Fréttablaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 58
34 2. apríl 2009 FIMMTUDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Jæja? Hefurðu
einhverja hugmynd
um hvaða hraða þú
varst á? Tja...
kannski 90?
Kannski 90?
Geturðu verið
nákvæmari?
Er það lokasvar
þitt?
Eh...
92?
Já!
Nálægt! Rétt
svar er 94! En
þú færð tvo
kaffipoka!
Jæja,
það
er alls
ekki
slæmt!
Næst
reynirðu
við
lamba-
lærið!
Ég geri mitt
besta!
Einn
cappu-
ccino.
Takk
Fríða.
Hvað hefur
þú verið að
gera í sumar?
Fyrir utan að vinna fulla
vinnuviku hér tók ég
nokkra kúrsa í sumar-
skóla, var aðstoðar maður
á leikskóla og tryggði
mér einkaleyfi á þremur
uppfinningum mínum.
En
þú? Bara
svipað.
Eða ekki.
Stjáni týndi er
að byggja örk!
Já herra Lalli, ég
tek tvö eintök af
hverri dýrategund
með mér.
Ég ætla að halda
mig frá termítunum
og trjáormunum.
Tígra.
Nei,
sebra.
Tígra.
Tígra.
Sebra.
Sebra.
Tígra.
Sebra.
NÓG
KOMIÐ!
BURT!
Annaðhvort verð ég að
gera eitthvað í þessum
slitförum eða klæða mig á
baðherberginu.
Mér sýnist
að þetta þýði
„Múmíugerð
fyrir venjulegt
fólk“.
Sett upp í samstarfi við
„Ég skemmti
mér konungle
ga“
MK, Morgunbla
ðið
Miðasala er í síma 568 8000
og á borgarleikhus.is
Þegar einum of margir vinir manns virðast helteknir af spelt-æði og fá sér brokkolí heilsusjeik í morgunsárið er
það með ákveðnum trega sem maður horfir
til ákveðinna íslenskra matarhefða. MSG
og transfitusýrufíklar eiga varla athvarf
lengur þar sem þriðja kryddið og Aromat
er komið úr matarhillum stórverslana og
meira að segja KFC auglýsir grimmt að
Satansfitan sé úr sögunni. Auðvitað er
þetta gott og blessað en að sama skapi er
ákveðinn húmor farinn úr matnum líka.
Það er eitthvað svo beisik við t.d. amerísk-
ar ostasósur sem maður getur sprautað
og innihalda engan ost og ommelettu-
mixtúrur úr pakka þar sem stendur
skýrum stöfum „contains no egg“.
Það er einn „retro“-matur sem á
sér sérlega upprisu á þessum tíma
árs og manni þykir vænt um á sinn
undarlega hátt: brauðterturnar ógur-
legu. Það er engin fermingarveisla án þess
að borðið svigni undan þessari blöndu af
fransbrauði, majonesi, skinku og aspas úr
dós. Gamall vinur lýsti brauðtertureynslu
sinni í nýyfirstaðinni fermingarveislu sem
löngu „ferðalagi“, dreyminn á svip. Hvað
er betra en að uppgötva alltaf nýja og nýja
matartegund eftir því sem maður kemst
lengra inn í endalaus majoneslögin? Allt í
einu birtist rauð paprika, næst skinka, því
næst væn snæð af mexíkóosti. Og þegar
heilt egg birtist í botninum hlýtur svo
toppnum að vera náð. Þvílíkt hugvit hjá
Íslendingum að uppgötva dásemdir dósa-
grænmetis. Aspas úr dós er auðvitað ómiss-
andi herramannsmatur líkt og dósaananas,
dósasveppir og Gunnars majones sem vellur
á milli allra þessara dýrðlegu laga eins og
guðlegur nektar. Ég ætla að minnsta kosti
að banna spínat og spelt um páskana og fara
að halda fyndin matarboð á ný.
Meiri húmor í matinn, takk
NOKKUR ORÐ
Anna Margrét
Björnsson