Morgunblaðið - 19.02.2007, Síða 8

Morgunblaðið - 19.02.2007, Síða 8
8 MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ íþróttir Friedel sýndi heimsklassa mark- vörslu þegar honum tókst að verja skot frá Thierry Henry á lokamín- útunum. Justin Hoyte náði frákast- inu og skaut að markinu en Friedel var eins og köttur á milli stanganna og varði skotið. Arsenal, sem fyrir leikinn hafði skorað 81 mark á tíma- bilinu, hafði umtalsverða yfirburði í leiknum en tókst ekki finna leið framhjá Bandaríkjamanninum. Áttum að fá vítaspyrnu ,,Það vantaði einhvern neista í liðið og leikur okkar var full flatur. Liðs- menn Blackburn gerðu í því að drepa leikinn niður og töfðu hann eins og þeir gátu og þeim tókst ætlunarverk sitt. Ég tel að við hefðum átt að fá vítaspyrnu þegar Aliadiere var felld- ur en dómarinn lokaði augunum fyr- ir því. Við vildum svo sannarlega komast áfram með því að vinna þennan leik en við verðum bara að gera það á Eawood Park,“ sagði Ar- sene Wenger, stjóri Arsenal. Áætlun okkar heppnaðist ,,Ég get ekki annað en hrósað frammistöðu minna manna. Okkar áætlanir heppnuðust. Við náðum að halda leikmönnum Arsenal í skefjum og urðum fyrsta enska liðið sem nær að halda Arsenal frá því að skora á Emirates,“ sagði Mark Hughes, knattspyrnustjóri Arsenal. Abramovich mætti á ný Eins og við var búist áttu Eng- landsmeistarar Chelsea greiða leið í 8-liða úrslitin en liðið sigraði 1. deild- arlið Norwich á afar ljótum Stam- ford Bridge velli. Roman Abramo- vich eigandi Chelsea var mættur á sinn stað eftir sex leikja fjarveru og hann sá sína menn skora fjögur mörk. Fyrsta markið lét þó standa nokkuð á sér en Shaun Wright-Phil- lips kom Englandsmeisturum í 1:0 á 39. mínútu og í seinni hálfleik bættu þeir Didier Drogba, Michael Essien og Andriy Shevchenko við þremur mörkum en tvö síðustu mörkin komu á lokamínútunni. ,,Þetta var nú kannski full stórt tap fyrir Norwich. Liðið lék vel og gerði okkur erfitt fyrir í fyrri hálf- leik. Við höfðum heppni með okkur að vera yfir eftir fyrri háfleikinn. Eftir að við bættum við öðru mark- inu var þetta aldrei spurning og ég gat leyft mér að hvíla leikmenn og hefja undirbúning fyrir leikinn gegn Porto í Meistaradeildinni á miðviku- daginn,“ sagði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea. Seigla í WBA deildarlið WBA sýndi mikla seiglu þegar því tókst að ná jöfnu, 2:2 gegn Middlesbrough og það á Riverside. Heimamönnum tókst í tvígang að komast yfir í leiknum. Julio Arca og Yakubu úr vítaspyrnu skoruðu mörkin fyrir Middlesbrough en Diomansy Kamara og gamla brýn- ið Kevin Phillips jöfnuðu metin fyrir gestina. ,,Það er greinilegt að mínir menn eru hrifnir af endurteknum leikjum,“ sagði Gareth Southgate, knatt- spyrnustjóri Middlesbrough en í þriðja sinn í keppninni verður lið hans að fara í endurtekinn bikarleik. ,,Það sat þreyta í okkur eftir leikinn við Bristol í vikunni en lið WBA er úrvalsdeildarlið að ölly leyti nema nafninu til,“ sagði Southgate. Friedel í banastuði BRAD Friedel markvörður Blackburn sá til þess að lið hans fær annað tækifæri gegn Arsenal í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar og það á heimavelli. Friedel sýndi stórbrotna markvörslu á lokamínútum í við- ureign Arsenal og Blackburn á Emirates Stadium en markalaust jafntefli varð niðurstaðan og þurfa liðin að eigast við að nýju á Eawood Park þann 28. febrúar. Chelsea vann öruggan sigur Norwich en Middlesbrough og WBA verða að mætast aftur og það á heimavelli 1. deildarliðsins. Reuters Svekktur Justin Hoyte leikmaður Arsenal sársvekktur eftir að hafa klúðrað dauðafæri undir lok leiksins. Bandaríski markvörðurinn hetja Blackburn sem náði jöfnu gegn Arsenal á Emirates Stadium - Chelsea fór létt í 8-liða úrslitin eftir stórsigur á Norwich Sir AlexFerguson, knattspyrnustjóri Manchester Unit- ed, segir að Steve Coppell, stjóri Reading, verð- skuldi að verða fyrir valinu sem knattspyrnustjóri ársins. ,,Árangur hans með liðið er hreint frábær. Coppell hefur svo náð því besta út úr leikmönnum sínum,“ segir Ferguson en margir spá því að Ferguson verði fyrir valinu.    Hollenski landsliðsmaðurinnKhalid Boulahrouz, sem leik- ur með Chelsea, varð fyrir því óláni að fara úr axlarlið þegar Chelsea burstaði Norwich, 4:0, í 16 liða úr- slitum ensku bikarkeppninnar. Bou- lahrouz verður frá keppni í langan tíma en hann var að leika í dag sinn fyrsta leik í sex vikur eða frá því hann meiddist á hné í leik gegn Aston Villa.    Plymouth hafði betur í baráttunnivið Derby, 2:0, í 5. umferð bik- arkeppninnar en 1. deildar liðin átt- ust við á heimavelli Plymouth. Ke- vin Gallen úr vítaspyrnu og Scott Sinclair skoruðu mörkin, sitt í hvor- um hálfleik.    Darren Moore, varnarmaðurDerby, sem trónir á toppi 1. deildarinnar, á ekki góðar minn- ingar frá leiknum. Hann fékk dæmd- ar á sig tvær vítaspyrnur í leiknum og skoraði Gallen úr annarri þeirra en misnotaði hina. Moore fékk svo að líta sitt annað gula spjald á 65. mínútu og var vikið af velli.    Eggert Magn-ússon, stjórnarformaður West Ham, gagn- rýnir Alan Par- dew, fyrrum knattspyrnu- stjóra félagsins, í viðtali við breska blaðið News of the World í gær en Eggert lét Pardew taka poka sinn og réð Alan Curbishley í stað- inn. Pardew tók við liði Charlton en West Ham og Charlton mætast í sannkölluðum fallbaráttuslag um næstu helgi.    Úkraínski framherjinn AndrejVoronin mun ganga í raðir Liverpool í sumar frá þýska liðinu Bayer Leverkusen. Fjölmiðlar greina frá því í dag að leikmaðurinn hafi samþykkt að gera fjögurra ára samning við Liverpool en hann kem- ur til félagsins án greiðslu þar sem samningur hans við Leverkusen rennur út í sumar.    Iain Dowieverður í dag útnefndur nýr knattspyrnustjóri hjá enska 1. deildar liðinu Coventry en Adrian Heath hefur stýrt liðinu tímabundið eftir að Micky Adams var vikið frá störf- um í síðasta mánuði. Dowie fékk reisupassann hjá Charlton í nóv- ember en þar áður stýrði hann liðum Oldham og Crystal Palace.    Joan Laporta forseti Barcelonasagði í viðtali við breska blaðið Mail on Sunday í gær að félagið hafi ekki gert tilboð í portúgalska lands- liðsmanninn Cristiano Ronaldo, leikmann Manchester United. ,,Við erum ánæðir með leikmannahóp okkar og höfum ekki gert tilboð í neinn leikmann,“ sagði Laporta. Fólk sport@mbl.is DAMIEN Francis tryggði Watford, botnliðinu í ensku úrvalsdeildinni, farseðilinn í 8-liða úrslit ensku bik- arkeppninnar þegar liðið lagði 1. deildarlið Ipswich, 1:0, á Vicarage Road. Francis skoraði eina mark leiksins með skalla tveimur mín- útum fyrir leikslok en heimamenn léku manni fleiri allan seinni hálf- leikinn en George O’Callaghan var vikið af velli á lokamínútu fyrri hálfleiks. Watford hafði heppnina með sér því Ipswich átti tvö skot í markastangirnar og mark var dæmt af liðinu sem þótti mjög um- deildur dómur. ,,Þetta var góður leikur en ég verð að viðurkenna að Ipswich var lengst af leiksins betra en við. En það er frábært að vera komin í 8- liða úrslitin,“ sagði Adrian Bo- othroyd knattspyrnustjóri Watford eftir leikinn en hans menn hafa ver- ið að sækja í sig veðrið í und- anförnum leikjum. ,,Í fótbolta líkt og lífinu þá færðu ekki alltaf það sem þú át skilið. Ég er búinn að sjá markið sem við skoruðum og það var fullkomlega löglegt og ég skil ekki af hverju það var dæmt af og heldur ekki hvers vegna okkar maður var sendur útaf,“ sagði Jim Magilton, stjóri Ipswich. Watford heppið TVÖ mörk á síðustu sjö mínútunum gegn Preston tryggðu Manchester City sæti í 8 liða úrslitum ensku bik- arkeppninnar í gær. City fagnaði sigri, 3:1, á útivelli eftir að hafa lent undir í upphafi leiksins. David Nugent kom 1. deildar lið- inu yfir á 6. mínútu en Michael Ball jafnaði fyrir City tíu mínútum fyrir leikhlé. Það stefndi allt í jafntefli og annan leik á Manchester Stadium en sjö mínútum fyrir leikslok skaut Grikkinn Georgios Samaras bolt- anum í varnarmann Preston og af honum fór boltinn í netið og á loka- mínútunni innsiglaði Stephen Irel- and sigur gestanna með góðu marki en írski landsliðsmaðurinn, sem er 20 ára gamall, framlengdi nýlega samning við Manchester City. Preston hefur ekki tekist að leggja efstu deildar lið að velli í bik- arnum síðan 1979 og engin breyt- ing varð á því í gær. Preston stóð í City

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.