Morgunblaðið - 08.03.2007, Síða 20

Morgunblaðið - 08.03.2007, Síða 20
20 FIMMTUDAGUR 8. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ ÞAÐ nýmæli að bjóða nemendum og starfsmönnum upp á hafragraut, endurgjaldslaust, áður en kennsla hefst að morgni hefur hlotið góðar viðtökur í Brekkuskóla á Akureyri. Bergþóra Þórhallsdóttir, aðstoð- arskólastjóri, sá frétt í Morg- unblaðinu síðastliðið haust um að skóli í Reykjavík hefði bryddað upp á þessu, fannst það sniðugt og ákvað að prófa. Foreldrum var greint frá hug- myndinni í síðustu viku og tilraunin hófst í Brekkuskóla á mánudaginn. Þá mættu tæplega 100 börn í morg- unverð í skólanum, um 120 á þriðju- daginn og álíka mörg í gær. Alls eru 540 börn í Brekkuskóla. „Margir vilja prófa og við hvetj- um krakkana til þess,“ sagði Berg- þóra við Morgunblaðið. Viðbrögð aðstandenda hafa verið einstök, segir hún. „Foreldrar og afar og ömmur hafa stoppað mig úti á götu eða í búðinni til þess að lýsa ánægju sinni með þetta og netpósti rignir yfir okkur,“ sagði hún. Öll þau börn sem Morgunblaðið ræddi við voru himinlifandi að fá graut í skólanum fyrir kennslu. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Góðgæti Hálfsysturnar Kolbrún Ýr, 9 ára, og Helena Dís, 6 ára, voru alsælar með grautinn og fannst hann góður. Sögðust vanar því að borða hafragraut heima hjá sér á morgnana og vonuðu að hann yrði áfram í boði í skólanum. Fá hafra- graut í bítið í skólanum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kurteis Börnin mynduðu einfalda röð, fengu graut í skál og svo mjólk út á. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Vesturbær | Magnús Ingi Erlings- son, framkvæmdastjóri Fasteigna- félagsins Nýju Jórvíkur ehf., segist vera undrandi á hve hægt gengur að ljúka skipulagsvinnu á Slippasvæð- inu við Mýrargötu í Reykjavík og kallar eftir úrlausn skipulagsmála á svæðinu. Seinagangur Nýja Jórvík hyggst reisa byggingu með 61 íbúð á lóð Mýrargötu 26, þar sem Hraðfrystistöðin var áður. Íbúð- irnar eru svonefndar loftaíbúðir að erlendri fyrirmynd með allt að fimm metra lofthæð. Magnús Ingi Erlings- son segir að það taki um 14 til 16 mánuði að ljúka framkvæmdum en þær geti ekki hafist þar sem ekki sé búið að ganga frá skipulagi svæðis- ins. Fyrra deiliskipulag hafi verið ógilt í lok júlí á liðnu ári, það hafi ver- ið auglýst aftur og frestur til að gera athugasemdir hafi runnið út 20. des- ember. Athugasemdir við deiliskipu- lagið hafi verið kynntar á fundi skipu- lagsráðs 17. janúar og síðan hafi málinu verið frestað. Það hafi ekki verið tekið fyrir aftur þrátt fyrir nokkra fundi. „Það vekur furðu okkar að þetta mál skuli ekki hafa verið afgreitt,“ segir Magnús Ingi og bendir á að fé- lagið hafi beðið eftir úrlausn mála frá 2003. Í fyrrasumar hafi fengist þau svör að það tæki um fjóra mánuði að ljúka málinu en nú séu liðnir átta mánuðir og lausn ekki í sjónmáli. „Við teljum að þetta sé mjög óeðli- legt,“ segir hann. Magnús Ingi bætir við að fyrri skipulög hafi verið kynnt og í raun hafi engar grundvallar- breytingar verið gerðar á nýja skipu- laginu. Nokkrir opnir kynningar- fundir hafi verið haldnir, nánast talað við alla sem hagsmuna eiga að gæta á svæðinu og reynt að vinna með fram- komnar hugmyndir. „Við erum undr- andi á því hvað það tekur gríðarlega langan tíma að ljúka málinu,“ segir hann. Umferðin í stokk Undanfarna daga hefur verið mikil umræða um byggingu stokka á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Magnús segir að hornsteinn uppbyggingar á Slippasvæðinu felist í því að setja um- ferðina í stokk til að geta tengt vest- urbæinn við nýju byggðina. Þetta hafi verið rætt í mörg ár en nú sé allt í einu verið að tala um seinkun þessara framkvæmda. Það þýði að byggð verði löngu risin áður en hugsanlega verði ráðist í gerð stokksins og það kalli á enn frekari vandamál. „Þá ótt- ast ég jafnvel að stokkurinn komi aldrei en með nýja skipulaginu var hugsunin sú að forðast að skera hverfið í sundur með hraðbrautum framan við strandlengjuna eins og þekkt er úr Skuggahverfinu. Á sama tíma er verið að ræða um aðra stokka en við teljum að yfirvöld eigi að setja í forgang að ljúka afgreiðslu þeirra mála sem hafa verið til skoðunar og umræðu síðustu ár áður en ákveðið er að ráðast í önnur sambærileg verk- efni,“ segir Magnús Ingi Erlingsson. Kalla eftir úrlausn skipu- lagsmála á Slippasvæðinu Stokkur VA arkitektar ehf., Björn Ólafs arkitekt, Landmótun ehf. og verk- fræðistofan Hönnun hf. hafa unnið tillögu að rammaskipulagi Mýrargötu og slippasvæðisins í samráði við skipulags- og byggingarsvið og umhverfis- og tæknisvið Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafnir (áður Reykjavík- urhöfn). Lagt er til að byggja 370 metra langan stokk neðanjarðar milli gatnamóta Ægisgötu og hringtorgs við Ánanaust. Reykjanesbær | Vísbendingar eru um að svifryk í Reykjaneshöllinni hafi minnkað eftir að byrjað var að hreinsa gervigrasið með sérstökum tækjum í fyrradag. Mikið ryk og önnur óhreinindi voru í grasinu- .Unnið var að mælingum síðdegis í gær og þær verða lagðar fyrir Heil- brigðisnefnd Suðurnesja í dag. Mælingar Heilbrigðiseftirlits Suð- urnesja hafa sýnt að svifryk í Reykjaneshöllinni er yfir heilsu- verndarmörkum sem gilda um loft- mengun utan dyra. Ríkharður F. Friðriksson, fulltrúi hjá Heilbrigðis- eftirlitinu, segir að svifrykið sé undir hættumörkum á morgnana en fari langt yfir mörkin um miðjan dag þegar notkunin er mest. Til álita hef- ur komið hjá Reykjanesbæ að kaupa nýtt gervigras á Reykjaneshöllina. Þó var ákveðið að reyna fyrst hvort hægt væri að hreinsa rykið með sér- stökum tækjum. Fékk bærinn frest til að láta á það reyna. Ragnar Örn Pétursson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, var vongóður um árangur þegar hann fylgdist með mælingum í gær en sagði að niður- stöðurnar lægju fyrir í dag. Hann sagði ljóst að halda yrði áfram hreinsun til að koma ástandinu í lag og bjóst við að í framtíðinni yrði að hreinsa grasið einu sinni í viku. Vélin er eins konar ryksuga. Hún tekur upp sandinn í grasinu, hreins- ar hann og skilar honum til baka. Eftir verður í síum vélarinnar smærra ryk og óhreinindi sem safn- ast hafa í sandinn. Ljósmynd/Dagný Gísladóttir Ryksuga Tækið sem Gylfi Kristinsson dregur með dráttarvélinni á að hreinsa rykið úr sandi gervigrassins í Reykjaneshöllinni. Hreinsa gervigrasið með „ryksugu“ AKUREYRI AUSTURLAND SMYRIL-LINE, útgerðarfélag Nor- rönu, hagnaðist um 20 milljónir króna í fyrra, eftir samfelldan tap- rekstur frá árinu 2003 þegar ný og stærri ferja var keypt. Bókanir í sumar hafa aukist um 45% frá sama tíma í fyrra en vetrarsiglingar til Íslands munu þungar í skauti. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Norröna komin í plús SUÐURNES Egilsstaðir | Fundist hafa minjar um grafreit, sem talinn er hugsan- lega vera frá miðöldum, í kjallara bæjarins Rangár í Hróarstungu á Fljótsdalshéraði. Segja heimildir frá bænhúsi á svæðinu sem kirkjugarður gæti hafa tengst. Bænhús eru einnig talin hafa verið til forna á Sleðbrjót og Hrafna- björgum í Jökulsárhlíð. Íbúðarhúsið á Rangá var byggt í byrjun síðustu aldar og varð þá vart mannabeina, skv. heimildum núver- andi íbúa hússins. Það var Soffía Benjamínsdóttir á Rangá sem lét minjavörð Austurlands vita af beina- fundi, en sl. sumar var tekið til við að dýpka gólf í hluta af kjallara hússins nokkuð til að auka þar lofthæð. Komu í framhaldinu í ljós mannabein og útlínur tíu grafa í gólfinu og telur Inga S. Kristjönudóttir minjavörður að þær séu ugglaust fleiri. Bein eru illa farin, sum föst undir gólfplötu svo ekki er unnt að ná þeim með góðu móti, en m.a. hafa fundist þrjár nokkuð heillegar höfuðkúpur og þau bein verið tekin sem hægt var að ná með góðu móti. Ítarlegar rannsóknir hafa ekki farið fram á fundinum en vonast er eftir framhaldsrannsókn og frekari uppgreftri í vor eða sumar og aldursgreiningu þ. á m. Einnig er talið að frekari ummerki kirkjugarðs geti verið að finna utan veggja íbúð- arhússins. Heimilisfólk á Rangá vill sem minnst láta raska líkamsleifunum undir húsinu og segist ekki hafa haft ama af þeim fram til þessa. Miðaldamenjar undir íbúðarhúsi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.