Morgunblaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2007 39
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30. Vinnustofan opin
kl. 9–16.30. Postulínsmálun kl. 9. Gönguhópur kl. 11.
Postulínsmálun kl. 13.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan í Gull-
smára 9 er opin mánudaga og miðvikudaga kl. 10–
11.30. S. 554-1226. Skrifstofa FEBK í Gjábakka er
opin á miðvikudögum kl. 13–14. S. 554-3438. Fé-
lagsvist er spiluð í Gullsmára á mánudögum kl.
20.30, en í Gjábakka á miðvikudögum kl. 13 og á
föstudögum kl. 20.30.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-Hrólfar fara
í létta göngu kl. 10.
Félagsheimilið Gjábakki | Handavinnustofan opin.
Félagsvist kl. 13. Kynning kl. 15. Fyrirhuguð sumar-
starfsemi Gjábakka og Gullsmára. FEBK og hópar
kynna starfsemi í sumar, Helgi Þórhallsson kynnir
tölvunámskeið, fastir liðir kynntir o.fl. Bobb kl. 17.
Samkvæmisdans kl. 19, línudans kl. 20, Sigvaldi
kennir.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl. 10 ganga, kl.
10–11 Kaupþing banki, kl. 11.40 leikfimi og hádegis-
verður, kl. 13 kvennabrids. Hárgreiðslustofa og fóta-
aðgerðarstofa í húsinu.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Kvenna-
leikfimi og æfingar fyrir landsmót kl. 9 í Kirkjuhvoli.
Vatnsleikfimi í Mýri kl. 9.50. Brids spilað í Garða-
bergi kl. 13, opið til kl. 16.30.
Gerðuberg, félagsstarf| Kl. 9-16.30 vinnustofur
opnar. Kl. 9.20 sund og leikfimiæfingar í Breiðholts-
laug. Kl. 10.30 gamlir leikir og þjóðdansar. Frá há-
degi spilasalur opinn. Á næstunni verður opnaður
púttvöllur við Breiðholtslaug, hugsanlega boðin
leiðsögn í pútti, skráning á staðnum og í s.
5757720.
Hraunbær 105 | Kl. 9–16.30 postulín. Kl. 12–12.30
hádegismatur. Kl. 13–16.30 brids. Kl. 15 kaffi.
Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Línudans kl. 11.
Glerbræðsla kl. 13. Saumar kl. 13. Pílukast kl. 13.30.
Gaflarakórinn kl. 16.15.
Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa kl. 9–16 hjá
Sigrúnu, silki- og glermálun. Jóga kl. 9–12, Sóley
Erla. Samverustund kl. 10.30 lestur og spjall. Böðun
fyrir hádegi. Hársnyrting.
Hæðargarður 31 | Afmælishátíðin heldur áfram.
Listamunasýning kl. 9–16. Svavar Knútur mætir
með gítarinn, lesin upp ljóð úr nýútkominni ljóðabók
„Skapandi skrifa“ í Hæðargarði og ljóð eftir Þórð
Helgason, hljómsveitin Opinberun leikur nokkur lög.
Kaffisala og kátt í höllinni til kl. 16. S. 568-3132. Sjá
vef rvk. borg.
Korpúlfar, Grafarvogi | Á morgun fimmtudag er
keila í Keiluhöllinni kl. 10 og Listasmiðjan opnuð á
Korpúlfsstöðum kl. 13.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hjúkrunarfræðingur
frá heilsugæslunni kl. 10, leikfimi f. byrjendur kl. 10,
leikfimi í salnum kl. 11. Verslunarferð í Bónus kl. 12.
Handverks- og bókastofa kl. 13. Kaffiveitingar kl.
14.30. Uppl. í s. 552-4161. Allir velkomnir.
Norðurbrún 1 | Kl. 9 smíði, kl. 9–12 leir, kl. 10 boccia,
kl. 13–16 leir, kl. 9–16.30 opin vinnustofa. Handverks-
sýning verður 3. júní og 4. júní kl. 14–17. Margt fal-
legra muna.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla, fótaaðgerðir.
Kl. 9–12 aðstoð v/böðun. Kl. 10–12 spænska, byrj-
endur. Kl. 9.15–16 myndmennt-postulín. Kl. 10–12
sund. Kl. 11.45–12.45 hádegisverður. Kl. 12.15–14
verslunarferð í Bónus. Kl. 13–14 spurt og spjallað. Kl.
13–16 tréskurður. Kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9, handa-
vinnustofan opin kl. 9–16.30, hárgreiðslu- og fóta-
aðgerðastofur frá kl. 9, bókband kl. 9, verslunarferð
kl. 12.30. Söngur og dans við undirleik Vitatorgs-
bandsins kl. 14. Félagsmiðstöðin er opin fyrir alla,
óháð aldri. Uppl. í síma 411-9450.
Þórðarsveigur 3 | Kl. 9 handavinna. Kl. 13 opinn
salurinn.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Mömmumorgunn á Eyrarvelli kl.
9.30–11.30. Sameiginleg grillveisla foreldra og
barna í Akureyrarkirkju og Glerárkirkju. Pylsur,
drykkir, sósur og steiktur laukur á staðnum. Athugið
að ef illa viðrar færist grillveislan yfir á fimmtudag.
Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Tónlist, hug-
vekja, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðar-
heimili eftir stundina.
Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund í hádegi kl. 12.
Altarisganga og fyrirbænir. Boðið er upp á léttan
hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir
velkomnir.
Kristniboðssalurinn | Samkoma verður í Kristni-
boðssalnum Háaleitisbraut 58–60 í kvöld 30. maí
kl. 20. „Fyrir sakir nafns míns“. Ræðumaður er sr.
Kjartan Jónsson. Kaffi eftir samkomuna. Allir eru
velkomnir.
Laugarneskirkja | Kl. 10 mömmumorgunn, kaffi-
spjall fyrir mæður, notaleg upplifun fyrir börn. Um-
sjón Gerður Bolladóttir. Kl. 10.30 heldur gönguhóp-
urinn Sólarmegin af stað frá kirkjudyrum undir
fararstjórn Arnar Sigurgeirssonar. Öllum velkomið
að slást í hópinn.
Neskirkja | Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur sr.
Sigurður Árni Þórðarson. Beðið er fyrir sjúkum og
hverjum þeim sem þurfa á fyrirbæn að halda og
getur fólk komið óskum þar um til presta eða
starfsfólks safnaðarins. Einnig er altarisganga.
60ára. Í dag, 30 maí, erBragi Michaelsson, fv.
bæjarfulltúi í Kópavogi, Loga-
sölum 14, 201 Kópavogi, sex-
tugur. Bragi mun fagna þess-
um tímamótum síðar í sumar
með ættingum og vinum.
dagbók
Í dag er miðvikudagur 30. maí, 150. dagur ársins 2007
Orð dagsins: En hann frelsar hinn bágstadda með bágindum hans og opnar eyru þeirra með þrengingunni. (Jb. 36, 15.)
Næstkomandi föstudag, 1.júní, taka gildi lög sembanna reykingar áskemmti- og mat-
sölustöðum. Ásgeir R. Helgason er dós-
ent í heilsusálfræði og lýðheilsufræðum
við Karolinska lækningaháskólann í
Stokkhólmi og Háskólann í Reykjavík
og faglegur ráðgjafi íslenska Reyksím-
ans 800 6030: „Samskonar lög hafa tek-
ið gildi í Svíþjóð, Noregi, Írlandi, Kan-
ada, Ástralíu og í mörgum ríkjum
Bandaríkjanna. Alls staðar er reynslan
sú sama; fólk skiptist í tvær fylkingar
þar sem annars vegar er minnihluti
reykingamanna sem kvartar og segir
skemmtanalífið eyðilagt fyrir þeim, og
hins vegar þeir sem fagna reykleysinu
og botna ekki í öllum látunum,“ segir
Ásgeir. „Eftir nokkra mánuði lægir
öldurnar og reynist fólk þá upp til hópa
jákvætt í garð reykingabanns á veit-
inga- og skemmtistöðum og líta reyk-
ingamenn á það sem jákvætt aðhald til
að hjálpa fólki að reykja minna.“
Reyksíminn er ókeypis stuðnings-
úrræði fyrir þá sem vilja losna úr fjötr-
um tóbaksfíknar: „Við eigum von á að
hér á Íslandi, eins og fordæmin hafa
sýnt að gerist annars staðar, muni nýju
lögin auka mjög eftirspurn eftir þjón-
ustu Reyksímans. Margir nota þetta
tækifæri til að sigrast á fíkninni, en hjá
Reyksímanum starfa sérfróðir læknar
og hjúkrunarfræðingar sem veita fag-
lega leiðsögn sniðna að markmiðum og
styrkleikum hvers og eins. Aðeins þarf
að taka upp símtólið til að fá aðstoð.“
Reyksíminn 800 6030 býður ekki að-
eins upp á ráðgjöf heldur einnig eft-
irfylgni fyrir þá sem þess óska. „Starfs-
menn Reyksímans hafa samband með
jöfnu millibili til að hjálpa fólki í gegn-
um fyrstu skrefin í reykleysinu og hef-
ur það gefið mjög góða raun.“
Ásgeir segir reykingabann á veit-
inga- og skemmtistöðum virðast hjálpa
fólki að hætta reykingum: „Hjá sænska
reyksímanum hefur orðið vart við
mikla fækkun símtala frá fólki sem fall-
ið hefur á reykbindindi þegar það fór út
að skemmta sér. Það virðist auðvelt að
falla í freistni þegar áfengi er haft um
hönd og sígarettur eru innan seilingar
og er þá hætta á að þeir sem áður hafa
sagt skilið við reykingar falli aftur í
sama farið.“
Nánari upplýsingar má fá í síma
800 6030 og á slóðinni www.8006030.is.
Heilsa | Reyksíminn 800 6030 veitir ókeypis ráðgjöf gegn tóbaksfíkn
Tækifæri til að hætta
Ásgeir R. Helga-
son fæddist á Húsa-
vík 1957. Hann
lauk stúdentsprófi
1978 frá MH, BA-
prófi í sálfræði frá
HÍ og doktorsprófi
í klínískri heilsusál-
fræði frá Karol-
inska lækningahá-
skólanum 1997. Ásgeir starfaði hjá
Krabbameinsfélaginu í 8 ár, var sál-
fræðingur á krabbameinsdeild Karol-
inska í 4 ár og hefur verið sálfræðingur
við lýðheilsudeild síðan 1997. Sambýlis-
kona Ásgeirs er Karen Erikson hjúkr-
unarfræðingur og á Ásgeir tvo syni af
fyrra hjónabandi.
Tónlist
Anima gallerí | Helga Laufey
Finnbogadóttir á píanó, Guðjón
Steinar Þorláksson á kontra-
bassa og Birgir Baldursson á
trommur flytja lög eftir m.a. John
Coltrane, Carlos Gardel, Astor Pi-
azzolla, Megas og Tólfta sept-
ember.
DOMO Bar | Minningartónleikar
um Michael Brecker á Múlanum í
kvöld. Jóel Páls, Snorri Sig, Eyþór
Gunn, Jóhann Ásmunds og Einar
Valur Scheving minnast hans.
Múlinn er á Domo bar, 1.000 kr.
inn.
Uppákomur
Stúdentakjallarinn | Í tilefni gild-
istöku nýju reykingalaganna
stendur Stéttarfélag ungskálda
(SUS) fyrir síðasta reykmettaða
ljóðakvöldi Íslandssögunnar
fimmtudagskvöldið 31. maí.
Kvöldið verður haldið á Stúd-
entakjallaranum og hefst upp-
lestur kl. 21. Fram koma skáldin
Arngrímur Vídalín, Hildur Lillien-
dahl, Jón Örn Loðmfjörð, Kári
Páll Óskarsson, Kristin Svava
Tómasdóttir, Steinar Bragi og
Urður Snædal.
Fyrirlestrar og fundir
Krabbameinsfélagið | Stuðnings-
hópur kvenna sem fengið hafa
krabbamein í eggjastokka verður
með rabbfund á Café Flórunni,
Grasagarðinum í Laugardal, í
dag, miðvikudaginn 30. maí, kl.
17. Konur sem fengið hafa
krabbamein í eggjastokka eru
hvattar til að mæta.
Landsmennt | Landsmennt,
fræðslusjóður Samtaka atvinnu-
lífsins og aðildarfélaga Starfs-
greinasambands Íslands á lands-
byggðinni, stendur fyrir málþingi
um starfsmenntun og almenna
fræðslu í atvinnulífinu miðviku-
daginn 30. maí. Málþingið verður
haldið í Skíðaskálanum í Hvera-
dölum og hefst kl. 11.30.
Fréttir og tilkynningar
Blóðbankinn | Blóðbankabíllinn
verður á Sauðárkróki við Skag-
firðingabúð 30. maí kl. 9–11.30. Á
Blönduósi á planinu hjá N1 30.
maí kl. 14–17.
Frístundir og námskeið
Kópavogsdeild Rauða kross Ís-
lands | Hópur sjálfboðaliða í
Kópavogsdeild Rauða krossins
prjónar og saumar fyrir börn í
neyð. Hópurinn mun hittast í
sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg
11 í dag, miðvikudaginn 30. maí,
kl. 15.30–17.30. Allir áhugasamir
velkomnir, kaffi og með því.
Börn
Elliðaárdalurinn | Í dag, 30. maí,
kl. 18 sýnir Leikhópurinn Lotta
barnaleikritið Dýrin í Hálsaskógi.
Þar sem sýnt er utandyra er um
að gera að klæða sig eftir veðri
og taka með sér teppi. Miðapant-
anir/uppl. í síma 699-3993 eða á
www.123.is/dyrinihalsaskogi.5
UNGFRÚ Japan, Riyo Mori, var valin Ungfrú alheimur í
Mexíkó í gær. Hún var undrandi á úrslitunum eins og feg-
urðardrottninga er siður en ekki er að sjá að forvera henn-
ar í starfi, Zuleyka Riveralooks (t.h.), hugnist val dóm-
nefndar.
Fegurst í heimi
Reuters
FRÉTTIR
SÚ breyting hefur verið
gerð á skráningu í Stað
og stund að nú birtist
skráningin á Netinu um
leið og skrásetjari stað-
festir hana. Skrásetjari
getur nýtt sér þann
möguleika að nota leið-
réttingarforritið Púkann
til að lesa yfir textann og
gera nauðsynlegar
breytingar. Einnig hefur
verið gerð sú breyting að
hægt er að skrá atburði í
liði félagsstarfs og
kirkjustarfs tvo mánuði
fram í tímann. Allur
texti sem birtist í Morg-
unblaðinu er yfirlesinn.
Breytingar
á skráningu
inn í Stað og
stund
MORGUNBLAÐIÐ birtir til
kynningar um afmæli, brúð-
kaup, ættarmót og fleira les-
endum sínum að kostnaðar-
lausu. Tilkynningar þurfa að
berast með tveggja daga fyr-
irvara virka daga og þriggja
daga fyrirvara fyrir sunnu-
dags- og mánudagsblað.
Samþykki afmælisbarns þarf
að fylgja afmælistilkynning-
um og/ eða nafn ábyrgðar-
manns og símanúmer.
Hægt er að hringja í síma 569-
1100, senda tilkynningu og
mynd á netfangið ritstjorn-
@mbl.is, eða senda tilkynn-
ingu og mynd í gegnum vef-
síðu Morgunblaðsins,
www.mbl.is, og velja liðinn
Senda inn efni". Einnig er
hægt að senda vélritaða til-
kynningu og mynd í pósti.
Bréfið skal stíla á
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Hádegismóum 2
110 Reykjavík.
DR. Jürgen Molt-
mann, prófessor í
guðfræði frá
Tübingen í
Þýskalandi,
verður gestur
Skálholtsskóla
dagana 31. maí
til 4. júní. Óhætt
er að fullyrða að
þar sé á ferð einn
af áhrifamestu guðfræðingum sam-
tímans, segir í fréttatilkynningu.
Hann hefur gefið út fjölda greina
og bóka á sínu fagsviði.
Sérstakt málþing verður haldið
honum til heiðurs sem hefst kl. 18
föstudaginn 1. júní og því lýkur
með hátíðarkvöldverði á laugar-
dagskvöldi.
Moltmann mun flytja þrjú erindi
sem hann kallar „The Final Judg-
ment. Sunrise of Christ’s Lifegiving
Justice“, „The Presence of God’s
Future. The Risen Christ“ og „The
God of Hope. A Theology of Hope“.
Þar að auki mun dr. Gunnar Krist-
jánsson prófastur flytja erindi um
vonina í verkum Moltmanns.
„Hér er á ferðinni einstakt tæki-
færi fyrir íslenska presta, guðfræð-
inga, guðfræðinema og annað
áhugafólk um guðfræði til að hitta
einn af þekktustu guðfræðingum
samtímans,“ segir í tilkynningunni.
Nú þegar hafa fjölmargir skráð sig
til þátttöku en enn er hægt að hafa
samband í síma 486 8870 eða með
netfanginu rektor@skalholt.is
Þess má geta að Moltmann mun
flytja erindi í hátíðarsal Háskóla Ís-
lands föstudaginn 1. júní kl. 12.10.
Yfirskrift erindisins er „The Cruci-
fied God. A Theology of the Cross“.
Allir eru velkomnir.
Þekktur guð-
fræðingur heim-
sækir Skálholt
Jürgen Moltmann
HINN árlegi Græni markaður
Kvenfélags Álftaness verður hald-
inn laugardaginn 2. júní frá kl.
11:00 til kl. 16:00 við Náttúruleik-
skólann Krakkakot.
Á boðstólum verður mikið og
fjölbreytt úrval af sumarblómum,
fjölærar plöntur, krúttrunnar, valin
tré í útipotta, garðskraut, mat- og
kryddjurtir, mold og áburður.
Grænn markaður
á Álftanesi