Fréttablaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI brúðkaupFIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2009 Ljúfar stundirNokkrir góðir gististaðir í sveitum landsins. SÍÐUR 10-11 Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég hef unnið í Gyllta kettinum í rúmt ár og á þeim tíma hefur bæst töluvert í fataskápinn,“ segir Viktoría Hermannsdóttir, háskóla-nemi og afgreiðslustúlka, og held-ur áfram: „Minn fatastíll er frekar einfaldur, ég er mikið í svörtu, enannars klæði ég mi kjólar í öllum litum eru vinsælir og stór mynstur, til dæmis blóma-mynstur, og bjartir litir. Síðan er mikið af blúndum og gamaldags rómantík í bland við fölbleikan og pastelliti,“ segir hún áhunef i galakjóll. „Dísa, eigandi búðarinn-ar, tók hann og stytti og beið hann mín eitt sinn hér á lagernum og fangaði þá augun. Síðan þá hefhann verið í Innblástur úr fortíðinni Viktoría Hermannsdóttir vinnur í fjársjóðskistu því meðfram námi við Háskóla Íslands sinnir hún af- greiðslustörfum í Gyllta kettinum þar sem flíkur fortíðar öðlast framhaldslíf í meðförum nýrra eigenda. Viktoría klæðist hér glæsilegum kvöldkjól frá diskótímabilinu en hann fékk hún í Gyllta kettinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON OPIÐ HÚS verður í versluninni Laura Ashley í kvöld frá klukk- an 19 til 22. Full búð af gjafavöru og fatnaði og þrjátíu prósenta afsláttur af öllum vörum. Allir eru velkomnir. Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Patti Húsgögn Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 verðhrun mikið úrval af sófum og sófasettum 10-50% afslátturaf völdum vörum bfo.is Bifreiðaverkstæði Friðriks Ólafssonar ehf SMIÐJUVEGI 22 (GRÆN GATA) · 200 KÓPAVOGI · SÍMI: 567 7360 bfo@bfo.is BGS VOTTUÐ ÞJÓNUS TA BGS VOTTUÐ ÞJÓNUSTA Þjónustuverkstæði fyrir eftirtaldar bifreiðarreynsla – þekking – góð þjónusta FIMMTUDAGUR 2. apríl 2009 — 80. tölublað — 9. árgangur VEÐRIÐ Í DAG BRÚÐKAUP Tíska, matur, skart og Hollywood-hjónabönd Sérblað um brúðkaup FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Hver er munurinn? „Konum í Sádi-Arabíu eru enn meinuð ýmis mannréttindi, sem blökkumönnum voru áður meinuð í Suður-Afríku,“ skrifar Þorvaldur Gylfason. Í DAG 24 E N N E M M / S ÍA / N M 2 9 7 7 4 af sérmerk tum umbú ›um DAGAR TIL PÁSKA VIKTORÍA HERMANNSDÓTTIR Skemmtilegt að blanda litum og svörtu saman • tíska • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS Skilur reiði fram- haldsskólanema Átta þúsund manns hafa skorað á RÚV að sýna söngkeppnina. FÓLK 54 Öðlaðist trú á eigin getu Anna Margrét Sigurðardóttir er nýútskrifuð úr Prisma- diplómanámi. TÍMAMÓT 32 VÍÐA VINDUR Í dag verða austan 8-18 m/s, hvassast allra syðst og vestast. Rigning á suðurhluta landsins um hádegi en rigning eða slydda á láglendi á norðurhluta landsins síðdegis og í kvöld. Hiti 0-10 stig. VEÐUR 4 7 7 3 0 1 EFNAHAGSMÁL Allt að 300 milljón- ir punda, eða rúmir fimmtíu millj- arðar króna, liggja á sérstökum reikningi í nafni Landsbankans hjá seðlabanka Bretlands, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Inn á reikninginn renna afborganir af útlánum gamla Landsbankans í Bretlandi og hafa safnast upp eftir að eignir bankans voru frystar. Háar upphæðir renna inn á reikn- inginn í hverjum mánuði. „Já, ég fékk upplýsingar um það í tengslum við viðræður um Icesave- reikninganna að Bank of England taki við öllum afborgunum af útlánum gamla Landsbankans og þar liggi þetta fé vaxtalaust,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra. „Þetta eru háar upphæðir þó að þær vegi ekki þungt upp í öll ósköpin sem fylgja Icesave.“ Páll Benediktsson, upplýsinga- fulltrúi skilanefndar gamla Lands- bankans, staðfestir að afborganir af útlánum renni inn í seðlabank- ann breska. „Við eigum reikn- ing þar sem þetta fé situr vaxta- laust. Hins vegar er ekki hægt að upplýsa um hversu há upphæð- in er vegna þess að um viðskipti tveggja fjármálastofnana er að ræða, sem trúnaður er um.“ Páll segir að þó að féð hafi verið fryst þá sé það eign Landsbankans og muni síðar renna upp í skuldbind- ingar bankans í Bretlandi. Steingrímur segir að þessi inn- eign Landsbankamanna hljóti að verða eitt af því sem samninga- nefnd Íslands um Icesave-skuld- bindingarnar mun ræða á næstu vikum og mánuðum. „Ef ég skil þetta rétt verður þetta með þess- um hætti á meðan frysting eigna bankans varir. Þetta þarf að ræða, frystinguna sjálfa og meðferð þeirra fjármuna sem þarna eru.“ Stór hluti af frystum eignum gamla Landsbankans í Bretlandi er útlán. Féð sem hefur runnið inn í seðlabanka Breta, og mun renna til bankans þangað til niðurstaða fæst í samningum um Icesave, er afborganir þeirra lána. Féð sem nú er geymt á vaxtalausum reikningi gæfi af sér 500 milljónir króna á ári fyrir hvert prósent sem fengist í ávöxtun, til dæmis hér á landi. - shá Milljarðatugir liggja án vaxta hjá Bretum Seðlabanki Bretlands tekur við öllum afborgunum af útlánum gamla Lands- bankans þar í landi. Féð liggur þar vaxtalaust en um allt að 50 milljarða króna er að ræða. Féð mun renna upp í Icesave-skuldir Landsbankans síðar. SJÁVARÚTVEGUR Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, stjórnarmaður í Landssambandi íslenskra útvegs- manna, segir hugmyndir stjórnar- flokkanna um fyrningu afla- heimilda, boða gjaldþrot útgerða landsins á fáum árum og í kjöl- farið verði nýreist bankakerfi landsins einnig gjaldþrota. Sigurgeir segir að í úttekt frá árinu 2003 sem Deloitte vann fyrir Vinnslustöðina í Vestmanna- eyjum, sem hann er framkvæmda- stjóri hjá, hafi komið fram að fyrirtækið yrði gjaldþrota á sex árum miðað við fyrningartillög- ur þá. Við útreikningana notaði Sigurgeir ársreikninga stærstu útgerðarfélaga landsins frá 2001 til 2007. - jse / sjá síðu 6 Stjórnarmaður í LÍÚ: Segir fyrningu boða gjaldþrot Sárt tap Ísland tapaði gegn slökum Skotum á Hampden Park í gær. ÍÞRÓTTIR 50 KÖRFUBOLTI Haukastúlkur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna í gærkvöldi með sigri á KR, 69-64, í æsilegum oddaleik að Ásvöllum. Þetta var fyrsti oddaleikurinn í úrslitarimmu í íslenskum körfu- bolta síðan árið 2002. Haukastúlkur leiddu lengstum en KR-stúlkur neituðu að gefast upp og komu alltaf til baka. Undir lokin reyndust taugar Hauka- stúlkna sterkari og þær fögnuðu sigri. - hbg / sjá síðu 48 Iceland Express-deild kvenna: Haukastúlkur meistarar GLEÐI Haukastúlkur fögnuðu líkt og óðar væru eftir frábæran sigur á KR í oddaleik. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BRETLAND, AP Óeirðalögregla tókst á við mótmæl- endur sem streymdu til Lundúna í gær til að mót- mæla fundi tuttugu helstu iðnríkja heims sem fram fer í borginni. Fréttastofan Sky segir frá því að einn mótmæl- andi hafi látist í gær, en hann hné niður í búðum mótmælenda. Talsmenn lögreglu segja að mótmæl- endur hafi grýtt flöskum í lögreglumenn þegar þeir fjarlægðu lík mannsins. Mótmælendur brutust í gær í gegnum línu lög- reglumanna og komust inn í Royal Bank of Scotland í fjármálahverfi London. Þá komust mótmælendur einnig inn í breska seðlabankann. Lögregla handtók yfir 30 mótmælendur, en lögregla telur að um eða yfir 4.000 manns hafi tekið þátt í mótmælunum. Fundur hinna svokölluðu G20 ríkja hefst í Lund- únum í dag, en leiðtogar ríkjanna komu flestir til borgarinnar í gær. - bj / sjá síðu 4 Á fimmta þúsund mótmæltu fyrir upphaf fundar 20 helstu iðnríkja heims: Ruddust inn í Skotlandsbanka MÓTMÆLI Eldar brunnu á götum fjármálakerfis Lundúna í gærkvöldi. Yfir 30 mótmælendur voru handteknir í mótmælum í gær. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.