Morgunblaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2007 41 Krossgáta Lárétt | 1 örskotsstund, 4 fugl, 7 blettur, 8 reiði, 9 þegar, 11 horað, 13 uppmjó fata, 14 úldna, 15 ódrukkin, 17 öngul, 20 eldstæði, 22 mat- reiðslumanns, 23 megnar, 24 peningar, 25 kroppa. Lóðrétt | 1 árhundruð, 2 hnugginn, 3 tunnan, 4 bjartur, 5 heift, 6 dálítið hey, 10 kynið, 12 átrúnað- ur, 13 hryggur, 15 kona, 16 vindhviður, 18 fjáðar, 19 versna, 20 reykir, 21 galdrakvendi. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 næfurþunn, 8 bólið, 9 rugla, 10 ann, 11 tærar, 13 arinn, 15 skúms, 18 amlar, 21 tíð, 22 fagur, 23 aftur, 24 Frakkland. Lóðrétt: 2 ætlar, 3 urðar, 4 þerna, 5 negri, 6 ábót, 7 rann, 12 aum, 14 róm, 15 sefa, 16 úrgur, 17 strák, 18 aðall, 19 látin, 20 rýra. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú ættir að vera einn. Ekki alltaf, bara í dag. Eyddu tíma þínum í að kasta hugmyndum þínum fram og til baka. Eitt- hvað merkilegt gæti komið út úr því. (20. apríl - 20. maí)  Naut Innri skoðun og spurningar þínar um sjálfan þig gætu fengið þig til að efast um eigin verðleika og dá annarra. Ekki gera það. Þú ert mjög frambærileg(ur). (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Það eru breytingar í nánd. Tal- aðu við fólk um þær umbætur sem þú vilt gera. Í kvöld verður maturinn dásam- legur ef þú verður í hlutverki kokksins. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Heimurinn heldur áfram að tala við þig á yfirnáttúrlegan hátt, og þú skipt- ir á milli heilahvela með lítilli fyrirhöfn. Það er varla heil brú í því – en er það ekki málið? (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Heimurinn þarfnast skemmtileg- heita þinna. Sköpunargáfa þín og leikni þín með börn verða vel metin í umhverfi sem er vanalega ófrjótt og leiðinlegt. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þegar þú veist ekki hvað þú átt að hugsa – skaltu skemmta þér! Frelsi felst ekki í því að hafa álit á öllum sköpuðum hlutum. Vatnsberi verður þér góð fyrir- mynd. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú þarft mögulega að endurskoða áætlun þína samkvæmt plönum einhvers annars. Ekki streitast of mikið á móti. Út- koman gæti orðið betri en ella. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú verðlaunar sjálfan þig fyrir góða hegðun. Þú þarft samt ekki alltaf að eyða helling þegar þessi gállinn er á þér. Finndu möntru sem hentar þér eða hringdu í vin í útlöndum. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú álítur engan gefa hollustu þinn gaum. En má vera að einmitt þeir sem eru nógu klárir til að taka eftir þraut- seigjunni í þér, hrósi ekki of auðveldlega. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú ert fær með tölur og færð snilldarhugmynd til að bæta núllum aftan við launin þín. Væntingar almennings skipta miklu í framkvæmdum þínum. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú stígur upp fyrir múginn og verður valinn til að sinna sérstöku verk- efni. Það er erfitt að tilheyra elítunni og þig gæti langað að hverfa aftur í fjöldann. En svo verður ekki, svo sættu þig við nýju stöðuna. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Lífið er eins og púsluspil: suma daga er allt morgunljóst en aðra daga er allt í þoku. Það besta er að lausnin kemur alltaf að lokum. stjörnuspá Holiday Mathis 1. c4 e5 2. Rc3 Rf6 3. Rf3 Rc6 4. e3 Bb4 5. Dc2 Bxc3 6. Dxc3 De7 7. Be2 d5 8. O-O d4 9. exd4 exd4 10. Db3 0-0 11. He1 Bg4 12. Bd1 Dd6 13. d3 Rd7 14. Bd2 a5 15. Rh4 Rc5 16. Da3 Bd7 17. Be2 b6 18. Had1 h6 19. b3 Df6 20. Rf3 Hae8 21. Db2 Bg4 22. Dc2 Staðan kom upp á sterku lokuðu móti sem er nýlokið í Sarajevo í Bosn- íu. Rússneski ofurstórmeistarinn Alex- ander Morozevich (2.762) hafði svart gegn enska kollega sínum Nigel Short (2691). 22. … Hxe2! 23. Hxe2 Bxf3 24. gxf3 Dxf3 25. Bc1 f5! svartur hótar nú Hf8-f6-g6 og við þeirri hótun á hvítur ekki fullnægjandi svör. Framhaldið varð: 26. h3 Hf6 27. Kh2 Hg6 28. Hg1 Hxg1 29. Kxg1 Rxd3 30. Be3 Rce5 31. Bxd4 Rf4 og hvítur gafst upp enda óverjandi mát. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik. Opinská blekking. Norður ♠D5 ♥ÁG52 ♦D1082 ♣K74 Vestur Austur ♠KG84 ♠Á962 ♥63 ♥10984 ♦G943 ♦Á76 ♣1093 ♣85 Suður ♠1073 ♥KD7 ♦K5 ♣ÁDG62 Suður spilar 3G. Út kemur tígull upp á ás í austur og smár spaði um hæl. Og þannig fór um sjóferð þá: tígulás og fjórir á spaða – einn niður. Eða hvað? Á sagnhafi ein- hver úrræði? Í rauninni ekki, en þegar spilið kom upp lét sagnhafi spaðadrottninguna undir kóng vesturs í öðrum slag og það hafði óvænt áhrif á framvinduna. Vest- ur var góður spilari og ályktaði sem svo að sagnhafi væri að „afblokkera“ – ætti Á10 eftir heima og vildi eiga þar næsta slag. Og vestur ætlaði svo sann- arlega ekki að spila upp í gaffalinn og skipti yfir í hjarta. Alfred Sheinwold kom þessu spili á framfæri í The Bridge World fyrir margt löngu og hann nefnir það sem dæmi um opinskáa blekkispila- mennsku – enda blekkispilið í blindum, sem allir sjá. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1 Hvað heitir margæsin sem losnaði við senditækið afbakinu við Lambhúsatjörn? 2 Hvað heitir varnarmálaráðherra Ísraels sem velt hef-ur verið úr stóli Verkamannaflokksins þar í landi? 3Myndlistamaðurinn Snorri Ásmundsson hefur reistverk sem á að fara til Feneyja. Hvers eðlis er það? 4 Hvað eru KR-ingar með mörg stig í efstu deild? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Dönsk prinsessa kom hing- að í heimsókn í tilefni af ráð- stefnu skáta. Hver er það? Svar: Benedikta. 2. Hver verð- ur þingflokksformaður Frjáls- lynda flokksins? Svar: Kristinn H. Gunnarsson. 3. Hvað heitir vínið sem Helgi Tómasson ræktar í Napadalnum í Kali- forníu? Svar: Tomasson. 4. Hvað heitir liðið sem Hermann Hreiðarsson leikur með í úr- valsdeildinni ensku á næstu leiktíð? Svar: Portsmouth. Spurter… ritstjorn@mbl.is Morgunblaðið/Arnaldur dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig FRÉTTIR SENDIRÁÐ Íslands í Svíþjóð, í samstarfi við Glitni, Símann/Sirius IT, Baug Group, Útflutningsráð Ís- lands/utanríkisráðuneytið og Ice- landair, efnir til hátíðar í Stokkhólmi þriðjudaginn 5. júní nk. Hátíðin ber heitið Ísland er hér og er þar einnig vísað til landsleiks Svíþjóðar og Ís- lands í EM í knattspyrnu, sem fer fram daginn eftir, þann 6. júní á þjóðhátíðardegi Svía. Dagskráin hefst með aflrauna- keppni milli Íslands og Svíþjóðar á Norrmalmstorgi í miðbæ Stokk- hólms kl. 16.30, þar sem sterkustu menn þjóðanna takast á. Keppt verður í bóndagöngu, drumbalyftu, kúlusteinalyftu, dekkjaveltu og rétt- stöðulyftu. Magnús Ver Magnússon, margfaldur heimsmeistari, hefur veg og vanda af keppninni, sem er opin almenningi. Eldri meðlimir í karlakórnum Fóstbræðrum syngja á Norrmalmstorgi. Um kvöldið verða haldnir stór- tónleikar í China Teatern við Berze- lii Park, sem er í hjarta Stokkhólms, með Stuðmönnum, Björgvini Hall- dórssyni, KK og Ragnheiði Gröndal, auk þess sem eldri Fóstbræður taka lagið. Tónleikarnir hefjast kl. 19.30. Að- gangur er ókeypis, en miðar renna út. Salurinn tekur 1250 manns í sæti og stefnir í það að hvert sæti verði skipað, segir í fréttatilkynningu. Þeir sem óska eftir miða geri vart við sig og sendi óskir þar að lútandi á veffangið stosvar@mfa.is. Þá mun sendiráðið og samstarfs- aðilar hátíðarinnar standa fyrir ráð- stefnu þann 5. júní, sem eingöngu er ætluð boðsgestum, þar sem fjallað verður um viðskipti, fjármál og fót- bolta. M.a. verður varpað fram spurningunni „Eiga litlar þjóðir möguleika í harðri alþjóðlegri sam- keppni á vettvangi viðskipta og knattspyrnu?“ Þar verða m.a. eftirtaldir með inn- legg: Geir Thorsteinsson, formaður KSÍ, Sigurður Jónsson, þjálfari Djurgarden, Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Jó- hanna Waagfjörð, framkvæmda- stjóri Haga. Guðmundur Árni Stefánsson sendiherra stýrir ráðstefnunni. Íslandshátíð í Stokkhólmi HLÖÐUTÓNLEIKAR við Kálfas- tíuna í Þrándarholti í Gnúpverja- hreppi verða haldnir fyrir gesti og gangandi fimmtudagskvöldið 31. maí og hefjast þeir klukkan 20 um kvöldið. Söngvararnir Sigrún Hjálmtýsdóttir, Gísli Stefánsson, Ólafur Kjartan Sigurðarson, Davíð Ólafsson og Magnea Gunnarsdóttir syngja einsöngslög og dúetta við undirleik Jónasar Þóris Þórissonar. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og eru allir velkomnir með- an pláss leyfir en gestum er ráðlagt að klæðast hlýjum fötum. Sláturhúsið á Hellu býður tón- leikagestum upp á hressingu, sunn- lenska nautagúllassúpu að hætti Torfa framkvæmdastjóra með brauði frá Bergi bakara í Vilbergi í Vestmannaeyjum og á Selfossi. Stjórnandi tónleikanna er Árni Johnsen alþingismaður. Í fréttatilkynningu er haft eftir Árna að hugmynd um slíka tónleika hafi komið upp fyrir nokkrum ár- um á hefð- bundnu söng- kvöldi í Þrándarholti á réttardag- inn, þegar réttað er hjá Gnúpverjum. „Við erum vanir því að láta hug- myndirnar verða að veruleika og nú er komið að því,“ sagði Árni. „Þetta er til gamans gert í sveitasælunni hjá Þrándi bónda, Arnóri syni hans og fjöl- skyldunum í Þrándarholti og fer vel á því að hlusta á stórsöngvarana við sérstæðar aðstæður. Það er al- kunna að Gnúpverjar eru rómaðir söngmenn og kunna vel að meta góða gesti.“ Halda tónleika í hlöðunni í Þrándarholti Sigrún Hjálmtýsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.