Morgunblaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN KLEPPUR fagnar á árinu 100 ára afmæli og í tilefni af því er haldin vegleg afmælishátíð dagana 25. til 26. maí á Kleppi og víða um borgina. Almenningi, gestum og notendum er boðið að njóta dag- skrár sem fram fer m.a. í sam- komusal spítalans. Þar sem und- irrituð er fyrrum starfsmaður við iðju- þjálfun á Kleppi frá árinu 2002 til 2004 var meiningin að kíkja á afmælisbarnið og taka þátt í gleðinni. En gleðin getur snúist upp í andhverfu sína ef svo óheppilega vill til að gestir, notendur eða starfsmenn eiga erfitt með gang eða nota hjólastól. Samkomusalur spít- alans er á 2. hæð án lyftu. Á meðferð- arheimilinu Laugarási verður einn- ig opið hús en þar er einnig óað- gengilegt fyrir hreyfihamlaða og það á við um fleiri staði sem ætl- aðir eru fólki með geðraskanir og/ eða geðsjúkdóma. Það er mjög an- kannalegt að á spítala sem er op- inber stofnun, sem tilheyrir Landspítala – háskólasjúkrahúsi, sé ekki gert ráð fyrir því að starfs- menn, notendur eða aðstandendur geti verið hreyfihamlaðir og notað hjálpartæki í byrjun 21. aldar. Á mínum starfsferli sem fé- lagsliði á Kleppi fór ég þrisvar sinnum upp í samkomusal til að hlýða á fyrirlestra eða aðrar uppá- komur. Fyrst er ég var nýbyrjuð og stuttu síðar á jóladagskrá, sem var undirbúin af notendum og starfsfólki. Á leiðinni upp stigann í samkomusalinn í þriðja skiptið mætti mér starfskona sem ekki hafði áður séð mig glíma við stig- ann og minnist ég þess sérstaklega er hún sagði við mig: „Mikið ertu nú dugleg, þú ert nú heppin að þurfa ekki að nota hjólastól.“ Ég svaraði henni því til að reyndar notaði ég hjólastól sem betur fer þar sem hann væri hjálpartæki og auðveldaði mér lífið. Að fyrirlestri loknum varð ég að hlamma mér niður og fara á rassinum niður stigann til að forða mér frá því að detta. Eftir þá svaðilför sá ég ekk- ert vit í því að hætta lífi mínu og limum til að hlýða á fyrirlestur á stofnuninni. Annars var vel tekið á móti mér er ég byrjaði á Kleppi, bæði af starfsfólki og not- endum. Reynt var að bæta aðgengið svo að ég kæmist inn á vinnustaðinn með því að setja ramp við inn- ganginn og handrið við stiga. Í byrjun fannst reyndar sum- um skrítið að fá starfsmann sem notaði oft hjólastól, þá kom það fyrir að notendur spurðu: „Ert þú starfsmaður? En þú ert í hjólastól, ert þú sjúklingur?“ Vissulega var ég starfsmaður, sem á við hreyfihömlun að stríða, en stofn- unin var sniðin að því að lækna og hlúa að fólki með andlega sjúk- dóma sem eiga sér víst bústað og ból í höfði fólks en ekki í fótum þess eða umhverfi. Ég hugsaði oft með mér hvort spítalinn ýtti undir sjúkleika fólks, hver væri í raun sjúkur; spítalinn og kerfið eða not- endur þjónustunnar. Mér fannst eins og spítalinn sjálfur ætti við al- varlegt þunglyndi að stríða og væri nánast ekki viðbjargandi. Ég ákvað að hætta sem fé- lagsliði á Kleppi og snúa mér að öðru þar sem ég gat ekki séð að gerðar yrðu miklar breytingar á stofnuninni í bráð. Þá á ég ekki við að þær áþreifanlegu hindranir, sem mættu mér eða notendum, væru eitthvað illleysanlegar, að ryðja burt þröskuldum og hindr- unum, heldur fremur hinar hug- lægu hindranir í garð fólks með geðraskanir og fatlanir. Ég hafði val um að hætta að starfa á spít- alanum en mér er enn hugsað til þeirra notenda sem enn þurfa að búa eða dvelja á stofnuninni. Hvert er þeirra val, ef þeir eru óánægðir með þjónustuna á Landsspítalanum, hvert geta þeir þá snúið sér? Það virðist ekkert annað vera í boði, enginn annar spítali en Landspítali. Er það trygging fyrir góðri heilbrigð- isþjónustu, bæði fyrir starfsfólk og notendur? Fróðlegt væri að vita hvert markmið Klepps verður næstu 100 árin í þjónustu við almenning og hvort aðskilnaðarstefnan eigi að ríkja eða hvort færa eigi þjón- ustuna nær notendum með því að efla heilsugæsluna og nærþjón- ustu. Ef hið síðarnefnda verður stefnan, þarf þá ekki að vinna markvist að því að leggja Klepps- spítala niður? Eiga notendur geð- heilbrigðiskerfisins að vera annars flokks í sérúrræðum? Því til stað- festingar er einmitt dagskrá af- mælishátíðar annars vegar fyrir notendur og aðstandur í sam- komusal á Kleppi, sem aðeins sum- ir geta tekið þátt í, svo framalega þeir eru í góðu formi til að glíma við stigana, og svo hins vegar verður dagskrá og hátíð fyrir fag- fólkið á Grand hóteli, sem er úti í bæ með aðgengi fyrir alla að leið- arljósi. Um leið og ég óska öllum góðrar geðheilsu í tilefni af 100 ára af- mælinu velti ég fyrir mér einu er snýr að barna- og unglingageð- deild Landspítalans. Af hverju var hún ekki færð inn í hinn nýja og glæsilega barnaspítala sem opn- aður var fyrir nokkrum árum? Fyrir hverja er Kleppur? Kolbrún D. Kristjánsdóttir skrifar í tilefni af 100 ára afmæli spítalans »Ég hugsaði oft meðmér hvort spítalinn ýtti undir sjúkleika fólks, hver væri í raun sjúkur; spítalinn og kerfið eða notendur þjónustunnar. Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir Höfundur er fyrrverandi starfsmaður á Kleppsspítala og varaformaður Sjálfsbjargar. E inu sinni var ég nem- andi við Háskóla Ís- lands. Ég var víst ekki sérlega góður nemandi, og ef ég hefði farið í eitthvert alvöru fag, eins og til dæmis lögfræði eða læknisfræði eða viðskiptafræði, hefði ég áreiðanlega flosnað upp frá þessu námi. Því má segja að það hafi orðið mér til happs að ég hélt mig við kjaftafögin. Ég verð að viðurkenna að þeg- ar ég byrjaði í skólanum hafði ég litla hugmynd um hvert end- anlegt markmið mitt var með náminu – líklega hafði ég hreint ekkert markmið. Mér er nær að halda að jafnvel þótt ég væri í kjaftafögunum hefði strangt til tekið mátt segja að ég ætti ekk- ert erindi í háskólanám. Það var einungis fyrir skilningsríki góðra kennara að ég fékk að komast áfram, og að ég skyldi komast upp með það sem átti að heita BA-ritgerð var ekkert annað en gustukaverk umsjónarkennarans. Á þessum árum kostaði lítið sem ekkert að skrá sig í HÍ. Mér fannst það afskaplega gott, og ég er viss um að ef rukkað hefði ver- ið um alvöru skólagjöld hefðu bæði samviska mín og „kostunar- aðilar“ mínir harðbannað mér að sóa peningum í þennan svokall- aða lærdóm. En ég var svo hepp- inn að geta setið þarna á kostnað hins opinbera, að vísu í þeim fög- um þar sem kostnaður á hvern nemanda er langminnstur. Líklega er það af þessum per- sónulegu ástæðum sem ég hef alltaf verið frekar hallur undir þá hugmynd að háskólar eigi að vera öllum opnir, og það eigi að vera hægt að stunda nám við þá án þess að borga skólagjöld. Það á að vera möguleiki að stunda há- skólanám meira af vilja en mætti, eins og ég hef líklega gert þarna í BA-náminu. Slíkur möguleiki getur reynst villuráfandi sauðum ákaflega mikilvægur, og þeir þannig fundið sér skjól sem ella væri hvergi annars staðar að finna. En svona hugmyndir um há- skóla sem hálfgerðar félagsmála- stofnanir hafa sífellt farið meira og meira halloka fyrir þeim hug- myndum að háskólar eigi að stuðla að auknum hagvexti og fyrst og fremst að skila af sér nemendum sem eru færir um að taka þátt í atvinnulífinu. Sífellt verður háværari sú krafa að þeir sem „eiga ekkert erindi“ í há- skólanám eigi ekki að fá að hefja það. Til að skilja sauðina frá höfrunum mun vera affarasælast að rukka myndarleg gjöld, til að fólk fari ekki að þvælast í nám nema það meini eitthvað með því. Hafi skýrt mótuð markmið strax í upphafi. Það er svo sannarlega þessara nýju tímanna tákn að nú á að fara að stokka upp í sjálfum Sor- bonne, þessum erki-ríkisháskóla með engin skólagjöld. Ég rakst á frétt um það á AP um daginn að nýkjörinn Frakklandsforseti, Nicholas Sarkozy – sem lagði áherslu á það í kosningabarátt- unni að Frakkar yrðu að fara að vera duglegri að vinna – ætli að gera franska háskóla skilvirkari og hagkvæmari. Rektor Sorbonne, Jean-Robert Pitte, vill afleggja það fyr- irkomulag að allir sem klára menntaskóla eigi rétt á að setjast á háskólabekk, hann vill að há- skólarnir geti hafnað nemendum sem ekki teljist eiga í þá erindi, og hann vill fá að rukka skóla- gjöld til að auka tekjur skólans. AP segir að þetta líti ýmsir á sem „ameríkaníseringu“ og vilji ekki sjá þessar breytingar. Í ljósi þess sem ég rakti hér að ofan um mína eigin háskólagöngu get ég ekki annað en haft nokkra samúð með þeim sem líst ekkert á þessar fyrirhuguðu breytingar á Sorbonne. En um leið hefur Pitte að því er virðist ýmislegt til síns máls, og haldgóð rök virðast vera fyrir því að „nútímavæða“ skólann. Franskir háskólar skila mun færri útskriftarnemendum en bandarískir skólar, og árið 2005 voru einungis 14,2% fullorðinna í Frakklandi háskólamenntuð, sam- anborið við 29,4% í Bandaríkj- unum, að því er AP segir, og vitnar í tölur frá OECD. Pitte segir að flestir nemendur við franska háskóla flosni upp frá námi. Fjörutíu og fimm prósent þeirra sem hefja nám við Sor- bonne ljúka ekki fyrsta árinu, og 55% klára enga gráðu. Pitte segir að ef skólinn fái ekki að setja inntökuskilyrði fari of mikið af peningum og tíma kennara í að sinna nemendum sem „eiga í rauninni enga mögu- leika“ á að hafa eitthvað upp úr náminu. Slíkt sé bæði sóun og um leið ávísun á hina alræmdu yf- irfullu fyrirlestrarsali og tengsla- leysi nemenda og kennara. Þar sem skólagjöld séu lítil sem engin – tæpar 300 evrur – þurfi fólk ekki einu sinni að kíkja í peninga- veskið áður en það skráir sig til náms. Þrátt fyrir þetta held ég að þeir sem eru á öndverðum meiði við Pitte hafi nokkuð til síns máls. AP hefur eftir forseta nem- endafélags í Sorbonne að núver- andi kerfi geri öllum kleift að spreyta sig, og nemendur verði metnir á grundvelli frammistöðu sinnar í háskólanum, fremur en fyrri afreka á menntabrautinni. Að ekki sé nú minnst á kröfuna um að fjárhagsstaða eigi ekki að skera úr um hvort fólk getur far- ið í háskóla eða ekki. Þrátt fyrir allt tal um að styrkjakerfi geti tryggt jafnan aðgang þótt skólagjöld séu rukk- uð vita allir sem til þekkja að í Ameríku eiga fátækir alls ekki möguleika á að spreyta sig í há- skólunum nema þeir hafi ann- aðhvort sýnt afburðanámshæfi- leika í menntaskóla eða séu afburðaíþróttamenn. Rektorinn í Sorbonne gengur svo langt að segja að það sé „glæpsamlegt“ að hleypa inn í há- skóla nemendum sem ekki séu í stakk búnir fyrir slíkt nám. Þetta er fáránleg fullyrðing. Og ég þakka mínum sæla fyrir að skoð- anir sem þessi voru ekki ríkjandi í Háskóla Íslands þegar ég þvældist þangað fyrst. Sorbonne á beinið »Ef ég hefði farið í eitthvert alvöru fag, eins ogtil dæmis lögfræði eða læknisfræði eða við- skiptafræði, hefði ég áreiðanlega flosnað upp frá þessu námi. Því má segja að það hafi orðið mér til happs að ég hélt mig við kjaftafögin. BLOGG: kga.blog.is VIÐHORF Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is SAMTÖKIN ’78 hafa fagnað þeirri yfirlýsingu annars ráðu- neytis Geirs H. Haarde að trú- félögum verði veitt heimild til að staðfesta samvist samkyn- hneigðra. Ákvæðið í stjórnarsáttmálanum er í samhljóðan við samþykkt lands- fundar Sjálfstæð- isflokksins og frum- varp Guðrúnar Ögmundsdóttur Sam- fylkingarþingmanns sem lagt var fram á Alþingi en hlaut ekki afgreiðslu. Í þessu samhengi er rétt að vekja at- hygli á samþykkt Leikmannastefnu Þjóðkirkjunnar, sem haldin var í Stykkishólmi 4.-6. maí sl., og ekki hefur farið hátt. Þar segir að góð- ur vilji sé til þess í söfnuðum landsins að mæta óskum um að prestar komi að blessun og stað- festingu samvistar samkyn- hneigðra. Minnt er á að kirkjan og stofn- anir hennar hafi stutt lög um stað- festa samvist, sem sett voru árið 1996, og að kirkjan hafi upp frá því stutt þá réttindabaráttu sam- kynheigðra sem háð hafi verið á þeim grunni. Um leið og stuðningi er lýst við drög að ályktun kenn- ingarnefndar um Þjóðkirkjuna og staðfesta samvist er lögð sérstök áhersla á að þau mál er lúta að hjónabandsskilningi og blessun eða staðfestingu samvistar sam- kynhneigðra séu enn til umræðu og verði ekki til lykta leidd innan kirkj- unnar fyrr en á Kirkjuþingi á hausti komanda. Leik- mannastefna taldi að til álita kæmi af hálfu Kirkjuþings að heim- ila prestum, sem það kjósa, að staðfesta samvist samkyn- hneigðra para. Einnig er því lýst yfir að Al- þingi og kirkja geti hugsanlega mæst í samþykkt og sam- skilningi á slíku heimildarákvæði. Orðrétt segir síðan í samþykkt- inni: „Á hinn bóginn er enn sterkari vilji meðal safnaðarfólks til þess að standa vörð um hefðbundinn skilning á hjónabandinu sem sátt- mála karls og konu og sem sköp- unarreglu Guðs. Um fyr- irsjáanlega framtíð er því ekki um það að ræða að leikmenn innan kirkjunnar séu almennt reiðubúnir til þess að skilgreina hjónaband eða hjúskap kynhluthlaust. Í þess- um efnum telur leikmannastefna að hægara og raunsærra sé að bæta við hliðstæðu og jafngildu vígsluformi en að breyta inntaki hjónavígslunnar.“ Hvað sem líður deilum um hjónabandsskilning þá er freist- andi að álykta út frá samhljóm- inum í yfirlýsingu Samtakanna ’78, ákvæðinu í stjórnarsáttmál- anum og ályktun Leikmanna- stefnu að Alþingi og kirkja geti mæst í samþykkt og samskilningi á heimild til trúfélaga að staðfesta samvist samkynhneigðra innan tíðar. Enda þótt Leikmannastefna ráði ekki úrslitum þá eru fulltrúar á henni vel kunnugir sjónarmiðum safnaðarfólks um allt land og leik- menn eru í meirihluta á Kirkju- þingi. Mér segir svo hugur að þar muni afl atkvæða þó ekki verða ráðandi heldur hinn góði vilji í söfnuðum landsins og sú mikla vinna og einurð sem lögð hefur verið í undirbúning málsins innan kirkjunnar. Góður vilji í söfnuðum landsins Einar Karl Haraldsson skrifar um hjónabandsskilning » Það er samhljómur íyfirlýsingum rík- isstjórnar, Samtakanna ’78 og Leikmannastefnu Þjóðkirkjunnar. Einar Karl Haraldsson Höfundur er kirkjuþingsmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.