Morgunblaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2007 43
Einangrun á veggi,
loft, sökkul og
undir plötu
Takkamottur fyrir
hitalögn í gólfi
G
Æ
ÐA
EINANG
R
U
NÍS
L
E
N
S
K
F R AM LE
IÐ
S
L
A
Góður styrkur • frábær einangrun
EINANGRUNARPLAST
OG TAKKAMOTTUR
Afgreitt beint frá framleiðanda!
Völuteigur 31, 270 Mosfellsbær, sími 561 2211, fax 561 4185, borgarplast@borgarplast.is
Pöntunarsími 561 2254
Erum flutt í Mosfellsbæ
Vottað gæðakerfi síðan 1993
VO
TT
A
Ð
U
M
H
VE
RFISSTJÓRN
U
N
A
R
K
ERFI
Vottað umhverfisstjórnunarkerfi síðan 1999
Sérsmíði Fráveitubrunnar
og sandföng
Rotþrær, olíu-
og fituskiljur
Vegatálmar Jarðgerðarílát
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
r
a
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Þetta voru Celine Dion ogElvis Presley,“ sagði út-varpskynnirinn eftir að
eitthver dúett hafði ómað í gegn-
um viðtækið. Ég hrökk í kút.
„Hvað í heitasta,“ hugsaði ég,
„Elvis að syngja með Celine Dion,
detti mér nú allar dauðar lýs úr
höfði, var hann ekki fyrir löngu
kominn undir græna torfu?“
spurði ég sjálfa mig, rauk til og
fletti þeim upp á Netinu. Við nán-
ari athugun kom í ljós að þetta
var ekki Elvis upprisinn heldur
hafði tæknin verið nýtt til að láta
hann syngja dúett með Dion í lag-
inu „If I can dream“ í einum Am-
erican Idol-þættinum nýlega.
Á Netinu má sjá brot af þessari
uppákomu og þar ræður ameríski
Idol-kynnirinn sér varla fyrir kæti
þegar hann segir áhorfendum að
undirbúa sig fyrir dúett sem þeir
hafa talið ómögulegan hingað til.
Síðan ganga Dion og Presley á
sviðið, hlið við hlið, og syngja eins
og sannar turtildúfur fyrir tilstilli
einhvers konar þrívíddartækni og
Elvis-eftirhermu … skilst mér.
Þetta var voða flott og allur
sjónvarpssalurinn ærðist eins og
goðið væri lifandi komið enda
sigraði hann Dion algjörlega í
sviðssjarmakeppninni.
Það má nýta tæknina til ým-islegs en ég set samt spurn-
ingarmerki við uppákomu sem
þessa. Eitt er að fá leyfi til að
nota lag látins listamanns eða
herma eftir honum en annað er að
„lífga hann við“ og draga upp á
svið.
Hver gefur leyfi fyrir slíku?
Auðvitað þeir sem fara með rétt-
inn að höfundarverki Elvis en mér
finnst ekki rétt að koma öldu
slíkrar „skemmtunar“ af stað, –
verður kannski bráðum farið að
selja inn á tónleika með Presley
eða Janis Joplin þar sem þau
syngja sjálf sín lög og eru sögð lif-
andi komin?
Mér finnst að það eigi að láta
þá látnu í friði og ekki vera að
gefa sér að þeir hefðu glaðir vilj-
að gera hitt og þetta.
Svo er annað sem ég velti fyrirmér, hver segir að Elvis hefði
viljað syngja dúett með Celine
Dion? Ekki getur hann svarað fyr-
ir sig.
Í mínum huga var Elvis rokk-
ari, ef hann væri uppi í dag þá
væri hann í flottri rokksveit og
gengi um í leðurklæðnaði frá
toppi til táar. Hann var töffari
síns tíma en Celine Dion hefur
ekki verið gella neins tíma.
Ég held að ef Elvis hefði haft
eitthvað um þetta að segja þá
hefði hann neitað að syngja með
Dion, hún er ekki nógu töff fyrir
hann. Hann var djúpraddað
sjarmatröll en hún er skræk hor-
rengla … já já nú koma bersýni-
lega fordómar mínir gagnvart ást-
arsöngvakyrjaranum Dion í ljós.
Hún er ekki minn tebolli en ég
fagna allri fjölbreytni á tónlist-
arsviðinu og ber virðingu fyrir
þeim sem hlusta á þessa gerð tón-
listar á meðan þeir reyna ekki að
fá mig til þess að hlusta á hana.
En hvað veit ég svosem,
kannski væru Presley og Dion par
í dag ef karlinn hefði lifað!
Presley er of töff fyrir Dion
Dion og Presley Hefði kóngurinn, væri hann á lífi, tekið það í mál að syngja með Dion?
AF LISTUM
Ingveldur Geirsdóttir
» Þetta var voða flottog allur sjónvarpssal-
urinn ærðist eins og
goðið væri lifandi komið
enda sigraði hann Dion
algjörlega í sviðs-
sjarmakeppninni.
Ingveldur@mbl.is
APReuters