Morgunblaðið - 17.02.2007, Síða 3

Morgunblaðið - 17.02.2007, Síða 3
Dragðu línu milli þeirrahluta sem passa saman. Hvað passar saman? MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 3 Hann Gísli Vilberg Stefánsson, 12 ára, gerði þessa ótrúlegalitlu gogga. Hann gerði þá alla í höndunum og er sá minnsti aðeins 4 mm. Þetta gæti jafnvel verið einn minnsti handgerði goggur í heimi. Pínulítill goggur Þótt myndirnar líti út fyrir að vera eins í fyrstu er þrennt aðfinna á hægri myndinni sem er ekki á þeirri vinstri. Hvað skyldi það nú vera? Lausn aftast. Hvað er ólíkt? Getur þú hjálpað norninni í gegnum völundarhúsið svo húneigi möguleika á að halda upp á öskudaginn með vinum sínum, draugnum og leðurblökunni. Norn í leit að vinum Þegar mömmur ykkarog pabbar voru börnlæddust þau um göt- urnar og hengdu öskupoka á gesti og gangandi. Þá unnu þau hörðum höndum að því að búa til öskupoka nokkrum dögum fyrir öskudaginn. Það gat verið mjög fyndið að sjá mann í frakka með 6 ösku- poka hangandi aftan á sér. Sumir settu aura eða ein- hvers konar skilaboð í pok- ana og gat verið ansi fróðlegt að tína af sér öskupokana eft- ir daginn. Síðan gerðist það að ekki var lengur hægt að beygja títuprjóna, sem voru megin festing öskupokanna, og þá lagðist þessi siður smám sam- an af. Við hvetjum samt alla krakka til að taka upp þenn- an sið og þó ekki sé lengur hægt að nota títuprjóna er hægt að nota litlar öryggisnælur. Það þarf þó að gæta þess að stinga ekki í dúnúlpur eða viðkvæm efni, ullarfrakkar eru alveg til- valdir. Morgunblaðið/Jim Smart Öskupokar Ætli þessi maður viti af öllum öskupokunum? Öskupokar Hvar sló eldingunni niður? Næst þegar það komaþrumur og eld-ingar getið þið reiknað út hversu langt í burtu eldingunni hefur slegið niður. Um leið og þið sjáið eldinguna byrjið þið að telja; ein elding, tvær eld- ingar, þrjár eldingar o.s.frv. Það er mikilvægt að setja orðið elding eftir hverri tölu því þá fáið þið nokkurn veginn rétt út hversu marg- ar sekúndur líða. Maður er nefnilega fljótari en þrjár sekúndur að segja einn, tveir, þrír. Hljóðið fer einn kíló- metra á þremur sekúndum og ef þið getið talið upp í sex áður en þið heyrið í þrumunni hefur eldingunni slegið niður tvo kílómetra í burtu. Kærleikur Ef vinir hverfa frá þeir koma aftur því kærleikurinn hann er sterkur kraftur. Því ef þér þykir vænt um einhvern mann hann elskar þig því kærleikinn hann fann. Og þó að hjörtu stoppi og vinir hverfa þá væntumþykjuna þú færð að erfa því sönnum vini þykir vænt um fleiri en sjálfan sig því hann er maður meiri. Iðunn hefur mjög gaman af því að lesa og teikna. Henni finnst líka gaman að syngja en hún er einmitt í kór Selfosskirkju. Iðunn lá andvaka eitt kvöldið og fékk þá allt í einu hugmyndina að þessu ljóði. Hún er ekki vön að skrifa ljóð en les mikið og hefur mest gam- an af Nancy-bókunum. Iðunn ætlar að verða snyrtifræðingur þegar hún verður eldri þar sem hún elskar að mála fólk. Iðunn Rúnarsdóttir, 11 ára. Hverjir eru vinir mínir? Vinir mínir eru bækur. Vinir mínir eru dýr. Vinir mínir eru mannfólk. Vinir mínir eru náttúran. Vinir mínir eru allt sem ég á og vil aldrei missa. Sigrún Lóa skrifar stundum ljóð þegar hún er í tölvunni og er í góðu skapi og þá byrja ljóðin að flæða frá henni. Henni finnst alveg frábært að vera úti í sveit með dýrunum og komast í snertingu við náttúruna. Frænka hennar á sveit rétt hjá Akranesi og þar eru bæði kýr og hestar sem hún fær að sinna. Sigrún Lóa er að æfa körfubolta og frjálsar íþróttir en henni þykir skemmtileg- ast að hlaupa. Sigrún Lóa stefnir að því að verða förðunarfræðingur í framtíðinni. Sigrún Lóa Þorsteinsdóttir, 13 ára. Kærleikur Kærleikur er mér allt, vinátta er mér allt, fjölskylda mín er mér meira en allt. Í stríðum er ekki kærleikur, í stríðum er ekki vinátta, í stríðum geta fjölskyldur sundrast. Í allra hjörtum er kærleikur, í allra hjörtum er vinátta, allra hjörtu vilja fjölskyldu. Hrafnhildur segist hugsa mikið um fjölskyldu sína og því var það ekki mikið mál fyrir hana að skrifa þetta ljóð. Hún skrifar oft ljóð og á fleiri til. Hún les mikið og er bóka- flokkurinn Einhyrningurinn minn í uppáhaldi. Helstu áhugamál Hrafnhildar eru fimleikar og myndlist. Hrafnhildur Magney Gunnarsdóttir, 13 ára. Systir mín Ég á marga vini því ég sit oftast ekki inni nema með fjölskyldu minni að spila eða gera eitthvað saman því okkur finnst það svo gaman. Ég á systur sem heitir Andrea Ýr. Ég leik oft með henni því hún á svo margar kýr en hún nennir ekki að hugsa um þær og fer frekar að nudda sínar tær. Kristín skrifar ljóð í samveru í skólanum en þar fær hún flytja ljóð- in sín fyrir hina krakkana. Síðan tölvan hennar Kristínar bilaði er hún búin að vera ótrúlega dugleg að lesa og mamma hennar er svo ánægð með það að henni finnst ekkert liggja á að gera við tölvuna. Kristín Axelsdóttir Foelsche, 10 ára. Vinur Úti í horni ein ég sit frosin inn að beini. Kuldinn bítur bitur bit ég held ég verði að steini. Til mín kemur stelpa rjóð ég er enn að frjósa úr kulda. Mér sýnist hún vera mjög svo góð. Hún segist heita Hulda. Og allt í einu ég hlýju finn. Mér er ei lengur kalt. Og hvað sem segir þessi og hinn það var Hulda sem gerði allt. Þórdís segir skapið ráða því hvort hún skrifar ljóð eða ekki. Þórdís æfir bæði dans og blak og hún les mjög mikið. Svo er hún líka að læra á pí- anó þannig að það er nóg að gera hjá Þórdísi alla daga. Morgunblaðið/Kristinn Þórdís Tryggvadóttir, 12 ára. Unnu ljóðasamkeppni Barnablaðsins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.