Morgunblaðið - 13.07.2007, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 13.07.2007, Qupperneq 1
föstudagur 13. 7. 2007 bílar mbl.isbílar Fyrsti vetnisfólksbíllinn kominn til landsins frá DaimlerChrysler » 2 SKEMMTILEGUR AKSTUR BMW Z4 M COUPÉ ER HLJÓMFAGUR OG TOGMIKILL SPORTBÍLL MEÐ FALLEGAR LÍNUR >> 6 Eftir Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Yfirvöld Evrópusambandsins gætu senn gripið til þess ráðs í baráttunni gegn hlýnun and- rúmsloftsins að banna sportbíla. Þar með færu Ferraribílar sjálf- krafa á lista sambandsins yfir vától. Umræður hófust í vikunni á Evrópuþinginu tillögu og skýrslu sem felur í sér að bílar sem hægt er að aka hraðar en á 162 km/klst hraða, eða 25% yfir algengum hámarkshraða á evr- ópskum hraðbrautum, verði bannaðir á vegum í ESB- löndunum frá og með árinu 2013. Undanteknir banni verði lögreglu- og sjúkrabílar og her- bílar. Aðalflutningsmaður er bresk- ur þingmaður, frjálslyndur demókrati að nafni Chris Dav- ies. Þýskir þingmenn í umhverf- isnefnd þingsins boða andstöðu við tillögur hans. „Við þurfum að framleiða hreinustu bílana, ekki þá hæggengustu,“ segir einn þeirra, Karl-Heinz Florenz, sem ekur um á Mercedes. Hann gerir líka athugasemdir um undantekningar fyrir bíla sem framleiddir eru af litlum fyrirtækjum, sem smíða innan við 500 bíla á ári. Segir það hygla breskum bílsmiðum. „Hann vill kála Porsche en leyfa mönnum að keyra Bentley óá- reittum,“ sagði Florenz við breska blaðið Financial Times. Talið er að hinir 99 þýsku fulltrúar á Evrópuþinginu af alls 785 þingmönnum muni lang- flestir greiða atkvæði gegn til- lögunni. Samþykkt hennar yrði ekki bindandi en fyrirséð er að framkvæmdastjórn ESB leggi fram lagafrumvarp um tak- mörkun gróðurhúsategunda frá bílum. Verður bílafyrirtækjum gert að smíða bíla sem gefa að hámarki frá sér 130 grömm af kolefni á kílómetra árið 2012 og að magnið náist niður í 120 g/km með notkun lífræns eldsneytis. Til samanburðar gáfu bílar smíðaðir 2005 frá sér 160 g/km og rúmlega 10% alls gróð- urhúsalofts í Evrópu er rakið til fólksbíla. Að mati samtaka evrópskra bílaframleiðenda myndi það í mesta lagi minnka útblástur gróðurhúsategunda frá bílum að banna hraðskreiða bíla. Chris Davies, flutningsmaður tillög- unnar, segir að það sé umhverf- isleg vitfirring að aka á um- ræddum hraða, og ólöglegt að auki. „Þetta eru bara leikföng stóru strákanna,“ sagði hann um sportbílana. Morgunblaðið/Eyþór Vától? Porsche er meðal þeirra sportbíla sem eiga á hættu að verða bannaðir á veg- um í ESB-löndunum frá og með árinu 2013. Dagar sportbílsins senn taldir í Evrópu?                           !!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.