Morgunblaðið - 08.03.2007, Síða 22
Glæsileg 145 fm 4ra herbergja endaíbúð á 1. hæð
með gluggum í þrjár áttir í þessu eftirsótta lyftu-
húsi við Efstaleiti auk sérstæðis í bílgeymslu og
sér geymslu í kjallara. Íbúðin skiptist í forstofu
með fataherb. innaf, hol, stórar og bjartar samliggjandi stofur með útgangi á verönd til suðurs og
vesturs, rúmgott eldhús með góðri borðað-
stöðu, 2 herbergi og baðherbergi sem er
endurnýjað að hluta. Útgangur á verönd úr
hjónaherbergi. Hlutdeild í mikilli sameign
m.a. sundlaug, gufubaði og líkamsræktarsal.
Verðtilboð.
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Efstaleiti - Breiðablik
Glæsileg endaíbúð
daglegtlíf
Náttúruvörur má markaðssetja
sem náttúrulyf eða fæðubót-
arefni. Mikill munur getur verið
á þessum vörum. » 24
neytendur
Plastinarium nefnist verkstæði
og sýningarrými tileinkað
mannslíkamanum sem er í
þýska bænum Guben. » 23
sýning
Fjósakona fer út í heim er yf-
irskriftin á ferðabloggi Hug-
rúnar Geirsdóttur sem ferðað-
ist um Austur-Evrópu. » 23
ferðalög
Pabbi átti eiginlega hugmyndina. Ég ætlaði að saumaþennan kjól fyrir árshátíð skólans og þegar pabbivarpaði því óvænt fram í miðjum saumaskapnum
hvort þetta væri ekki tilvalinn fermingarkjóll fannst mér
það alveg fáránlegt og spurði hvort hann væri eitthvað
klikkaður. En ég var svo ánægð með kjólinn að smátt og
smátt komst ég að því að þetta væri ekki svo galin hug-
mynd hjá pabba,“ segir Íris Kristinsdóttir sem ætlar að
fermast í Grafarvogskirkju í lok þessa mánaðar og
skarta kjól sem hún hefur saumað sjálf.
„Ég er ekkert vön að sauma, ég hef reyndar saumað
náttbuxur og eitthvert smádót í skólanum í handavinn-
unni. En mig langaði til að prófa að sauma kjól og ég
fékk frænku mína og mömmu til að aðstoða mig við
það erfiðasta. Þetta hefur gengið mjög vel og var
hvorki erfiðara né auðveldara en ég hélt. Ég byrjaði
á honum fyrir þremur vikum og hef eiginlega bara
haft tíma til að sauma um helgar, því það er mikið að
gera í skólanum og svo fer líka tími í fermingar-
fræðsluna og dansæfingar, en ég er að æfa djassballett.“
Íris segist hafa ráðfært sig við saumakennarann sinn í Rima-
skóla þegar hún fékk hugmyndina að því að sauma kjól. „Hún
sýndi mér nokkur snið og ég var mjög fljót að sjá hvaða snið ég
vildi. Mamma fór og fékk nokkrar efnisprufur og ég sá líka strax
hvaða efni ég vildi þegar hún sýndi mér þær, það var bara þetta
eina efni sem höfðaði til mín.“
Kjóllinn er mjög vandaður, allur fóðraður og hvaðeina.
„Það var mjög erfitt að sauma fóðrið saman, því það er svo sleipt
og rennur til. Svo þurfti ég að sauma í höndunum þegar ég var að
falda kjólinn og það var svolítið seinlegt, en það var samt ekkert
mál.“
Íris segir að jafnaldrar hennar séu margir hverjir hissa á þessu
framtaki hennar, en flestum finnist það sniðugt. „Ég losna líka við ves-
enið sem fylgir því að fara búð úr búð og leita að fermingarfötum,“
segir Íris sem ætlar að spara kjólinn fína fram að fermingu og því fer
hún ekki í honum á árshátíð skólans eins og til stóð í upphafi.
„Ég hefði farið í honum ef árshátíðin hefði verið eftir fermingu.“
Morgunblaðið/Kristinn
Vandvirk Saumaskapurinn gekk vel hjá Írisi.
Saumar
sjálf ferming-
arkjólinn sinn
„Ég losna við
vesenið sem
fylgir því að
fara búð úr
búð og leita
að kjól.“
Komin í klæðin fín
Íris getur verið
stolt af
kjólnum sínum.
|fimmtudagur|8. 3. 2007| mbl.is
UMFERÐARKEILUR, ormagangur
og líkamsskrið eru frasar sem iðk-
endum kaos-þjálfunar ættu að vera
vel kunnir – en svo nefnist nýjasta
líkamsræktaræðið í New York.
Kaos-þjálfunin er að sögn banda-
ríska Vogue-tískublaðsins „líkams-
ræktaræði sem ætlað er að hrista
upp í rútínubundinni líkamsrækt“
en fullt er í alla kaos-tíma í hinum
vinsælu Exinox-líkamsrækt-
arstöðvum í borginni. Og ef gægst
er inn í tíma bíður fyrir innan al-
gjör ringulreið – enda halda höf-
undar tímanna, dr. Paul Jurvis og
Lashaun Dale því fram að þeir séu
lauslega byggðir á kaos-kenning-
unni – þ.e. að að því virðist tilvilj-
anakenndar aðgerðir geti á end-
anum leitt til fyrirfram ákveðins
markmiðs. Það eiga a.m.k. fæstir
því að venjast að drykkjarrör, um-
ferðarkeilur, blöðrur fylltar af helí-
umi og stiga sé að finna í líkams-
ræktarsal, en allir þessir hlutir
hafa verið notaðir í kaos-tímum.
„Stærsti hluti tímans byggist á
því sem við köllum „kaos-verkefni“
og þau breytast í viku hverri,“ hef-
ur breska blaðið Guardian eftir
Dale. „Hverri æfingu er strax fylgt
eftir af annarri gjörrólíkri.“
Eitt verkefnið felst þannig m.a. í
því að ná 30 helíumfylltum blöðrum
niður úr loftinu eins fljótt og hægt
er. „Þátttakendur þurfa að sýna
frumkvæði – sumir fara upp á axlir
annarra, en aðrir hlaupa að skápn-
um og ná í stigann: það skiptir ekki
máli hvora leiðina þeir velja af því
að þær nýta báðar líkama og
huga.“
Ringulreið í ræktinni
Morgunblaðið/Þorkell
Líkamsrækt Það eru nokkuð ólík
hinum hefðbundnu lóðum, tækin
sem notuð eru í kaos leikfiminni.