Morgunblaðið - 08.03.2007, Page 24
neytendur
24 FIMMTUDAGUR 8. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Bónus
Gildir 8. mars - 11. mars verð nú verð áður mælie. verð
Egils pilsner 500 ml ............................. 39 49 78 kr. ltr
Egils appelsín 500 ml .......................... 39 69 78 kr. ltr
Bónus ferskur heill kjúkl. kryddaður ....... 479 719 479 kr. kg
KF lambalæri einiberjakryddað .............. 1.069 1.604 1.069 kr. kg
Myllu heimilisbrauð 375 g .................... 69 98 184 kr. kg
Bónus fetaostur 250 g ......................... 179 229 716 kr. kg
Chicago örbylgjupizzur 4 stk.................. 398 672 99 kr. stk.
Freschetta pizzur 3x400 g..................... 599 799 499 kr. kg
KF hrásalat 350 g ................................ 98 159 280 kr. kg
KF kartöflusalat 350 g.......................... 98 159 280 kr. kg
Fjarðarkaup
Gildir 8. mars - 10. mars verð nú verð áður mælie. verð
Svínabógur úr kjötborði ........................ 498 600 498 kr. kg
Svínalundir úr kjötborði ........................ 1.498 1.878 1.498 kr. kg
Nauta innralæri úr kjötborði .................. 2.198 2.818 2.198 kr. kg
Nauta rib eye úr kjötborði ..................... 2.398 2.818 2.398 kr. kg
Ali partískinka ..................................... 1.416 1.888 1.416 kr. kg
Ali léttreyktar grísakótilettur .................. 1.255 1.673 1.255 kr. kg
Kjúklingabringur frá Matfugli ................. 1.760 2.513 1.760 kr. kg
FK ís vanillu og súkkulaði 1ltr ................ 125 206 125 kr. ltr
Pepsi max 2ltr ..................................... 89 149 45 kr. kg
Pampers duo+active blautklútar............ 1.398 1.763 1.398 kr. stk.
Hagkaup
Gildir 8. mars - 11. mars verð nú verð áður mælie. verð
Nautalundir íslenskar úr kjötborði.......... 2.998 3.753 2.998 kr. kg
Lambainnralæri úr kjötborði.................. 1.998 3.095 1.998 kr. kg
Svínarifjasteik...................................... 562 699 562 kr. kg
Hamborgarhryggur m/beini................... 957 1.594 957 kr. kg
Underground 3 teg. af ís 850 ml ........... 600 750 705 kr. ltr
Krónan
Gildir 8. mars - 11. mars verð nú verð áður mælie. verð
Grísasnitsel ......................................... 877 1.594 877 kr. kg
Nautahakk .......................................... 787 1.124 787 kr. kg
McCain franskar 900g.......................... 299 374 332 kr. kg
Hatting brauð Filonino/Panino 420 g..... 299 374 712 kr. kg
Skyr.is 7 tegundir, 170 g, 6 fyrir 4 ......... 40 61 235 kr. kg
Delon barnasápa og krem 425 ml......... 59 129 139 kr. kg
Best Bite Snakk 4 tegundir 175 g.......... 199 234 1137 kr. kg
Truly Unique Vöfflur Orginal 390 g.......... 229 281 587 kr. kg
Nóatún
Gildir 8. mars - 11. mars verð nú verð áður mælie. verð
Kindainnlærisvöðvi............................... 1.698 2.249 1.698 kr. kg
Kindasnitsel ........................................ 998 1.689 998 kr. kg
Kindagúllas ......................................... 898 1.589 898 kr. kg
Kindafille ............................................ 1.998 2.339 1.998 kr. kg
Þykkvabæjar plokkfiskur ....................... 468 712 780 kr. kg
Þykkvabæjar kartöflugratín ................... 262 374 437 kr. kg
Hatting Veggen speltbrauð.................... 399 459 50 kr. stk.
Frigodan brokkolíblanda....................... 399 440 532 kr. kg
VS lífrænt spelt pasta........................... 319 375 1123 kr. kg
Enricós Lífrænt pastasósa basil/tóm ..... 239 281 324 kr. kg
Samkaup/Úrval
Gildir 6. mars - 6. mars verð nú verð áður mælie. verð
Goða lifrapylsa................................... 554 738 554 kr. kg
Goða ofnsteik m/ítölskum blæ ............ 1.244 1.777 1.244 kr..kg
Borgarnes sítrónukryddað lambalæri.... 1.361 1.945 1.361 kr.kg
Borgarnes kindabjúgu......................... 440 629 440 kr.kg
Borgarnes skólaskinka 165 g .............. 149 219 903 kr.kg
Matfugl kjúklingaleggir magnkaup ....... 395 609 395 kr.kg
Matfugl kjúklingavængir magnkaup...... 182 281 182 kr.kg
Ísfugl Buffalo vængir........................... 198 360 198 kr.kg
Kellogg’s Just Right 500 g................... 299 421 598 kr.kg
Myllu orku brauð 500 g....................... 159 241 318 kr.kg
helgartilboðin
Orkubrauð og plokkfiskur
Náttúrulyf og fæðubótar-efni er sitt hvor vöru-flokkurinn þó báðirflokkar geti í daglegu
tali kallast náttúruvörur.
Á öðrum vöruflokknum skal hins-
vegar standa „náttúrulyf“ og á hin-
um „fæðubótarefni“, en efast má um
að allir geri sér grein fyrir að þarna
getur verið mikill munur á. Og enn
flækist málið þegar í ljós kemur að
sama jurtin er ýmist markaðssett
sem náttúrulyf eða fæðubótarefni, til
dæmis á það við um náttúruvöruna
Ginkgo biloba eða musteristré, sem
fólk tekur inn sér til heilsubótar, að
sögn Brynhildar Briem, fagstjóra á
matvælasviði Umhverfisstofnunar.
„Í stuttu máli má segja að helsti
munurinn á náttúrulyfi og fæðubót-
arefni sé sá að sækja þarf um mark-
aðsleyfi til að markaðssetja það fyrr-
nefnda, en nóg er að tilkynna
markaðssetningu þess síðarnefnda.
Náttúrulyfjum þurfa að fylgja upp-
lýsingar um klíníska verkun og
þannig er neytandanum tryggð
meiri verkun. Út frá neytendavernd-
arsjónarmiði má því segja að æski-
legt væri að þeir, sem vilja markaðs-
setja náttúruvörur, sem hafa
sannanlegt klínískt notagildi, myndu
sækja um markaðsleyfi nátt-
úrulyfja,“ segir Brynhildur.
Þrátt fyrir að náttúruvörur megi
markaðssetja annaðhvort sem nátt-
úrulyf eða sem fæðubótarefni eru
gerðar mun meiri kröfur til nátt-
úrulyfja en til fæðubótarefna. Frá
árinu 2004 hafa fæðubótarefni verið
skilgreind sem matvæli. Umsjón
með þeim er hjá matvælasviði
Umhverfisstofnunar og markaðs-
eftirlitið er í höndum heilbrigðiseft-
irlits sveitarfélaga. Náttúrulyf falla
aftur á móti undir verksvið Lyfja-
stofnunar. En hvernig á hinn al-
menni neytandi að geta áttað sig á
muninum á þessum efnum?
Náttúruvörur
Náttúruvörur geta verið unnar úr
örverum, plöntu- eða dýrahlutum en
algengast er að um plöntur sé að
ræða. Ýmist er notuð öll plantan eða
hluti hennar, eins og blöð, rót eða
aldin. Þessar vörur geta verið unnar
á ýmsan hátt eins og með þurrkun,
mölun eða útdrætti. Í útdrætti eru
iðulega notuð hjálparefni eða síun til
að ná virkum efnum úr jurtinni og
búa til eins konar þykkni, sem inni-
heldur mun meira af virku efni í
hverju grammi heldur en jurtin sjálf
og hefur jafnvel aðra eiginleika.
Sama náttúruvaran getur ýmist
verið markaðsett sem almenn mat-
væli eða fæðubótarefni, t.d. grænt
te.
Ef það er selt á hefðbundinn hátt
í tepokum er um að ræða almenn
matvæli. En sé beitt aðferðum til að
ná virkum efnum úr því og fylla þau
í hylki er hægt að markaðssetja
græna teið sem fæðubótarefni.
Þá geta náttúruvörur einnig inni-
haldið efni sem hafa lyfjavirkni og
eru þá ekki matvæli. Leiki vafi á því
hvort einstök efni eða efnasambönd
teljist lyf sker Lyfjastofnun úr um
það samkvæmt lyfjalögum og hægt
er að kynna sér þessa flokkun á
heimasíðu stofnunarinnar,
www.lyfjastofnun.is undir „vöru-
flokkun“.
Náttúrulyf
Hrein einangruð efni úr nátt-
úrunni geta ekki fallið undir skil-
greiningu á náttúrulyfjum. Sækja
þarf um markaðsleyfi fyrir náttúru-
lyfjum til Lyfjastofnunar og það er
ekki veitt nema fyrir liggi ítarlegar
upplýsingar um vöruna, meðal ann-
ars tegund og magn innihaldsefna
og upplýsingar um klínískt notagildi
eða langa reynslu eða hefð fyrir
notkun vörunnar. Gerðar eru kröfur
um góða framleiðsluhætti í lyfjagerð
og gæðaeftirlit. Þegar náttúrulyf eru
markaðssett skal varan merkt með
áletruninni „náttúrulyf“ og hverri
pakkningu skal fylgja fylgiseðill með
upplýsingum fyrir neytandann þar
sem fram kemur hverjum varan er
ætluð, ábendingar, frábendingar,
skammtastærðir og viðvaranir ef við
á. Við markaðssetningu náttúrulyfja
er heimilt að merkja og auglýsa
ábendingar um notkun. Sum nátt-
úrulyf má eingöngu selja í lyfjabúð-
um en önnur eru einnig seld í heilsu-
búðum og matvöruverslunum. Alls
eru níu náttúrulyf markaðssett með
markaðsleyfi hér á landi, en þrjú af
þeim innihalda sömu jurtina, svokall-
aða Jóhannesarjurt.
Fæðubótarefni
Fæðubótarefni eru skilgreind sem
matvæli, sem eru ætluð sem viðbót
við venjulegt fæði og eru með hátt
hlutfall af vítamínum, steinefnum
eða annars konar efnum sem hafa
næringar- eða lífeðlisfræðileg áhrif.
Þessi efni geta verið ein sér eða
blönduð saman, og eru markaðssett í
formi skammta svo sem töflur, pill-
ur, hylki, duftpokar, vökvapúlur,
dropaglös og í öðru svipuðu formi
vökva eða dufts sem er ætlað til inn-
töku í mældum, smáum skömmtum,
segir Brynhildur.
Hin virku efni í fæðubótarefnum
geta því annars vegar verið vítamín
eða steinefni og hins vegar önnur
virk efni, eins og til dæmis áð-
urnefndar náttúruvörur.
Af sérstökum ákvæðum sem kraf-
ist er við markaðssetningu fæðubót-
arefna má nefna að gerðar eru kröf-
ur um hreinleika efnanna og
sérstakar merkingar. Til dæmis skal
standa á vörunni að um fæðubót-
arefni sé að ræða. Auk sérákvæð-
anna gilda um fæðubótarefni sömu
reglur og almennt um önnur mat-
væli. Óheimilt er að eigna fæðubót-
arefnum þá eiginleika að fyrir-
byggja, vinna á eða lækna sjúkdóma
eða gefa í skyn slíka eiginleika.
Ekki þarf að sækja um leyfi til
markaðssetningar fæðubótarefna, en
þegar þau koma á markað í fyrsta
sinn skal tilkynna um þau til Um-
hverfisstofnunar.
Sem dæmi um fæðubótarefni má
nefna ýmsar vítamíntöflur, blöndur
af vítamínum og steinefnum, Gin-
seng, Ginkgo, hvítt te og blómafrjó-
korn.
Meiri kröfur gerðar til
náttúrulyfja en fæðubótarefna
Morgunblaðið/Sverrir
Brynhildur Briem Óheimilt er að eigna fæðubótarefnum að fyrirbyggja eða lækna sjúkdóma.
Náttúruvara Grænt
te má t.d. selja sem al-
menn matvæli í te-
pokum eða sem fæðu-
bótarefni í hylkjum.
» Sækja þarf
um markaðs-
leyfi til að mark-
aðssetja náttúru-
lyf, en nóg er að
tilkynna mark-
aðssetningu
fæðubótarefna.
Náttúruvörur má mark-
aðssetja sem náttúrulyf
eða sem fæðubótarefni.
Brynhildur Briem, fag-
stjóri á matvælasviði
Umhverfisstofnunar,
sagði Jóhönnu Ingv-
arsdóttur að mikill mun-
ur gæti verið á þessum
vörum og oft erfitt fyrir
hinn almenna neytanda
að átta sig á honum.
Í HNOTSKURN
»Um náttúrulyf gildirreglugerð um markaðs-
leyfi náttúrulyfja nr. 684/1997
og samkvæmt henni skulu þau
innihalda eitt eða fleiri virk
efni, sem unnin eru á einfald-
an hátt úr plöntum, dýrum, ör-
verum, steinefnum eða söltum.
» Markmið með reglugerð-inni um fæðubótarefni nr.
624/2004 er m.a. að veita neyt-
endum vernd og koma í veg
fyrir viðskiptahindranir milli
landa
Þetta er fyrsta greinin af nokkrum
í greinaflokki sem er samstarfs-
verkefni matvælasviðs Umhverf-
isstofnunar og Morgunblaðsins.