Fréttablaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 68
44 2. apríl 2009 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is > ÓVÆNT ENDURKOMA Hljómsveitin Destiny‘s Child verður endurvakin til að gefa út eina plötu, að því er fjölmiðlar vestanhafs greina frá. Þær stöllur Beyoncé Knowles, Kelly Rowland og Michelle Williams leystu upp bandið árið 2005, aðdáendum til mikillar mæðu. Slúðurbloggarinn Perez Hilton heldur því fram að sveitin skuldi útgáfufyrirtæki sínu eina plötu og því sé von á endurkomu innan tíðar. „Nei, þeir voru ekki marg- ir sem bitu á agnið, það komu kannski fimm og annar eins fjöldi spurðist fyrir um þetta í gegnum síma,“ segir Gísli Einarsson, eigandi myndasögu- verslunarinnar Nexus. Verslunin var í aðalhlut- verki í aprílgabbi Fréttablaðs- ins í gær en þar var greint frá því að til stæði að taka upp hópsenu fyrir kvikmyndina Iron Man 2 sem skartar Robert Downey Jr. í aðalhlutverki. Hópsenan átti að vera tekin upp við rætur Svínafellsjökuls, á svipuðum slóðum og Batman Begins og var auglýst eftir hundrað statistum. Enginn hafði greinilega brennandi áhuga á að leika í kvikmynd með Downey, Mickey Rourke og Scarlett Johansson. Gísli segir ástæðuna kannski vera þá að þjóðin er farin að vera á varðbergi gagnvart aprílgöbbum fjölmiðlanna. Og menn setji varúðarnagla á nán- ast allar fréttir á þessum degi. En hrekkjalómar létu gamminn geisa á síðum blaðanna í gær. Morgunblaðið greindi frá því að selja ætti muni gömlu bank- anna og DV sagði frá áheyrn- arprufum fyrir myndband sem stúlknasveitin Girls Aloud ætlaði að taka upp í nýopnuð- um Officera-klúbbi Einars Bárðarsonar. - fgg Fáir létu glepjast af aprílgabbi ENGAR BIÐRAÐIR Fleiri höfðu áhuga á að taka þátt í áheyrnaprufum fyrir Astrópíu en Iron Man 2 enda reyndist síðarnefnda myndin aprílgabb. Hljómsveitin Buff er þessa dagana að taka upp nýjan sumarsmell sem nefnist Prinsessan. Höfundur lags og texta er Dr. Gunni. „Gunni lét okkur fá lagið og bar undir okkur fyrir löngu síðan. Við vorum hrifnir af því strax,“ segir Hannes Friðbjarnarson. trommari í Buff um nýtt sumarlag sveitar- innar. Til stóð að hafa lagið á síðustu plötu Buffsins sem kom út fyrir jól en af því að svo mörg lög voru farin í spilun af henni ákváðu þeir að bíða aðeins með það. Lagið kemur líklega út um páskana. „Þetta er mjög hressandi slagari. Það er kannski ekki við öðru að búast af Gunna, hann semur ekki mikið af ballöðum. Okkur fannst virðingarvert að hann skyldi vilja að við tækjum lag fyrir sig,“ segir Hannes. Fram undan hjá Buffinu er spila- mennska í Vestmannaeyjum og á Sauðárkróki um páskahelgina en um síðustu helgi spilaði sveitin á árshátíð Íslandsbanka í Vodafone- höllinni. Skemmst er að minnast þess er sveitin spilaði á árshátíð Seðlabankans þegar bankinn var hvað mest í umræðunni. „Það voru næstum því þúsund manns. Þetta var eins og hver önnur árshátíð, bara allir í stuði,“ segir Hannes. Auk Prinsessunnar eru fleiri lög væntanleg með Buffinu síðar á árinu. Ný plata er þó ekki vænt- anleg fyrr en á næsta ári. freyr@frettabladid.is PRINSESSAN NÝR SUMARSMELLUR NÝR SMELLUR Í FÆÐINGU Buffið við upptökur á nýja laginu Prinsessunni í hljóðveri sínu í Hafnarfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR H R EY FI N G • K R A FT U R • Á N Æ G JA AFMÆLISTILBOÐ TAKMARKAÐ MAGN! Mikið af góðum afmælistilboðum ALPARNIR Íslensku Faxafeni 8 • 108 Reykjavík • Sími 534 2727 • e-mail: alparnir@alparnir.is • www.alparnir.is VI Ð ER UM5ÁRA • GÖNGUSKÓR Cook og Colorado • GÖNGUSKÍÐI • GÖNGUSKÍÐASKÓR TILBOÐ 4995 kr. 50% afsl. 50% afsláttur af skíða- og snjóbrettafatnaði HREYFING • KRAFTUR • ÁNÆGJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.