Morgunblaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 3 ekki gott, sérstaklega þar sem ekkert í þeirra leik kom okkur á óvart. Hlut- irnir duttu bara einhvern vegin alls ekki með okkur í kvöld,“ sagði Júlíus. Liðið lék mun betur í síðari hálfleik sem sést best á því að íslenska liðið vann hann, 21:17. „Við spiluðum miklu betur í síðari hálfleiknum, sérstaklega þegar líða fór á hann og við áttum færi á að koma muninum niður í tvö mörk seint í honum. Það hefði í sjálfu sér ver- ið fróðlegt að sjá hvernig hefði farið ef við hefðum gert það. Við vorum að sækja í okkur veðrið en þær gáfu að sama skapi eftir. En þegar við höfðum færi á að minnka muninn í tvö mörk klúðruðum við hraðaupphlaupi og þær brunuðu fram og skoruðu,“ sagði Júl- íus. Í dag leikur íslenska liðið við heima- menn í Rúmeníu og víst er um að þar verður við ramman reip að draga enda Rúmenar taldir með sterkasta liðið í riðlinum. „Já, það er Rúmenía næst og það verður erfiður leikur. Rúmenar eru með langbesta liðið í riðlinum og við verðum að rífa okkur upp fyrir þann leik,“ sagði Júlíus. Ágústa Edda Björnsdóttir var markahæst að þessu sinni með 9 mörk og sagði Júlíus hana hafa leikð vel. „Ágústa lék vel, Sólveig Lára Kjærne- sted líka sem og þær Elísabet Gunn- arsdóttir og Berglind Hansdóttir,“ sagði Júlíus. Hann var að fylgjast með leik Aserbaídsjan og Ítalíu þegar rætt var við hann í gær. Íslenska liðið mætir Ítölum á sunnudaginn í síðasta leik sín- um í riðlinum. „Ég veit eiginlega ekki hvort ég á að þora að segja það, en mið- að við úrslitun hjá þeim hingað til og það sem maður hefur séð þá sýnist mér Ítalía vera með slakasta liðið í riðlinum. En við eigum eftir að mæta þeim,“ sagði Júlíus. Morgunblaðið/Sverrir rkvöldi. Hér má sjá Jónu Margréti Ragnarsdóttur reyna skot að marki. rir Portúgal Eftir Davíð Pál Viðarsson Leikurinn fór af stað með miklum krafti og var mikill hiti í mönnum. Njarðvíkingar ætluðu að selja sig dýrt og sást það greinilega á þeirra leik. Fyrrum NBA-leikmanninum Omar Cook og Guðmundi Jónssyni lenti næstum saman og fengu þeir báðir tæknivillu. Svo miklir stjörnu- stælar voru í Omar Cook að hann tjáði Njarðvíkingum það að hann hefði meira í mánaðarlaun heldur en þeir á ársgrundvelli. Njarðvíkingar keyrðu mikið upp hraðann og var mikil leikgleði og bar- átta sem einkenndi þeirra leik. Bren- ton Birmingham spilaði mjög vel fyr- ir Njarðvíkinga og skoraði hann margar glæsilegar körfur á mikil- vægum augnablikum sem kom Sam- ara í mjög opna skjöldu. En reynsla og seigla hjá leikmönnum Samara var mikil og þrátt fyrir góðan leik Njarðvíkinga voru gestirnir yfir nær allan fyrri hálfleikinn, eða allt þar til Jeb Ivey skoraði flautukörfu og kom Njarðvíkingum þremur stigum yfir, 49:46. Í seinni hálfleik héldu Njarðvík- inga uppteknum hætti og náðu með góðum leik átta stiga forystu, 71:63, og virtust Njarðvíkingar vera á ágæt- is leið að vinna sinn fyrsta sigur í Evr- ópukeppninni í sögu félagsins. Leik- menn Samara spiluðu agað og skipulega og skoruðu tvær mjög mik- ilvægar körfur fyrir utan þriggja stiga línuna frá Gennady Zelenskly. Og náðu Samara-menn þá forystunni, þetta kom Njarðvíkingum í opna skjöldu og fóru þeir þá að einblína á einstaklingsframtak frekar en spila sín á milli og varð það þeim að falli. Leikmenn Samara fögnuðu því góð- um útisigri í Áskorendakeppni Evr- ópu. Besti maður vallarins var Brenton Birmingham sem skoraði 33 stig, tók 6 fráköst og átti fjórar stoðsendingar. Njarðvíkingar voru erfiðir „Þetta er mjög erfiður leikur á móti góðu liði sem lék vel í kvöld. Við einblíndum á það fyrir leikinn að stöðva Jeb, Friðrik og Brenton, en Brenton fór illa með okkur í þessum leik. Njarðvíkingar reyndu að taka okkur á taugum með sálfræðinni og það gekk hjá þeim á köflum en þegar við náðum að hrista það af okkur þá var sigurinn vís enda erum við með töluvert betra lið,“ sagði Kelvin Gibbs, leikmaður Samara. „Við spiluðum vel nær allan leikinn en við hættum að sækja á körfuna í fjórða leikhluta og skoruðum þá að- eins 12 stig. Þetta er svekkjandi að tapa gegn þessu sterka liði, en það já- kvæða við þennan leik er að ef við spilum svona vel í deildarkeppninni hér heima þá vinna ekki mörg lið okk- ur,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur. „Þetta var mjög erfiður leikur og við getum verið ánægðir með að vera yfir góðan hluta hans. Við stilltum upp gegn þeim þannig að við hefðum engu að tapa, því við vorum búnir að tapa þremur leikjum í Evrópukeppn- inni. Það er sárt að tapa hér gegn þessu liði því við veittum þeim góða mótspyrnu,“ sagði Jeb Ivey Hann átti ágætan leik, skoraði 21 stig og eins átti Friðrik Stefánsson ágætan dag, gerði 15 stig og tók 10 fráköst og var eini leikmaður vallar- ins sem náði tveggja stafa tölu í frá- köstum. Þeir Brenton Birmingham og Jeb Ivey léku báðir hverja einustu mínútu leiksins líkt og Cook gerði hjá Samara. NJARÐVÍKINGAR töpuðu sínum sjöunda leik í röð í gærkvöldi þegar liðið varð að játa sig sigrað í Áskor- endakeppni Evrópu í körfuknatt- leik kvenna. Rússneska liðið Sam- ara var í heimsókn þar sem liðin áttust við í Keflavík og hafði betur, 88:86 eftir að Njarðvíkingar höfðu verið þremur stigum yfir í leikhléi, 49:46. Brenton Birmingham átti stórleik og skoraði 33 stig og réðu leikmenn Samara ekkert við hann á köflum. Njarðvíkingar töpuðu naumlega í Keflavík Margt sem þú veist & allt hitt. Þetta venjulega & það óvænta. ALLT UM ÍSLENSKA BOLTANN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.