Morgunblaðið - 06.01.2007, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 3
Danski landsliðsmaðurinn ClausJensen hefur neitað Fulham
um að skrifa undir framlengingu á
samningi sínum við félagið. Jensen
kom til Fulham frá Charlton er
samningsbundinn Fulham til loka
tímabilsins og flest bendir til að
hann ætli að róa á önnur mið. Hann
hefur verið orðaður við Íslend-
ingaliðið West Ham og þá hafa
dönsku liðin Bröndby og FC Köben-
havn sóst eftir kröftum hans.
Forráðamennþýska knatt-
spyrnufélagsins
Bayern München
hafa í fyrsta
skipti léð máls á
því að selja enska
landsliðsmanninn
Owen Har-
greaves til Man-
chester United. Til þessa hafa þeir
aftekið það með öllu, þrátt fyrir ein-
dreginn vilja Hargreaves að flytja
til Englands, og mikinn áhuga Unit-
ed. Verðmiðinn sem Bæjarar hafa
sett á Hargreaves er 20 milljónir
punda, 2,8 milljarðar íslenskra
króna.
Franz „Keisari“ Beckenbauer,sem er forseti Bayern Münc-
hen, sagði við enska blaðið Daily
Mail í gær að það hefði verið hárrétt
að bregðast við óskum Hargreaves
eins og gert var í sumar og aftur síð-
ar í vetur. „Ef leikmaður er nýbúinn
að semja við okkur og reynir síðan
að komast til annars félags sem er
tilbúið að greiða honum hærri laun
höfum við allan rétt á að neita því,“
sagði Beckenbauer.
Fólk sport@mbl.is
sþjálfari Þjóðverja í
yggjur um þessar
dir til þess að hann
terkustu sveit þegar
í Þýskalandi 19. jan-
sterkir leikmenn í
dir og allt útlit fyrir
si af mótinu ef ekki
nk von Behren, Jens
eika vart með á HM
einn sterkasti varn-
ssar mundir og Ve-
a skyttan. Þá er örv-
rian Kehrmann rétt
og óvíst hversu mikið
ael Kraus er fimmti
ralistanum.
og vonast til að leik-
ari meiðslum í þrem-
ur vináttuleikjum sem fram-
undan eru, við Ungverja og
Egypta.
Brand, sem hélt upp á 10
ára starfsafmælið í vikunni,
gagnrýnir enn þýsk hand-
knattleikslið í viðtölum. Seg-
ir hann þau hafa alltof marga
útlenda leikmenn innan
sinna raða og sum þeirra
sinni uppeldisstarfi ekki sem
skyldi. Hvorttveggja komi niður á landsliðinu.
Segir Brand að svo sé nú komið að aðalmark-
vörður þýska landsliðsins á HM, Henning Fritz
hjá Kiel, hafi verið þriðji markvörður hjá sínu
liði á leiktíðinni. Franskur og sænskur mark-
vörður hafi verið teknir framyfir Fritz, sem val-
inn var besti handknattleiksmaður heims árið
2005.
efur áhyggjur af
m og útlendingum
Heiner Brand
HENRIK Larsson, sænski sóknarmað-
urinn sem er í láni hjá Manchester Unit-
ed frá sænska liðinu Helsingborg fram í
miðjan mars, mun verða hjá United út
leiktíðina.
Þessu heldur Martin Lipton, blaðamað-
ur á Daily Mirror, fram og segir að sir
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United,
muni gera allt sem í valdi hans stendur
til að fá samninginn við Larsson fram-
lengdan.
,,Larsson á eftir að skipta sköpum fyr-
ir Manchester United í því markmiði liðs-
ins að vinna úrvalsdeildina og meist-
aradeildina. Hann er það góður og
reyndur leikmaður að United lætur hann
ekki fara,“ segir Lipton í blaði sínu og
telur að Manchester United sé reiðubúið
að greiða Helsingborg dágóðan skilding
fyrir að fá að halda
Svíanum snjalla út leik-
tíðina.
Larsson, sem er 35
ára gamall og varð
Evrópumeistari með
Barcelona á síðasta ári,
leikur á morgun sinn
fyrsta leik fyrir Man-
chester-liðið en sir
Alex hefur ákveðið að
stilla honum upp í byrjunarliði sínu gegn
Aston Villa í bikarkeppninni.
Það verður Norðurlandadúett í fram-
línu Manchester United á Old Trafford á
morgun en Larsson og Norðmaðurinn
Ole Gunnar Solskjær eiga að sjá um að
skora mörkin fyrir United. Larsson er 35
ára og Solskjær 33 ára.
Telur að Larsson verði
hjá United út tímabilið
Henrik Larsson
ALLT
AÐÚTS
ALA
70%
AFS
L
HOL
E IN
ONE
Opnunartími:
Mán - fös..................
Laugardaga...............
Sunnudaga...............
10 - 18
10 - 16
12 - 16
Hole in One • Bæjarlind 1-3 • 201 Kópavogur • Sími: 577 4040 • www.holeinone.is
HOLLENDINGURINN René Meu-
lensteen sem var ráðinn til danska
knattspyrnuliðsins Brøndby sl.
sumar hefur fengið sig lausan und-
an samningi sínum við félagið að-
eins hálfu ári eftir að hann skrifaði
undir samning við félagið. Meulen-
steen segir í fréttatilkynningu frá
félaginu að fjölskylda hans hafi
ekki náð að aðlagast dönsku sam-
félagi nógu vel og því hafi hann
ekki haft ánægju af starfi sínu sem
þjálfari liðsins. Íslenski landsliðs-
framherjinn Hannes Þ. Sigurðsson
var keyptur til Bröndby frá enska
liðinu Stoke City sl. sumar en þar
var Meulensteen sem fékk hann til
félagsins.
Tom Køhlert var í gær ráðinn
sem aðalþjálfari félagsins en hann
hefur stýrt uppbyggingu og þjálfun
á ungum knattspyrnumönnum hjá
Bröndby. Køhlert gerði 2½ árs
samning við Bröndby í gær.
Forsvarsmenn Bröndby sögðu
við danska fjölmiðla í gær að ekki
hafi verið hægt að standa í vegi fyr-
ir brotthvarfi Meulensteen og
leggja þeir áherslu á að honum
verði ekki kennt um stöðu liðsins í
deildarkeppninni og jafnframt að
honum hefði ekki verið sagt upp
störfum. Bröndby-liðið er í 7. sæti
eftir 18 umferðir með 25 stig en lið-
ið hefur landað 6 sigrum, gert 6
jafntefli og tapað 6 leikjum.
Hasar hjá Bröndby
Bikarúrslitaleikurinn verður leikinn í
Ósló á laugardaginn og mótherjar
Tromsö eru lið Förde, en svo skemmti-
lega vill til að liðin mætast síðan í deild-
inni næsta laugardag þar á eftir, þann
13. janúar, í Förde. „Ég held að við
ættum að vinna þennan leik, við erum
með betra lið en í fyrra og breiðari hóp.
Það eina sem gæti sett strik í reikning-
inn er að strákarnir hjá mér eru víðs
vegar að hér í Norður-Noregi á meðan
Förde-liðið er mest frá þeim bæ og hef-
ur því getað æft yfir öll jólin. Ég gaf
mínum strákum smá frí og þeir hafa
verið að tínast hingað til Tromsö,“ seg-
ir Magnús, sem þjálfaði liðið með góð-
um árangri í fyrra og gerði það að bik-
armeisturum auk þess sem það náði
öðru sætinu í deildinni, tapaði fyrir
Kristiansand í úrslitum.
„Þetta gekk mjög vel hjá okkur í
fyrra og í raun betur núna í ár. Við er-
um með svipað lið en ég er kominn með
nýjan uppspilara og þetta hefur verið
fínt. Það eru ákveðnir hlutir sem ganga
betur hjá okkur núna en í fyrra,“ segir
Magnús sem getur vel við unað að vera
kominn í úrslit í bikarnum annað árið í
röð auk þess sem liðið er í efsta sæti í
deildinni ásamt Nyborg sem stendur.
„Það stendur nú til að breyta því og
vonandi verðum við komnir einir í efsta
sætið eftir þarnæstu helgi,“ segir
Magnús. Tromsö er með 10 stig eftir
sex leiki, tapaði einum leik snemma í
haust. „Það var á móti Dragvoll í haust
þegar við vorum með marga menn
meidda,“ segir Magnús.
Tromsö á leik til góða á Nyborg sem
er núverandi meistari. „Við mætum
Förde um aðra helgi í deildinni og
þetta er útileikur og við tökum tvo leiki
í ferðinni. Við fljúgum til Bergen á
föstudegi, keyrum þaðan í þrjá tíma til
Förde og spilum á laugardegi. Við
keyrum síðan til baka til Bergen og
spilum við Nyborg á sunnudeginum.
Eftir þá leiki ætlum við að vera komnir
einir á toppinn. Ef við spilum eitthvað
svipað og við vorum að gera fyrir jólin
þá er það ekki spurning að við verðum
komnir í fína stöðu eftir þarnæstu
helgi,“ segir Magnús.
Magnús með
Tromsö í
bikarúrslitum
„NÚ er allt að verða klárt fyrir úr-
slitaleikinn í bikarnum sem við ætlum
að vinna og verða þar með Konungs-
bikarmeistarar annað árið í röð,“
sagði Magnús Aðalsteinsson, íslenskur
þjálfari norska blakliðsins Tromsö, í
samtali við Morgunblaðið á fimmtu-
daginn.
Eftir Skúla Unnar Sveinsson
skuli@mbl.is
FJÖLNIR úr Grafarvogi lagði Grinda-
vík á útivelli í gær, 85:78, í úrvalsdeild,
Iceland Express-deild karla, í körfu-
knattleik og var þetta þriðji sigur Fjölnis
í deildinni í vetur. Staða liðsins á stiga-
töflunni breyttist ekkert og er Reykja-
víkurfélagið sem fyrr í næstneðsta sæti
eða því 11. með 6 stig en Haukar eru
neðstir með 4 stig. Bárður Eyþórsson,
þjálfari Fjölnis, sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að hann væri afar stoltur
af sínu liði eftir að hafa landað mikilvæg-
um stigum á erfiðum útivelli.
„Það munaði ekki miklu á liðunum í
þessum leik og sigurinn var aldrei
öruggur. Við lékum mun betri vörn en
við höfum verið að gera og það skiptir að
ég held öllu máli fyrir liðið. Aginn í sókn-
arleiknum er einnig að skila sér og við
erum á ágætri siglingu þessa dagana,“
sagði Bárður en hann hefur upplifað
heldur óvenjulegt tímabil þar sem hann
hóf tímabilið sem þjálfari ÍR en hætti
þar störfum og réði sig síðan sem þjálf-
ara Fjölnis eftir að Keith Vassell var
sagt upp störfum þar. Það sem er
kannski enn merkilegra er að Vassell er
nú leikmaður ÍR.
„Það var mikil barátta í þessum leik
en ég held að þessi sigur sé strákunum í
liðinu mjög mikilvægur þrátt fyrir að
staða okkar í næstneðsta sæti deildar-
innar hafi ekki breyst.“ Bárður hrósaði
Herði Axel Vilhjálmssyni fyrir hans
framlag en hann lék vel þrátt fyrir að
vera með flensu. „Hörður hefur breytt
miklu í okkar leik eftir að hann sneri
heim frá Spáni eftir skamma dvöl þar
sem atvinnumaður. Ég held að öll lið á
Íslandi yrðu betri með Hörð í sínum röð-
um,“ sagði Bárður en Hörður skoraði 18
stig og gaf 9 stoðsendingar í leiknum.
Þjálfarinn sagði að markmið félagsins
væri að gera betur í næsta leik. Einfalt
en skýrt markmið. „Það koma alltaf nýj-
ar áherslur með nýjum þjálfara og ég hef
séð strákana taka ákveðnum framförum
í þeim atriðum sem ég hef lagt áherslu á
frá því ég tók við liðinu. Við ætlum að
þoka okkur upp töfluna,“ sagði Bárður.
Mikilvægur sigur Fjölnis á
útivelli gegn Grindavík