Morgunblaðið - 08.03.2007, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 08.03.2007, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2007 15 ÚR VERINU Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is RÚSSNESK yfirvöld hafa ákveðið að eingöngu sé leyfilegt að flytja sjávarafurðir til Rússlands frá fyr- irtækjum sem skoðuð hafa verið og samþykkt af rússneskum yfirvöld- um og mun Fiskistofa hafa milli- göngu um þær skoðanir. Hefðbund- in vottorð Fiskistofu vegna útflutnings sjávarafurða munu því ekki gilda ein sér vegna útflutnings til Rússlands eins og til allra ann- arra landa. Von er á rússneskum eftirlitsmönnum til landsins fljót- lega. Tugir þúsunda tonna Hið nýja fyrirkomulag á að taka gildi fyrsta apríl næstkomandi. Um 40 fyrirtæki fengu í fyrra vottorð Fiskistofu vegna útflutnings sjáv- arafurða í fyrra. Útflutningur sjáv- arafurða til Rússlands héðan frá Ís- landi byggist fyrst og fremst á síld og loðnu og er um tugi þúsunda tonna að ræða. Gert er ráð fyrir að útflutningi allra loðnuafurða héðan til Rússlands af vertíðinni, sem nú er að ljúka, verði lokið áður en nýja fyrirkomulagið tekur gildi. Norðmenn hafa lent í nokkrum vandræðum vegna þess, einkum hvað varðar útflutning á laxi til Rússlands. Rússar munu taka upp sömu aðferðir í öllum löndum, sem selja þeim sjávarafurðir. Öll önnur ríki sátt við vottorð Fiskistofu „Þetta er alveg furðulegt uppá- tæki hjá Rússunum. Þetta yrði þá fyrsta ríkið í heiminum sem beitir svona gagnvart okkur,“ segir Þórð- ur Ásgeirsson, fiskistofustjóri. „Öll önnur ríki heimila innflutning sjáv- arafurða héðan á grundvelli vott- orða sem Fiskistofa gefur út. Þau staðfesta það að viðkomandi fram- leiðandi sé undir okkar eftirliti og uppfylli allar kröfur um framleiðslu og útflutning sjávarafurða. Þetta er alls staðar tekið gott og gilt. Hvað varðar Evrópska efnahagssvæðið þarf ekki einu sinni vottorð, flæði sjávarafurða er þar frjálst. Þetta er því algjörlega á skjön við það sem hingað til hefur viðgengizt, líka gagnvart Rússum. Þeir hafa hingað til tekið okkar vottorð góð og gild, svo maður veit ekkert hvað er á bakvið þetta. Þarf að greiða kostnaðinn Þeir ganga líka svo langt, að þeg- ar þeir senda menn til að taka út fyrirtækin, þarf einhver annar en þeir, annað hvort stjórnvöld eða fyrirtækin sjálf, að borga ferðir þeirra til og frá landinu, ferðakostn- að innan lands, hótel, mat og háa dagpeninga þar ofan á. Fyrir utan túlka. Þetta er því verulegur kostn- aður.“ Hvað hefur gerzt í þessu máli til þessa? „Þeir sendu hingað þrjá menn í janúar og þeir skoðuðu 14 fyrirtæki og skip. Síðan áttum við langa fundi með þeim, þar sem við sýndum þeim kerfið okkar og kynntum þeim hvað við værum að gera. Við vorum að vonast til þess að niðurstaðan af því yrði að þeir myndu viðurkenna okkur, þannig að útflutningurinn gæti gengið áfram á grundvelli vott- orða frá okkur. Það reyndist ekki. Þeir ætla að búa til sinn eigin lista og aðrir fá ekki að flytja út til þeirra nema þeir, sem á þennan lista komast. Við erum að bíða eftir skýrslunni frá heimsókninni í jan- úar. Þeir sögðu þá að af þessum 14 fyrirtækjum þyrftu þrjú að gera meiriháttar lagfæringar á húsnæði. Hvað það er vitum við ekki. Allir þurfa að gera einhverjar smá lag- færingar, en þeir töldu að 11 fyr- irtæki af þessum 14 myndu komast á listann hjá þeim, en hin þrjú gætu komizt inn eftir lagfæringar og Rússarnir væru búnir að skoða þau aftur. Þeir ætla að senda hingað sveit manna alveg á næstunni til að taka út þau fyrirtæki sem þess óska. Það liggur ekki alveg fyrir hvað þetta kostar en miðað við heimsóknina í janúar gæti upphæðin verið nálægt 200.000 krónum á fyrirtæki. Fyrir stóru fyrirtækin skiptir það kannski ekki miklu máli, en vegur þyngra fyrir þau smærri. Það fengu um það bil 40 vottorð hjá Fiskistofu vegna útflutnings til Rússlands á síðasta ári. Það má því reikna með að 20 til 25 fyrirtæki bætist við nú. Það er ákaflega ógeðfellt að þurfa að kyngja svona. Þetta er afar slæmt fordæmi, ef aðrir fara að taka upp á hinu sama. Þeir munu hins vegar örugglega ekki komast upp með þetta áfram eftir að þeir eru orðnir aðilar að Heimsviðskipta- stofnuninni, WTO. Þetta gengur al- veg þvert á allar viðskiptavenjur og reglur, sem í gildi eru. Það eina jákvæða sem hefur kom- ið fram í þessu máli er að á fundi okkar í Moskvu í síðustu viku kom fram að eftirlit og eftirfylgni gæti orðið á hendi Fiskistofu. Eins ef einhver ný fyrirtæki vildu bætast á listann,“ segir Þórður Ásgeirsson. Furðulegt uppátæki Morgunblaðið/Albert Kemp Fiskur Það eru aðallega síld og loðna, sem er flutt héðan til Rússlands. Út- flutningurinn nemur tugum þúsunda tonna á ári. ‘07 70ÁR Á FLUGI HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ W W W. I C E L A N DA I R . I S MADRID MINNEAPOLIS – ST. PAUL ORLANDO BOSTON HALIFAX GLASGOW LONDON STOKKHÓLMUR HELSINKI KAUPMANNAHÖFN OSLÓ BERLÍN FRANKFURT MÜNCHEN MÍLANÓ AMSTERDAM BARCELONA MANCHESTER PARÍS NEW YORK BALTIMORE – WASHINGTON REYKJAVÍK AKUREYRI BERGEN GAUTABORG *Á mann í tvíbýli á Copley Square Hotel *** í Boston 26.–29. apríl og 29. nóv.–2. des. Innifalið: Flug báðar leiðir, flugvallarskattar og gisting. Ferðaávísun gildir ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 3 65 68 0 3 /0 7 FLUG OG GISTING Í 3 NÆTUR FRÁ 54.900* KR. FENWAY „Þú ert ekki maður með mönnum nema að kíkja á Fenway sem er leikvangur hafnaboltaliðsins Boston Red Sox. Þetta er einn elsti leikvangur Bandaríkjanna og er þess vegna lítill og frekar lúinn. Það gerir hann þó bara þeim mun meira sjarmerandi. Pylsur og bjór eru það eina sem kokkurinn mælir með þar.“ + Allar nánari upplýsingar á www.icelandair.is NÝI BÆKLINGURINN ER KOMINN ÚT BORGMÍN BOSTON ALLT AÐ TVISVAR Á DAG Í SUMAR MAGNÚS EÐVALD BJÖRNSSON DOKTOR Í TÖLVUNARFRÆÐI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.