Fréttablaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 36
2. APRÍL 2009 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● brúðkaup
● DEMANTUR HANDA TENGDÓ Ýmis hjátrú og siðir fylgja
brúðkaupum. Til dæmis er sagt að brúðurin megi ekki sauma
brúðarkjólinn sinn sjálf því þá verði tár hennar í hjónabandinu
jafnmörg saumsporunum.
En til að lifa hamingjuríku hjónabandi er einnig mikilvægt að halda
friðinn við tengdaforeldrana. Sagt er að ef brúðguminn gefi tilvonandi
tengdamóður sinni demant um leið og hann gefur framtíðarbrúði sinni
trúlofunarhringinn muni hann njóta farsæls sambands við tengda-
foreldra sína.
Sjá www.brudkaupsvefur.is
Giftingarhringum fylgir loforð um framtíðina, eilífa ást og samstöðu í
gegnum þykkt og þunnt. Því er mikilvægt að velja þá vel.
Giftingarhringar eru táknrænir skartgripir. Þeir fela í sér vonir, langanir og
fagrar fyrirætlanir. Þar sem markmiðið er að bera þá um aldur og ævi er mikil-
vægt að hið ástfangna par velji hringa sem falla að smekk beggja. Sem betur fer er
úrvalið mikið og auðvelt að finna fallega hringa bæði fyrir þá sem kjósa látlausa
og einfalda hringa og þá sem vilja glamúr og glæsileika. - eö
14 karata gullhringar með hvítagullshjarta innan í.
78.900 krónur. Jens.
14 karata gullhringar. Klassískir einbaugar með
óreglulegum baug sem hægt er að fá hvort heldur
í gulli eða hvítagulli. 109.500 krónur. Jens.
6 mm gullhringar með einum 20p demant í miðju í
dömuhring. Í kringum 250.000 kr ónur. Sigga og Timo.
Hvítagullshringar með
gullrönd beggja
megin, 7 mm á
breidd, demantar
allan hringinn í
dömuhring og 3
demantar í herra-
hring. Smíðaðir
eftir sérpöntun og
er gert tilboð í hverja
og eina smíði. Sigga
og Timo.
14 karata, 6 mm hand-
smíðaðir gullhringar með 6
demöntum. 158.700 krónur.
Sigga og Timo.
Mjög þykkir og veglegir hring-
ar úr hvítagulli. Handgrafin
nöfn beggja í Höfðaletri utan á
allan hringinn. Breidd 7,5mm.
Demantur í dömuhring 0,05ct.
197.300 krónur. Jón og Óskar.
Hvítagullshringar með 12x0,01ct
demöntum í dömuhring. 156.000
krónur. Jón og Óskar.
Gulagullshringar, munstraðir með
bræddum kanti. Verð frá 56.000
krónum. Jón og Óskar.
Hvítagullshringar. Allianz
hringur með demöntum allan
hringinn á 290.000 krónur
og 6 mm breiður einbaugur
kúptur að innan og
utan á 65.000
kr. Sigga og
Timo.
Tákn um eilífa ást og
endalausa tryggð
Brúðkaupstertan trónir jafnan
eins og kóróna á borði brúðkaups-
veislunnar. Oft er mikið í hana
lagt og tertan gjarnan á mörgum
hæðum, blómum skreytt og girni-
leg.
Val á tertu getur þó flækst fyrir
verðandi brúðhjónum. Þá er snið-
ugt og skemmtilegt að fara nokkru
fyrir brúðkaupsdaginn
milli bakaría og fá að
skoða og smakka.
Samkvæmt hefð-
inni skera brúðhjónin
fyrstu sneiðina saman
og leggur þá brúðgum-
inn hönd á hönd konu
sinnar um leið og
hún sker tertuna.
Hjátrúin segir
þennan sið eiga
að tryggja getn-
að og barnalán
hjónanna. - rat
Blómum skreyttar tertur
Gaman getur
verið að láta
hugmyndaflugið
ráða við skreyt-
ingar og nota til
dæmis kex.
N
O
RD
IC
PH
O
TO
S/
G
ET
TY
Hvít, klassísk
og róman-
tísk brúð-
kaupsterta
á alltaf við.
GJAFAKORT
KAUPÞINGS
Gefðu möguleika í brúðkaupsgjöf
- kortið sem hægt er að nota
alls staðar
Gjafakort Kaupþings er
... allt sem þau þurfa
Kynntu þér Gjafakortið á www.kaupthing.is,
hafðu samband í síma 444 7000
eða komdu við í næsta útibúi Kaupþings.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
K
A
U
4
55
64
0
3/
09
Blómlegar tertur
fyrir sumar-
brúðkaupið.
Skemmtileg
form og glað -
legar lita-
samsetning-
ar geta gefið
veislunni
hressi legan
blæ.
Súkkulaðiterta er ekki algeng sem
brúðarterta en stendur fyrir sínu.