Morgunblaðið - 19.02.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.02.2007, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ íþróttir Bandaríski sundmaðurinn Mich-ael Phelps bætti eigið heims- met í 200 metra flugsundi í fyrradag er hann kom í mark á tímanum 1.53,71 mín. á Missouri Grand Prix- mótinu í Bandaríkjunum. Hann bætti heimsmetið um 0,09 sekúndur en fyrra metið var sett hinn 17. ágúst á síðasta ári á Ameríkuleik- unum í Kanada. Þetta er í fimmta sinn sem að Phelps setur heimsmet í greininni.    KenenisaBekele setti heims- met í 2.000 m hlaupi karla á frjáls- íþróttamóti í Birmingham á laugardag- inn. Bekele hljóp á 4.49,99 mínútum en gamla metið átti Haile Gebreselassie 4.52,86 og var það sett á sama stað fyrir níu árum. Be- kele segist ekki ætla að láta staðar numið við metaslátt heldur gera at- lögu að heimsmetinu í 3.000 m hlaupi í Stokkhólmi í þessari viku.    Guðmundur E. Stephensen ogfélagar hans í sænska borð- tennisliðinu Eslövs urðu um helgina deildarmeistarar í sænsku úrvals- deildinni þegar þeir unnu öruggan sigur á BTK Rekord, 5:0. Guð- mundur vann sinn leik örugglega en hann lagði Robert Eriksson, 3:0 (11:8, 11:3 og 11:6.)    Gunnar Þór Gunnarsson lék all-an leikinn með sænska liðinu Hammarby í gær þegar liðið sigraði finnska liðið IFK Mariehamn, 2:0, í æfingaleik í gær.    Gylfi Þór Sigurðsson skoraðifyrra mark Reading þegar lið- ið sigraði Aston Villa, 2:0, hjá liðum skipuðum leikmönnum 18 ára og yngri. Þetta var sjöunda mark Gylfa á tímabilinu en hann leikur í stöðu miðjumanns. Reading er í öðru sæti í unglingadeildinni, þrem- ur stigum á eftir Leicester en á leik til góða.    Grétar RafnSteinsson lék allan tímann fyrir AZ Alkmaar sem gerði 1:1 jafn- tefli við Gron- ingen í hol- lensku úrvalsdeildinni í gær. AZ Alkmaar er í þriðja sæti á eftir PSV og Ajax.    Halldór Sigfússon lék ekki meðTusem Essen vegna meiðsla þegar liðið tapaði fyrir Bittenfeld, 28:27, í suðurhluta þýsku 2. deild- arinnar í handknattleik að við- stöddum rúmlega 6.000 áhorfendum í Porsche Arena í Stuttgart. Essen er eftir sem áður í efsta sæti deild- arinnar. Fólk sport@mbl.is Árbæingar voru á tánum fyrstu mín- úturnar, höfðu sérstakar gætur á skyttunni Jóhanni G. Einarssyni og náðu 2:1 forystu. En um leið og Framarar hertu aðeins á vörninni dugði það til að ná undirtökunum. Það tók Fylkismenn um 8 mínútur bregðast við bættri vörn gestanna og jafna en þá fór allt í sama farið aftur. Framarar skoruðu úr næstu sjö sóknum sínum og náðu fimm marka forystu. Þá tók þjálfari Fylkis leikhlé, enda ekki seinna vænna. Það dugði til að skerpa rækilega á mönn- um hans, sem minnkuðu muninn í eitt mark á nokkrum mínútum. En sem fyrr fór allt í sama farið og þeg- ar Sigfús Sigfússon, leikstjórnandi Fram, tók sóló og skoraði þrjú mörk jafnmörgum skottilraunum í gegn- um vörn Fylkis, náði Fram aftur 5 marka forystu. Fram jók forystuna í 7 mörk í byrjun síðari hálfleiks en hremming- um Fylkis var ekki lokið því varnar- og línujaxlinn Guðlaugur Arnarsson fékk sína þriðju brottvísun og varð að setjast upp í stúku. Harður dómur enda virðist Guðlaugur oft undir smásjá dómara. Það dugði samt til að vekja hans menn og með sjö mörkum á móti einu tókst þeim að minnka forskot Fram niður í eitt mark. Eftir að hafa tvívegis unnið upp ágætt forskot Fram, hefði mátt halda að Fylkismenn hefðu lært eitt- hvað af því en það var öðru nær. Enn og aftur hvarf neistinn og gengu Framarar strax á lagið og náðu 5 marka forskoti um miðjan seinni hálfleik. Þá kom smábaráttuglóð í Fylkismenn og þeir minnkuðu mun- inn í tvö mörk. En það var ekki mikil sannfæring í því og þegar þeir misstu menn í tveggja mínútna kæl- ingu fóru gestirnir létt með hrifsa til sín völdin, raða inn mörkum og sigra örugglega. Vantaði baráttuneista Doði einkenndi leik Fylkis. Liðið er með marga öfluga leikmenn, enda fékk það góða viðbót nýlega og liðið sýndi í síðasta leik að það er til alls líklegt. Einhver af þessum leik- mönnum getur og átti að kveikja baráttuneista. Það var helst að Haukur Sigurvinsson kæmi ferskur inná. Heimir Örn Árnason átti góða spretti og Hlynur Morthens varði stundum ágætlega en Guðlaugs naut ekki nógu lengi við. Hvar voru hinir? Hornamennirnir voru nánast lokaðir inni svo það þurfti að herja á miðja vörn Fram - einmitt þar sem hún er hæst og breiðust. „Okkur gekk illa að berja okkur saman í vörninni í fyrri hálfleik og fáum bara eitt hraðaupphlaup á meðan þeir fá fimm eða sjö ódýr þeg- ar við missum boltann,“ sagði Ólafur Lárusson þjálfari Fylkis eftir leik- inn. „Í sókninni reynum við alltof mikið að hnoða okkur í gegnum vörnina í stað þess að sækja vítt, för- um á vörn Fram þar sem hún er hæst. Svo fáum við á okkur alltof mikið af mörkum þegar menn lesa ekki varnarleikinn. Við komum okk- ur þrisvar inn í leikinn þegar við spil- uðum vel í sókn og vörn, sem skilaði góðum hraðaupphlaupum en menn tóku þá of oft rangar ákvarðanir og skot sem skilaði Fram hraðaupp- hlaupum. Heilt yfir vorum við ekki jafn heilsteyptir eins og í síðasta leik. Það komu gloppur á milli þegar við duttum verulega langt niður en sprengdum þess á milli og áttum færi á að komast inní leikinn. Liðið er gjörbreytt frá því fyrir jól og þó við höfum spilað mikið af æfinga- leikjum þá vantar talsvert uppá að það sé eins gott og þegar lönduðum sigrum fyrir jól. Við vinnum ekkert lið með því að fá á okkur 38 mörk og sóknarnýtingu undir 50 prósentum.“ Stefán B. Stefánsson fór á kostum og lék vörn Fylkis oft grátt. Hann átti von á meiri mótspyrnu en sagði það ekki aðalmálið. „Þetta er bara spurning um okkur sjálfa. Það átti ekkert sérstaklega að skora úr horn- um, heldur leika eftir skipulagi. Það gekk og okkur tókst að halda haus megnið af leiknum,“ sagði Stefán eft- ir leikinn og var ánægður með stöð- una. „Það var alveg nauðsynlegt að vinna leik því það var nokkuð langt síðan við unnum síðast. Við misstum marga menn í meiðsli en þeir eru að koma aftur til leiks, til dæmis er ég ánægður með Sergei Serenko.“ Framarar léku, eins og oftast, kerfisbundið og voru einbeittir. Stöku sinnum sló aðeins á einbeit- inguna en það stóð stutt yfir. Leik- menn voru oftast yfirvegaðir og nýttu rækilega hver mistök eða sof- andahátt mótherjanna. Sem dæmi um það komu 12 mörk úr hornunum enda léku Stefán og Þorri B. Gunn- arsson á als oddi. Magnús Erlends- son varði oft vel og Sigfús var líf- legur. Minna fór fyrir Jóhanni G. Einarssyni því hafðar voru á honum góðar gætur en fyrir vikið fengu aðr- ir tækifæri til að láta ljós sitt skína. Fylki fatast flugið Íslandsmeistarar Fram unnu örugglega og færðust upp um tvö sæti MÖRG góð nöfn á leikskýrslu og góður sigur í síðasta leik dugði Fylki skammt þegar Fram kom í heimsókn í Árbæinn í gærkvöldi. Á löngum köflum örlaði varla á bar- áttu hjá Fylkismönnum. Þrisvar tókst þeim þó næstum því að vinna upp forskot Fram en sóttu þá í sama farið svo að gestunum úr Safamýrinni var í lófa lagið að vinna örugglega 38:29. Sigurinn færir Fram upp um tvö sæti, í það fjórða, en Fylkir er eftir sem áður í því sjöunda. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Varnarveggur Jóhann Gunnar Einarsson, stórskyttan í liði Framara, sækir að vörn Fylkismanna í Fylkishöllinni í gærkvöldi. Heimir Örn Árnason og Þórir Júlíusson eru til varnar. Eftir Stefán Stefánsson ste@mbl.is            (    )                !  +    # $ %& & $      !   ÞAÐ voru miklar sviptingar hjá Birgi Leifi Hafþórssyni á síðustu fjórum holunum á lokakeppnisdegi opna indó- nesíska meistaramótsins í golfi í gær en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Birgir var á þremur högg- um undir pari eftir 14 holur en hann lék síðustu fjórar holurnar á fjórum höggum yfir pari, þar sem hann fékk tvo skolla (+1) og einn skramba (+2). Hann endaði í 59. sæti á 5 höggum yfir pari sam- tals af alls 68 kylf- ingum sem komust í gegnum nið- urskurð- inn en alls léku 146 kylfingar á mótinu. Birgir lék á 71, 72, 74 og 72 höggum á mótinu en par vallarins er 71 högg. Miko Ilonen frá Finnlandi sigraði en hann lék samtals á 9 höggum undir pari. Þetta er fyrsti sigur hans á Evr- ópumótaröðinni og fékk hann um 12 millj. kr. í verð- launafé. Birgir Leifur fékk rúmlega 200.000 kr. fyrir árangurinn og er hann í 217. sæti á peningalista Evr- ópumótaraðarinnar. Birgir þarf að vera í hópi 125 efstu á þessum lista í haust til þess að halda sæti sínu á mótaröðinni. Skin og skúrir hjá Birgi Birgir Leifur Hafþórsson BJÖRGVIN Björgvinsson, skíðamaður frá Dalvík, náði komast í seinni umferð svig- keppninnar á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð á laugardag en hann féll í henni eftir að hafa byrjað vel í efri hluta brautarinnar. Björgvin missti jafnvægið á mikilli ferð og féll á bakið. Björgvin renndi sér fyrstur keppenda nið- ur brekkuna í seinni umferð en hann var tæplega 5 sekúndum á eftir sigurvegaranum Mario Matt frá Austurríki eftir þá fyrri. Enskur þulur á sjónvarpsstöðinni Euro- sport sagði að íslenska skíðasambandið gæti verið hreykið af árangri Björgvins sem var með rásnúmer 53 í fyrri ferðinni og náði að þoka sér upp í 30. sæti fyrir seinni ferðina. Þul- irnir höfðu það á orði að það væri erfitt fyrir alla skíðamenn að renna sér fyrstir í síðari ferð á stór- móti. HM lauk í gær með liðakeppni en þar náðu Austurríkismenn að rétta sinn hlut hvað varðar fjölda verðlauna. Aust- urríki fékk alls 9 verðlaun á mótinu sem skiptust jafnt í gull, silfur og brons. Svíar voru næstir með þrenn gull- verðlaun, tvö silfur og tvö brons. Austurríki með góðan endasprett Björgvin Björgvinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.