Morgunblaðið - 19.02.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.02.2007, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ íþróttir Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri , sos@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins GUMMERSBACH náði jafntefli við Magdeburg, 36.36, í æsilegum leik í Bördelandhalle í Magdeburg í gær í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Þetta er í fyrsta sinn í 12 ár sem Gummersbach, sem er undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, vinnur stig í heimsókn sinni til Magbegurg. Gor- an Stojanovic, markvörður Gum- mersbach, var hetja liðsins er hann varði vítakast þegar leiktíminn var útrunninn. Mikill hiti var leik- mönnum undir lokin og var þremur leikmönnum Gummersbach vísað af leikvelli á síðustu sekúndunum, þeim Daniel Narcisse, Momir Ilic og Guðjóni Val Sigurðssyni. Guðjón skoraði tvö mörk í leiknum í þremur skotum og Róbert Gunnarsson gerði 8 mörk í jafnmörgum skottilraun- um. Sverre Jakobsson lék aðeins í vörn Gummersbach. Alexander Petersson átti fínan leik með Grosswallstadt og skoraði níu mörk í sigri á Melsungen, 38:34, á heimavelli. Daninn Einar Hólm- geirsson lék ekki með Grosswall- stadt þar sem hann er að jafna sig á meiðslum. Gylfi Gylfason og félagar hans í Wilhelmshavener unnu mik- ilvægt stig þegar þeir gerðu jafntefli á heimavelli við Kronau/Östringen, 28:28. Gylfi skoraði tvö mörk. Birkir Ívar Guðmundsson lék í marki TuS Lübbecke í 44 mínútur og varði 5 skot þegar liðið tapaði, 33:30, í heimsókn til efsta liðs deild- arinnar, Flensburg, í Campushalle. Þórir Ólafsson lék með TuS Lüb- becke en skoraði ekki. Gummersbach sótti stig til Magdeburg ÓLAFUR Stefánsson og samherjar hans hjá spænska meistaraliðinu Ciudad Real unnu Sigfús Sigurðs- son og félaga í Ademar leon, 32.31, í afar jöfnum og spennandi leik í spænsku 1. deildinni í handknatt- leik í gærkvöldi. Ólafur skoraði fjögur af mörkum Ciudad Real, þar af tvö úr vítakasti. Sigfús lék í vörn Ademar Leon en náði ekki að skora að þessu sinni. Þar með er Ciudad Real áfram einu stigi á eftir Port- land San Antonio næstefsta sæti deildarinnar en Portland vann Teka Cantabria, 37:26. Ademar Leon er í 3. sæti með 26 stig, sex stigum á eftir Portland og virðist vera úr leik í meistara- baráttunni, all- tént að sinni. Leikmenn Ademar lögðu sig mjög fram um að vinna í gær og voru lengst af með frumkvæðið í leiknum við Ciudad Real. Ólafur og félagar voru hins vegar sterkari á enda- sprettinum og hrósuðu þar með kærkomnum sigri. Naumur sigur hjá Ólafi Ólafur Stefánsson Vignir Svav-arsson skor- aði 6 mörk fyrir Skjern sem varð að láta sér lynda jafntefli, 27:27, við botnlið Lem- vig í dönsku úr- valsdeildinni í handknattleik. Hvorki Jón Þorbjörn Jóhannsson né Vilhjálmur Halldórsson komust á blað fyrir Skjern.    Gísli Kristjánsson skoraði 3 mörkfyrir FC Köbenhavn sem burstaði Ajax, 38:21. Arnór Atlason lék ekki með FC Köbenhavn vegna meiðsla en hann verður líklega með liðinu gegn Álaborg í vikunni. FC Köbenhavn er efst í deildinni með 32 stig en Kolding er í öðru sæti með 30 stig.    Sturla Ásgeirsson skoraði 2 afmörkum Århus GF sem lagði Bjerringbro/Silkeborg, 33:26.    Guðbjörg Guðmannsdóttir skor-aði 4 mörk fyrir Fredrikshavn þegar liðið sigraði Álaborg, 28:19, í dönsku 1. deildinni.    Óskar Ármannsson, fyrrum leik-maður Hauka og FH, stjórnaði liði Hauka gegn HK í fjarveru Páls Ólafssonar sem tók út leikbann.    Valdimar Fannar Þórsson, helstimarkaskorari HK, þurfti að fara af velli gegn Haukum eftir tólf mínútna leik þegar hann fékk högg á nefið frá Arnari Péturssyni. Valdi- mar tjáði Morgunblaðinu að hann hefði leikið síðari hálfleikinn með bullandi höfuðverk. Hann segist þó hafa sloppið við nefbrot.    Andri Stefan,leikstjórn- andi Hauka, er byrjaður að æfa með liðinu á nýj- an leik eftir meiðsli en lék ekki með gegn HK. Í herbúðum HK vantaði jafn- framt þá Thomas Eitutis, Árna Björn Þórarinsson og Gunnar Stein Jónsson vegna meiðsla.    Markús Máni Michaelsson gatekki leikið með Val í gær gegn ÍR. Markús meiddist á hné í kapp- leik við Fram fyrir rúmri viku og hefur enn ekki jafnað sig á því að sögn Óskars Bjarna Óskarssonar, þjálfara Vals.    Halldór Ingólfsson, þjálfari ogleikmaður Stavanger, skoraði þrjú mörk fyrir Stavanger þegar lið- ið tapaði fyrir Drammen á heima- velli, 24:35, í norsku úrvalsdeildinni í gær. Fólk sport@mbl.is Haukar léku vel í fyrri hálfleik, sér- staklega í vörninni þar sem þeir vasklega til verka. Full vasklega á köflum að mati Kópavogsbúa sem létu gestgjafana slá sig nokkuð út af laginu. Eftir fremur hægan fyrri hálfleik þar sem markmenn liðanna voru varla með lífsmarki, höfðu Haukar forystu 16:13. Guðmundur Pedersen hinn leikreyndi leikmaður Hauka tjáði Morgunblaðinu að leik loknum að liðið hefði leikið góða vörn í 45 mínútur. „Þetta var hörkuleikur. Það voru nokkur atriði sem féllu ekki með okkur og okkur fannst við fá á okkur ósanngjarna dóma á tímabili í seinni hálfleik. En þannig er það oft í bolt- anum. Við spiluðum fína vörn í 45 mínútur, eða þar til í lokin að þeir ná nokkrum hraðaupphlaupsmörkum á okkur. Þá gáfum við eftir en það er erfitt að eiga við svona lið. Þeir eru með hörku skyttur og það þarf að fara út í þær. Svo bíður góður línu- maður fyrir aftan.“ Guðmundur tel- ur að Haukaliðið hafi alla burði til að rífa sig upp í efri hluta deildarinnar: „Þetta er spurning um sjálfs- traustið í liðinu. Við erum ekki með lakara lið en hin liðin í deildinni. Þetta er spurning um að finna takt- inn og komast á skrið. Við höfum alla burði til þess.“ Strazdas dró vagninn hjá HK HK lék án örvhentu skyttunnar Thomasar Eitutis auk þess sem Valdimar Fannar Þórsson var utan vallar drjúgan hluta þessa leiks. Í sóknarleik liðsins dró Augustas Strazdas vagninn og skoraði tíu mörk í leiknum. Strazdas lét furðu lítið að sér kveða fyrir áramót en gæti reynst HK-ingum mikilvægur í síðari hluta mótsins. Einnig var framlag Ólafs Bjarka Ragnarssonar dýrmætt en hann skilaði sex mörk- um utan af velli. Markmaður HK, Egidijus Petc- kevicius, var hins vegar óvenju dauf- ur í markinu og það var sterkt hjá HK að landa sigri á útivelli með að- eins átta varin skot. Haukar hefðu hæglega getað skellt þeim að þessu sinni en í þeirra herbúðum hefðu fleiri en Sigurbergur Sveinsson þurft að taka af skarið. Sigurgeir Árni Ægisson varnarjaxl HK segir sjálfstraustið mikið í HK-liðinu. „Ég var allan tímann sannfærður um að við myndum klára þennan leik. Þeir voru fastir fyrir og slógu okkur aðeins út af laginu í fyrri hálf- leik. En eins og oft áður tókst okkur að koma til baka og þegar við náðum nokkrum mörkum í röð á lokakafl- anum þá gáfust þeir eiginlega upp. Það verður líka að taka það fram að þá vantar Andra Stefan. Breiddin nýttist okkur vel í dag þó svo að Strazdas hafi borið þetta uppi hjá okkur í sókninni á tímabili. Við erum fullir sjálfstrausts en við tökum eitt verkefni fyrir í einu og sjáum svo hverju það skilar okkur þegar upp verður staðið,“ sagði Sigurgeir Árni Ægisson, leikmaður HK. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hvert fór boltinn? Hart var tekist á í viðureign Hauka og HK á Ásvöllum í gær. Eftir mikinn barning þá fylgjast Arnar Pétursson, Arni Sigtryggsson, Sergey Petraytis og fleiri með því hvort knötturinn fari í mark Hauka eða ekki. Petraytis og félagar höfðu betur í leiknum. HK gefur Val ekkert eftir í baráttunni á toppnum HK gerði góða ferð í Hafnarfjörð og lagði Hauka 33:28 í DHL deild karla í handknattleik í gær. HK er áfram í öðru sæti deildarinnar, að- eins stigi á eftir toppliðinu Val. Haukar mega hins vegar muna fífil sinn fegurri og eru að sogast niður í fallbaráttuna. Þeir hljóta að telja dagana fram að endurkomu Andra Stefans leikstjórnanda síns sem er að jafna sig eftir ristarbrot. Eftir Kristján Jónsson sport@mbl.is                               !    " # $ %& & $     

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.