Morgunblaðið - 08.03.2007, Page 23

Morgunblaðið - 08.03.2007, Page 23
ferðalög MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2007 23             Íþýska bænum Guben í Brandenburg var17. nóvember síðastliðinn opnað hið svo-nefnda Plastinarium þýska vísinda-mannsins Gunter Von Hagens. Um er að ræða verkstæði og sýningarrými þar sem mannslíkaminn er í aðalhlutverki … Líklega þekkja fáir betur en Gunter Von Hagens hve magnað fyrirbæri mannslíkaminn er. Síðan 1977 hefir hann unnið linnulaust að því að þróa hugmyndir sem lúta að varðveislu hans, svo sjá megi hvernig hann virkar og hvað þar er að finna. Aðferðin er flókin en felur í sér að plastefnum er sprautað í líkamann þannig að niðurstaðan verður eins konar plastlík- ami … Auk þessa notar hann líkama í listrænum tilgangi sem nokkurs konar innsetningar og formar þá í alls slags aðstæður. Hann hefir enda borið sjálfan sig saman við listamanninn Joseph Beuys og svipar um margt til hans í út- liti. Þess ber svo að geta að hann fær efnivið- inn ánafnaðan. Plastinarium Afrakstur þessarar vinnu var fyrst að sjá í Japan árið 1995, en svo hafa sýningar undir nafninu Bodies: The Exhibition farið sigurför um heiminn. Um þessar mundir er Bodies: The Exhibition að finna í Amsterdam, Miami, Seattle, Las Vegas og New York. Einnig er vert að minnast á að hluta verkanna er að sjá í einni senu nýjustu James Bond-myndarinnar. Það sem greinir Plastinarium frá þessum sýningum er að í Guben er verkstæði að finna. Þar er hægt að fylgjast með „verkun“ líkam- anna. Einnig er hægt að fræðast um það sem lýtur að verkefninu sem slíku, til dæmis beina- grindargerð og um vélarnar sem notaðar eru við framleiðsluna auk margra myndbanda sem sýna ferlið. Þegar undirritaður átti svo leið þarna um átti sér einmitt stað hreinsun á til- vonandi sýningargrip. Þess ber þó að geta að gripirnir eiga lítið sammerkt uppstoppunum. Aðaláherslan er lögð á innvolsið; vöðva, bein og lífæri. Það er skyggnst bak við tjöldin, enda er yfirskrift Plastinarium: Hinter den Kulissen der Kör- perwelt (bak við leiktjöld líkamsheimsins). Umdeilt Auðvitað er ekki hægt að gera svona lagað án þess að koma við kaunin á fólki. Kirkjunnar menn hafa til dæmis mótmælt og segja að lík- amarnir eigi að tilheyra jörðinni. En ólíklegt er þó að Plastinarium verði lokað. Efnahags- legi ávinningurinn er of mikill á svæði þar sem mikið atvinnuleysi er viðvarandi. Aðra gagnrýni hafa Plastinarium og Bodies: The Exhibition einnig fengið; að líkamarnir séu gervilegir sakir plastsins sem heldur þeim saman og því mistakist sú ætlun að færa dauð- leika okkar aðeins nær. Vissulega má til sanns vegar færa að nálykt og rotnun er ekki fyrir að fara. Engu að síður er Pastinarium sannarlega áhugavert. Og alltént hvað greinarhöfund varðar hefir hann ekki getað varist þeirri hugsun, síðan hann var þar að hann hafi hugs- anlega horft á „vélvirki“ nágranna síns. Helsti gallinn við Plastinarium er líklega sá að allur texti og leiðbeiningar eru á þýsku. Því stendur þó til að breyta. En jafnvel þótt þýskukunnáttu sé ekki fyrir að fara ætti ekki að vera vandkvæðum bundið að njóta þess að skyggnast bak við tjöldin. Bak við leiktjöld líkamsheimsins Ljósmynd/ Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Fræðsla Í Guben er hægt að fræðast um það sem lýtur að verkefninu t.d. beinagrindargerð. Líkaminn Aðaláherslan er lögð á innvolsið; vöðva, bein og lífæri í verkunum. Mannslíkaminn er í aðalhlut- verki í Plastinarium, sem Ólafur Guðsteinn Kristjánsson segir geyma margt áhugaverðra sýningargripa. Til að komast til Guben er best að taka lest- ina RE 1 (RegionalExpress) frá Berlín í áttina til Frankfurt (Oder) eða Eisenhüttenstadt. Þaðan er svo RE 11 til Guben tekin. Einnig er hægt að taka RE 2 til Cottbus og þaðan RE 11 til Guben. Þegar til Guben er komið ætti að vera auðratað til Plastinarium, enda bærinn lítill og sýningin er í fimm til tíu mínútna göngufæri frá brautarstöðinni. www.plastinarium.de www.guben.de www.bodiestheexhibition.com Sveitastúlkan Hugrún Geirsdóttir lagði af stað ein með bakpoka í mánaðarferðalag um Austur- Evrópu í febrúar. Hún ferðast milli landa með lestum (interrail) og gistir heima hjá fólki á hverjum áfangastað í svokallaðri sófa- gistingu. Stúlkan er stolt af upp- runa sínum, er úr Gaulverjabæjar- hreppi í Flóa og kallar sig fjóskonu á ferðablogginu. Hún var skipti- nemi í Prag fyrir rúmum þremur árum og fór aftur á gamlar slóðir síðastliðið haust og settist þar á skólabekk til að læra tékknesku betur. Hún er mikil tungumála- kona, talar auk ensku og tékk- nesku, ágæta rússnesku, þýsku og frönsku. 21.02.07 Drottning Póllands Pólverjum er almennt illa við ríkisstjórnina sína. Að völdum sitja tvíburabræðurnir Kaziensky, annar er forsetinn og hinn er forsætisráð- herra. Já, ég spurði mig líka hvern- ig í ósköpunum það væri löglegt að svo skyldir einstaklingar færu með lögin í landinu. Þeir eru hægri sinnaðir, afar íhaldssamir og kaþ- ólskir. Forsætisráðherrann kom með þá hugmynd fyrir ekki svo löngu að gera Jesú að opinberum konungi Póllands (!) Pólverjar segja að María mey sé drottning Póllands en auðvitað ekki í eig- inlegri merkingu. Aðeins út af því að hún hefur bjargað mörgum manninum eftir að einhver hefur beðið til hennar. 26.02.07 Trylltur dans Um kvöldið skannaði ég nætur- lífið en toppurinn var að fara í gamalt tyrkneskt baðhús klukkan tvö um nóttina. Mjög leyndardóms- fullt og þægilegt. Það er sagt að þetta baðhús sé frá 16. öld. Í gær fór ég á Van Gogh-sýningu og í annað spa sem var utandyra – minnti mig á sundlaugarnar heima. Kvöldið endaði á því að fara á tón- leika þar sem villt sígauna- hljómsveit spilaði og fólk steig trylltan dans. Endurfundir Í Litomysl í Tékklandi hitti Hugrún gamla bekkjarfélaga frá skiptinematímanum í Tékklandi, þá Jakob og Filip. Fjósakona fer út í heim ferðablogg | Hugrún Geirsdóttir bloggar frá Póllandi www.blog.central.is/fjosakona ÞÓ AÐ SALT sé óhollt í miklu magni er það engu að síður nauðsynlegt í flestan mat, sem hættir raunar til að verða bragðlaus án þess. Í gamla borgarhlutanum í borginni Ljubljana í Slóveníu er að finna búð sem sérhæfir sig í salti, saltmunum og engu öðru. Búðin sem nefnist Piranske Soline er vinsæll viðkomu- staður kokka sem kunna vel að meta hina sérstæðu áferð og bragð af saltinu úr Se- covlje Salina-þjóðgarðinum við strönd Adríahafsins, sem selt er í Piranske Soline. Tæknin sem notuð er við salt- gerðina er frá 14. öld, en notaðar eru sérstakar pönnur við söfn- unina. „Í meira en 700 ár hefur saltgerðin ekki breyst,“ hefur New York Times eftir Alojz Jurjec forstjóra Soline Pridelava Sol- ine, fyrirtækisins sem rekur verslunina. „Bara sjórinn, sólin, vindurinn og hendur saltgerð- armannanna koma að fram- leiðslunni.“ Piranske Soline hefur yfir sér nýlegan sveitastíl, en auk salt- pokanna frægu er þar að finna alls konar afurðir með salti, m.a. saltaðar súkkulaðitrufflur og súkkulaðistykki, saltvatn sem nota má gegn gigt, saltsk- rúbb, baðsölt, saltolíur og margs konar litlar krukkur með fjölbreytilegum leirmeðferðum. Svo má ekki gleyma fylgihlut- unum – sem að sjálfsögðu tengj- ast líka salti – s.s. saltstaukar, salt- skeiðar og mortél. Salt jarðar í Ljubljana Piranske Soline Mesni trg 19, 1000 Ljubljana sími: 386 1 42 50 190 www.soline.si Piranske Soline Salt og vörur því tengdar eru eini söluvarningurinn í búðinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.