleg og björt 4ra herbergja 125 fm íbúð ásamt
28 fm bílskúr í þessum vinsælu húsum við Læk-
inn í Hafnarfirði. Íbúðin er á 2. hæð með sérinn-
gangi af svölum. Allar innréttingar eru úr eik.
Mjög stórar og góðar suðursvalir eru út frá eld-
húsi. Íbúðin er fullbúin með eikarparketi nema á
baðherbergi og þvottahúsi eru flísar með inn-
steyptri hitalögn í gólfi. Mjög góð íbúð á frábær-
um stað í Hafnarfirði. Verð 34,9 milljónir.
KÓNGSBAKKI - 5 SVEFNHERBERGI
Mjög góð og einstaklega vel skipulögð 6 herb.
158 fm íbúð á 3. hæð (efstu) í góðu fjölbýlishúsi.
Hérna er um sannkallaða fjölskylduíbúð að ræða
með 5 svefnherbergjum ásamt rúmgóðri stofu og
eldhúsi. Húseignin er einstaklega vel staðsett
með tilliti til skóla, samgangna og allrar þjónustu,
s.s. verslana sem eru á næstu grösum og stutt í
Mjóddina. Verð 24,8 milljónir.