Morgunblaðið - 08.03.2007, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 8. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FAGNA ber umfjöllun um sam-
gönguáætlun fyrir tíma-
bilið 2007 til 2018 sem nú
er til meðferðar á Al-
þingi. Samgöngumálin
koma okkur öllum við og
því er nauðsynlegt að
sem flestir láti í ljós álit
sitt ef vera mætti til þess
að áætlunin þjóni enn
betur tilgangi sínum.
Rétt er að minna á að
mikil vinna hefur verið
lögð í þá tillögu til þings-
ályktunar sem þessi
samgönguáætlun er.
Hún hefur farið fram á
vegum samgönguráðs
sem í sitja flug-
málastjóri, siglinga-
málastjóri og vega-
málastjóri auk fulltrúa
samgönguráðuneytisins.
Þarfir eru skilgreindar,
sett eru fram markmið
og leiðir sem fara á til að
ná þeim markmiðum og
um leið er fjárhagshlið-
inni stillt upp, þ.e.
hversu mikið fé þarf til verkefna og
hvaðan það kemur.
Mörg og brýn verkefni
Nokkur umræða hefur orðið um
skiptingu framkvæmdafjár milli höf-
uðborgarsvæðis og landsbyggðar.
Þeir sem búa úti á landi telja of naumt
skammtað þangað og íbúar höf-
uðborgarsvæðisins vilja fá verkin
unnin hraðar þar. Þetta er skiljanleg
togstreita að vissu marki og ekki
óeðlileg. Annars vegar er höfuðborg-
arsvæðið með sína þungu og vaxandi
umferð sem krefst stöðugrar fjárfest-
ingar og hins vegar landsbyggðin þar
sem mörg og brýn verkefni eru óunn-
in.
Sé litið á skiptingu framkvæmda-
fjár samgönguáætlunar áranna 2007
til 2010 renna rúm 37% þess til verk-
efna á höfuðborgarsvæðinu (kjör-
dæmin þrjú) en 63% til verkefna úti
um land. Í tólf ára áætluninni er hlut-
fall fjárveitinga á höfuðborgarsvæð-
inu orðið rúm 40% en tæp 60% úti á
landi. Afkastageta samgöngukerfisins
er einkum takmörkuð á höfuðborg-
arsvæðinu og næsta nágrenni þess og
ástandið hefur heldur farið versnandi.
Því er brýnt að herða enn róðurinn
við framkvæmdir þar. Ætla má þó að
umferðarástand á höfuðborgarsvæð-
inu standist samanburð við sambæri-
leg borgarsvæði í nágrannalöndum.
Markmið framkvæmda á höf-
uðborgarsvæðinu eru
að mestu skilgreind í
samræmi við svæð-
isskipulag höfuðborg-
arsvæðisins. Umferð
og þörf fyrir fjárfest-
ingu ræðst af íbúaþró-
un og skipulagi byggð-
ar og voru gögn úr
svæðisskipulaginu höfð
til hliðsjónar við mat á
framkvæmdaþörf
svæðisins. Ljóst er þó
að fjárhagsrammi sam-
gönguáætlunar leyfir
ekki að öllum þessum
framkvæmdum verði
lokið á áætlunartíma-
bilinu. En markmið
fyrir árin 2007 til 2018
er að byggja og end-
urbæta vegi og brýr á
höfuðborgarsvæðinu í
þeim mæli að umferð-
arástand versni ekki
frá því sem er í dag.
Aðalatriðið er þó í
mínum huga að horfa á
samgönguáætlunina í heild. Allt sem
verða má til framfara í samgöngu-
málum kemur langflestum lands-
mönnum til góða. Umbætur á vega-
og gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins
greiðir íbúum þess leið og jafnframt
gestum af landsbyggðinni og erlend-
um ferðamönnum. Á sama hátt hljóta
íbúar höfuðborgarsvæðisins og aðrir
ferðamenn að fagna hverri sam-
göngubót í hvaða landshluta sem vera
skal. Þetta á við umbætur á sviði flug-
mála, siglingamála og vegamála því
flest notum við samgöngumannvirki á
öllum þessum sviðum.
Fjárfestingum í vegakerfinu er að
stærstum hluta ætlað að uppfylla lág-
markskröfur sem gera verður til
grunnnetsins á landsbyggðinni og
hins vegar að auka afkastagetu vega-
kerfisins á höfuðborgarsvæðinu.
Verkefnið er að skipta fram-
kvæmdafénu milli þessara tveggja
þátta en nokkuð ljóst er að við mun-
um seint ná því að uppfylla óskir allra
á þessu sviði. En með vaxandi hlutfalli
vegafjár í næstu samgönguáætlun
getum við horft með bjartsýni fram á
veginn.
Samgönguáætlun
er í þágu allra
landsmanna
Sturla Böðvarsson skrifar
um skiptingu fjár til
samgöngumannvirkja
»Með vaxandihlutfalli
vegafjár í næstu
samgönguáætl-
un getum við
horft með bjart-
sýni fram
á veginn.
Sturla Böðvarsson
Höfundur er samgönguráðherra.
ALÞJÓÐLEGUR baráttudagur
kvenna er haldinn hátíðlegur í dag.
Jafnréttismál eiga að sjálfsögðu að
vera til umfjöllunar og sýnileg á
þeim degi og reyndar
sérhvern dag á meðan
við erum sammála um
að enn sé talsvert langt
í að fullt jafnrétti hafi
náðst með konum og
körlum hér á landi og
meðal annarra þjóða.
Þessi dagur undir-
strikar jafnframt mik-
ilvægi alþjóðlegs sam-
starfs á sviði
jafnréttismála.
Við Íslendingar get-
um verið stoltir af
mörgum skrefum sem
við höfum stigið í jafnréttisátt. Ég
er nýkominn af fundi kvennanefndar
Sameinuðu þjóðanna í New York en
Ísland skipar nú í fyrsta sinn sæti
Norðurlandanna í nefndinni til og
með árinu 2008. Íslendingar voru
mjög áberandi á fundinum og við
efndum í fyrsta sinn til sérstakrar
íslenskrar málstofu um jafnrétt-
ismál með þátttöku frjálsra fé-
lagasamtaka og sérfræðinga. Þar
vakti til dæmis frásögn Margrétar
Pálu Ólafsdóttur af Hjallastefnunni
mikla athygli og kynning Ingólfs V.
Gíslasonar, sérfræðings á Jafnrétt-
isstofu, á fæðingarorlofi feðra. Þá
vorum við jafnframt í forgrunni í
sameiginlegri málstofu með Norð-
mönnum og Dönum þar sem fjallað
var um fæðingarorlof feðra. Sér-
staka athygli vakti yfir 90% þátttaka
íslenskra feðra í fæðingarorlofi en
frændþjóðir okkar á Norðurlöndum
búa enn við mun minni þátttöku en
við hér á landi. Við getum verið stolt
yfir þessari einstöku þátttöku ís-
lenskra feðra í umönnun barna
sinna. Ég vænti þess að hún muni
hafa víðtæk og jákvæð áhrif til fram-
búðar á samfélagið okkar almennt
og á stöðu kynjanna á vinnumarkaði
og stuðli að því að jafna launamun
kynjanna og hafa áhrif á starfsval
þeirra.
Á fundi kvennanefndar Samein-
uðu þjóðanna óskuðu margir eftir
samstarfi við okkur Ís-
lendinga á sviði jafn-
réttismála og segja má
að eftirspurn sé eftir
útrás okkar á því sviði.
Fulltrúar Evrópuríkja
sýndu áhuga á sam-
starfi við Íslendinga á
þessu sviði og jafn-
framt óskuðu fulltrúar
þróunarríkja eftir sam-
starfi við okkur á sviði
jafnréttismála og mun
ég beita mér fyrir við-
ræðum við utanrík-
isráðherra um mögu-
leika á því.
En þrátt fyrir góðan árangur og
mikilvæg skref megum við Íslend-
ingar ekki sofna á verðinum. Í gær
kynnti ég nýtt frumvarp til jafnrétt-
islaga sem samið er af þverpólitískri
nefnd undir forystu Guðrúnar Er-
lendsdóttur, fyrrverandi hæstarétt-
ardómara. Þar er að finna mörg ný-
mæli og ég tel að formaðurinn hafi
unnið afrek með því að ná í meg-
inatriðum sátt um nýtt jafnrétt-
islagafrumvarp sem færir okkur
nýrri og betri tæki en áður til þess
að vinna að jafnrétti kynjanna hér á
landi.
Nú mun frumvarpið verða sett í
almenna umsögn á heimasíðu félags-
málaráðuneytisins og í framhaldi af
því verður farið yfir athugasemdir
og frumvarpið sett í endanlegan
búning fyrir framlagningu fyrir Al-
þingi næsta haust. Þetta mál er þess
eðlis að eðlilegt er að sem flestir fái
tækifæri til þess að tjá sig um efni
þess og hafa áhrif á það.
Sá kynbundni launamunur sem
kom fram í könnun Capacent Gallup
síðastliðið haust er að mínu mati
brýnasta viðfangsefni jafnréttismála
í dag. Niðurstöðurnar staðfesta í
senn stöðnun í tæplega 16% launa-
mun kynjanna en birta okkur hins
vegar nýja sýn sem fram kemur í
viðtölum við stjórnendur og launa-
fólk. Svo virðist sem ungar konur
séu ákveðnari en áður í að krefjast
sjálfsagðs réttar síns bæði að því er
varðar stjórnunarstöður og laun og
er það vel. Jafnframt kom fram í
niðurstöðum könnunarinnar að karl-
ar væru nú ekki síður frá vinnu
vegna veikinda barna en konur og
að meirihluti þeirra sem þátt tóku í
launakönnuninni og þeirra sem
svöruðu Gallupvagninum töldu
breytingar á fæðingarorlofslögunum
hafa bætt stöðu kvenna á vinnu-
markaði til muna. Þetta er vissulega
jákvætt.
Ég hef rætt við aðila vinnumark-
aðarins, fulltrúa SA, ASÍ, BHM,
Sambands íslenskra sveitarfélaga,
og fjármálaráðuneytið um aðgerðir
til að vinna gegn launamun
kynjanna. Í kjölfarið standa nú yfir
viðræður um víðtæka samvinnu
þessara aðila og gerð yfirlýsingar og
aðgerðaáætlunar um jafnlaunamál.
Ég bind miklar vonir við slíka sam-
vinnu enda er grundvallaratriði að
allir taki höndum saman, að bæði
stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðar-
ins leggi sitt af mörkum til að ná
raunverulegum árangri.
Til hamingju með daginn, konur
og karlar.
Sátt um mikilvæg
skref í jafnréttisbaráttunni
Magnús Stefánsson skrifar
í tilefni af alþjóðlegum
baráttudegi kvenna
» Sá kynbundni launa-munur sem kom
fram í könnun Capacent
Gallup síðastliðið haust
er að mínu mati brýn-
asta viðfangsefni jafn-
réttismála í dag.
Magnús Stefánsson
Höfundur er félagsmálaráðherra.
ALÞJÓÐLEGUR baráttudagur
kvenna fyrir friði og jafnrétti á sér
langa sögu. Hér á landi er hefð fyrir
því að Menningar- og friðarsamtökin
MFÍK hafi frumkvæði
að því að minnast dags-
ins og mörg undanfarin
ár hefur það verið í
samvinnu við ýmis fag-
og stéttarfélög. Dag-
skráin er venjulega lit-
uð af því sem efst er á
baugi á hverjum tíma
hér heima eða í heims-
málum, eftir því sem
undirbúningshópur
kemur sér saman um
hverju sinni. Fundirnir
eru þekktir fyrir að
vera kraftmiklir, vekja
fólk til umhugsunar og senda ákveðin
skilaboð út í samfélagið. Í ár standa
19 samtök að fundinum og yfirskrift-
in er Virkjum kraft kvenna. Eins og
titillinn gefur til kynna verður horft
til þess hvað konur gera eða gætu
gert til að taka á málum. Valið er ekki
eingöngu með eða á móti virkjunum,
heldur hvaða krafta á að virkja.
Ennþá er full þörf fyrir 8. mars,
jafnvel í okkar ríka Íslandi. Auðvitað
hafi ýmsar breytingar orðið á högum
kvenna. Jafnvel svo mjög að sumir
halda að misrétti gegn konum heyri
fortíðinni til – að minnsta kosti í þró-
uðum löndum. Þessar hugmyndir
hafa því miður slævt nokkuð sam-
stöðu í kvennabaráttu og í bylgju
peningahyggju hafa ýmis velferðar-
og jafnréttismál hlotið verulegan aft-
urkipp.
Við sem trúum því að öðruvísi
heimur sé raunverulegur möguleiki
viljum nota 8. mars, alþjólegan bar-
áttudag kvenna fyrir
friði og jafnrétti, til að
horfa gagnrýnum aug-
um á samfélagið.
Við hvetjum alla til að
spyrna við fótum og
virkja sameiginlega
krafta til að skapa nýj-
an heim jafnaðar.
Undanfarin ár hefur
heimur ófriðar færst
nær ströndum okkar og
íslensk stjórnvöld eyða
fjármunum í framboð
Íslands til öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna og
nýlega voru lög um íslenska frið-
argæslu lögð fyrir Alþingi. Full
ástæða er til að minna á að stríð og
ófriðarbrölt stuðlar ekki að jafnrétti
og hefur aldrei bætt kjör kvenna.
Þá skulum við muna að það ekki
náttúrulögmál að konur séu betri
menn en karlar og konur í valdastöð-
um, sem leggja kvenleikann til hliðar,
fleyta málstað jafnréttis lítið fram á
veg. En þrátt fyrir að leiðin sé löng
skulum við stefna að því að allir dagar
verði jafnréttisdagar.
Á fundinum í dag flytur Harpa
Njáls erindi sem byggist á rann-
sóknum hennar: Hvað þarf til að
rétta hlut fátækra kvenna? Frelsi til
að vera fátækur er innlegg Maríu
Kristjánsdóttur. Pálína Björk Matt-
híasdóttir talar um gildi Grameen-
banka fyrir fátækar konur og Gunnar
Hersveinn talar um friðarmenningu.
Þá tala Ezster Tóth, fulltrúi Samtaka
kvenna af erlendum uppruna, Guð-
ríður Ólafsdóttir, félagsmálafulltrúi
Öryrkjabandalags Íslands, og María
S. Gunnarsdóttir, formaður Menn-
ingar- og friðarsamtaka MFÍK. Hall-
dóra Malin Pétursdóttir leikkona
flytur brot úr einleiknum „Power of
Love“. Guðrún Hannesdóttir, hand-
hafi Ljóðstafs Jóns úr Vör, les ljóð og
Áshildur Haraldsdóttir leikur á
flautu.
Í hliðarsal verða sýndar ljósmyndir
sem Harpa Stefánsdóttir og Ármann
Hákon Gunnarsson tóku af konum á
Indlandi og sýnd verður myndröðin:
Konur á Íslandi í lífi og starfi, sem
Ljósmyndasafn Reykjavíkur hefur
unnið.
Jafnréttis- og friðarsinnar eru
hvattir til að fjölmenna á fundinn sem
verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss
Reykjavíkur og hefst kl. 17.
Alþjóðlegur baráttudagur
kvenna fyrir friði og jafnrétti
María S. Gunnarsdóttir
skrifar í tilefni af alþjóðlegum
baráttudegi kvenna
» Alþjóðasamstaðasem hefur gefið kon-
um víða um heim styrk
til að standa upp í
heimalöndum sínum.
María S. Gunnarsdóttir
Höfundur er formaður Menningar- og
friðarsamtaka MFÍK.
GREIN Þorkels Helgasonar
orkumálastjóra með yfirskriftinni
„Stjórnkerfið og vistvænir bílar –
Morgunblaðið úti að aka?“ birtist
á bls. 29 í Morgunblaðinu í gær. Þar
er fjallað um tillögur stjórnskipaðs
stýrihóps svokallaðs Vettvangs um
vistvænt eldsneyti um að öll gjöld á
bíla og notkun þeirra verði bein-
tengd við losun þeirra á koltvísýr-
ingi og annarri mengun. Vegna mis-
taka féll niður sá kafli greinarinnar
sem innihélt umræddar tillögur, en
án þeirra verður blaðagreinin ill-
skiljanleg. Tillögurnar voru birtar í
skýrslu undir heitinu Stefna Íslend-
inga í eldsneytismálum einka-
bifreiða. Tillögur um aðgerðir
stjórnvalda. Skýrsluna má finna í
heild sinni á vef Orkustofnunar
ásamt kynningarefni, sjá www.os.is/
page/vve.
Á bls. 32 í skýrslunni eru settar
fram tillögur, sem sjá má á með-
fylgjandi mynd, sem orkumálastjóri
vitnar til í fyrrgreindri blaðagrein.
Lesendur eru beðnir velvirðingar
á þessum mistökum.
Tillögur stýrihóps Vett-
vangs um vistvænt eldsneyti
Að mótuð verði sú stefna að endurskoða í heild opinber gjöld af
ökutækjum með það að markmiði
(a) að skilgreina og afmarka sérstaklega gjöld fyrir notkun á
vegakerfinu og aðra þjónustu við umferðina (veggjöld) og
(b) að tengja öll önnur gjöld af stofnkostnaði, árlegri notkun og
eldsneytisnotkun við losun á koltvísýringi en innbyrðis
samsetning gjaldanna verði með þeim hætti, að þau leiði til sem
mests samdráttar í losun á koltvísýringi og annarri mengun.