Morgunblaðið - 08.03.2007, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2007 19
MENNING
LACE
sokkabuxur
fylgir hverri Oroblu vöru
Kaupauki
á n‡ju sumarvörunum frá Oroblu í
Lyfju í dag, á morgun og laugardag:
Stuttermabolur
Föstudag, kl. 13-17 á Smáratorgi
Föstudag, kl. 13-17 á Laugavegi
Fimmtudag, kl. 14-18 í Gar›abæ
Fimmtudag, kl. 14-18 í Setbergi
Laugardag, kl. 12-16 í Smáralind
BANDARÍSKA söngkonan Dolly
Parton hélt tónleika í Horsens í
Danmörku síðastliðinn þriðjudag.
Tónleikarnir
voru þeir fyrstu í
nýrri Evrópu-
tónleikaferð am-
erísku kántrídív-
unnar. Reyndar
eru um 28 ár síð-
an Dolly hélt síð-
ast tónleika á
Norðurlöndunum
og aðdáendur
hennar á norð-
urslóðum því búnir að bíða augna-
bliksins lengi.
Úlfhildur Flosadóttir var meðal
þeirra sem sóttu tónleikana og seg-
ir stemninguna þar hafa verið „ríf-
andi“.
„Það var því mikil eftirvænting
og spenna var í salnum áður en tón-
leikarnir byrjuðu, og var fólk byrj-
að að klappa 10 mínútum áður en
Dolly steig á svið,“ segir Úlfhildur.
„Á fyrri hluta tónleikanna tók
Dolly nokkur vinsæl „bluegrass“
lög. Þó virtist svo sem viðstaddir
væru ekki allir í stuði, hugsanlega
vegna þess að þeir þekktu ekki lög-
in og tónleikarnir fóru því rólega af
stað.“ Dolly brást þó ekki skyldum
sínum og söng líka þekkt lög eins
og „Jolene“ og „Coat of Many Co-
lors“, sem fengu gríðargóðar und-
irtektir að sögn Úlfhildar.
„Í seinni hálfleik var meira um
lög sem almenningur þekkti. Þar á
meðal voru; „Here You Come Ag-
ain“, „Islands in the Stream“ og
„Apple Jack“. Allir sungu með og
klöppuðu og voru í fullu fjöri, en
það var ekki fyrr en komið var að
laginu „9 to 5“ að allt varð brjálað
og húsið nánast skalf,“ segir Úlf-
hildur.
Dolly Parton heldur 22 tónleika í
Evrópuferðinni, sem nær til Norð-
urlandanna, Hollands og Bretlands-
eyja, og uppselt er á þá alla, nema á
tónleika á Wembley í Lundúnum
19. mars.
Dolly í
Danmörku
Í fyrsta sinn í 28 ár
Dolly Parton
JENNA Bush,
dóttir George W.
Bush Bandaríkja-
forseta, mun
skrifa bók sem
byggist á reynslu
hennar sem
kauplaus lærling-
ur hjá Barnahjálp
Sameinuðu þjóð-
anna, UNICEF, í
löndum Rómönsku-Ameríku. Bókin,
sem nefnist Saga Önnu: Vonarferð
(Ana’s Story: A Journey of Hope)
mun hverfast um 17 ára mun-
aðarlausa, einstæða móður með
HIV-smit. HarperCollins-útgáfan
hefur fest sér útgáfuréttinn fyrir
ótilgreinda upphæð sem talinn er
nema andvirði um 20 milljóna króna,
samkvæmt því sem fram kemur í
breska dagblaðinu The Guardian.
Mun „hluti“ af hagnaði bæði höfund-
arins og útgáfufyrirtækisins renna
til bandarískrar landsnefndar UNI-
CEF.
„Vinna mín með ungu fólki í Mið-
og Suður-Ameríku hefur fyllt mig
mikilli andagift,“ er haft eftir Bush.
„Þetta unga fólk hefur mátt þola
ótrúlegt harðræði og mismunun en
býr yfir miklum krafti og sterkum
vilja til að ná langt. Það er von mína
að með bókinni takist mér að hvetja
unga Bandaríkjamenn til að með-
taka betur annað ungt fólk í heim-
inum, að kynna sér þær áskoranir
sem það glímir við, hvernig það sigr-
ast á mótlæti og til að leggja sitt að
mörkum til að hjálpa þeim.“
Stefnt er að útgáfu með haustinu.
Bush
skrifar bók
Jenna Bush
HLJÓMSVEITIN Drep held-
ur tónleika á veitingahúsinu
Dillon í kvöld. Á efnisskránni
verða gömul og ný lög. Frítt er
á tónleikana sem hefjast klukk-
an 23. Sveitin var stofnuð í
Kaupmannahöfn fyrir tæpum
tíu árum og hefur gefið út eina
plötu, Dr.Ep., sem út kom árið
2001. Hljómsveitin hefur hins
vegar legið í dvala í nokkur ár.
Liðsmenn sveitarinnar eru
einnig þekktir fyrir verk sín með hljómsveitum á
borð við HAM, Hún Andar, Bless og Sororicideen.
Þetta eru þeir Kristinn Magnússon, Flosi Þor-
geirsson, Pétur Þórðarson og Unnar Bjarnason.
Tónlist
Hljómsveitin Drep
snýr aftur á Dillon
Flosi
Þorgeirsson
RÚNAR Helgi Vignisson flyt-
ur í dag fyrirlestur undir yf-
irskriftinni „Gengið í Barn-
dóm, vikið að Vansæmd“
klukkan 16.30 í Lögbergi. Er
erindið þáttur í fyrirlestraröð-
inni „Þýðing öndvegisverka“ á
vegum Stofnunar Vigdísar
Finnbogadóttur. Rúnar Helgi
mun segja frá glímunni við
bókmenntaverk frá fjarlægum
og framandi menningarheimi í
tengslum við þýðingar sínar á verkum suður-
afríska nóbelsverðlaunahafans J.M. Coetzee en
hann hlaut m.a. Íslensku þýðingarverðlaunin 2005
fyrir þýðingu sína á Barndómi eftir Coetzee.
Fyrirlestur
Rúnar Helgi ræðir
þýðingar á Coetzee
Rúnar Helgi
Vignisson
FÉLAG þjóðfræðinga á Ís-
landi stendur fyrir þjóðlaga-
tónleikum undir yfirskriftinni
„Konan“. Tilefnið er alþjóð-
legur dagur kvenna. Mun
hljómsveitin Funi, skipuð þeim
Báru Grímsdóttur og Chris
Foster, flytja þjóðlög frá Ís-
landi og Englandi. Þau Bára og
Chris syngja, leika á gítar,
kjöltuhörpu (kantele), langspil
og íslenska fiðlu. Auk þess
fylgir myndasýning tónlistarflutningnum.
Tónleikarnir verða í Norræna húsinu og hefjast
klukkan 20. Miðaverð er 1.500 krónur og er vakin
athygli á því að ekki er kortavél á staðnum.
Tónlist
Þjóðlög á alþjóð-
legum degi kvenna
Bára
Grímsdóttir
Eftir Flóka Guðmundsson
floki@mbl.is
„OKKUR finnst mikilvægt að bæta
umfjöllun um heimildarmyndir við
þá vakningu í óhefðbundinni kvik-
myndagerð sem átt hefur sér stað á
Íslandi undanfarið,“ segir kvik-
myndafræðingurinn og listamað-
urinn Emiliano Monaco um metn-
aðarfull markmið nýstofnaðs félags
um heimildarmyndagerð, Reykjavík
Documentary Workshop (RDW)
„Við viljum vera leiðandi afl meðal
heimildarkvikmyndagerðarfólks hér
á landi og ryðja brautina fyrir al-
þjóðlegt samstarf,“ heldur Emiliano
áfram en til félagsins hefur hann
stofnað ásamt eiginkonu sinni,
Ólöfu Gerði Sigfúsdóttur mann-
fræðingi, og heimspekingnum Að-
alheiði Guðmundsdóttur.
Leikstjórar með námskeið
Til að ná settu marki hyggst fé-
lagið m.a. reglulega bjóða til lands-
ins virtum heimildarmyndaleik-
stjórum sem auk þess að vera
viðstaddir sýningu eigin mynda
munu leiða námskeið í list heimild-
arkvikmyndagerðarinnar. Þegar
hafa tveir leikstjórar haldið nám-
skeið á vegum félagsins; rússnesk-
hollenski leikstjórinn Aliona van
der Horst kom með mynd sína
Raddir Bam (Voices of Bam), um
eftirmál mikils jarðskjálfta í borg-
inni Bam í Suður-Íran, og í síðustu
viku var hinn ísraelski Micha X.
Peled viðstaddur sýningu á mynd
sinni China Blue.
„Námskeiðin eru öllum opin en
þó sérstaklega ætluð kvikmynda-
gerðarfólki, listamönnum og nem-
endum í kvikmyndafræðum og list-
um,“ útskýrir Emiliano. „Fyrstu
námskeiðin tókust mjög vel en
næst mun hin sænska Malin And-
erson halda námskeið í tengslum
við myndina Belfast-stúlkur (Bel-
fast Girls).“
Mánaðarlegar sýningar
„Ég skipulagði námskeið við Há-
skóla Íslands um heimildarmyndir,
sem er hluti af meistaranámi í hag-
nýtri menningarmiðlun og hefur
námsbrautin styrkt námskeiðin.
Svo stendur einnig til samstarf við
ReykjavíkurAkademíuna og
Listaháskóla Íslands,“ svarar Emil-
iano spurður um fjármögnun á
starfsemi félagsins. „Svo hefur
Kvikmyndamiðstöð Íslands styrkt
okkur. Við erum ekki enn búin að
fjármagna allt árið en þó hluta af
því. Okkur finnst mikilvægt að
RDW verði sjálfstætt félag en vilj-
um mjög gjarnan vera í samstarfi
við aðila úr fjölbreyttum áttum.“
Félagið mun sömuleiðis standa
fyrir mánaðarlegum sýningum á at-
hyglisverðum heimildarmyndum.
Segir Emiliano þær sýningar í sam-
vinnu við annað nýstofnað kvik-
myndafélag, Fjalaköttinn, og fara
þær fram í Tjarnarbíói.
Hann segir það einnig eitt af
metnaðarmálum félagsins að koma
á fót safni bóka, myndbandsspólna
og mynddiska sem tengist heimild-
armyndum með einum eða öðrum
hætti. Vöntun á slíku efni sé enda
mikil á Íslandi.
„Í dag samanstendur safnið af
um 30–35 bókum og öðru eins af
myndum. Það er sem stendur stað-
sett í vinnuaðstöðu minni hjá Sam-
bandi íslenskra myndlistarmanna
en við erum á höttunum eftir
stærra húsnæði til að hýsa það í
framtíðinni,“ segir hinn geðþekki
Ítali og ítrekar að lokum að safnið
standi öllum opið.
Heimur heimildarmynda
Nýstofnað félag vill auka umræðu um heimildarmyndir á Íslandi og hyggst m.a.
standa fyrir reglulegum sýningum og heimsóknum virtra leikstjóra til landsins
Morgunblaðið/ÞÖK
Stofnendur Emiliano Marco og Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, tveir þriggja
stofnenda heimildamyndafélagsins Reykjavík Documentary Workshop.
Í HNOTSKURN
» Markmið RDW er að kynnaáhuga- og fagfólki á Íslandi
nýjar víddir í heimildarmynda-
gerð.
» Hinn 29. mars nk. mun MalinAnderson halda námskeið á
vegum RDW og fjalla m.a. um
mynd sína Belfast-stúlkur þar
sem fylgst er með tveimur ung-
um konum, mótmælanda og kaþ-
ólikka.
» Næsta mynd sem sýnd verð-ur á vegum félagsins í Tjarn-
arbíói er I for India eftir Sand-
hya Suri, 12. mars nk.
♦♦♦