Morgunblaðið - 20.10.2006, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.10.2006, Qupperneq 2
Renault MEGANE árg. 2005, ek. 34 þús. km. Verð 1.690 þús. kr. Land Rover DISCOVERY 2.5 TDI 38" árg. 1997, ek. 200 þ. km. Dísel. Verðtilboð 1.490 þ. kr., áhv. 600 þ. kr. Volvo XC90 TURBO T6 árg. 2005, ek. 28 þús. km. Verð 5.950 þús. kr. Jeep GRAND CHEROKEE LAREDO 3,7 árg. 2005, ek. 22 þús. km. Verð áður 3.490 þús. kr. Verð nú aðeins 3.290 þús. kr! Opel ZAFIRA-A árg. 2000, ek. 107 þ. km. Verð 850 þ. kr. Stgr.tilboð. 760 þ. kr. Toyota AVENSIS SOL árg. 2004, ek. 33 þús. km. Verð 2.250 þús. kr. Alger dekurbíll! Peugeot 307 árg. 2004, ek. 22 þús. km. Verð 2.090 þús. kr. Nissan QUEST SE árg. 2004, ek. 43 þús. km. Verð 3.850 þús. kr., áhv. 2.900 þús. kr. Nissan TERRANO II árg. 2001, ek. 106 þús. km. Verð 1.590 þús. kr., áhv. 1.450 þús. kr. Suzuki GRAND VITARA árg. 2000, ek. 110 þús. km. Verð 1.100 þús. kr. Funahöfða 1 • Opið virka daga kl. 10-19 og laugardaga kl. 12-17 SKOÐIÐ FLEIRI MYNDIR Á WWW.100BILAR.IS 2 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ bílar Bílar Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Guðjón Guðmundsson, gugu@mbl.is, sími 5691264 Auglýsingar Katrín Theódórsdóttir sími 5691105 netfang kata@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins. ÞÓ að bíll hafi orðið fyrir verulegu tjóni, er hann ekki einskis nýtur. B&L gaf Borgarholtsskólanum ný- lega nánast gjörónýtan bíl sem mun koma nemendum á bíliðnabraut að góðu gagni sem kennslutæki. Bíllinn, sem er af gerðinni Hy- undai Getz, varð fyrir miklum skemmdum þegar svo slysalega vildi til að gámur fór utan í hann. Í stað þess að afskrá bílinn ákvað umboðið hins vegar að færa hann Borgar- holtsskóla að gjöf, ásamt sérhæfðum bilanagreini og er ástæðan að sögn Atla Vilhjálmssonar, þjónustustjóra umboðsins, m.a. sú, að skólann hefur vantað nýja bíla sem kennslubíla í bíliðngreinunum. Nýtist öllum þremur greinum bíliðna við skólann „Flestir bílar sem skólinn fær til afnota eru komnir nokkuð til ára sinna og þar sem þróunin innan bíl- iðnarins hefur verið og er hröð, töld- um við að bíllinn gæti átt sér brúk- legt framhaldslíf sem kennslubíll. Ingibergur Elíasson, kennslu- stjóri, segir að bíllinn muni jafnframt nýtast öllum þremur greinum bíliðna við skólann. „Skemmdirnar eru það miklar að hver grein fær þarna verð- ug verkefni til að leysa. Bílasmíðin mun rétta bílinn og færa að öðru leyti í fyrra horf. Hann verður síðan sprautaður í bílamáluninni og þær skemmdir sem hafa orðið á vél- og tæknibúnaði verða greindar í bif- vélavirkjuninni,“ segir Ingibergur. Gjöfinni fylgdi enn fremur nýr bil- anagreinir frá Hyundai og gefur það nemendum í þar kost á að kynna sér nýjustu tækni í bilanagreiningu og tæknibúnaði, en á því sviði eru hlut- irnir ekki síður að þróast hratt. Bíll með framhaldslíf Framhaldslíf Atli Vilhjálmsson, þjónustustjóri B&L (t.v.), færir Ingibergi Elíassyni, kennslustjóra, bílinn ónýta að gjöf ásamt Hyundai bilanagreini. Með greininum er nemendum í Borgarholtsskóla boðið upp á nýjustu tækni. Skemmdur Nemendur í Borgar- holtsskóla fá það verkefni að gera við þennan bíl. NÝ kynslóð af sportjeppanum BMW X5 er væntanleg á Evrópu- markað næsta vor og verður líklega komin á markað hér á landi í byrjun apríl. Aðdragandi kynslóðaskipta ein- kennist venjulega af lokaútgáfum sem státa af háu búnaðarstigi og hagstæðu verði og er þeim þannig ætlað að brúa bilið á milli kynslóða. Karl Óskarsson, sölustjóri hjá B&L, segir að hjá BMW komi síðustu bíl- arnir fyrir hver kynslóðaskipti bók- staflega hlaðnir búnaði. Hann segir að BMW X5 verði þess vegna boðinn í lúxusútgáfu á sérstökum kjörum. „Þessi útgáfa er afar vel útbúin, sem þýðir í reynd að veglegur auka- búnaðarpakki er innifalinn í verði bílsins. Sem dæmi má nefna Xenon ljós, leðuráklæði, viðarinnréttingu, PDC fjarlægðarvara að framan- og aftanverðu, leðurklætt Servotronic sportstýri með aðgerðarhnöppum, 18" felgur, blátönn, regnskynjara, málmlakk og margt fleira. Síðast, en ekki síst, fylgja ýmis áhugaverð fjármögnunartilboð með í pakkan- um,“ segir Karl. BMW X5 3.0 er í lúxusútgáfu með 231 hestafla vél á 6.950 þúsund kr. og með 218 hest- afla dísilvél á 7.150 þúsund kr. BMW X5 í loka- útgáfu ALLNÝSTÁRLEG æfingakeppni verður haldin á vegum Vélhjóla- íþróttaklúbbsins (VÍK) á morgun. Æfingakeppnin verður haldin í samvinnu við nýstofnaðan Vél- íþróttaklúbb Akraness og fer fram á Langasandi, Akranesi. Keppt verður í krefjandi þolakstursbraut sem lögð verður í þungan og blautan fjörusandinn á Langa- sandi. Brautin mun liggja um þröngar beygjur, hraða fjörukafla og gerð erfið með alls konar þrautum þar sem keppendur munu þurfa að aka yfir hindranir af öll- um stærðum og gerðum. Á sama tíma fer fram keppni í því að aka sem lengst á afturdekk- inu eftir ströndinni og því ljóst að mikil tilþrif eru framundan. Áhorfendastæðin verða vel skipulögð, enda fer keppnin í raun fram innanbæjar og því verður auðvelt að fylgjast með átökunum á svæðinu. Strandakstursmót sem þetta er einstaklega náttúruvænt, ef svo Æfingakeppni á Langasandi Mótokross Æfingakeppni verður á Langasandi á morgun. mætti að orði komast, því brautin er lögð í fjöru og að lokinni keppni verður hún hreinsuð og síðan mun stórstraumsflóðið sjá um að slétta svæðið og afmá spólförin. Keppnin er skipulögð í sam- vinnu við bæjaryfirvöld á Akranesi og ef vel tekst til gæti keppnin orðið að árlegum viðburði. Keppn- in er liður í uppskeruhátíð vél- hjólaíþróttafólks og um kvöldið fer fram árshátíð Vélhjólaíþrótta- klúbbsins. Prjónkeppnin hefst kl. 11:00 og Strandaksturinn kl. 12:00. Frekari upplýsingar um keppnina má finna á heimasíðu VÍK, www.motocross- .is.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.