Morgunblaðið - 05.04.2007, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
íþróttir
Phil Mickel-son frá
Bandaríkjunum,
sem hefur titil að
verja á Mast-
ersmótinu, og
Adam Scott frá
Ástralíu verða
saman í ráshóp
fyrstu tvo keppn-
isdagana á Augusta vellinum ásamt
Skotanum Richie Ramsay sem sigr-
aði á opna bandaríska áhuga-
mannameistaramótinu á s.l. ári. Það
er venja að sigurvegarinn á Mast-
ersmótinu leiki í ráshóp með áhuga-
kylfingi fyrstu tvo keppnisdagana.
Tiger Woods verður í ráshóp með
Paul Casey frá Englandi og Aaron
Baddeley frá Ástralíu.
Brett Quigley frá Bandaríkjunumhefur í nógu að snúast á Mast-
ersmótinu en hann yfirgaf Augusta
völlinn í gær á 11. holu á æfinga-
hring þar sem hann fékk þær fréttir
að eiginkona hans væri farin á fæð-
ingardeildina. Quigley náði í tæka
tíð áður en dóttir þeirra kom í heim-
inn og mun hann hefja leik á Mast-
ersmótinu í dag.
Skotinn Colin Montgomerie ereinn af fáum kylfingum mótsins
sem er sannfærður um að hann geti
ekki sigrað á Mastersmótinu.
„Monty“ sagði þetta eftir fyrsta æf-
ingahringinn á Augusta. „Ég get í
mesta lagi leikið á 70 höggum og ef 8
högg undir pari duga til þess að
vinna þá á ég kannski möguleika.
Hinsvegar er ég ekki nógu högg-
langur og innáhöggin hjá mér eru
ekki nógu há til þess að ég eigi
möguleika,“ sagði Montgomerie.
Bjarni Þór Viðarsson lék allanleikinn með varaliði Everton
sem sigraði Newcastle, 2:1, í deild-
arkeppni varaliða. Skoski landsliðs-
maðurinn James McFadden skoraði
bæði mörk Everton en hann er að
komast í gott form eftir að hafa ver-
ið frá vegna fótbrots síðustu mán-
uðina.
Bo Henriksen, danski knatt-spyrnumaðurinn sem lék með
ÍBV í fyrra og þar áður með Fram
og Val, hóf þjálfaraferilinn vel um
síðustu helgi. Henriksen var í vetur
ráðinn þjálfari og leikmaður Bröns-
höj sem sat á botni 2. deildar í Dan-
mörku. Með hann í fremstu víglínu
vann Brönshöj óvæntan útisigur á
Slagelse, 2:1, í fyrsta leik sínum eftir
vetrarfríið og komst úr fallsæti
deildarinnar. Henriksen skoraði
ekki en Thomas Maale, sem lék með
Val 2003, sá um bæði mörkin.
Íslendingaliðinu Malmö FF er spáð4.-5. sæti í sænsku úrvalsdeild-
inni í kvennaflokki í knattspyrnu í
ár. Sérfræðingar telja 44 prósent
líkur á að Umeå verji titilinn en Lin-
köping kemur næst með 25 prósent
möguleika og Djurgården með 13
prósent. Malmö og Kopparberg/
Göteborg koma þar á eftir með 7
prósent. Þær Ásthildur Helgadóttir
og Dóra Stefánsdóttir leika með
Malmö FF, sem mætir Bälinge á
útivelli í fyrstu umferðinni 11. apríl.
Ekkert verður af árlegum meist-araleik Íslands og Færeyja í
knattspyrnu þar sem FH og HB
náðu ekki samkomulagi um leikdag.
Á vef stuðningsmanna FH segir Jón
Rúnar Halldórsson formaður knatt-
spyrnudeildar FH að KSÍ hafi ekki
staðið í stykkinu við að koma leikn-
um á og undanfarin tvö ár hafi FH
haft veg og vanda af þessum leikjum
við Færeyingana, ásamt því að bera
kostnað af þeim. Á vef HB er hins-
vegar sagt að samskipti við Íslend-
inga vegna leiksins, og sérstaklega
við FH, hafi verið afar erfið. FH-
ingar hafi einhverra hluta vegna
haft lítinn áhuga á leiknum.
Fólk sport@mbl.is
Phil Mickelson og Tiger Woods
hafa sigrað á fimm af síðustu sex
Mastersmótum og eru þeir að sjálf-
sögðu á meðal þeirra sigurstrang-
legustu í ár.
Mickelson segir að Tiger Woods
sé einfaldlega besti kylfingur sög-
unnar. „Ef ég næ frábærum enda-
spretti á ferli mínum, og vinn 20 at-
vinnumót og 7 stórmót, þá hef ég
náð 50 sigrum og 10 á stórmótum.
Þessi árangur mun aldrei duga til
þess að komast á þann stall sem
Woods er á þessa stundina. Ég hef
því aldrei reynt að líkja mér saman
við Tiger Woods. Það er einfaldlega
ekki hægt,“ sagði Mickelson í gær.
Fyrir áratug sigraði Tiger Woods
á mótinu en það var í fyrsta sinn
sem hann tók þátt á Masters-
mótinu. Hann er yngsti sigurvegari
mótsins frá upphafi en hann var 21
árs gamall og yfirburðir hans voru
gríðarlegir þar sem hann var 12
höggum betri en næsti keppandi.
„Ég hefði ekki náð að sigra árið
1997 ef faðir minn hefði ekki verið
mér til aðstoðar. Í aðdraganda
mótsins lék ég vel en á æfingadög-
unum voru púttin ekki á sínum
stað. Ég bað pabba að gefa mér ráð
og hann sagði mér einfaldlega að
fara út á völl og framkvæma,“ sagði
Tiger Woods en faðir hans, Earl,
lést sl. sumar. Woods hefur sigrað
á alls 12 stórmótum og á þeim
tveimur síðustu sem haldin hafa
verið, opna breska meistaramótinu
og PGA-meistaramótinu.
Bandaríkin í minnihluta
Í fyrsta sinn í sögunni eru banda-
rískir kylfingar í minnihluta á
Mastersmótinu en alls eru 47
bandarískir kylfingar en 50 kylf-
ingar koma frá öðrum löndum.
Fimm áhugakylfingar eru á meðal
keppenda en það er samkvæmt
venju. Gary Player jafnar met Arn-
old Palmer á mótinu en Player hef-
ur 49 sinnum tekið þátt á þessu
móti og en Palmer lék 50 sinnum á
Mastersmótinu.
Fyrir mótið í fyrra var gríðarlega
mikið rætt um breytingarnar sem
gerðar voru á vellinum en í ár hef-
ur engin slík umræða átt sér stað.
Skiljanlega þar sem aðeins smá-
vægilegar tilfærslur á teigum voru
gerðar á 11. og 15. braut. Árið 2006
voru gerðar umfangsmiklar breyt-
ingar á alls 6 brautum sem voru
gerðar mun lengri og erfiðari fyrir
högglanga kylfinga nútímans.
Jim Furyk frá Bandaríkjunum er
í öðru sæti á heimslistanum en
hann hefur ekki áhuga á því að fá
að baða sig í sviðsljósinu sem beint
er að Tiger Woods efsta kylfingi
heimslistans. Furyk sagði á fundi
með fréttamönnum í gær að hann
öfundaði ekki Woods af þeirri at-
hygli sem hann fengi. „Ég kann vel
við að geta farið á veitingahús með
fjölskyldu minni án þess að vekja
mikla athygli. Það eina sem ég væri
til í að fá frá Woods væri meiri
högglengd. Hann slær 30 metrum
lengra en ég í upphafshöggunum og
það væri gott fá lánaða 10 metra af
þeirri vegalengd. Ég þarf ekki á
öllum 30 metrunum að halda,“ sagði
Furyk en hann varð annar á pen-
ingalista PGA-mótaraðarinnar í
fyrra og þrátt fyrir að hann hafi um
nokkra hríð verið í öðru sæti
heimslistans vekur hann litla at-
hygli.
Golfsérfræðingar bandaríska
tímaritsins Golfdigest spá því að
þeir 10 kylfingar sem eru efstir á
heimslistanum þessa stundina séu
þeir líklegustu til þess að fagna
sigri á páskadag: Þeir eru; Tiger
Woods, Jim Furyk, Adam Scott,
Phil Mickelson, Ernie Els, Henrik
Stenson, Vijay Singh, Geoff Ogilvy,
Retief Goosen og Padraig Harr-
ington.
Alls hafa 18 kylfinganna aldrei
áður leikið á þessu móti og 5 þeirra
eru áhugamenn.
Á fréttavefnum golf.com er gríð-
arlega áhugaverð spá sérfræðinga
þar á bæ.
Davis Love III, Charles Howell,
paul Casey, Tom Watson (já, þessi
gamli góði Watson sem er 57 ára),
Jim Furyk, Henrik Stensson, Geoff
Ogilvy, Phil Mickelson og Tiger
Woods eru að mati golf.com eru lík-
legir til sigurs á mótinu en Aaron
Baddeley frá Ástralíu er sigur-
stranglegastur að mati þeirra.
Baddeley er 26 ára gamall og er í
32. sæti heimslistans. Hann hefur
aðeins sigrað á 5 atvinnumótum á
ferlinum en að mati sérfræðinga
golf.com hentar leikstíll hans gríð-
arlega vel á Augusta þar sem hann
getur slegið boltann hátt með járn-
kylfum af löngu færi og látið bolt-
ann stöðvast á hörðum flötum vall-
arsins. Það halda margir að
fréttavefurinn sé að grínast með að
setja Tom Watson á listann en
hann lék vel á Pebble Beach á
PGA-mótaröðinni um miðjan febr-
úar þar sem hann endaði í 19. sæti
á 7 höggum undir pari vallar.
Reuters
Ósigrandi? Tiger Woods hefur sigrað á tveimur síðustu stórmótum í golfi
og fátt kemur í veg fyrir að hann blandi sér í baráttuna á Mastersmótinu.
Phil Mickelson segir
að Woods sé kóngurinn
PHIL Mickelson frá Bandaríkj-
unum hefur titil að verja á Mast-
ersmótinu í golfi sem hefst í dag á
Augusta-vellinum. Alls keppa 97
kylfingar um titilinn í ár en en
þetta er í 71. skipti sem mótið fer
fram. Mastersmótið er eina mótið
af alls fjórum stórmótum sem alltaf
fer fram á sama keppnisvellinum en
hin stórmótin eru opna bandaríska
meistaramótið, opna breska meist-
aramótið og PGA-meistaramótið.
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson
seth@mbl.is
Hinn 57 ára gamli Tom Watson er ekki útbrunnið gamalmenni
!
"!!"#
"!"$" %!!
&'!
()*+*"*
,
&%'
-
!
! .!
*
/
0
122*(2 *
23*
4!5
/
0
67!
89
:&
:
*
22*4!
;<(<=
2 *4!
;3(2<
23*4!
;)(
<==
$!
$!
!!
!
; >
?
@
>>
3*<2)
3*3A
=*+
3=
3=
B-
(
.(
!2AA &
2 .!*
!
"!#
$#! %#$&