Morgunblaðið - 19.02.2007, Side 9

Morgunblaðið - 19.02.2007, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2007 9 Kristján ÖrnSigurðsson og Ólafur Örn Bjarnason voru í byrjunarliði Brann sem tapaði fyrir KR-ingum, 4:0, á æf- ingamótinu á La Manga á Spáni. Kristján, sem er stíga upp úr meiðslum, lék fyrri hálfleikinn en Ólafur Örn lék allan tímann. Ár- mann Smári Björnsson kom ekkert við sögu.    Þessi sigur KR-inga var sá stærstiá norsku liði frá upphafi. KR- ingar lögðu Hamar, 6:3, árið 1949.    Inter frá Mílanó setti met er liðiðsigraði í 16. leiknum í röð í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu en Inter lagði Cagliari 1:0 á heimavelli sínum. Ekkert lið í stærstu deildum Evrópu hefur náð að sigra í 16 leikj- um í röð. Bayern München sigraði í 15 leikjum í röð í þýsku deildinni á sínum tíma og Real Madrid gerði slíkt hið sama í Spánarsparkinu.    Argentínumaðurinn Nicolas And-res Burdisso skoraði sig- urmark Inter gegn Cagliari eftir að- eins 5 mínútur en Svíinn Zlatan Ibrahimovic lagði upp markið. Ibra- himovic hefur sagt að hann hafi ekki áhuga á því að leika fyrir sænska landsliðið á ný en hann var rekinn úr landsliðshópnum í fyrra fyrir brot á útivistarreglum landsliðsins.    AC Milan verður án Filippo In-zaghi í leiknum gegn Celtic í Meistaradeildinni á þriðjudaginn. Inzaghi hefur ekki náð sér af meiðslum en þessi 33 ára gamli framherji hefur skorað þrjú mörk fyrir Mílanóliðið í Meistaradeildinni á tímabilinu.    Brasilíumað-urinn Ro- naldo skoraði tví- vegis fyrir sitt nýja lið, AC Mil- an, í 4:3-sigri liðs- ins gegn Siena. Hann skoraði fyrsta mark leiks- ins með skalla og hann kom liðinu í 3:2. Massimo Maccarone jafnaði fyrir Siena í 3:3 en sjálfsmark varnarmanns Siena tryggði Milan sigur. Ronaldo var tekinn útaf rétt undir lok leiksins í stöðunni 3:3 og var hann ekki ánægður með að vera tekinn útaf. Milan er með 33 stig eftir 23 leiki en liðið hóf leiktíðina með 8 stig í mínus.    Danski framherjinn Peter Lö-venkrands sem leikur með Schalke verður frá keppni í sex til átta vikur. Lövenkrands meiddist á ökkla þegar Schalke gerði 2:2 jafn- tefli við Wolfsburg í þýsku 1. deild- inni. Fólk folk@mbl.is Þetta var annað mark Brynjars á leiktíðinni en hann skoraði fyrsta markið í 6:0 sigri á Íslendingaliðinu West Ham á nýársdag en í þeim leik meiddist Brynjar og spilaði sinn fyrsta leik gegn United eftir þau meiðsli. Fannst vera hundrað manns fyrir framan markið ,,Það var alveg frábært að sjá boltann fara inn. Mér fannst vera hundrað manns fyrir framan markið en einhvern veginn tókst mér að stýra boltanum í einu glufuna,“ sagði Brynjar Björn en skalli hans eftir hornspyrnu fór í slá og inn án þess að Pólverjinn Tomasz Kuszc- zak, sem stóð á milli stanganna hjá United, kæmi nokkrum vörnum við. Það sló þögn á flesta þeirra 70.608 áhorfenda sem voru á Old Trafford þegar Brynjar skoraði líkt og á Stade de France í París um árið þegar Brynjar skoraði fyrra mark Íslands í 3:2 ósigri gegn Frökkum sem voru þá ríkjandi heimsmeist- arar. Svipuð tilfinning og á Stade de France ,,Það er gaman að skora í svona stórleikjum og ég fann fyrir svipaðri tilfinningu og þegar ég skoraði á Stade de France. Það er engin ósk- astaða að þurfa að spila fjóra leiki við Manchester United á sama tíma- bili. Þetta er með erfiðari leikjum sem maður spilar en það er líka gaman að mæta þeim,“ sagði Brynj- ar Björn. Michael Carrick kom United yfir á lokamínútu fyrri hálf- leiks með þrumuskoti og í síðari hálfleik fengu liðsmenn United færi til að auka forystuna en Ástralinn Adam Federici var í stuði í marki Reading og eins fóru leikmenn United illa að ráði sínu. Sérstaklega þó Cristiano Ronaldo sem á hreint óskiljanlegt hátt skaut framhjá úr sannkölluðu dauðafæri. Engin óskastaða að mæta Man- chester United fjórum sinnum ,,Þetta gekk upp hjá okkur sem við ætluðum að gera. Við breyttum leikskipulaginu og lékum fimm manna vörn og spiluðum mikið mað- ur á mann sem er krefjandi. Við höfðum heppnina með okkur því United fékk nokkur góð færi en auðvitað þarf lukkan að vera með manni gegn liði eins og Manchester United. Við fengum aukakraft eftir jöfnunarmarkið og við sóttum jafn mikið og þeir á lokakaflanum og það hefði alveg getað dottið annað mark hjá okkur,“ sagði Brynjar Björn. Brynjar og Ívar, sem var fyrirliði, léku allan leikinn í vörninni og áttu báðir skínandi leik og voru með þeim bestu í liði Reading, sem tap- aði síðast leik hinn 30. desember en þá beið liðið ósigur fyrir Manchester United, 3:2, í deildinni. Síðan hefur Reading leikið níu leiki og hefur í þeim unnið sjö og gert tvö jafntefli. Brynjar frábær Steve Coppell, knattspyrnustjóri Reading, hrósaði Brynjari í hásterkt eftir leikinn. ,,Brynjar var frábær allan leikinn. Hann er góður leik- maður og spilar vel í öllum stöð- unum sem hann leikur í fyrir okkur. Það er alltaf hægt að stóla á hæfi- leika hans í sköllunum og hann sýndi mikla hæfni með því koma boltanum í slánna og inn,“ sagði Coppell. Tottenham fór illa með Fulham Tottenham lék granna sína í Ful- ham grátt á Craven Cottage, heima- velli Fulham, í gær en ,,Spurs“ vann stórsigur, 4:0. Írski landsliðsmaðurinn Robbie skoraði tvö fyrstu mörkin fyrir Tott- enham og voru þau nánast alveg eins. Há sending barst inn að víta- teig Fulham á Egyptann Mido. Hann skallaði til Keane sem skoraði með viðstöðulausu skoti. Keane skoraði á 7. og 67. mínútu og búlg- arski landsliðsmaðurinn Dimitar Berbatov innsiglaði stórsigur Tott- enham með tveimur mörkum á síð- ustu tíu mínútum leiksins en Berba- tov kom inná sem varamaður á 73. mínútu fyrir Mido. Heiðar Helguson var í byrjunar- liði Fulham, lék í framlínunni ásamt Brian McBride, en báðum var skipt út af um miðjan seinni hálfleik. Ítal- inn Vincenzo Montella, sem leysti Heiðar af hólmi, fékk að líta rauða spjaldið á lokamínútunni fyrir að gefa Robbie Keane olnbogaskot. ,,Það er alltaf að spila gegn Ful- ham á þeirra heimavelli en það var meiri sigurvilji í okkar herbúðum og það var afar þýðingarmikið fyrir okkur að komast áfram. Mér fannst góður kraftur í liðinu og vonandi er þetta upphafið af einhverju meira,“ sagði Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham. ,,Mér tókst að stýra bolt- anum í einu glufuna“ Reuters Fögnuður Brynjari Birni Gunnarsssyni fagnað eftir markið glæsilega gegn Manchester United á Old Trafford. BRYNJAR Björn Gunnarsson tryggði Reading annan leik gegn Manchester United í 5. umferð ensku bikarkeppninnar á Old Traf- ford á laugardaginn þegar hann jafnaði metin gegn toppliði úrvals- deildarinnar með glæsilegu skalla- marki um miðjan síðari hálfleik. Liðin verða því að mætast aftur á Madejski-vellinum í Reading hinn 27. þessa mánaðar. Tottenham fór hins vegar létt með Fulham í gær en 4:0 urðu lokatölurnar á Craven Cottage, heimavelli Fulham. Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is EIÐUR Smári Guðjohnsen fékk að spreyta sig í 64 mínútur í fremstu víglínu með Barce- lona á útivelli gegn Valencia í gær í Spán- arsparkinu. Landsliðsfyrirliðinn átti fína spretti í leiknum. Miguel Angulo og David Silva komu heimamönnum í 2:0 í upphafi síð- ari hálfleiks en Ronaldino minnkaði muninn með sínu 16. marki í uppbótartíma. Barcelon er með 46 stig í efsta sæti ásamt Sevilla sem lagði Atlético Madrid í gær, 3:1. Valencia er með 42 stig og Real Madrid er einnig með 42 stig eftir markalaust jafntefli gegn Real Bet- is á laugardag. Þar fékk David Beckham rautt spjald á 90. mín- útu en hann fékk tækifæri í byrjunarliðinu hjá þjálfaranum, Fa- bio Cappello. Ítalski þjálfarinn tók m.a. upp hanskann fyrir Beckham eftir leikinn og sagði ákvörðun dómarans ranga. Eiður fékk tækifæri Eiður Smári Guðjohnsen SCHALKE missti af gullnu tækifæri til að ná sjö stiga forskoti á toppi þýsku 1. deild- arinnar í knattspyrnu þegar liðið missti niður tveggja marka forskot gegn Wolfs- borg. Liðin skildu jöfn, 2:2 og skoraði Ke- vin Kuranyi bæði mörk Schalke og Diego Klimowicz gerði bæði Wolfsbrgar. Werder Bremen tapaði þriðja leik sínum á tímabilinu þegar liðið tapaði fyrir Ham- borg, 2:0. Hollendingurinn Rafael van der Vaart skoraði bæði mörkin úr víta- spyrnum. Hvorki gengur ré rekur hjá Bayern München en Bæjarar urðu að láta í minni pokann fyrir Alemannia Aachen, 1:0. Al- exander Klitzpera skoraði sigurmarkið. Bayern er í fjórða sæti, 12 stigum á eftir toppliði Schalke. Enn tapar Bayern Kevin Kuranyi skoraði tvö. KR-INGAR tóku sig saman í andlitinu eftir skellinn gegn Lilleström í síðustu viku þeg- ar liðið burstaði Brann, 4:0, á æfingamótinu á La Manga. Atli Jóhannsson skoraði tvö markanna og þeir Sigmundur Kristjánsson og Guðmundur Pétursson gerðu sitt markið hver. Teitur Þórðarson, þjálfari KR, var ósáttur við ummæli Nils Johan Semb fyrr- um landsliðsþjálfara Norðmanna sem vinn- ur nú sem sérfræðingur hjá sjónvarpsstöð- inni TV2. Semb sagði m.a. að mótspyrna þeirra liða sem voru á La Manga væri ekki nógu mikil fyrir norsku liðin. Teitur sagði að Semb hefði átt að halda þessari skoðun fyrir sig. „Við erum ekki komnir á sama stall og norsku liðin en við erum hér til þess að verða betri og spila gegn betri liðum,“ sagði Teitur við Verdens Gang. KR skellti Brann Teitur Þórðarson þjálfari KR.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.